Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. okt. 1966
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjón: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Rnstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
ALMENNUR STUÐN-
INGUR VIÐ VERÐ-
STÖÐ VUNARSTEFNU
/-’reínilegt er að verðstöðv-
^ unarstefna ríkisstjórnar-
innar hefur þegar hlotið mik-
inn hljómgrunn meðal þjóð-
arinnar og yfirlýsingar for-
sætisráðherra að undanförnu
um fyrirhugaðar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í þeim efn-
um hafa augljóslega fallíð í
góðan jarðveg hjá öllum al-
menningi.
En hafi menn fyrirfram
átt von á því, að stjórnarand-
sf æðingar tækju ábyrga af-
stöðu til þessara mála, þá ligg
ur það nú ljóst fyrir, að svo
er ekki. Málgögn kommún-
ista og Framsóknarmanna
ræddu verðstöðvunarstefnu
ríkisstjórnarinnar í forustu-
greinum í gær, og er þar að
venju beitt hreinum rang-
færslum. — Framsóknarmál-
gagnið heldur því fram, að
kaupmáttur tímakaups verka
manna hafi ekkert aukizt síð-
an 1959, þótt óyggjandi upp-
lýsingar liggi fyrir um það,
að kaupmáttur tímakaups
lægstlaunuðu Ðagsbrúnar-
verkamanna hefur aukizt á sl.
tveimur árum um 15—20%.
Bæði málgögn kommúnista
og Framsóknarmanna halda
því einnig fram í forustugrein
um í gær, að þótt ríkisstjórn-
in boði verðstöðvun, sýni hún
það ekki í verki með f járlaga-
frumvarpi því, sem nú hefur
verið lagt fyrir Alþingi og
halda því fram að ríkissjóður
muni taka 800—900 milljónir
króna frá skattgreiðendum á
næsta ári umfram það, sem
tekið er í sköttum á yfirstand
andi ári.
Hér er auðvitað um hrein-
ar falsanir að ræða. í f járlaga
frumvarpinu er ekki gert ráð
fyrir neinum nýjum sköttum,
og útgjaldaaukningu ríkis-
sjóðs hefur verið haldið í
skefjum, svo sem kostur hef-
ur verið. Fróðlegt er í þessu
sambandi að athuga, hvernig
hækkunin á rekstrarútgjöld-
am ríkissjóðs skiptist að þessu
sinni, en hún nemur á næsta
ári um 656 milljónum króna.
Af þessari upphæð nema
launagreiðslur ríkissjóðs um
260 milljónum. Spyrja má
hvort Framsóknarmenn og
kommúnistar vilji iáta lækka
laun þeirra, sem hér eiga
hlut að máli. Almannatrygg-
ingar hækka um 172 milljón-
ir króna. Vilja Framsóknar-
menn og kommúnistar láta
draga úr framlögum til al-
mannatrygginga? Hækkun
annars skólakostnaðar en
launa nemur 64 milljónum
króna. Hækkun á framlögum
til skólabygginga, sjúkrahús-
bygginga og flugvallagerðar
25 milljónum króna, hækkun
á styrktarfé, ellilaunum og
framlögum til lífeyrissjóða 14
milljónum króna. Framlög til
hafnargerða 13 miíljónir, til
Iðnlánasjóðs 8 milljónir, til
raforku- og jarðhitamála 10
milljónir, aðstoð við sjávarút-
veginn, sem ekki er í núgild-
andi fjárlögum er 80 milljón-
ir og áætluð hækkun útflutn-
ingsuppbóta á landbúnaðar-
vörur 34 milljónir króna.
Hvað af þessum framlögum
vilja stjórnarandstæðingar
láta fella niður?
Þá er það auðvitað algjör-
ar rangfærslur, þegar því er
haldið fram, að undir þessum
útgjaldaauka verði staðið
með aukinni skattheimtu. —
Megintekjustofnar ríkissjóðs
eru aðflutningsgjöld og sölu-
skattur, og aukning á þessum
tekjustofnum kemur auðvitað
fyrst og fremst til vegna auk-
ins innflutnings og aukinnar
neyzlu. En aukinn innflutn-
mgur og aukin neyzla sýna
aftur á móti almenna og vax-
andi velmegun í landinu. Það
liggur alveg ljóst fyrir að nú
er bezta tækifæri, sem skap-
azt hefur í mörg ár til þess að
stöðva verðbólguhjólið. Fjöl-
mörg hagsmunasamtök hafa
þegar sýnt í verki vilja sinn
til þess að styðja yfirlýsta við
leitni ríkisstjórnarinnar til
þess að koma á algerri verð-
stöðvun í landinu um eins árs
skeið. Fyrirfram er ekki á-
stæða til að ætla, að þau hags
munasamtök, sem menn hafa
lausa samninga, muni skerast
hér úr leik. Það er þess vegna
vissulega illa farið, ef stjórn-
arandstöðuflokkárnir ætla
enn einu sinni að gera þessi
miklu hagsmunamál þjóðar-
innar að pólitísku ágreinings-
atriði og væri vafalaust hyggi
legri fyrir þá og meir í sam-
ræmi við vilja þjóðarinnar í
þessum efnum, að þeir taki
höndum saman við ríkisstjórn
ina í viðleitni hennar til þess
að stöðva verðbólguna.
