Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. olrt. 1968 MORGU N BLAÐID 7 Elzti umboðsmaður Philips í heimi VIÐ frettum í gær frá Aðal- ræðismannsskrifstofu Hðl- lands á íslandi, að í septem- ber s.l. hafi Júlíana Hollands- drottning sæmt Snorra P. B. Arnar riddarakrossi orðunn- ar Oranje Nassau af 1. gráJu vegna 40 ára starfs hans sem umboðsmanns Philipsfyrir- tækisins á íslandi. Þess var einnig getið, að hann væri jafnframt elzti umboðsmaður Philips að starfsaldri í heim- inum. Af þessu tilefni skruppum við til Snorra P. B. Arnar til að eiga við hann smásamtal. „Já, þetta er rétt. Ég hef verið umboðsmaður Philips í 40 ár. Byrjaði 1926. Þetta var auðvitað smátt í byrjun, en smám saman hefur því vaxið fiskur um hrygg. Ég starfaði í Loftskeytastöðinni í Reykja vík frá 1917—1930. Flutti ég í fyrstu inn allar. framleiðslu vörur Philips, jafnt útvarps- tæki sem annað, en eftir 1930, tók Viðtækjaeinkasalan við innflutningi á útvarpstækj- um, og varð ég þá að hætta þeim innflutningi. 1 3 ár starfaði hér einnig raftækjaeinkasala, og þá voru hér allskyns höft, og ekki mátti flytja inn nema frá einstaka landi. Og svo kom stríðið, og lokaðist þá að mestu samband við Philips, nema í gegnum England. Eftir stríðið jókst aftur innflutn- ingur frá Philips hröðum skrefum og frá fyrirtækinu koma ýmsar kunnar vörur, svo sem rakvélar, allskyns Snorri P. B. Arnar. heimilistæki, hrærivélar, ís- skápar og þvottavélar, og bæt- ast sífellt fleiri ný tæki við. Mikið er flutt inn af lækn- ingatækjum og sýningarvél- um fyrir kvikmyndahús, þar af eru tvær „Todd A 0“ vél- ar í Háskólabíó og Laugarás- bíó. Einnig eru fluttar inn loftskeytastöðvar, sendistöðv ar og símatæki. Ekki má gleyma glóðlömpunum, en það er hið íslenzka nafn á raf- magnsperum. í september átti Philips 75 ára afmæli og var þess minnst með 4 daga hátíðahöldum í Eindhoven en það er 190.000 manna bær. Var okkur hjón- unum þangað boðið. Þetta voru stórkostleg hátíðahöld, og var • sérstakur sýning- arskáli reistur fyrir þau, sem ber nafnið „Evoluon", líkast- ur fljúgandi diski í lögun. Við umboðsmenn Philips gáfum hurðina í þetta hús. Hún er úr bronce, smíðuð í Belgíu en teiknuð af ítölsk- um prófessor, Carasso að nafni. Bernhard prins opnaði hana fyrstur, með því að láta gataspjald í þar til gerða vél. Mér var falið að afhenda aðal forstjóra Philips þessa gjöf fyrir hönd samstarfsmanna minna. Gerði ég það með ræðu á ensku. Þá var mér þarna á hátíðinni veittur ridd arakross orðunnar Oranje Nassau af 1. gráðu, og gerði það ráðuneytisstjórinn í hol- lenzka utanríkisráðuneytinu, Baron von Boetzelaer. Þetta var mjög skemmtileg og eftir minnileg afmælishátíð. Hurðin umtalaða, sem um boðsmenn gáfu í „Evoluon". Ég er fæddur á ísafirði, og er núna 66 ára. Ættarnafnið Arnar tókum við upp 1916, og var það þá skrásett, en stuttu síðar var það aftekið, að fólk gæti tekið sér ættar- nöfn. Og mér sýnist á síðustu árum, að fólk sé farið að nota það sem fornafn. Ég get ekki annað sagt að lokum, en að ég hafi haft ánægju af umboðsmennsku minni fyrir Philips, þetta er traust og gött fyrirtækl og þekkt um allan heim“. Og þá kveðjum við þenn- an 40 ára umboðsmann Phil- ips og höldum aftur niður á blað. — Fr. S. MENN 06 MALEFNh: Baron von Boetzelaer afhendir Snorra orðuna. VÍSLKORM HEILLAHUGUR Vertu tryggða vinur minn valinn dyggða maður. Veginn skyggða vitur finn vörður hryggða glaður. Bjarni Guðmundsson, Hörgs- holti. Stork- urinn sagði Ég labbaði lnn á Laugaveg í gær, og umferðin var söm við sig, ég var nærri orðinn undir bíl einum tvisvar sinnum, og var þó í bæði skiptin í mínum rétti á gangbraut velmerktri, og seint ætlar að ganga að kenna sumum ökuþórum rétta siði í sambandi við gangbrautir —, en sem betur fer, eru þó hinir fleiri, sem virða og skilja þennan rétt hins gang andi fólks. Sem ég nú kom þar að, sem eitt sinn stóð hið fræga hús Dýraverndunarfélags íslands, TUNGA, hitti