Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 3
X' oa lUUctfeciA X. UlVO. kJ \J\J Heildarlánveitingar til námsmanna aukast um 48% skv. frv. rikisstjórnarinnar — Lán til stúdenta við HÍ aukast um 63°/o Axel Xhorstéinson. fjárlagafrv. fyrir árið 1967 ;r framlag til Lánasjóðs stú- lenta 21,6 milljónir og er fert ráð fyrir með því fram- agi, eigin fé sjóðsins og lán- :öku að alls verði á næsta ári /eitt í lán og styrki 29,8 millj ínir kr.- sem er 48% aukning frá því sem nú er. Þessi mikla aukning á námslánum og Tvær bækur eftir Axel Thorsteinson: Horft inn í hreint hjarta - og Rökkur Bókaútgáfan Rokkur hefur nú og skiptist efnið í flokkana Ljóð, Bent á markaðinn tvær bækur eftir Axel Xhorsteinsson, „Horft inn í hreint hjarta og aðrar sög ur frá tíma fyrri heimsstyrjald- ar“ og „Rökkur, ljóð, sögur og greinir". Fyrri bókin er heildarútgáfa á endurminningum höfundar úr fyrri heimsstyrjöldinni, en þá barðist hann með liði banda- manna á vesturvígstöðvunum. Sögurnar eru 21 talsins og nefn ist bókin eftir- hinni lengstu. Jíokkur hluti hennar hefur birzt áður en „sérstakt atvik varð þess valdandi", segir höfundur í eftir mála, „að ég hélt ekki áfram með samningu hennar, en þeir, sem sagan fjallar um , gleymd ust mér ekki og títt kom fram í hugann minningin um kveðju- stundina, sem frá er sagt í niður lagi sögunnar. Og svo vaknaði allt í einu löngunin til þess að ljúka við hana . . . “. „Horft inn í hreint hjarta“ er 20 arkir að stærð, prentug í prentsmiðj unni Leiftri. „Rökkur" er endurprentun (aukin og breytt) á 1. bincji sam nefnds tímarits, er Axel Thor- steinson gaf út í Winnipeg árið 1022. Kennir þar margra grasa Snorri P. B. Arnar heiðraður Ný’lega hefur Júliana Hollands drottning sæmt Snorra P. B. Arnar rjddarakrossi Oranje Naas ©u orðunnar af 1. gráðu fyrir 40 óra starf hans sem umboðsmaður Philips á íslandi. Orðuveitingin fór fram í Eindhoven í septem- ber. Erindi, Frumsamdar sögur, Þýdd ar sögur og Greinir. Verði bók- inni vel tekið, hyggst höfundur síðar gefa út í einni bók Rökkur H.—VI. sem út kom í Winnipeg og Reykjavík 1923—1952. „Rökkur" er 6 arkir í Eimreið- arbroti prentað í Prentsmiðjunni Odda. Meðal efnis í Rökkri er erindið „Silfurhærur" um föður höfund- ar, Steingrím Thorsteinson. Þegar höfundur kom heim til íslands frá Kanada 1923, var hann með leifar upplagsins af 1. bindi Rökkurs (270 eintök). Er það því nú í fárra manna höndum, og hafa margir, sem síðar tóku tryggð við tímaritið, óskað eftir endurprentun þess. námsstyrkjum byggist á því að frv. ríkisstjórnarinnar um námslán og námsstyrki, sem nú liggur fyrir Alþingi nái fram að ganga. Ennfremur er ætlunin að veittir verði á næsta ári 20 styrkir að upp- hæð 50 þús. krónur hver, til þeirra sem hyggjast leggja stund á framhaldsnám að há- skólanámi loknu. Á þessu ári eru 7,4 milljónir veittar í , námslán til stúdenta við Háskóla íslands, 10,1 millj- ón til stúdenta erlendis og náms styrkir að upphæð 2,6 millj. eða samtals 20,1 milljón. Skv. því frv. sem nú liggur fyrir Alþingi munu lán til stú- denta vfð Háskóla íslands nema 12,1 milljón og aukast