Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADIÐ Fostudagur 21. okt. 1966 Sfúkdómsgreiningariæki til fjöldaronnsókna — Geíið Krabbameinsfélagi Reykjavikur NÝLEGA afhenti Kiwanis-klúbb i fljótlega í notkun af sérfræðing nrinn „Hekla“ Krabbameinsfé- lagi Reykjavíkur að gjöf tæki (gastro-camera), sem ætlað er til hjálpar sérfræðingum við grein- ingu á magasjúkdómum, m.a. magakrabbameini. Þetta tæki er sérstaklega þægi legt og auðvelt í notkun fyrir þá, sem kunna með það að fara, létt og færanlegt og hægt að nota það bæði á spítölum og utan þeirra. Krabbameinsfélag Reykjavík- um í meltingarsjúkdómum. M.a. hefur komið fram sú hugmynd hjá krabbameinsfélögunum, að hefja fjöldarannsóknir á maga- krabbameini með hjálp þessa tæk is. Væri það ekki óeðlilegt, þar sem magakrabbameinið er al- gengasta krabbameinið á íslandi. í fjarveru formanns Krabba- meinsfélags Reykjavíkur (Gunn laugs Snædal) veittu þeir próf. Ólafur Bjarnason og Tómas A. Jónsson læknir, tækinu móttöku fyrir hönd félagsins, og færðu ur er mjög þakklátt Kiwanis- forráðamönnum klúbbsins alúð- klúbbnum fyrir þessa góðu gjöf j arþakkir fyrir. og mun tækið verða tekið mjög (Frá Krabbameinsfélagi Rvíkur) Fundur í bæjar- stjórn Kópavogs FUNDUR verður í bæjarstjórn Kópavogs í dag kl. 17 í Félags- heimilinu. Verða þar m.a. á dag- skrá fyrirspurnir frá bæjarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins um fjármál bæjarins, framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg og skipu- lag miðbæjarins. Myndin er tekin við afhendingu tækisins. Frá vinstri: Páll H. Pálsson, Úlfar Þórðarson, Ólafur Bjarnason og Arnór Hjálmarsson. Akstur á leið 27 — Arbæjar- hverfi hefst á morgun ÁRBÆJARHVERFT, leiff 27 heit ir ný strætisvagnaleið, sem ferff- ir munu hefjast á á morgun, laug ardag. Ekið verður frá Kalkofns vegi á klukkustundar fresti frá Veturinn genginn í garð víða norðanlands f DAG er síðasti dagur sumars. Á morgun heldur veturinn inn- reiff sína, og reyndar hefur hann þegar gert það sums staðar norð anlands, samkvæmt upplýsingum er Mbl. aflaði sér hjá nokkrum fréttariturum sínum í gær. Á ísafirði hefur verið lítils- háttar snjókoma til fjalla, en þar eru allir vegir færir ennþá, þó er talsverður snjór á Breiðdals- heiði og Botnsheiði, en vegirnir þar eru allgreiðir fyrir bifreiðir með ke’ðjur. í gær var nokkurt snjófok í bænum, en snjó festi þó hvergi á lálendi. — Benedikta Framh. af bls. 1 sem sé hinn útvaldi prinsess- unnar. Hann hefur komið í heimsókn til Kaupmannahafn ar mörgum sinnum að undan förnu. Benedikta prinsessa er 22 ára gömul, en furstinn er kom inn af fjögurra alda gamalli aðalsætt írá Westfalen og er 28 ára. Aðilar, sem eru í nánum tengslum við konungsfjöl- skylduna, báru hins vegar til baka í dag orðróminn um, að prinsessan væri í þann mund að trúlofa sig. Hins vegar mun konungsfjölskyldan ekki hafa kært sig um að gefa út yfir- lýsingu, þar sem frétt blaðs- ins væri borin til baka. Á Höfðaströnd var í gær hríð arveður, og jörð var að verða hvít. Veðríð var ákaflega vetrar legt með kulda og hríðar stormi. Á Siglufirði var jörð líka orðin hvít allt niður í bæinn. Siglu- fjarðarskarð var þó enn opið fyrir stórar bífreiðar, enda hafði