Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. okt. 1966
MAO TZE - TUNG OG KÍNVERSKUR KOMMÚNISMI
vJ
VALDASKEIÐ Sun Yat-sen
sem forseta varð æði stutt, að-
eins 43 dagar. Kom þar ýmis-
legt til. Fyrst af dllu voru Sun
og félagar hans reynslulitlir í
stjórnarstörfum og lítt undir
það búnir að taka vi'ð stjórnar-
taumunum, auk þess sem þeir
höfðu engan her við að styðj-
ast. í öðru lagi endurtók sig nú
enn einu sinni kínversk saga.
Fyrr á öldum hafði jafnan nokk
urra ára eða jafnvel áratuga
skeið upplauS'nar og erfiðleika
fylgt í kjölfar þess er keisara-
ætt var hrakin frá völdum og
önnur tók við. Börðust þá jafn-
an um völdin herforingjar ým-
issa ætta og héraða og svo fór
einnig nú.
Sun Yat-sen treysti sér ekki
til að halda völdum og samdi
því við yfirmann keisarahers-
ins, Yuan Shih-kai, um að hann
tæki við forsetaembættinu gegn
því að halda lýðveldinu við líði
og efla það. Vonaði Sun, að hon
«m tækist að halda ríkinu sam-
an, svo unnt yrði að halda á-
fram umbótum.
En brátt kom í ljós, að Yuan
hafði sjálfur hug á að krækja
í keisaratign. Hann flutti stjórn
ina til Peking og fór að mynda
sig til að leysa upp þingin. —
Menn Sun Yat-sens gerðu tvær
árangurslausar tilraunir til að
hrekja hann frá völdum, árin
1913 og 1915, en árið 1916 féll
Yuan frá og eftir það tók ríkið
að liðast sundur í mörg jarls-
dæmi undir stjórn herstjóra,
sem börðust innbyrðis um völd
og áhrif. Fram til ársins 1927,
er Chang Kai-chek tókst að ná
völdum, sátu að nafninu til
tvær stjórnir í Kína og stjórn-
eraðsetrin voru tvö, annað í
Peking, þar sem herstjórnin
réði, hitt í Kanton, þar sem
Sun Yat-sen og fylgismenn
hans réðu.
Ein af mikilvægustu orsökum
þessa upplausnarástands sem
við tók nú, voru þær nýju hug-
myndir, sem aukin vestræn á-
hrif og fræðsla um vestræna
menningu báru með sér. í tvö
þúsund ár höfðu keisaraættir
Vatnið í Chekiang, þar sem k ommúnistaflokkur Kina var form lega stofnaður.
II. Ar upplausnar og öngþveitis
tekið við hver af annarri, án
þess að stjórnskipan ríkisins
breyttist í grundvallaratriðum.
En nú voru farnir að berast til
landsins nýir straumar. Kin-
verskir stúdentar, sem stund-
uðu nám erlendis í æ meiri
mæli, báru heim með sér ýmiss
konar frelsishugmyndir frá Vest
urföndum. Síðan bárust fregn-
ir af byltingunni í Rússlandi og
allskonar stjórnmálarit bárust
til landsins, í hendur róttækum,
ungum mönnum, sem blöskraði
ástandi'ð í landinu, er þeir
skyldu erfa. Og nú hófst fyrir
alvöru áhrifakapphlaup ná-
grannaríkjanna Japans og Rúss
lands.
Suo Yat sen og Chang kai-chek.
leyti er samstarf beirra hófst.
Myndin var tekin um það
Þegar Sun Yat-sen og by'lt-
ingarmenn hans náðu völdum
um áramótin 1912 gátu þeir tæp
ast talizt skipulagður stjórn-
málaflokkur. í>að var ekki fyrr
en Yuan var tekinn við, sem
þeir sáu, að við svo búið mátti
ekki standa — og flokkur þeirra
var skipulagður í megindrátt-
um undir nafninu Kuoming-
tang, „þjóðlegi alþýðuflokkur-
inn“. Jafnframt var hafin upp-
bygging skipulegs byltingarher
liðs.
