Morgunblaðið - 03.11.1966, Qupperneq 4
4
MORCUNBLADIÐ
Fimmtudagur 3. nóv. 1966
BÍLALEICAN
FERÐ
SÍMI 35135
OC 34406
SENDUM
id SÍM' 1-44-44
\mim
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
H 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31100.
LITLA
bílaleigon
Ingólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzin innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
BÍIALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
BÍLALEIGA S/A
CONSUL. CORTINA
Sími 10586.
B O S C H
Háspennukefli
^ ^ -
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9- — Smu 'AtttiZD.
Sorpritin
Góði Velvakandi.
Hvað getum við gert til þess
að stemma stigu við þeirri flóð
öldu af óhollu lestrarefni, sem
fer yfir landið okkar? Ég er
stundum svo sár yfir því, sem
lagt er upp í hendurnar á unga
fólkinu — því að það eru ekki
sízt óharðnaðir unglingar, og
menn í mótun, sem lesa hið
skaðlega lestrarefni — að mér
liggur við að tárfella.
Við, sem falin hefur verið
umsjá og uppeldi barna og ung
linga, erum áð reyna eftir
beztu betu að innræta þeim
það, sem við trúum, að geti
orðið þeim styrkur og festa
í lífinu og eflir þau til baráttu
við öfgar og freistingar, sem
gætu leitt til falls. Sorprit.in
iega áreiðanlega stóran þátt i
því að rífa það niður, sem Við
leitumst við að byggja upp.
Þar er höfðað til þeirra hvata
og tilhneiginga, sem við eigum
að beizla og temja, svo að við
getum lifað mannsæmandi lífi
í þessum heimi. Þar er rætt um
kynmök ógifts fólks og ævin-
týri eins og um sjálfsagða hluti
sé að ræða.
Það er staðreynd, að margir
æskumenn okkar hafa fallið i
saurinn og valdið sjálfum sér
og heimilum sínum hinni mestu
sorg og böli. Þeir kunnu ekki
fótum sínum forráð fyrir æsku
sakir og vegna hins lausbeizl-
aða tíðaranda, sem sorpblöðin
eiga stóran þátt í að móta. Rit-
stjóri blaðs nokkurs gat þess
fyrir nokkru, að hann hefði
fengið þær upplýsingar hjá ein
um aðstandenda nefndra sorp
blaða, að blað hans kæmi út í
tólf þúsund eintökum.
Þið blaðamennirnir hafið
mikið vald til áhrifa. Viljið þið
nú ekki skera upp herör í þessu
máli? Rita í tíma og ótíma um
þetta fargan? Er ekki svo, að
flóðaldan dvínaði fyrir nokkr-
um árum vegna skrifa blað-
anna? Nú er hún risin á ný,
sennilega magnaðri en nokkru
sinni fyrr. Ég sárbæni ykkur
nú að vinna gegn þessum blöð-
um. Sóðalegt lestrarefjni dreg-
ur þróttinn úr æskumönnum
okkar. Það stuðlar að því að
gera þá að nautnaseggjum og
þar með óhæfum til að berj-
ast fyrir háum hugsjónum og
góðum málefnum.
Ég bið ykkur, góðu blaða-
menn, takið hör.dum saman og
vinnið gegn þessu meini. Gerið
þeim erfitt fyrir, sem hirða að-
eins um pyngju sína, en ekki
um heill æskunnar. (Ég gec
ekki að því gert, að mér finnst
slíkir menn líkjast þeim, sem
selja fólki eiturlyf.) Varpið
réttu ljósi á verknað þeirra.
Gerið lýðum ljóst, hvílíku tjóni
þeir valda, hvílíkum sárum,
böli — og svo ólýsanlegu
menningarleysi.
Ég er ekki gömul nöldur-
skjóða. Ég er „barnakerling“
með sár í_ hjarta vegna þessa
vanda. — Ég veit ekki, Velvak-
andi góður, hvort þú vilt birta
þetta bréf. Mér er fyrir mestu,
að þið ágætu blaðamenn neytið
aðstöðu ykkar til áhrifa og ger-
ið ykkar, ef unnt væri, til þess
að vinna gegn því vandamáli,
sem hér um ræðir. Þó gæti birt-
ing bréfs þessa orðið eins og
lítið lóð á vogarskálina.
Með kærri kveðju og þakk-
læti fyrir góðan dálk og marg-
víslegt „mannlegt" efni fyrr
og síðar,
bín
Þura í Þurranesi."
ÍT Útivistartími barna
„Ánægð móðir" skrifar:
„Vel vakandi góður!
