Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 19
Föstudagur 21. olrt. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
19
Á aldarafmæli Björgvins
Vigfússonar sýslumanns
FRÚ RAGNHEIÐUR Ingibjörg
Einarsdóttir sem hún hét fullu
nal'ni var fædd að Höskuldsstöð-
wm í Breiðdal í Suður-Múla-
sýslu, 21. desember 1S&5, en
Býslumaðurinn Björgvin Vigfús-
eon var fæddur að Ási í Fellum
I Norður-Múlasýslu, 21. október
1866.
Æfi sinni eyddu þessi mætu
hjón eftir að þau giftust á
þrem stöðum: Hallormsstað,
Höfðabrekku í Mýrdal, og síð-
ast á Efra-Hvoli í Hvolhrepp,
þar sem Björgvin dó 12. sept.
1Ö42, en frú Ragnheiður dó í
Œteykjavík, 15. des. 1644. Björg-
vin sýslumaður fékk veitingu fyr
Ir sýslumannsembættinu í Skafta
fellssyslu 1904, en settist þar að í
júní 1905, en Rangárvallasýsla
yar honum veitt 7. september
fi907, en settist þar að í apríl
1908, og dvaldi þá á Stórólfs-
hvoli (í eitt ár), meðan verið
var að byggja íbúðarhúsið á
hinu nýja setri hans að Efra-
Hvoli.
Sýslumannsembættiinu gegndi
svo Björgvin til 14. maí 1936, er
hann fékk lausn frá embætti.
Fyrir utan venjuleg embættis-
verk lagði Björgvin fram mikið
Btarf í því að vekja sýslubúa
BÍna til meðvitundar um þýð-
ingu aukinnar menntunar æsk-
fólks rafvæðingar í héraðinu, og
bættra samgangna bæði í vega-
bótum sem brúarbyggingum á
Btórfljótin í Rangárþingi.
Einnig barðist hann ötullega
fyrir því að Sláturfélag Suður-
lands hefði sláturhús sín dreifð
um sveitirnar á félagssvæðinu
svo sem nú er orðið.
Hin tvö síðasttalin baráttu-
mál auðnaðist Björgvin að upp-
lifa en skóli í héraðinu var byggð
ur fyrst nokkrum árum eftir
andlát hans þó að nokkru í öðru
formi en hann hafði hugsað sér,
en rafvæðingin kom aftur litlu
síðar en Skógaskóli.
Þó aðrir ágætir menn ættu
þar hlut að , að lokum, mun
það hafa haft sitt að segja að
fólkið í þessum héruðum hafði
verið vakið til umhugsunar um
málin.
Björgvin sýslumanni auðn-
aðist að halda setningarræðu við
vígsluhátíðir: Yfir Rangárbrúar
31. ágúst 1912, Þverárbrúar 21.
ágúst 1932, og Markarfljótsbrúar
1. júlí 1934, en brýr þessar vígðu
ráðherrarnir: Hannes Hafstein og
Þorsteinn Briem. Hafði Björgvin
og fleiri safnað lánsloforðum til
2ja hinna síðartöldu brúa.
Björgvin sýslumaður var í
búskaparlegu tilliti mjög á und-
an sinni samtíð.
Gerði hann sáðsléttur miklar
á Efra-Hvoli strax árið 1910, og
mun fyrstur íslendinga hafa
komið sér upp vísir til ræktunar
holdanauta (uxa.) á bújörð sinni
Skemmtun á vegum
Ingólfs apóteks
Ingólfsapótek efndi til skemrnt
onar og kynningar á snyrtivör-
mm Dorothy Gray á Hótel Sögu
»1. miðvikudags'kvöld. Hefur Ing
ólfs Apótek einkaumboð fyrir
snyrtivörur Dorothy Gray og var
skemmtunin haldin með þa’ð fyr
lir augum að kynna þessa vöru-
Gegund nánar fyrir viðskiptavin-
«m apóteksins. Heiðursgestur
Ikvöldsins var frú Stevens, snyrti
Bérfræðingur frá Dorothy Gray,
lem starfað hefur við snyrtingu
og kynmingu snyrtivara um 17
ára skeið. Skemmtunin fór þann
áe fram, að leikkonan Brynja
Benedi'ktsdóttir, sem var kynn-
ir kvöldsins kynnti frú Stevens
Éyrir áhorfendum og bauð hana
velkomna. Þá snyrti snyrtisér-
fræðingurinn tvær konur úr á-
horfendasa'l þá fyrri, sem var af
yngri kynslóðinni og þá síðari
Bem var á miðjum aldri.
