Morgunblaðið - 21.10.1966, Blaðsíða 31
Föstudagur 21. okt. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
31
Kolakaup
var mun hærra en lausra kola
þannig að ámóti kr. 1617.00 pr.
tn. á útsöluverði lausra kola
þyrfti útsöluverð kola í pokum
að vera nálægt kr. 2674.00 á tn.
Þótti sá verðmunur of mikill.
Borgarfulltrúinn sagði, að á-
stæður til þess að kolaverzlun
hefði lagst niður í borginni væru
vafalaust margvíslegar. Verð-
lagsákvæði væru ströng og erfitt
að fá menn til þess að poka og
dreifa kolum. Hitt liggur þó
ljóst fyrir sagði Bragi Hannes-
son að hér er um vandamál að
ræða, sem finna verður við-
unandi lausn á, þar sem margir
borgarbúar nota kol til kynd-
ingar híbýla sinna. En hér er
ekki eingöngu um vandamál að
ræða, sem snýr að íbúum
Reykjavíkur heldur einnig íbú-
um nærliggjandi sveitarfélaga.
Er því eðlilegt að leita samvinnu
við þá aðila, sem þarna eiga
hluti að máli svo og viðskipta-
málaráðuneytið.
Guðmundur Vigfússon (K)
sagði að sala á kolum síðustu
árin hefði numið um 3000 tn.
en rúmur helmingur þess hefði
farið til svæða í nágrenni borgar
innar. Nokkur hundruð íbúða
nota kol svo og margar íbúðir
í gamla bænum sem grípa til
kolakyndingar, þegar hitaveitan
bregst. Tvær leiðir eru færar til
þess að leysa þennan vanda,
önnur er sú, að semja við Kol
& Salt eða annan einkaaðila um
kolainnflutning en hin að borgin
annist þessi kaup sjálf. Fluttu
borgarfulltrúar Alþbl. tillögu
um að fela borgarstjóra í sam-
ráði við Innkaupastofnunina að
vinna að lausn málsins. Sam-
þykkt var hins vc/ir breytingar
tillaga frá borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins, sem fyrr er
getið.
Strætisvagn
í árekstri
í GÆR kvöldi um kl. 10 varð
allharður árekstur á mótum
Nóatúns og Hátúns milli strætis
vagns og lítillar sendiferðabif-
reiðar.
Áreksturinn varð með þeim
hætti, að strætisvagninn kom
akandi Nóatúnið, en litla bifreið
in ók austur Hátún. Er hún kom
að gatnamótunum biluðu hemlar
hennar og fór hún á afturhorn
strætisvagnsins og skemmtist
mikið. Engin meiðsli urðu á
mönnum.
Bifreiðaslys
á IMesvegi
Á NESVEGI á móts við húsið
Sæból varð í gærkvöldi um kl.
22.10 árekstur milli tveggja bif-
reiða, sem báðar óku vestur
Nesveg. Farþegi í annari bifreið
inni meiddist.
Áreksturinn varð með þeim
hætti, að önnur bifreiðin ók upp
að gangstétt í því skyni að
hleypa farþega út. Hætti far-
þeginn við að fara úr bifreiðinni
á þessum stað og beygði bifreið-
in því aftur út á götuna í veg
fyrir bifreið, sem kom akandi
eftir götunni með þeim afleið-
ingum, að þær rákust saman.
Farþeginn, sem var í bifreið-
inni, sem beygði út á götuna
meiddist eitthvað og var fluttur
í slysavarðstofuna. Báðar bifreið
arnar skemmdust töluvert.
— Veiðiheimild
Framhald af bls. 32.
hafa fjölmennari áhafnir en tíðk
ast um erlenda togara. >á eru
brennsluefni dýrari hér en er-
lendis vegna verðjöfnunargjalds.
>á verða íslenzkir togarar, sem
flytja út afla sinn að greiða
10—20% innflutningstoll, er
dregst frá aflaverðmætinu.