það verið rutt daginn áður, en talið var fullvíst að skarðið myndi lokast um leið og umferð um það hætti. Á Akureyri var aðeins föl jörð í gærmorgun, sem tók af þegar leið á daginn. í fjöllum var snjór niður fyrir miðjar hlíðar. Á Húsavik var á hinn bóginn allt hvítt milli fjalls og fjöru. Þar hefur tíðarfar verið ákaflega leiðinlegt allan þennan mánuð, og snjóað oft í fjöll, en síðari hluta dags í gær gerði svo hríðar veður, þannig að allt varð hvitt, eins og áður segir. Vegir eru pó allir færir ennþá, en grafnir og holóttir vegna bleytunnar undan farna daga. Þetta veður hefur verið ákaflega hagstætt fyrir rjúpuna því að hún hefur átt auðvelt með að skýla sér fyrir hinum fjölmörgu rjúpnaskyttum í bænum, og hefur oftirtekjan ekki verið sem erfiðið. Á Raufarhöfn var ekki kvartað yfir tiðarfarinu, því að þar hef- ur verið mjög góð tíð allan þenn- an mánuð, og sjá þeir hvergi snjó, en fjöll eru þar engin innan sjónmáls. En á hinn bóginn mun snjór vera í fjöllum, sem þarna eru í næsta nágrenni. kl. 7,10 til kl. 24, nema laugar- daga og sunnudaga, þá verður ek- ið til kl. 01. Vagninn mun aka um Hverfis- götu, Suðurlandsbraut, Rofabæ að Rauðavatnsbyggð og að ofan á hálfa tímanum sömu leið að Grensásvegi, en þar mun vagn- inn beygja suður Grensásveg og síðan aka FellsmiSla, Háaleits- braut, Ármúla, Hallarmúla, Laugaveg að Kalkofnsvegi. Að öllum líkindum verðu’r síð ar að breyta tímasetningu leiðar 12, þannig að tími milli ferða beggja þessara leiða verði til jafn aðar eigi lengri en 30—40 mín- útur. Minnsta kartöflu- uppskera í 10 ár FLÓTTAMANNAHJÁLP 24.0KT SAMEINUÐU ÞJÖÐANNA MJÖG lítil kartöfluuppskera er í haust, að því er Jóhann Jónas- son forstjóri Grænmetisverzlun- ar landbúnaðarins tjáði Mbl. í gær. Áætlað uppskerumagn nú er um 40 þús. tunnur, en var í fyrra talið um 120 þús. tunnur. Taldi Jóhann aff flytja þyrfti inn kartöflur þegar um jólaleytiff. Ástæður fyrir þessari litlu kartöfluuppskeru eru margar. Frumástæðan er sú að ekki reyndist unnt að setja niður fyrr en um miðjan júní og síðan olli næturfrost skemmdum og fýrir norðan gerði í lok júlí hret, sem eyðilagði blöð grasanna svo, að ekki stóð neitt eftir nema stilk- arnir einir. Þar sem uppskeran er svo lítil, er af eðlilegum ástæðum mjög mikið af smælki, sem ekki nær að komast í annan flokk, og fátt eitt nær þeirri stærð að komast í fyrsta flokk. Framleiðendur kartaflanna leggja sér yfirleitt smælki til munns, sagði Jóhann, en kaupendur vilja ekki slíkt smælki, vegna þess að of mikil vinna er við að afhýða það. Vegna þessa hefur Grænmetis- salan ákveðið í samráði við framleiðendur að selja smælki þetta á lágu verði, þannig að þeir sem vildu nota sér þetta í sparnaðarskyni gætu keypt það meðan enn er unnt að borða það með hýðinu. Kostar 25 kg kart- öflupoki 105 kr, sem er mun í GÆRDAG fékk lögreglan til- kynningu um að veifa sæist úti í Engey. Fóru lögreglumenn á staðinn til þess að athuga, hvort nokkur væri þar í nauðum stadd- ur, en þeir urðu einskis vanr. lægra verð, en almennt gerist á kartöflum. Hafa menn því gert góð kartöflukaup að undanförnu. Þetta smælki fæst ekki í verzl- unum, þar eð verzlanirnar hafa ekki viljað selja það, að því er Jóhann sagði, og