Var ekki annað að sjá, að
Bnyrtingin hefði tekizt mjög vel
því fríðar voru konurnar að
henni lokinni. Þá las leikkonan
Guðbjörg Þorbjarnardóttir ljóð
eftir Davíð Stefánsson frá Fagra
skógi og Ómar Ragnarsson söng
og sprellaði frammi fyrir kátum
áhorfendaskaranum. Fór skemmt
un þessi mjög vel fram og var
bersýnilega boðsgestum til á-
nægju og til sóma er að henni
stóðu.
Frú Stevens mun vera ti'l við-
tals í íngólfs Apóteki þessa viku
frá kl. 10-12 og 2-6 daglega auk
þess sem hún hefur leiðbeint
starfsstúlkum Ingólfs Apóteks
þannig að viðskiptavinir Dorothy
Gray og Ingólfs Apótek geti fram
vegis fengið allar nauðsynlegar
upplýsingar og leiðbeiningar um
snyrtivörur Dorothy Gray sem á
boðstólum verða í Apótekinu.
Þá gat Gúðni Ólafsson, lyfja-
fræðingur þess, að Ingólfs Apó-
tek vænti þess að snyrtivöru-
kynning þessi mætti enn auka
Skemmtun til styrktur sjúku burni
TVEGGJA ára gömul stúlka,
Guðbjörg Halldórsdóttir, er sjúk
og þarf að fara til Bandaríkj-
anna í kostnaðarsama hjartaað-
gerð. Þar eð peningar eru ekki
fyrir hendi til að greiða ferð
Guðbjargar og læknishjálp, efnir
ung stúlka að nafni Erla K.
Harðardóttir til dansleiks í
kvöld í Tjarnarbúð og mun ágóði
*f skemmtuninni renna til Guð-
bjargar litlu, sem þar með verð-
ar e.t.v. gert kleift að fá nauð-
aynlega læknishjálp.
Á skemmtuninni mun Kristín
Ólafsdóttir, þjóðlagasöngkona,
akemmta ásamt RÍÓ-tríóinu, sem
akipað er þeim Helga Péturssyni,
Halldóri Famer og Ólafi Þórðar
ayni. Mun hljómsveitin Toxic
leika fyrir dansi. Hljómsveitin
og skemmtikraftarnir gefa sína
vinnu og auk þess er leiga á hús-
inu geíin. Dansleikurinn hefst kl.
23 og stendur til kl. 3. — Hljóm-
sveitin Toxic er skipuð þeim
Þorvaldi Rafni Haraldssyni á
trommur, Jakobi Halldórssyni á
sólógítar, Jóni Kristni Cortez á
bassagítar, Arnari Sigurbjörns-
syni á rythmagítar og Jónasi R.
Jónssyni söngvara.
Erla K. Harðardóttir, sem fyrir
skemmtuninni stendur, vill þakka
öllum þeim, sem hjálpað hafa til
að af þessari skemmtun gæti
orðið og er það von hennar og
annarra er að málinu standa að
sem flestir komi á dansleikinn,
svo Guðbjörgu litlu megi auðn-
ast að fá læknishjálp.
útbreiðslu vara Dorothy Gray á
íslandi og þakkaði hann um leið
hinum fjölmörgu konum, sem
skift hafa við fyrirtækið með
snyrtivörur þann tíma sem Doro
thy Gray umboðið hefur verið í
höndum Ingólfs Apóteks.
og lét byggja sér stakt „uxahús'*.
í embættisverkum lagði Björg-
vin mikla áherzlu á að sætta
deiluaðila, og kaus því fremur
að stilla til friðar en vekja úlf-
úð á milli manna.
Sjálfur var hann mjög sáttfús,
og lifði eftir kenningunni: „Sóhn
má ei ganga undir yfír yðar
reiði“.
í samræmi við það sótti hann
mjög vel kirkju sína, og taidi
það skyldu að hlýða á messu hjá
klerkum sínum, sem allir ,voru
öndvegis kennimenn.
Jafn framt sótti hann skemmt
anir í svðit sinni og sýshi, var
hrókur alls fagnaðar og söng-
maður ágætur og „kavaler“.
Björgvin sýslumaður var
karlmenni að burðum, og kapp-
samur við hvert verk sem hann
tók sér fyrir hendur.
Frú Ragnheiður var fyrir-
myndar húsmóðir; þurfti eins
og gengur meðal sveitakvenna
að annast „mjólk í mat og koma
flík í fat“ á heimili sínu, auk
þess sem hún þurfti mjög að
sinna gestum, bæði innlendum
sem útlendum, sbr. orð sænsku
konunnar, sem gleymdi að hún
væri útlendingur, eftir að hús-
móðirin á Efra-Hvoli hafði með
hlýju brosi boðið hana „vel
komna“ í sitt hús.
í sannleika var Efri-Hvoll sem
„hótel“ á búskaparárum Ragn-
heiðar og Björgvins, þar sem
allir gestir bæði nær og fjær
voru hjartanlega velkomnir með
an húsrúm leyfði.