Framkvæmdastjórar B.Ú.R. og
útgerðarráð hafa kannað hvort
bæta megi hag útgerðarinnar
með því að kaupa vélbáta eða
skuttogara. Er áætlað að skut-
togari kosti nú um 40 milljónir
króna og ætla má að greiða
þurfi fjórðung þeirrar fjárhæð-
ar ú tvið móttöku skips, þ.e. 10
milljónir. Hvar á að taka þær
10 milljónir? Þær verða ekki
teknar nema með auknum álög-
um á borgarana. Gífurlega mik-
ill munur þar að vera á rekstrar-
möguleikum togara okkar og
skuttogaranna, því þeir fyrr-
nefndu eru mjög fjarri því að
standa undir rekstri sínum þrátt
fyrir mjög lágt nafnverð, frá
nokkrum hundruðum þúsunda
til fárra milljóna. Skuttogarar
hafa ekki þá yfirburði yfir síðu
togarana, að þeir komi til með
að geta leyst vandamál B.Ú.R.
Framkvæmdastjórar B.Ú.R.
hafa upplýst, að vélbátar eins og
notaðir eru til síldveiða muni
kosta 15 — 20 milljónir og út-
borgun er um sex milljónir
króna. Kaupi borgin til að mynda
þrjá slíka báta þyrfti að leggja
út 18 — 20 milljónir. Slíkir bát-
ar eru nær eingöngu gerðir út
til síldveiða og mjög óvíst hve
þeii- gætu bætt atvinnuskilyrði
B.Ú.R. sem atvinnufyrirtæki
Reykvíkinga. Meðan einstakling
ar eru reiðubúnir að gera út til
síldveiða er ekki ástæða fyrir
Reykjavíkurborg að leggja í
þann atvinnurekstur.
Borgarstjóri taldi að mjög
vaeri nauðsynlegt, að togararnir
fengju aukin veiðisvæði og sagði
það ekki geta rýrt okkar Jslend-
inga á neinn hátt með tilliti til
frekari útfærslu landhelginnar
eins og framsóknarmenn hefðu
fullyrt. Flutti borgarstjóri að
lokum frávísunartillögu vegna
áðurnefndrar tillögu framsóknar
fultrúanna og var hún sam-
þykkt með 11 atkvæðum gegn
atkvæðum þeirra Einars Ágústs-
sonar og Kristjáns Benediktsson-
ar. Tillaga borgarstjóra var svo-
hljóðandi:
„Með því að borgarstjórn
fellst á ályktun , útgerðarráðs
þess efnis, að togurum verði
heimilað að veiða inn að land-
helginni eins og hún var ákveð-
in með reglugerð 19. marz 1952,
þegar fjörðum og flóum var lok-
að fyrir togveiði og landhelgin
færð út í fjórar mílur, er tillögu
borgarfulltrúanna Einars Ágústs
sonar og Kristjáns Benediktsson-
ar vísað frá“.
Umræður þessar spunnust út
af samþ. útgerðarráðs frá 23.
sept. sl. og var hún svohljóðandi:
„Rætt var um fjórhagsmál út-
gerðarinnar og sívaxandi örðug-
leika við það að halda útgerð-
inni áfram vegna mikils taprekst
urs. Styður útgerðarráð eindreg-
ið þá kröfu Félags ísl. botnvörpu
skipaeigenda, að togurunum
verði heimilað að veiða inn að
landhelginni eins og hún var á-
kveðin með reglugerð 19. marz
1952, þegar fjörðum og flóum
var lokað fyrir togveiði og land-
helgin færð út í fjórar mílur“.
Undir ályktun þessa rituðu allir
viðstaddir útgerðarráðsmeðlimir
þar á meðal Skúli Þorleifsson,
fulltrúi framsóknarmanna í ráð-
inu.