um 63%, lán til stúdenta erlendis munu nema 3,5 milljónum og hækka um 35%. Á bls. 8 í dag er skýrt frá um- ræðum á Alþingi um frv. ríkis- stjórnarinnar um námslán og námsstyrki. Björg Andrésdótt- ir 1 Þúfum látin Frú Björg Andrésdóttir hús- freyja á Þúfum í Reykjarfjarðar hreppi varð bráðkvödd að heim ili sínu s. 1. miðvikudagskvöld. Hún var sem kunnugt er eigin- kona Páls Pálssonar hreppsstjóra í Þúfurn. Frú Björg var hin merk dsta kona, ínikil húsmóðir og mannkostamanneskja. Hún var rúmlega sjötug að aldri er hún lézt. í GÆR skömmu eftir hádegi valt bifreið á móts við Kárastaði í Þingvallasveit. Bifreiðastjórinn var undir áhrifum áfengis. Hann grýtti hús unnustu sinnar í FYRRINÓTT kastaði drukkinn maður grjóti í glugga húss við Hrísateig. Lögreglan kom á stað inn og handtók manninn, sem var fluttur í fangageymsluna í Síðumúla. Maðurinn hafði ætlað að hitta að máli stúlku, er hann var heit- bundinn, en þegar hún vísaði | honum á dyr, varð hann afbrýði samur og tók að kasta steinum í glugga á herbergi móður henn ar og systur, en þeim kenndi hann um, hversu stutt í spuna stúlkan hefði verið við sig. Maðurinn hafði það eitt upp úr framhleypni sinni að fá gist- ingu í Síðumúla eins og að ofan- greinir. Veturliði með málverk sitt „Lágnætti". Sýning Veturliða í Listamannaskálanum MÁLVERKASÝNING Vetur- liða Gunnarssonar í Lista- mannaskálanum hefur nú staðið yfir í 6 daga og 11 verk hafa selzt. Á sýningunni eru 50 olíumálverk frá 1948 fram til þessa árs, flest þeirra úr flæðarmálinu, og fjórar frá Bolungarvik. Sýningin stendur yfir fram til næsta sunnudags, og verður ekki framlengt, að sögn Vestur- liða. Listamaðurinn sýnir jafn- framt 16 málverk í Den Frie í Kaupmannahöfn og 12 í Kunstforeningen í Osló. Eru verkin á sýningum þessum öll ný af nálinni. í stuttu spjalli við frétta- mann Mbl. sagði Veturliði, að portúgalskur skipaeigandi, sem sá verk hans í Kaup- mannahöfn í sumar, hefði boðið honum afnot af húsi sínu í bænum Espanza í Portú gal. Á Veturliði að skreyta veggi í matsal hússins með fantasíum um hafið. Hyggst Veturliði halda utan í nóvem- ber, en ekki er afráðið hversu lengi listamaðurinn dveldst í landi Salazars. »Ég er alltaf að bíða eftir samskonar verkefnum á ís- landi,“ sagði listamaðurinn. „íslenzkir listamenn eiga skil yrðislaust, að fá að skreyta veggi nýrra stórbygginga, sem nú rísa hvarvetna í borg inni, og einnig sali skipanna, sem keypt eru til landsins. í Noregi og Danmörku er lög- boðið, að listamenn fái að skreyta vissan hluta nýrra bygginga. Við bíðum allir eft- ir samskonar lögum á ís- landi“. Veturliði sagði ennfremur: „Ég hef um árabil safnað islenzkum steinum, einmitt í því skyni að nota þá við veggskreytingar hérlendis. Ég hef þegar komið mér upp góðu safni íslenzkra steina, en fæ ekkert tækifæri til að nota þá á veggnum, sem ég er að bíða eftir að fá að skreyta". Eins og fyrr er getið verður sýningu Veturliða ekki fram- lengt. Hann gat þess í viðtal- inu, að gömlu myndirnar sínar færu ekki framar á sýn- ingu, þannig að hér er síð- asta tækifærið fyrir íslenzka listunnendur að kynnast