Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. okt. 1966
MORGU N BLAÐIÐ
17
,Ég skrifa bara sem manneskja/
sagði Nelly Sachs
NELLY Sachs hefur á undan-
förnum árum notið hylli bók-
menntaunnenda í æ vaxandi
mæli og fyrr en nú hefur nafn
hennar verið nefnt í sambandi
við úthlutun Nóbelsverðlauna.
Ljóð hennar og leikrit hafa
verið gefin út aftur og aftur
og þýdd á fjölda mála. Nelly
Sachs yrkir á þýzku, en flest
verka hennar eru þó kunn á
Norðurlandamálum, einkum
sænsku, en í Svíþjóð hefur
skáldið átt heima frá 1940.
Nelly Sachs er af gyðinga-
ættum og fædd í Þýzkalandi
10. desember 1891. Hún verð-
ur því nákvæmlega 75 ára
þegar Nóbelsverðlaununum
verður úthlutað 10. desember
næstkomandi. Hún ólst upp í
Þýzkalandi og átti þar heima
til 1940 er henni tókst að
flýja land og þannig komast
undan morðhöndum Nazista.
Hún hefur síðan átt heima í
Svíþjóð og býr í Stokkhólmi.
Nelly Sachs hefur hlotið
mikla og vaxandi viðurkenn-
ingu fyrir ljóð sín og leíkrit.
M. a. hefur hún fengið sænsku
ljóðskáldaverðlaunin og á síð-
asta ári hlaut hún friðarverð-
laun sambands Þýzkra bóka-
útgefenda. Hún á sér marga
formælendur í hópi sænskra
skálda, þrjú þeirra, Johannes
Edfeldt, Erik Lindegren og
Gunnar Eklöf hafa þýtt Ijóð
eftir hana á sænsku og fjórða
skáldið, Olaf Lagerkrantz, rit
stjóri Dagens Nyheter, hefur
ritað um Nelly Sachs greina-
flokk i blað sitt.
Af bókum Nelly Sachs má
nefna: Wohnungen des Todes
1947, Sternverdunklung 1949,
Und Nieman weiss weiter
1957, Flucht und Vervandlung
1959, Gesammelte Lyrik 1961,
Vom Leiden Israel 1964,
Glúhende Ratsel 1964 og
Spáte Gedichte 1965.
Yrkisefni sækir Nelly Sachs
mjög í hörmungar þjóðar
sinnar, fsraelsmanna. „í
Helheimi“ (wohnungen des
Todes), sem er minnismerki
Nelly Sachs.
yfir fórnardýr nazistiska æðis
ins, þykir saman fara me'ð á-
gætum raunsæi, samúð, ljóð-
rænn styrkur og nýjung í
málsmeðferð.
f ljóðaleikritinu Elí lýsir
Nelly Sachs því tímabili í
örlagasögu Gyðinga þegar
fjöldamorðin eru nýlega af-
staðin og þeir sem eftir lifa
dofnir af þjáningum og ör-
vita af harmi. Átta ára dreng-
ur, Elí, hleypur út í nóttina
á eftir foreldrum sínum, sem
eru flutt burt. Hann hefur
hjarðpípuna sína með sér og
blæs í hana. Hermaður í varð
liðinu þolir ekki hávaðann og
slær Elí til bana með byssu-
skeftinu. Við birtum hér stutt
an kafla úr þessum ljóðaleik
í þýðingu Johannes Eldfeldts:
„Om han inte kastat huvudet
bakát,
sá hade jag inte slagit ihjál
honom,
mjölktanden hade inte fallit
ut
tillsammans med herdepipan!
Men — det stred mot ordn-
ingen —
att kasta huvudet bakát —
Det máste ráttas till —
Och till vem bláste han pá
pipan?
En hemlig signal?
Ett tecken genom luften
—- utanför all kontröll —
Hjálp, skomkare,
mjölktanden váxer ur jord-
en —
börjar gnaga pá mig —
gnager igenom skorna —
mina fötter faller sönder —
blir till jord —
Var finnst ordingen, várlds-
ordningen —
Jag ár vid liv,
jag ár inte död —
Inte hángd —
Inte bránd —
inte levande kastad í grav-
en —
Det ár ett misstag, ett mis-
stag,
jag faller sönder, faller sönd-
er —
Jag ár bara en stump,
sitter pá stoftet,
som nyss var mitt kött —“
í viðtali við blaðamenn
sagði Nelly Sachs m. a.: „Ég
skrifa ekki sem þýzk eða
sænsk skáldkona, ég skrifa
bara sem manneskja. Þegar
maður hefur lifað svo marg-
ar hræðilegar stundir hefur
maður ekki þá tilfinningu að
tilheyra sérstakri þjóð. Mað-
ur er bara manneskja“.
Verðlaunaveiting
fyrir rannsóknir
á sviði atómvísinda
Við afhendingu Enrico Fermi verðlaunanna. Pétur Eggerz sendiherra situr fremst á mynd-
inni við hliðina á Raiph Bunch, aðstoðarframkvæmdastjora hjá Sameinuðu þjóðunum.
NÝLEGA var haldinn 10. að-
alfundur Alþjóðakjarnorkumála
stofnunarinnar. Hann sótti fyrir
íslands hönd Pétur Eggerz sendi
herra.
1 sambandi við fundinn af-
henti formaður amerísku sendi-
nefndarinnar hin svonefndu
Enirico Ferini verðlaun, sem eru
50 þúsund bandarískir dollar-
ar. Skiptust verðlaunin í 3 staði
í þetta sinn, og hlutu þau Lise
Meitner, Fritz Strassmann og
prófessor Otto Hahn, sem er nú
87 ára að aldri og merkur vís-
indamaður.