VILJA FRAM-
SÖKNARMENN
MINNKA GJALD-
EYRISVARA-
SJÓÐINN?
Ifiðskiptamálaráðherra gaf
" athyglisverðar upplýsing-
^gmj
UTAN ÚR HEIMI
EINS og frá hefur verið skýrt,
sagði hollenzka ríkisstjórnin
af sér s.i. föstudag. Ástæðan
var sú, að stjórnin beið ósig-
ur í atkvæðagreiðslu á þingi,
þar sem fjárlög voru tii af-
greiðslu, en búast mátti við
að á þeim yrði talsverður
halli. Stjórnin leit á úrslit at-
kvæðagreiðslunnar sem van-
traustsyfirlýsingu og ákvað
að segja af sér. Er talið að
erfið stjórnarkreppa kunni að
vera framundan í landinu og
ef til vill blasi við ástand
svipað því, og ríki í IV. lýð-
veldinu franska og að lýðræði
í landinu hafi orðið fyrir
miklum hnekki. Nú sé ekkert
framundan nema „Gaulleism-
Stjórnarkreppa í Hollandi
Ríkisstjórnin var samsteypu
stjórn Kaþólska þjóðarflokks-
ins, Sósíaldemokrataflokksins
og flokks mótmælenda og
hafði verið við völd í 18 mán-
uði. Forsætisráðherrann var
Joseph Cal úr Kaþólska þjóð-
arflokknum, en samt voru það
þingmenn þess flokks, sem
brugðust stjórninni og urðu til
þess að fella hana.
Frá því að stjórn Cals tók
við völdum 14. apríl 1965
hafði hún mátt búa við stöð-
uga gagnrýni hægri sinnaðri
afla í landinu, sem útbreidd-
asta dagblað landsins „De
Telegraaf" gerði sig að tals-
manni fyrir. Var forsætisráð-
herranum einkum borið á
brýn, að fylgja „sósíalistískri“
stefnu vegna áhrifa frá með-
ráðherrum sínum úr Sósíal-
demokrataflokknum.
Á þriðjudag í fyrri viku hóf
hollenzka þingið umræður um
fjárlög fyrir árið 1967 og um
stefnu ríkisstjórnarinnar yfir-
leitt. í þessum umræðum kom
m.a. fram tillaga frá Schmelz-
er, sjálfum formanni þing-
flokks Kaþólska þjóðarflokks
ins, sem hafði í raun og veru
að geyma slíka gagnrýni á
fjárhagsáætlun stjórnarinnar,
að forsætisráðherrann fór þess
á leit við þingforsetann, að
hún yrði fyrst borin undir at-
kvæði. Stjórnin liti svo á, að
yrði þessi tillaga samþykkt,
þá væri þar um vantrausts-
yfirlýsingu að ræða og myndi
stjórnin taka afleiðingunum
af því.
Er atkvæði voru talin um
tillögu Schmelzers, kom í ljós,
að ekki einungis fimm þing-
menn af flokkum stjórnarand-
stöðunnar greiddu atkvæði
gegn stjórninni, heldur höfðu
46 af alls 50 þingmönnum
Kaþólska þjóðarflokksins sagt
upp hollustu víð stjórnina.
Hins vegar höfðu þingmenn
hinna stjórnarflokkanna stutt
stjórnina og flestum til undr-
unar höfðu einnig þingmenn
kommúnista og hins svo-
nefnda Friðarsinnaða sósíal-
istaflokks einnig greitt at-
kvæði með stjórninni. Úrslit
atkvæðagreiðslunnar urðu þau
að 62 þingmenn studdu stjórn
ina en 75 greiddu atkvæði
gegn henni.
„Við byrjum nú á því að
sofa“, var hið eina sem hinn
fallni forsætisráðherra Cal lét
hafa eftir sér, þegar úrslitin
um vantraustsyfirlýsinguna
voru kunn og þingfundi var
slitið, en það var kl. 5 að
morgni og hafði þingfundur-
inn þá staðið í 17 klst.