eldri verkum listamannsins. SMSTEiNAR Hiríing Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Þórarinn Þórar- insson varð fyrir rækilegri hirt- ingu af hálfu viðskiptamálaráð- herra á þingfundi síðastliðinn miðvikudag i umræðum um lána mál atvinnuveganna og spari- fjárbindingu Seðlabankans. Að umræðunum loknum stóð ekki steinn yfir steini í málflutningi Framsóknarþingmannsins, og var hann glöggt dæmi um það ábyrgðarleysi og virðingarlcysi fyrir staðreyndum, sem einkenn ir allan málflutning stjórnarand- stæðinga, og þá ekki síður Fram- sóknarmanna en kommúnista. Framsóknarþingmaðurinn taldi að stórkostlega hefði dregið úr lánum til atvinnuveganna, og það hefði staðið framleiðsíhaukn ingu í þeim fyrir þrifum. Þá hélt hann því einnig fram, að spari fjárbindingin færi algjörlega í bág við hlutverk Seðlabankans eins og það væri framkvæmt í lögum. ^ 23°/o aukning í ræðu viðskiptamálaráðherra kom fram, að á tímabilinu 1. sept. 1965 til 1. sept. 1966 hafa heildar útlán banka og sparisjóða aukizt um 23%, eða um 1716 milljónir, en innlánsaukning banka og sparisjóða á sama tíma reyndist hinsvegar aðeins 1245 milljónir eða 17% aukning. Útlánaaukning umfram innlánsaukningu á þessn tímabili hefur þvi verið um 506 milljónir króna. Nú er það svo, að yfirleitt þykir ekki æskilegt að útlánaaukningin fari veru- lega fram úr innlánsaukningunni, en þó hefur bankakerfið greini- lega teygt sig mjög langt til móts við þarfir atvinnuveganna með þvi að hleypa útlánaaukn- ingunni svo langt fram úr inn- lánsaukningunni. Tilgangslaus áróður Framsóknarmenn hafa lengi haldið þvi fram, að mjög væri kreppt að atvinnuvegunum meff lánsfé. Og það er auðvitað ekki ný saga, að í okkar tiltölulega fjármagnssnauða landi er mikln minna framboð á fjármagni en nauðsynlegt væri og æskilegt er. En uppbygging okkar lands og atvinnuvega þess hefur orðiff mjög skjót á stuttum tíma, og skortur á lánsfé er einn af vaxt- arverkjum þess mikla uppbygg ingartímabils. Því verður hins vegar með engu móti haldið fram að rikisstjórnin hafi leitast við að gera atvinnuvegunum erfitt fyrir meff takmörkun lánsfjár. í þeim efnum hefur veriff gengið eins langt til móts viff þarfir at- vinnuveganna og mögulegt hef- ur verið, um leið og reynt hefur veriff aff halda hæfilegu jafn- vægi í efnahags- og atvinnulifi Iandsins. Fjármagnsskortur hlýt ur alltaf að vera töluverffur í þjóff félagi, sem lifir slíka uppbygg- ingartima, sem íslendingar hafa lifað síðustu áratugi, en í þeim málum er ekki hægt aff gera meira en það, sem hæfilegt og skynsamlegt getur talizt. Afleiff- ingin af því, að fariff yrffi aff ráff um Framsóknarmanna í þessum efnum, að leysa hiff bundna sparifé, sem í Scðlabankanum er, myndi einfaldlega verffa sú, aff ganga yrffi mjög á gjaldeyrisvara sjóði landsmanna, sem tekizt hef ur að byggja upp á siðustu sex árum, og er áreiðanlega enginn fylgjandi þeirri stefnu. Framsókn armenn verða að gera sér grein fyrir afleiðingum þeirrar stefnu, sem þeir boða, en það virðast þeir ekki hafa gert í þessu til- viki fremur en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.