Prófessor Ottó hefur
staðið framarlega í rannsóknar-
starfsemi á sviði radio-efna-
,Ein lína á hreinni hebresku er þýð-
ingarmeiri en öll verðlaun heimsins'
sagði Samúel Jósef Agnon
SAMÚEL Jósef Agnon er
fæddur 1880 í Buchach í Úkra
ínu. Til Palestíun kom hann
fyrst árið 1907 og dvaldist þar
í sex ár, en frá 1913 til 1924
átti hann heima í Þýzkalandi.
Frá 1924 hefur Agnon svo átt
heima í Jerúsalem, þar sem
hann hefur verið í fremstu
röð hebrezkra rithöfunda og
hlotið margvíslega viðurkenn
ingu bæði í heimalandi sínu
og utan þess. Hann hefur einn
ig tvisvar hlotið bókmennta-
verðlaun fsraelsríkis. Þá er
hann doktor í bókmenntum
frá gyðinglegum guðfræði-
skóla í Ameríku og við há-
skóla heimalands síns hefur
hann verið gerður heiðurs-
doktor.
Smásagna og skáldsagna-
söfn Agnons fylla átta bindi
í heildarútgáfu. Hann skrifaði
fyrst á jiddich en ritar nú á
hebresku og hefur orðið fyrir
áhrifum frá ritum Biblíunn-
ar, en einnig talinn sviplíkur
Hasidim-höfundum 18. aldar-
innar. Stí’ll Agnons er ein-
faldur og vafningalaus.
í fyrri verkum sínum hefur
Agnon einkum tekið til með-
ferðar líf Gy'ðinga í Austur-
Evrópu, sem til skamms tíma
lifðu þar og störfuðu í sam-
hljóðan við gamla hefð, lítt
snortnir af straum samtíðar-
innar. Af bókum hans má
nefna „Bæði þetta og aðrir
hlutir", „Tjaldhiminn yfir
brúðkaupið“, „Á handfangi
loksins“ og „Næturgestur".
í viðtalið við fréttamenn
lýsti Agnon yfir því, að Nó-
belsverðlaunaveitingin mundi
ekki breyta lífi hans: „Ég
mun ekki borða meira en ég
er vanur og ég ætla ekki að
taka upp á því að aka í leigu-
bílum“. En hann bætti við,
að hann mundi sennilega
Saniúel Jósef Agnon.
kaupa sér nýja, mýkri skó.
Þrátt fyrir þá hefð, sem
ríkjandi er í verkum Agnons
er hann oft nefndur faðir nú-
tima bókmennta á hebresku.
Þegar hann var beðinn um
skýringu á því, hvernig þetta
gæti farið saman, yppti hann
öxlum og sagði: „Ég get ekki
skýrt það — getur þú það?“
Þegar Agnon var beðinn um
álit sitt á Nóbelsverðlauna-
veitingunni sagði hann:
„Ég er á mót: heiðri. Það
er of gott að öðlast heiður.
Ein lína á hreinni he-
bresku er þýðingarmeiri en
öll verðlaun heimsins. Ég ber
mikla virðingu fyrir Nóbels-
verðlaununum, en það sem
mér finnst stórfenglegast við
þetta er að nú verða lesnar
víða um heim bækur manns,
sem ritað hefur á hinni helgu
tungu, og einnig hitt, að nú
munu fleiri fsraelsmenn en
fyrr lesa bækur mínar. En ég
vil líka taka það skýrt fram,
að það er ekki ég, sem skálda
það sem ég skrifa. Ég geri
ekki annað en festa á blað
það sem guð blæs mér í
brjóst“.
fræði frá byrjun þessarar aldar
og með góðum árangri. í yfir
30 ár hefur eðlisfræðingurinn
Lise Meitner unnið með honum
að lausn vandamála á sviði geisl
unar. Og Fritz Strassmann er
kunnur efnafræðingur, sem
þesi þrjú unmð saman síðan
hefur starfað á sama sviði. Hafa
1934, en Lise Meitner flúði til
Svíþjóðar 1938 og hélt þar áfram
störfum. Hafa þau lagt mikið
til lausnar vandamálum á sviði
atómrannsókna. Því voru þau
heiðruð með Enrico Fermi verð
launum.
Verðlaun þessi bera nafn En-
rico Fermi, sem fyrstur notaði
nevtrónur til að framleiða til-
búna geislun í fjölda kemískra
efna. Fermi komst einkum að
þeirri niðurstöðu að með því að
uota nevtrónur við geislun á
uranium framkallaði hann efni
með meiri fjölda atóma en ur-
anium.
Bann við þekkingu
Moskvu, 20. október — AP
Fréttablað það í Sovétríkjun-
um, sem fjallar um menntun,
lýst í gær „menningarbýlting-
unni“ í Kína sem „banni við
þekkingu”. Sagði blaði'ð, að um-
rótið í Kína væri að kenna mis
tökum kínverskra leiðtoga. Blað
ið sagði enn fremur, að Kína
hefði einangrað sig frá öðrum
kommúnistaríkjum með því að
reyna að láta tilvitnanir Mao
Tze Tung koma í staðinn fyrir
kenningar Marx og Lenins.
IXIýr fram-
kvæmdastjóri
innkaupastofn-
unar
Torben Friðriksson hefr
verið ráðinn framkvæmdastjó;
Innkaupastofnunar Reykjavíb
urborgar. Hann er viðskipta
fræðingur að menntun og hefu
undanfarin ár starfað í Efna
hafsstofnuninni.