ég mann á gulum steini, sem horfði vondöprum augum á sjónvarpshúsið, hina fornu bílasmiðju. Storkurinn: Eitthvað hefur nú farið í fínu taugarnar hjá þér, maður minn? Maðurinn hjá Tungu: Víst svo. Ég var að horfa á íslenzka sjón- varpið á miðvikudagskvöldið, og mér krossbrá. Fyrst tala þeir fjálglega um hið nauðsynlega tóbaksbindindi unglinga í sam- bandi við ágætan þátt um starf- semi Æskulýðsráðs, en ekki var honum fyrr lokið, en löng og mikil auglýsing kom um dá- semdir þess að reykja Camel. Jafnvel sjómannastéttinni teflt fram. Hvað á nú annað eins og þetta að þýða, Veitist for- eldrum ekki nógu erfitt, að ekki sé nú minnst á Krabbameins- félagið, að innprenta unglingun- um skaðsemi tóbaksreykinga, þótt ekki sé verið að eyðileggja þau áhrif með slíkum auglýsing- um í langáhrifamesta áróðurs- tæki nútímans? Fleirum hlýtur nú að vera spurn en mér. Já, ég er viss um það, sagði storkur, og myndi ég segja, að þarna hefði þeim orðið á í mess- unni, og ékki meira af slíku, drengir góðir. Peningar eru góðir en ekki algóðir, þegar um upp- eldi æskunnar er að ræða. Sjón varpið hlýtur að geta starfað án slíkra auglýsinga, og með það flaug hann upp á það háhýs- anna við Hátún, sem snyrli- mennskan ríkir bæði á húsi, í húsi og í garði, til sóma fyrir eigendur og augnayndis vegfar- endum. i!U og tímarit Mímir, blað stúdenta í íslenzk um fræðum, 2. tbl. 5. árg., ágúst blað hefur borizt blaðinu. í blað inu eru m.a. þessar greinar: Fjögurbréf frá Jóni Vídalín, Mér verður fuglsins dæmi. Um Hið < PftfPll *:• íslenzka fornritafélag, Njáll og Óðinn, Ritdómar — Ljóðrými Ritið er hið smekklegasta að öllum frágangi. Ritnefnd skipa: Einar G. Pétursson, Helgi Þor- láksson og Jónas Finnbogason. Ibúð Kona með tvö börn, óskar eftir íbúð, 1 herb. og eld- húsi; helzt í Vesturbænum. Uppl. í síma 1719, Vest- mannaeyjum. Sandnámið á Hrauni í Ölfusi, er til leigu frá næstu áramótum. Tilboð óskast fyrir 15. nóv. n.k. — Landeigendur. Vinna Vélvirki óskar eftir góðri vinnu. Tala ensku. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „8394“. Brauðhúsið Laugavegi 126. Sími 24631. — Smurt brauð, snittur, cocktailsnittur, brauðtert- ur. Æðardúnssængur Úrvals æðardúnssængur fást ávallt að Sólvöllum, Uppgerðar sængur sækist tafarlaust. Sími 17, Vogum. Konur athugið Óska að ráða konu sem hef ur áhuga fyrir búskap, á létt og gott heimili í sveit. Tilboð merkt: „Sveita- mennska — 9915“ sendist blaðinu fyrir miðvikudags- kvöld. Fallegur hvítur samkVæmiskjóll tll sölu. Upplýsingar í síma 20482, eftir kl. 6 á kvöldin. Ford 1954 Ford fólksbifreið í góðu standi, nýskoðuð, til sýnis og sölu hjá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2. Sími 11588 og 18585. Til sölu skrifborð og hálfsjálfvirk þvottavél. Sími 41310. íbúð óskast Kona óskar eftir 2ja til 3ja herb. íbúð, ekki í úthverfi. Uppl. í síma 20487. Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ. íbúðinni fylgir gott íbúðarherbergi í kjallara. Sérstaklega vandaður frágangur. Teppi á íbúðinni fylgja svo og á ganga. Skip og fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 eftir lokun 23009. Rjúpnaveiðibann Rjúpnaveiði og allt fugladráp er stranglega bannað í löndum Óttarsstaða, Lónakots og Hvassahrauns sunnan Hafnarfjarðar. LANDEIGENDUR. Sendisvein vantar í Fræðslumálaskrifstofuna og Fræðslumyndasafnið • Borgartúni 7 hluta úr degi. FRÆÐSLUMÁLASTJÓRI. Gólfteppa!agnir í Reykjavík Duglegur maður vanur máltökum og lögnum óskast nú þegar. íbúð í Reykja- vík kæmi til greina. Tilboð með upplýs- ingum sendist í pósti merkt: „Gólfteppi“ box 404 Reykjavík. Aluminium - Prófílar Ég óska eftir að komast í samband við ötult fyrir- tæki, til þess að selja aluminium-prófíla á íslandi. Fjögurra vikna afgreiðslufrestur. Ljóstraust lithúðun til notkunar utanhúss. — Snúið yður til O. R. KOLDERUP, Jern, stál og aluminium, Dronningensgt. 2. — Oslo L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.