Sýslufundir voru haldnir að
Efra-Hvoli frá 1910 til 1936, og
allir sýslunefndarmenn voru þar
nætursakir og í fæði.
Sýslumannsfrúin hafði þá nóg
að sýsla, en fékk litla hvíldar-
stund á kvöldin, eftir dagsins
önn, og ræddi þá við mann sinn
og fundarmenn með sínu alþekta
ljúflyndi. Eitt sinn að afloknum
fundi, sagði Eyjólfur „landshöfð-
ingi“ í Hvammi á Landi við einn
af heimamönnum sýslumanns-
ins: „Mikið held ég að hann
Björgvin sýslumaður sé vel
kvæntur“.
Björgvin sýslumaður var á-
berandi frændrækinn.
Á ferðum sínum til Reykja-
víkur heimsótti hann oft vin sinn
og frænda, þjóðskáldið Þorstein
Gíslason.
Það gekk líka sem rauður
þráður gegnum líf Björgvins að
Þorsteinn fékk oft tækifæri til
að yrkja ljóð í sambandi við
lífsferil Björgvins Vigfússonar.
Fyrst var það á Kaupmanna-
hafnarárum beggja, þegar ís-
lendingar héldu Björgvin kveðju
hóf, að Þorsteinn flutti gaman-
kvæði:
„Björgvin, ég býst við þig langi,
er Baunverjinn skilar þér, nú
helzt til að fá af því fréttir,
hvað forsjónin hugsi sér.
Fyrst verðurðu sýslari settur,
og síðan mun embættið veitt,
þar verður þú breiður og bústinn,
og brjóstið hvelt og feitt“.
Þetta urðu orð að sönnu, því
Björgvin varð þéttur vel á velli.
Næst yrkir Þorsteinn vígsluljóð
Þverárbrúar. Björgvin þótti þau
ljóð mjög fögur, og þeim var
gefið heitið: „Héraðssönfur Rang-
æinga“ eftir að Ágúst J. Johnsen
bankagjaldkeri hafði samið við
þau sönglag.
Loks orti Þorsteinn yndisleg
erfiljóð eftir Einar son sýslu-
mannsins og Helgu dóttur hans,
fyrri konu Þórarins Þórarins-
sonar skólastjóra frá Eiðum.
Aðrir afkomendur sýslumanns-
hjónanna eru: Páll oddviti og
bóndi á Efra-Hvoli og frú Slísa-
bet húsfrú á Seljaveg 10 í Reykja
vík.
Er Páll kvæntur: Ingunni Ósk
Sigurðardóttur, en dætur þeirra
eru: Ragnheiður Sigrún og Helga
Björg, báðar nú nemendur í
kennaraskóla íslands.
En Elísabet er gift Þorláki
Helgasyni verkfræðing, og eru
börn þeirra: Helgi stúdent, nein- "
andi í Háskóla íslands og Ragn-
heiður Kristjana nemandi í
kennaraskóla íslands.
Björgvin sýslumaður var
sæmdur heiðurmerki hinnar ís-
lenzku fálkaorðu, en kvenfélags
konur í Hvolhrepp stofnuðu
minningarsjóð um frú Ragnheiði,
sem var lengi í stjórn kvenfé-
lags Hvolhrepps og fulltrúi þess
oft á aðalfundum sambands
súnnlenzkra kvenna.
Þao voru bæði Ragnheiður og
Björgvin talin glæsileg hjón um
sína daga og margir geyma um
þau góðar endurminningar bæði
Rangæingar sem aðrir vinir
þeirra. x
Reykjavík
21 árs gömul sænsk slúlka,
sem áhuga hefur á að komast
til' íslands, óskar eftir vinnu
við barnagæzlu og húshjálp.
Vinsamlegast skrifið
Bodil Nilsson,
Östra Nás,
Arjáng, Sweden.
O-bj/WjaJsCLs
Ferðaritvélar
Vandaðar, sterkbyggðar og
léttar Olympia ferðaritvélar,
ómissandi förunautur. —
Olympia til heimilis og skóla-
notkunar.
Útsölustaðir:
ÓLAFUR GÍSLASON & co hf
Ingólfsstræti 1A. Sími 18370.
ADDO VERKSTÆÐIÐ
Hafnarstr. 5, Rvík. Sími 13730.
ISjörn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaður
Sölvhólsgötu 4., 3. hæð
(Sambandshúsið).
Simar 12343 og 23338.
SVEFIMSÓFAR
Ný gerð tveggja manna svefnsófa með samstæðum
stólum. — Einnig svefnbekkir, svefnsófar og
svefnstólar.
Húsgagnaverzlunin BIJSLÓD
við Nóatún
Sími 18520.