Sem fyrr segir, gerðu þeir
tvær misheppnaðar tilraunir til
að steypa Yuan og varð Sun að
flýja land. Hann fór til Japans
og kvæntist þar Sing Tsing ling,
kristinni konu með bandaríska
menntun, sem a.m.k. til þessa
hefur verið mikils virt í Kína,
og gegnt þar háu embætti.
Næsta áratuginn hafði flokk-
ur Sun Yat-sens engin raun-
veruleg völd. Hann var sjálfur
á sífelldu flakki og reyndi að fá
stúðning erlendra aðila við nýja
tilraun til að sameina landið, en
árangurslaust.
Á árunum 1921 og 1922 gerð-
ust, hinsvegar atburðir, sem
segja má að hafi markað tíma-
mót í sögu Kína. í júlí 1921 var
formlega stofnaður kommún-
istaflokkur í landinu — þó með
leynd — og ári seinna hófst
samstarf þeirra Sun Yat-sen og
ungs lfðsforingja, að nafni
Chang Kai chek. Um sama leyti
tóku rússneskir kommúnistar
að styðja Kuomingtang og
skipta sér jafnframt af skipan
og starfsemi kinverska komm-
únistaflokksins, með það í huga
að hann tæki völd, er hann
hefði bolmagn til. >au afskipti
hefðu getað orðið kínverskum
kommúnistum algerlega að
falli, hefði þeir ekki átt í sínum
hópi slægvitran, þrjóskan og
sjálfstæðan mann, búinn ein-
stæðum forystuhæfileikum —
Mao Tze-tung — sem gjörþekkti
land og þjóð, og trúði því, að
Kínverjar ættu eftir a'ð gegna
mikilvægu hlutverki í heimin-
um. Hann einblýndi frá upp-
hafi á það, sem hann sjálfur
taldi þjóðinni fyrir beztu og
vann að því með öl'lum tiltæk-
um ráðum — í stað þess að
hlýða þeim ráðum rússneskra
skoðanabræðra, sem fyrst og
fremst voru hugsuð þeim sjálf-
um í hag án þekkingar á kin-
verskum aðstæðum.
—♦ Frjálslyndur
þjóðernissinni
Við skildum við Mao Tze-
tung í sfðustu grein í Tungshan
skólanum í heimahéraði móður
sinnar, Hsiang Hsiang hsien.
Þar var hann í tvö ár, til 1911,
er hann hélt til borgarinnar
Changsha með meðmælabréf
frá kennara sínum upp á vas-
ann og innritaðist enn í fram-
haldsskóla. Þaðan fylgdist
hann, sem fyrr sagði, með bylt-
ingu Sun Yat-sen og lýðveldis-
stofnuninni.
í Changsa sá Mao dagblað í
fyrsta sinn, málgagn Sun Yat-
sen og nú gerðist hann virkur
í starfsemi róttækra stúdenta.
Hann klippti af sér hárpískinn
í hnakkanum, hið hefðbundna
tákn hollustu við Manchu-
keisaraættina, og tók þátt í að
neyða aðra stúdenta til hins
sama. Nokkru sfðar gekk hann
í her byltingarmanna — var
þar um sex mánaða skeið og
sannfærðist þar um, að herinn
væri hinn eini rétti lyki‘11 að
völdum í Kína.
Eftir dvölina í hernum hélt
Mao áfram að læra. Hann stund
aði ýmis fög, fyrst og fremst
sögu og heimspeki, en þar sem
þetta voru hálfgerð upplausnar
ár í menntamálum, var hann í
háifgerðum vandræðum með
hvað nema skyldi — komst þó
loks að þeirri niðurstöðu að sér
mundi henta bezt að gerast
kennari.
Þa'ð var ekki svo lítiivæg á-
kvörðun. Þar með fékk hann
þjálfun, sem bjó hann mjög vel
undir það lífsstarf, sem átti
fyrir honum að liggja, gaf hon-
um jafnframt tækifæri til að
útbreiða skoðanir sínar og afla
sér stuðnings meðal yngra
fólks.