Á borgarstjórnarfundinum
fluttu borgarfulltrúar framsókn
armanna tillögu og hljóðaði fyrri
hluti hennar svo: „Borgarstjórn
Reykjavíkur lýsir sig andvíga
þeirri fyrirætlun að heimila tog
urum að veiða að landhelginni
eins og hún var ákveðin með
reglugerð 19. 3. 1952“.
Einar Ágústsson (F) fylgdi til-
lögunni úr hlaði með langri grein
argerð og hinn borgarfulltrúi
Framsóknar Kristján Benedikts-
son, tók einnig tíl máls. Guðmund
ur Vigfússon (K) og Óskar Hall-
grmsson (A) tóku til máls og
lýstu sig sammála ályktun út-
gerðarráðs, og þar með andvíga
tillögu börgarfulltrúa Framsókn
i ar.
Sæmdlr
Dannebrogsorðu
FREDERIK IX Danakonungur
hefur sæmt dr. Friðrik Einars-
son, yfirlæknir, riddarakrossi
Dannebrogorðunnar 1. stigs, og
dr. Þóri Kr. Þórðarson, prófess-
or, riddarakrossi Dannebrogorð-
unnar. Menningarmálaráðherra
Dana, hr. Hans Sþlvhþj afhenti
heiðursmerkin 15. þ.m.
— Missti nót
Framhald af bls. 32.
en í því slitnaði vírinn og
nótin hvarf í djúpið, eða eins
og Jón sagði:
— Þar með var draumurinn
búinn og allt farið.
— Hvað með tjón? Var
nótin tryggð?
— Tjónið er einhversstaðar
á milli milljónar og 1100 þús.
kr. Nótin var tryggð, en enn
er ekki vitað, hvort skaðinn
verður bættur allur. Málið er
í rannsókn, en ég held, að það
sé útilokað að ná nótinni. Eitt
er víst, að maður verður að
fá sér sterkan kaffisopa eftir
slíkt sem þetta, sagði Jón
um leið og við kvöddum
hann.
- íþróttir
Framhald af bls. 30
A.rne Mortensen, sem frá því
að hann var ungur hefur unnið
við hlið Níels Biikh og hefur nú
frá því að hann tók við skólan-
um haldið áfram að feta í fót-
spor fyrirrennara sýns og hald-
ið merki Níels Bukh og leikfimi
hans hátt í heimalandi sínu og
einnig haldið áfram venju þeirri,
að ferðast með úrvalsflokka til
útlanda.
Leikfimimennirnir 14 eru vinn
andi við einhver störf í sveitum.
Þeir hafa nú í tvo og hálfan mán.
verið burtu frá störfum sínum
og hafa þess vegna sleppt laun-
um og meira að segja hafa þeir
orðið að borga nokkurt þátttöku
gjald til þess að taka þátt í
þeirri för um Bandaríkin, sem
nú er bráðum á enda. Allir eru
þessir leikfimimenn svokallaðir
leiðbeinendur, hafa lokið nám-
skeiði við íþróttalýðskólann í
Ollerup, sem miðar að því að
þeir geta sagt til í félögum í leik
fimi og allt þetta er miðað við
ólaunuð störf, sem sé áhuga-
mennska.
Álitið er að flokkurinn hafi nú
þegar í fór sinni um Bandarikin
sýnt leikfimi fyrir 100.000 áhorf
endur við háskóla, gagnfræða-
skóla og við ýmis tækifæri, t.d.
sýningar. Nefna má sem dæmi,
að í St. Louis í Bandaríkjunum
fór fram skandinavísk vika um
það leyti, sem flokkurinn ferðað
ist þar um og dvöldu þeir á þess
ari viku í fjóra daga og sýndu
fjórum sinnum á dag. í Stan-
ford í Connecticut voru þeir mið
punkturinn í danskri viku. Nefna
má að til þessarar dönsku viku
voru boðnir utanríkisráðhei ra
Danmerkur og yfirborgarstjóri
Kaupmannahafnar. Á þessari
dönsku viku sýndi flokkurinn
við mikin fögnuð. í Whasington
D.C. sýndu þeir fyrir íþróttaráð
forseta Bandaríkjanna.
