Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Fostudfagur 21. okt. 1966 SAMBAND UNGRA SJÁLFST ÆÐISMANNA: ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÖRI: ÁRMANN SVEINSSON Byggöaþing S.U.S. SÍÐAN hefur snúið sér til Sævars B. Kolbeinssonar, fram- kvæmdastjóra S.U.S., og beðið hann að greina frá Byggðaþing- um þeim, er efna á til á næst- unni. Stjórn S.U.S. hefur ákveðið að gangast fyrir svokölluðum Byggðaþingum á sex stöðum víðs vegar um landið um mán- aðamótin október-nóvember. Verður haldið eitt Byggðaþing í hverju kjördæmi landsins utan Hvíkur, sameiginlegt Byggða- þing verður þó haldið fyrir Norðurlandskjördæmi vestra og Norðurlandskjördæmi eystra. Á þessum Byggðaþingum mun verða fjallað um helztu hags- muna- og framfaramál hvers kjördæmis fyrir sig frá sjónar- faóli ungra manna, og munu þing in senda frá sér ályktanir, sem birtar verða á opinberum vett- vangi. Fengnir hafa verið hæf- ir menn í viðkomandi kjördæm um til þess að undirbúa frum- drög að ályktunum, sem síðan munu verða umræðugrundvöllur á Byggðaþingunum. Á hverju Byggðaþingi verður viðstaddur einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðkomandi kjördæmi. Mun ráðherra væntanlega flytja ræðu wn ástand. og horfur í landsmál um, en þingmaðurinn mun ræða þau mál, sem helzt eru á döf- inni í kjördæminu. Byggðaþingin munu standa jrfir í einn dag hvert, sunnudag- ana 30. október og 6. nóvem- ber, og munu þau væntanlega hefjast kl. 1.30 e.h. á öllum stöð unum. Sunnudaginn 30. okt. verða haldin Byggðaþing fyrir Vestfjarðakjördæmi á ísafirði, sameiginlegt Byggðaíþing fyrir Norðurlandskjördæmi vestra og Norðurlandskjördæmi eystra á Akureyri og Byggðaþing í Hafn arfirði fyrir Reykjaneskjördæmi. Sunnudaginn 6. nóv. verða svo Byggðaþing fyrir Austurlands- kjördæmi á Egilsstöðum fyrir Suðurlandskjördæmi á Selfossi og fyrir Vesturlandskjördæmi á Akranesi. Á Byggðaþingin eru boðaðir fulltrúar frá öllum félög um ungra Sjálfstæðismanna inn an viðkomandi kjördæma, auk þess sem öllu Sjálfstæðisfólki er heimill aðgangur. Byggðaþing þessi eru upphaf að starfi S.U.S. á þessu starfs- ári, og tilgangur þeirra er að veita ungum mönnum tækifæri til þess að koma saman og ræða um hagsmunamál viðkomandi byggðarlaga frá eigin sjónarhóli. Það er því áríðandi, að öll að- ildarfélög innan vébanda S.U.S. sendi eins marga fulltrúa og hægt er á þessi Byggðaþing. Einnig er allt Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna. Dagskrá Byggðaþinganna fer hér á eftir: 1. ísafjörður. Byggðaþingið á ísafirði verður naldið þann 30. sktóber í Uppsölum. Dagskrá: 1. Ávarp: Styrmir Gunnars son, fulltrúi stjórnar S.U.S. 2. Ræða: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarmálaráðherra. 3. Ræða: Sigurður Bjarnason, alþingism. frá Vigur. 4. Umræðuhópar starfa. 5. Almennar umræður. Framsögumenn nefnda: Jó- kannes Árnason, sveitarstjóri og Eyjólfur Þorkelsson, sveitar- stjóri. Stjórnandi byggðaþingsins verður Jens Kristmannsson form. F.U.S. Fylkis á ísafirði. 2. Akureyri. Byggðaþingið á Akureyri verður haldið þann 30. október í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: 1. Ávarp: Birgir ísleifur Gunn arsson, 1. varaformaður S.U.S. 2. Ræða: Magnús Jónsson, fj ármálaráðherra. 