Á skólaárunum i Changsa
lagði hann líka mikla áherzlu á
líkamsrækt. Hann stundaði í-
þróttir og fór í langar og erfið-
ar gönguferðir — sem urðu
honum góður undirbúningur
komandi erfiðleika. Hann var
sannfærður um, a'ð Kínverjum
væri nauðsynlegt að efla styrk
sinn og viðnámsþrótt til þess að
geta bjargað þjóðinni.
Árið 1917 skrifaði hann:
„Þjóð okkar skortir þrótt. Hern
aðarandirin hefur ekki verið
efldur nægilega. Líkamsstyrkur
þjóðarinnar fer þverrandi með
degi hverjum. Þetta er uggvæn-
legt ástand og ef svö heldur
áfram mun vesöld okkar enn
aukast. Því aðeins getum við
náð markmiðum okkar og látið
aðra finna styrk okkar, að við
þroskum með okkur og eflum
líkamlegan þrótt. Séu líkamar
okkar ekki sterkir munum við
hræðast þegar við lítum her-
menn óvinanna augum — hræð
ast og hörfa — og hvernig eig-
um við þá að ná marki okkar
og afla okkur virðingar?" Og
öðru sinni sagði hann, að megin
tilgangur líkamsræktar væri
baráttuþrek og hetjulund — og
þeirra eiginleika þörfnuðust
Kínverjar öðru fremur.
Sá maður, sem hafði hvað
mest áhrif á Mao á þessum ár-
um, var kennari hans í siðfræði,
Yang Chang-chi, sem síðar var'ð
tengdafaðir hans. Að sögn Maos
sjálfs reyndi hann umfram allt
að innræta nemendum sínum
réttlæti, siðgæði og dyggðugt
líferni og brýndi fyrir þeim að
verða þjóðfélagi sínu góðir
þegnar og nytsamir.
Á þessum árum virðist Mao
hafa fylgt frjálslyndri þjóð-
ernisstefnu, en smám saman
gerðist hann róttækari. Sjálfur
kveðst hann hafa verið hálf-
Yuan Shih-kal, sem tók við af
Sun Yat sem forseti Kína.
ruglaður á þessu skeiði, leitandi
að hinni réttu stefnu.
Á árunum 1917—18 kve'ðst
hann hafa hneigzt einna helzt
að anarkisma, en þá fór hann
til Peking og kynntist tveimur
mönnum, er höfðu á hann mikil
og varanleg áhrif. Annar var
Chu’en Tu-hsiu, sem síðar varð
leiðtogi kommúnistaflokksins,
en var þá enn þeirrar skoðun-
ar, að þingbundið lýðræði og
efling tækni og vísinda væri
heppilegasta lausnin á vanda-
málum Kína. Hinn var Li Ta
Chao, einn virtasti kennari við
hásikólann í Peking, marxisti,
en þó fyrst og fremst húman-
isti og þjóðernissinni, sem taldi
nauðsyn'legt að bæta upp kenn-
ingar Marx með ýmsum öðrum
hugmyndum, sem legðu meiri
áherzlu á sköpunarmátt manns-
andans og andlegt frelsi ein-
staklingsins.
—♦ Inn í róttækari braut
Er Mao kom aftur til
Changsha tók hann aftur til
starfa í samtökum stúdenta.
Hann skipulagði verkföll og
mótmælafundi stúdenta og stofn
aði lestrar- og umræ'ðufélög,
þar sem nýjustu pólitískar hug-
myndir voru ræddar. Hann
varð frumkvöðull að stofnun
sambands kínverskra stúdenta
og ritstýrði stúdentablöðum,
sem seldust í þúsundum ein-
taka og höfðu slík áhrif, að
fylkisstjórnin í Hunan bannaði
þau hvert af öðru. Mao varð að
Framhald á bls. 25.