Heimsóknin hingað til íslands
er lokaþáttur hinnar löngu ferð-
ar hins danska leikfimiflokks og
mánudaginn 31. okt. þegar peir
eru komnir heim eiga þeir allir
saman að mæta til vinnu sinnar“.
FÉLAGSLÍF
Farfuglar
Vetrarfagnaðurinn verður í
Heiðarbóli á laugardagskvöld.
Bílferð verður frá Ai-narhóli
kl. 8,30. Stúlkur, munið eftir
kökunum. Piltarnir sjá um
afganginn.
, . Farfuglar.:
— Nóbel
Framhald af bls. 1
að skrifa sögur og æfintýri, sem
hún fékk gefin út. Fáum árum
síðar fékk hún í hendur eintak
af skálasögu Selmu Lagerlöf,
Gösta Berlings sögu og sendi
hinni síðarnefndu nokkur rit-
verk, sem hún hafði verið að
gera tilraunir með. Sænska
skáldkonan sendi vingjarnlegt
svar, og bréfasambandið á milli
þeirra hélzt.
Á árunum eftir 1920 gaf hún
fyrst og fremst út ljóð og birtust
þau venjulega í „Berliner Tage-
blatt“ og „Vossische Zeitung".
Frá 1933-1940 birtist ekkert eftir
hana á prenti. í Svíþjóð urðu ör-
lög Gyðinga undir valdi Hitlers
hið mikla viðfangsefni hennar og
þá skrifaði hún þrjú stórverk:
„In Wohnungen des Todes“
(1947), „Sternverdunkelung“
(1949) og „Mysterispillet"
(1950).
Þetta er í þriðja sinn, sem
sænska akademían hefur skipt
bókmenntaverðlaunum Nóbels,
en það gerði hún fyrsta sinn
1906. Dr. Anders Österling ræddi
um veitingu bókmenntaverðlaun
anna nú í sænska útvarpinu í
dag, og sagði þar, að báðir rit-
höfundarnir flyttu okkar tímum
boðskap ísraels. — Að þeir
skipta verðlaununum væri rétt-
látt gagnvart ritverkum þeirra
hvors um sig, en samtímis væri
verðlaununum veitt til rithöf-
unda, sem flytja sama boðskap.
Þrátt fyrir mismunandi tungu-
mál, sameinuðust þeir í andleg-
um félagsskap og fullkomnuðu
ef svo mætti að orði komast
hvor annan.
Samuel Agnon hefði komið
fram sem fremsti bókmennta-
fulltrúi nútíma hebreskra bók-
mennta. Hann hefði byrjað að
skrifa á jiddisch, én síðan tekið
að rita á hebresku, sem hann að
áliti þeirra, sem þekkingu hefðu,
hefði fullkomið vald á. Hann
hefði heillegan og hljómríkan
stíl á óbundnu máli, með ríkum
tjáningarmætti.
Nelly Sachs hefði eins og svo
margir aðrir þýzkir rithöfundar
orðið landflótta. Fyrir tilstilli
sænskra aðila var henni forðað
frá útlegð og það væri sem sagt
á sænskri grund, sem þessi flótta
kona hefði starfað í kyrrþey og
náð þeim þroska og áliti, sem nú
væri staðfest með Nóbelsverð-
laununum.
Nánar er sagt frá veitingu
bókmenntaverðlaunanna og
verðlaunahöfunum í Morgun-
blaðinu í dag á bls. 17.
Jón Leifs fer líka
Eins og skýrt hefur verið frá
munu þeir Halldór Laxnes og
Gunnar Gunnarsson sitja ráð-
stefnu í París, þar sem fjallað
verður um höfundarétt almennt.
Mæta því á þessari ráðstefnu
fulltrúar leikritaskálda, skáld-
sagnahöfunda tónskálda, bæði
léttrar og æðri tónlistar, kvik-
myndahandritahöfunda. Fulltrúi
íslands á þessari ráðstefnu verð
ur Jón Leifs.