hefur því Grænmetissalan selt smælkið í birgðaskemmum sínum í Síðu- múla. Jóhann sagði að kartöfluupp- skeran hefði ekki verið svo lítil undanfarin 10 ár. — Johnson Framhald af bls. 1 berra. Á flugvellinum tóku á móti forsetahjónunum og fylgd- arliði þeirra Casey lávarður, ríkisstjóri, og Holt, forsætisráð- herra. í ræðu, sem Johnson hélt við komu sína, minntist hann á dvöl sína í Ástralíu sem höfuðsmaður í heimsstyrjöldinni. Ég kom til Ástralíu 1042 í hernaðarlegum erindagjörðum, ég sný hingað aftur í erindagjþrðum, sem eru mótuð af von. í Ástralíu, þessu stóra svæði af heiminum, ætti að vera unnt að öðlast nýja sýn, nýja von, um frelsi frá erlendri áþján, frá harðstjórn, frá þeirri örvæntingu, sem fylgir hungri, sjúkdómum og fáfræði. Við ætl- um að reyna að öðlast þessa sýn að einhverju leyti í Manila. í hinum stuttu frumsömdu ræðum sínum til fólks meðfram akbrautinni inn í borgina, end- urtók forsetinn sumt af þessu og lagði áherzlu á mikilvægi þess, að ástralskir hermenn væru að berjast í Víetnam. Áður en Johnson fór frá Well- ington í Nýja-Sjálandi, mun hann hafa skýrt ríkisstjórninni þar frá því, að hann vonaði, að fundurinn í Manila myndi leiða skýrt í ljós samheldni Asíuríkja í því skyni að snúast gegn vandamálum í Víetnam. Hann sagði þar, að hernaðarþróunin i Víetnam væri hagstæð og það verkefni, sem allt byggðist á, væri að skapa stjórnmálalegt og efnahagslegt öryggi á þeim svæðum, sem áður hefðu verið á valdi Víet Cong. Frfáls sameiníng sveitarfélaga Á FUNDI, sem haldinn var í Sameiningarnefnd sveitarfélaga í gær, var gerð svofelld sam- þykkt með starfstilhögun nefnd- arinnar. „Sameiningarnefnd sveitar- félaga 'felur framkvæmdanefnd sinni að kanna möguleika á frjálsri sameiningu sveitarfélaga með þeim hætti, sem hér grein- ir. 1. gr. Framkvæmdanefndin hlutast til um í samráði við hlutaðeigandi sýslumenn, að haldnir verði fundir með sveita- stjórnum þeirra hreppa, sem til greina kæmi að sameina að dómi framkvæmdanefndar og sýslumanna. 2. gr. Að loknum almennum umræðum á slíkum fundum verði leitað samþykkis fundanna á ályktun um að láta fram fara athugun á sameiningu hreppa þeirra, sem hlut eiga að máiL 3. gr. Þessi athugun verði falin nefnd, sem skipuð verði tveimur fulltrúum frá hverjum hreppi, sem stendur að samþykkt athug- unar, skv. 2. gr. Sveitarstjórn til- nefnir fulltrúa þessa, hverjir fyrir sinn hrepp. Nefndin kýs sér formann og ritara. 4. gr. Framkvæmdanefndin eða trúnaðarmaður hennar svo og hlutaðeigandi sýslumaður eigi sæti í nefndinni, skv. 3 gr. með málfrelsi og tillögurétti. Framkvæmdanefndin skal eftir föngum afla upplýsinga og veita aðstoð, eftir þörfum og óskum nefndanna". Heildari'skaflinn 531 þúsund lestir HEILDARFISKAFLINN fyrstu sex mánuði þessa árs nam 531 þús. lestum miðað við fisk upp úr sjó. Á sama tíma í fyrra nam heildarfiskaflinn 497 þús. lestum. Heildarsíldaraflinn fyrstu sex mánuðina nam 153,4 þús. lest- um, en á sama tíma í fyrra 166,6 þús. lestum. Af loðnu veiddust 124,7 þús. lestir, en á sama tíma í fyrra 49,7 þús. lestir. Heildarbolfiskaflinn fyrstu sex mánuðina nam 250 þús. lestum, en var á sama tíma í fyrra 279 þús. lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.