Það voru ekki sízt þing-
menn sósíaldemókrata, sem
Uppgefinn eftir maraþonsfun d og vonsvikinn vegna þess, að
þingttienn hans eigin flokks, höfðu brugðizt honum, yfirgefur
Joseph Cal, hinn fallni forsætisráðherra Hollonds þinghúsið.
urðu fyrir miklum vonbrigð-
um með úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar. Formaður flokksins,
Thans, ásakaði Kaþólska þjóð
arflokkinn um að hafa „leikið
sér að eldinum með skammar
legum hætti og innleitt sams-
konar ástand og ríkti í Frakk
landi á dögum IV. lýðveldis-
ins.“ Samkvæmt skoðun sósíal
demokrataþingmannsins Oele
hefur fall forsætisráðherrans
fyrir tilstilli flokks hans sjálfs
þýtt það fyrir Holland, að
„leiðin til Gaulleismans væri
hafin“. Blað Sósíaldemokrata-
flokksins „Het Vrije Volk“
sagði um stjórnarkreppuna, að
hún myndi verða þingræðinu
hættulegt og nú myndi skap-
ast andúð milli Kaþólska
þjóðarflokksins og Sósíaldemo
krataflokksins, sem starfað
hefðu saman á undanförnum
árum.
Almennt eru nú taldar sterk
ar líkur á því, að þing verði
rofið í Hollandi og kosningar
látnar fara fram, jafnvel þeg-
ar á þessu ári. Næstu þing-
kosningar hefðu annars átt að
fara fram í maí á næsta ári.
Juliana drottning getur hins
vegar látið rjúfa þing þegar
í stað og yrðu þá þingkosn-
ingar að fara fram innan 40
daga frá þingrofi.
ar á Alþingi síðastliðinn mið-
vikudag um útlánaaukningu
banka og sparisjóða, en hún
nemur á tímabilinu 1. septem-
ber 1965 til sama tíma 1966
um 1716 milljónum króna,
sem er 23% aukning miðað
við sama tíma árin áður. Á
þessu tímabili var innláns-
aukning banka og sparisjóða
hinsvegar aðeins 1245 milljón
ir eða sem svarar 17% aukn-
ingu. Útlánaaukning umfram
innlánsaukningu á þessu
tímabili hefur því verið um
500 milljónir króna.
Af þessum tölum er ljóst,
að því fer fjarri, að reynt hafi
verið að takmarka lánveiting-
ar til atvinnuvegánna óhæfi-
lega, eins og Framsóknar-
menn hafa haldið fram. Þvert
á móti hefur raunverulega
verið gengið lengra en skyn-
samlegt er almennt talið, þar
sem yfirleitt er talið óheppi-
legt að útlánaaukningin nemi
miklu hærri upphæð en sem
nemur innlánsaukningu.
Þá kom það einnig fram í
ræðu viðskiptamálaráðherra,
að ef leysa á hið bundna spari
fé í Seðlabankanum eins og
Framsóknarmenn hafa lengi
krafizt, mundi það annað
hvort hafa þær afleiðingar, að
Seðlabankinn yrði að draga
úr endurkaupum á afurðar-
víxlum frá viðskíptabönkun-
um, sem mundi að sjálfsögðu
koma í sama stað fyrir þá, eða
að gjaldeyrisvarasjóðurinn
mundi minnka stórlega. Þetta
er staðreynd, sem Framsókn-
armenn og kommúnistar
verða að horfast í augu við,
þegar þeir krefjast þess, að
hið bundna sparifé sé leyst úr
Seðlabankanum, og þess
vegna er ástæða til að spyrja:
Vilja stjórnarandstæðingar,
að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé
minnkaður?
10,000
hermenn heim
London, 19. okt. NTB.
Denis Healey landvarnarráð-
herra Bretlands, skýrði svo frá
í Neðri málstofu brezka þingsins
í dag að 10.000 brezkir hermenn
sem verið hefðu á Borneo vegna
deilna Malaysiu og Indónesiu,
yrðu komnir heim fyrir apríllok
1967.
Kvað ráðherrann þar með
sparazt um 10 milljónir sterlings
punda og sagði, að á næstunni
yrði vandlega íhugað, hvort kalla
bæri fleiri hermenn frá Asíu.
Ráðherrann vildi lítt um það
segja, hvort fækkað yrði í her-
liði Breta í þýzkalandi — kvaðst
verða að bíða úrslita viðræðna
Breta, Bandaríkjamanna og Vest
ur-Þjóðverja um mál þetta, sem
eiga að hef jast á morgun, fimmtu
dag.