3. Ræða: Gunnar Gíslason, al- þingismaður. 4. Ræða: Jónas Rafnar, alþing ismaður. 5. Umræðuhópar starfa. Framsögumenn nefnda: Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri og Stefán Jónsson, bóndi. Stjórnandi Byggðaþings verð- ur Halldór Blöndal, erindreki. 3. Hafnarfjörður. Byggðaþing- ið í Hafnarfirði verður haldið þann 30. október í Sjálfstæðis- húsinu. Dagskrá: 1. Ávarp: Árni G. Finnsson, form. S.U.S. 2. Ræða: Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra. 3. Ræða: Matthías Á. Mathie- sen, alþingismaður. 4. Umræðuhópar starfa. 5. Almennar umræður. Framsögumenn nefnda: Jón Ólafsson, bóndi og Ólafur Ein- arsson, sveitarstjóri. Stjórnandi Byggðaþingsins verður Kristján Guðlaugsson, verzlunarmaður. Sævar B. Kolbeinsson 4. Egilsstaðir: Byggðaþingið á Egilsstöðum verður haldið þann 6. nóvember í Ásbíói. Dagskrá: 1. Ávarp: Sigurður Hafstein, fulltrúi stjórnar S.U.S. 2. Ræða: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. 3. Ræða: Jónas Pétursson, al- þingismaður. 4. Umræðuhópar starfa. 5. Almennar umræður. Framsögumenn nefnda: Gísli Helgason, bóndi og Kristófer Þorleifsson, stud. med. Stjórnandi Byggðaþingsins verður Ólafur Bergþórsson, erindreki. 5. Selfoss. Byggðaþingið á Sel fossi verður haldið þann 6. nóv- ember f Iðnskólanum. Dagskrá: 1. Ávarp: Sævar B. Kolbeins- son, framkvæmdastj. S.U.S. 2. Ræða: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarmálaráðherra. 3. Ræða: Guðlaugur Gíslason, alþingismaður. 4 Umræðuhópar starfa. 5. Almennar umræður. Framsögumenn nefnda: Jón Kosið í Stúdenfrafélagi Háskóla íslands í dag: ÖII vinstri öflin innan H.f. eru sameinui um einn •„.... ■ títaKvto.'... .* □ í dag fara iram kosníngar í Stúdentafé- lagi íslands en sú ný- skípan hefur verið gerð * félagsmálum stúdenta, að hér eftir á Stúdenta- félagið að annast alla fé~ lagsm á 1 asta rfsem í sem Stúdentaráð hefur hingr- að tíl séð um en Stúd- entaráð mun eftirieiðis aðeíns helga sig munatnálum. — 7 menn í og hafa komið fram tveir \ listar: B~Iisti sem öll vinstri félögin í háskól- anum og nokkur hluti Vöku standa að, og A-í listi, sem íhaldssinnaðri | hluti Vöku styður. j HÉR getur að líta hluta forsíðu- fréttar, er birtist í Þjóðviljanum, málgagni Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins, si. laugardag. (Skylt er að biðja afsökunar á því óhappi Þjóðvilj ans, að fara rangt með nafn félagsins, þ.e. að glata orðinu „Háskóli" í upphafi fréttarinn- ar). Úrslit kosninganna urðu þao, að listi lýðræðissinnaðra stú- denta, A-listi, hlaut 345 atkv., og B-listi (sjá faðerni i Þjóðvilja- frétt) hlaut 364 atkv. Ef til vill eru allir þeir, er greiddu atkvæði Vökumenn. Þeir sem studdu A-Iista „íhalds- sinnaðir", en stuðningsmenn B- lista væntanlega frjálslyndir, sbr. „nokkurn hluta Vöku“ i Þjóðviljagreininni. Blómlegt starf F.U.S. Varðar Aðalfundur félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri LAUGARDAGINN 8. október 1966 var haldinn aðalfundur VARÐAR, félags ungra Sjálf- stæðismanna á Akureyri. Fund- urinn var haldinn í Sjálfstæðis húsinu og var fjölsóttur. Starf- semi félagsins stendur nú í miklum blóma og hagur þess er góður. Vetrarstarfið er þegar hafið og verður mjög fjölbreytt. I fjarveru fráfarandi for- manns, Óla D. Friðbjarnarson- ar, setti fráfarandi varaformað- Þorgilsson, fulltrúi og Sigfús Johnsen, kennari. Stjórnandi ByggSaþingsins verður Óli Þ. Guðbjartsson, form. F.U.S. í Árnessýslu. 