Ég skrifa þér í gleði minni
yfir þeirri herferð, sem nú er
farin gegn_ útivist barna á síð-
kvöldum. Ég á ekki orð til að
lýsa feginleik mínum. í mörg
ár hef ég sjálf barizt von-
lausri baráttu, ein gegn öðrum
mæðrum í þessu húsi, fyrir því
að börnin færu ekki út eftir
kl. 8. Hvernig áttu börn mín
að skilja það, að þau mættu
ekki vera úti, á sama tíma og
leikfélagar þeirra og skóla-
systkin á sama aldri léku sér
óhindruð. Einstaka sinnum gat
ég fundið smáletursklausu í
Dagbók Morgunblaðsins um
útivistartíma barna á kvöldin;
greip ég þá tækifærið og syndi
börnum mínum, þeim læsu, en
las fyrir hin ólæsu. Jú, þau
efuðust svo sem ekki um, að
þetta stæði þarna svart á
hvítu. En því var ég að fara
eftir þessari klausu, úr því að
margar aðrar mæður gerðu
það ekki? Öll min rök gegn
þeirri staðreynd voru óðar
brotin á bak aftur. En nú loks-
ins stend ég með pálmann i
höndunum. Börnin heyra um
þessa reglugerð hjá kennara
sínum og í útvarpi, og í strætis-
vögnum og blöðum lesa þau
um hana. Enginn efast nú leng-
-------------«----------------
ur um sinn heimkomutíma og
köllum mínum er nú skilyrðis-
laust hlýtt. Því bið ég þig fyrir
beztu þakkir til réttra aðila
fyrir þessa ánægjulegu fram-
för. Ánægð móðir".
★ „Dýrlingurinn“
Sjónvarpsnotandi skrif-
ar;
„Undirritaður vill beina
þeirri fyrirspurn til blaðs yðar,
hversvegna sjónvarpið er með
þessa mynd „Dýrlingurinn". í
einu orði sagt, finnst mér það
ófært, og ekki beint uppörv-
andi, sérstaklega fyrir börn frá
10 ára, því þegar þessi mynd
er sýnd, þá vilja þau horfa á
hana, og ef það er ekki hægt,
er ófriður á heimilum. Ég
sagði heimilinum því undirrit-
aður veit um að á mörgum
heimilum ríkir óánægja út af
þessu atriði. Þetta finnst mér
atriði, sem hver hugsandi mað-
ur hlýtur að bera áhyggjur af.
Annars er sjónvarpið ágætt,
hef ekkert út á það að setja að
öðru leyti. Ég hef trú á að sjón-
varpið éigi eftir að ná miklum
vinsældum út um landsbyggð-
ina í framtíðinni.
Sjónvarpsnotandi".
^ Mannlýsing og
aldarfar
H.S. skrifar:
„Átján hrossa afl sá ber
úr honum fossar mælskan sver.
Ægis glossa gildur ver
í galsa, blossa og trylling fer.
Þessi litríka persónulýsing
gefur tilefni til samanburðar
við aldarfarið nú til dags.
Átján hrossa aflið svarar til
hinna aflmiklu og stórvirku
vinnuvéla.
Hin fossandi mælska svar
til hins fossandi málæðis og
hljóðfæraglaums, sem liggur I
eyrum daglega frá rismáli til
háttamála.
Hin skrúðmikla kenn-
ing svarar til tækjanna, sem
galsanum, blossanum og tryll-
ingnum valda og mörg eru
tryllitækin og margvísleg. —
Atkvæða- og áhrifamest munu
fjölmiðlunartækin svonefndu
— útvarp og sjónvarp — kapp-
leikir, kvikmyndahús og leik-
hús. Víðar kemur tryllitæknin
samt við. — Um hana má með
sanni segja, að hún er lævía
og lipur.
H. S.-.
Til sölu
Mercedes Benz 1900 árgerð 1963 í góðu lagi með
nýrri dieselvél. — Upplýsingar í síma 22909 frá kl.
5—7 næstu daga.
Raðhús til sölu
í Háaleitishverfi. 4ra — 6 herbergja íbúð óskast
i skiptum. Tilboð merkt: „Góð eign — 8445“ sendist
Morgunblaðinu fyrir 10. nóvember.
Tapazt hefur
RAUÐBLESÓTTUR HESTUR 7—8
vetra, mark fjöður framan vinstra. Þeir, sem upp-
lýsingar geta gefið um hestinn eru vinsamlegast
beðnir að hringja í síma 40441.
Stór flygill
Stór, mjög vandaður, vel með farinn og lítið notaður
flygill, gerð BÖSENDORFER, til sölu strax. Upp-
lýsingar í síma 20 180 kl. 18 til 19 í kvöld.
Vörumarkaður
Vörumarkaður í Breiðfirðingabúð.
Fatnaður á konur og börn á mjög hagstæðu verði,
stendur aðeins í dag og á morgun.
GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN.
V ÖRUM ARK AÐURINN.