Ráðstefnan hefst n.k. mánu-
dag og lýkur 27. þm. Á þessari
ráðstefnu verður fjallað um
endurskoðun á Bernarsamþykkt-
inni.
Kvöldvaka
&túdentaféfags-
ins í kvöld
STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur
heldur kvöldvöku í Súlnasal Hót
el Sögu í kvöld kl. 20,30. Meðal
skemmtiatriða verður tízkusýn-
ing og einnig mun Ómar Ragnari
son skemmta.
— Brúarfoss
Framhald af bls. 32.
ur landleiðis frá Gloucester á á-
kvörðunarstað.
Forstjórinn sagði, að verkfall
hafnarverkamanna beindist ekki
gegn Eimskipafélagi fslands, held
ur væri um kjaradeilu að ræða,
sem bitnaði á skipum, sem til
Cambridge kæmu.
Hann sagði, að það hefði tals-
verðan kostnað í för með sér að
láta Brúarfoss fara til Gloucester,
því þangað væri 42 tíma sigling.
Að auki þyrftu eigendur farms-
ins að taka á sig kostnað við
flutning landleiðis.
„Búizt er við, að Brúarfoss
verði búinn að losa á sunnudag",
sagði Óttarr, „og þá fer hann til
Baltimore í botnhreinsun og til
að lesta korn. Þaðan fer skipið
til New York til að lesta stykkja
og sekkjavöru".
Mbl. náði í gærkvöldi tali af
skipstjóranum á Brúarfossi, Ósk
ari Sigurgeirssyni og tjáði hann
því að ekki hefði komið til
neinna óeirða í sambandi við neit
un verkamannanna um að losa
skipið. Cambridge, sagði Óskar
að væri lítill bær, og einungis
gæti athafnað sig þar eitt skip
í einu.
-------------------- ^
— Sovézkir
Framh. af bls. 1
hann að verða mikilvægur liður
í nýju fjarskiptasambandi milli
Sovétríkjanna og bandalagsrikja
þeirra á meðal kommúnistaland-
anna. Rétt áður en þessum gervi-
hnetti var skotið á loft, var skot-
ið upp gervihnetti af kosmos-
gerðinni. Var það hinn 130. i
röðinni síðan Sovétríkin byrjuðu
að skjóta á loft gervihnöttum til
rannsókna fyrir fjórum árum.
Það var ekki staðfest opinber-
lega í dag, að æðstu leiðtogar
níu kommúnistaríkja hefðu ver-
ið viðstaddir, til þess að horfa á,
þegar gerfihnöttunum var skotið
á loft. En af hálfu kommúnist-
ískra aðila í Moskvu var það
staðfest, að helztu leiðtogar
Austur-Evrópuríkjanna, Mongól-
íu og Kúbu hefðu farið flugleiðis
suður á bóginn í dag og eftir
öllu að dæma til hinna miklu
geimskotstöðva við Baikonur í
Sovétlýðveldinu Kazakhstan. —
Sömu heimildir fullyrtu enn-
fremur, að ekki væri nein
ástæða fyrir hendi til þess að
draga það í efa, að þessir leið-
togar hefðu verið viðstaddir, er
gervihnöttunum var skotið á
loft.
Líklegt er talið, að Moljija-
egrvihnötturinn verði notaður
til millisendinga á litsjónvarpi
milli Moskvu, Parísar og Austur-
Evrópu landanna, en þessi lönd
hafa eins og Sovétríkin ákveðið
að taka upp franska litsjónvarp-
ið Secam.
Blaiburðarfólk
vantar í eftirtaíin hverfi:
Laugaveg 102—177.
Laugaveg — neðri
Hverfísg. fró 4—62
Miðbær
Ásvallagata.
Lynghagi
Vesturgata 44—68
Sörlaskiól
Talið við afgreiðsluna snni 22480.