6. Akranes. Byggðaþingið á Akranesi verður haldið þann 6. nóvember í Templarahúsinu. Dagskrá: 1. Ávarp: Jón E. Ragnarsson, fulltrúi stjórnar S.U.S. 2. Ræða: Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra. 3. Ræða: Sigurður Ágústsson, alþingismaður. 4. Umræðuhópar starfa. 5. Almennar umræður. Framsögumenn nefnda: Björn Pétursson, kennari og Jósef Þor geirsson, lögfræðingur. Stjórnandi Byggðaþingsins verður Kalman Stefánsson, bóndi. ur, Magnús Jónsson, fundinn. Fundarstjóri var kosinn Her- bert Guðmundsson ritstjóri og fundarritari Halldór Blöndal, erindreki. Magriús Jónsson flutti skýrslu fráfarandi stjórnar. Á liðnu starfsári voru meginviðfangs- efnin stjórnmálastarfsemi, fjöl- breytt skemmtanahald og fjár- öflun. Var þátttaka félagsmanna almenn í starfseminni og fór hún í hvívetna fram félaginu til mikils sóma. Sigurður Sigurðsson gjald- keri fráfarandi stjórnar og Sig- uróli Sigurðsson formaður skemmtinefndar lögðu fram reikninga félagsins, sem sýndu góðan hag þess. Voru reikning- arnir samþykktir samhljóða. Eftir að gerðar höfðu vei'íð nokkrar breytingar á lögum fé- lagsins, þar sem m.a. var ákveð- ið að stjórn félagsins sklpi 7 manns og varastjórn 3, var geng ið til stjórnarkjörs. Formaður var kosinn Sigurður Sigurðsson verzlunarmaður. Aðrir í stjórn þau Hrefna Jakobsdóttir, Rafn Gíslason bifvélavirki, Bergur Höskuldsson vélamaður, Hall- dór Jóhannesson prentnemi, Gísli Sigurgeirsson bifvélanemi, Róbert Árnason múrarmeist- ari. í varastjórn þeir Siguróli Sigurðsson verzlunarmaður, Stefán Árnason trésmíðameist- ari og Magnús Jónsson klæð- skerameistari. Þá var kosið í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akur- eyrl og í Kjördæmisráð Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Þeir sem kosn ir voru, eru taldir upp hér á eftir. Loks voru umræður um starf semina og ríkti mikill áhugi Sigurður Sigurðsson meðal fundarmanna á að halda áfram að efla hana með ýmsu móti. Einkum var lögð áherzla á, að stefna bæri að fjölbreytt- ari stjórnmálastarfsemi. Hefur stjórnin nú í undirbúningi starfsáætlun fyrir veturinn. Fulitrúaráð Kosnir voru 9 félagsmenn í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- - anna á Akureyri og jafn marg- ir varamenn. Aðalmenn voru kosnir þessir: Siguróli Sigurðsson, Magnús Jónsson, Valgarður Sigurðssoa prentari, Herbert Guðmunds- son, Sveinn Jónsson trésmiður, Halldór Blöndal, Páll Stefáns- son bakari, Stefán Árnason og Magnús Ottósson vélsmíðanemi. Kjördæmisráð Þá voru kosnir 4 fulltrúar I Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra og jafn margir til vara, Þessir hlutu kosningu, sem aðal- menn: Sigurður Sigurðsson, Herbert Guðmundsson, Siguróli Sigurðs- son og Magnús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.