Morgunblaðið - 03.11.1966, Side 21

Morgunblaðið - 03.11.1966, Side 21
Fimmtudagur 3. nóv. 1956 MORCUNBLADIÐ 21 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Hafnarfjarðarbíó Sumarnóttin brosir. (Sommernattens Smil) Framleiðandi Ingmar Bergman Höfuðleikendur: Gunnar Björnstrand Ulla Jacobsson Eva Dahlbeck Björn Bjelvenstam o.fl. Sumarnóttin brosir í Hafnar- firði, þótt vetur og skammdegi sæki aðra landshluta heim. Þar er Ingmar Bergman, höfundur „Þagnarinnar* og fleiri frægra mynda, enn á ferð. Að þessu sinni er meiri birta yfir sviðinu en í Þögninni, sá hæsti þegir ekki eins þunnu hljóði og í þeirri mynd, en ennþá er það ástin, sem tekin er til meðferðar. En yfir henni hvílir nú minni ó- hugnaður en í Þögninni, sadism- inn er að mestu útlægur ger, og þótt ástarkenndir ólgi glatt undir, eru þær útfærðar á mun siðsamlegri hátt en í marg- nefndri Þögn. Sem dæmi þess má nefna, að 1 ein aðalsöguhetjan, fullorðinn 1 maður, sem giftist kornung'ri I stúlku, hefur enn látið hana j ósnorta af meiriháttar ástarhöfn um eftir tveggja ára sambúð. Bíð ur eftir því, að hún þroskist betur. Segja má, að efnisþræðir gjör- vallrar myndarinnar reki sig frá þessari óvenjulegu „nærgætni“ eiginmannsins, Egermanns mála færslumanns (Gunnar Björn- strand) við hina ungu konu sína, Önnu ( Ulla Jacobsson). Eiginkonunni ungu finnst nefni- lega eitthvað á skorta, og dag nokkurn hefur hún orð á því við mann sinn, að það mundi fjörga talsvert heimilislífið, ef þau eignuðust barn saman. Mála færslumaðurinn véfengir það ekki, en hefur þó enga tilburði til að hrinda því máli í fram- kvæmd. Egermann á fullvaxinn son frá fyrra hjónabandi, sem er guð- fræðingur að mennt. Tilfinning- ar Önnu til þessa stjúpsonar síns sem er að því er ætla verður nokkrum árum eldri en hún eru dálítið blandaðar. Hún vandar um við hann, er henni þykir svo þurfa, en hann á í mikilli bar- áttu við sinn innri mann, sem honum tekst ekki að fullu að hemja. Hann er í fyrstu mjög siðvandur, ungur maður, sem ætlar sér að verða dyggur þjónn drottins, þegar heppilegt brauð losnar. En þjónustustúlka þar á heimil, lætur fá tækifæri ó- notuð til að fá hann í tusk við sig. Hún er mjög girnileg útlits, og barátta sú, sem guðfræðingur inn heyr við sinn innri mann, tekur oft á sig hinar kátlegustu myndir. Og stjúpmóðirin unga reynir sem sagt að vanda um fyrir stjúpsyni sínum, er lokkandi mjaðmasveiflur þjónustustúlk- unnar koma honum úr andlegu jafnvægi. En tilfinningar henn- »r til stjúpsonar síns eru einn- ig af Öðrum toga spunnar en um- vöndunarsemi. „Nærgætni“ manns hennar hefur gert hana opnari fyrir ástrænum áhrifum en ella, og bráðlega líður að t>vI> ?? ^ún s®r * honum meira en stjúpson. Með henni myndast því einnig tilfinningatogstreita, sem leysist ekki fyrr en í mynd- *ri°k’ Þegar allir I'uútar rakna. Egermann málaflutningsmað- ur hafði átt vingott við Ieikkon- eina. Desirée að nafni, er hann yar á milli kvenna. Hann leitar a fund hennar og tjáir henni þau vandræði, sem á því séu, að hann geti talizt búa við eðlilegt heimilislíf. Hún er skilningsrík kona, þótt ekki sýni hún beinan ahuga á að koma hjónalífi hans f eðlilegt horf. Það kemur nefni- lega upp úr kafinu, að hún elsk- *r enn málafaerslumanninn, þratt fyrir elskhuga, sem hún hefur eignast í millitíðinni, gift- an riddaraliðshöfuðsmann. Og hin klóka leikkona Desíróe, tekur það ráð að slá upp veizlu mikilli heima á búgarði móður sinnar, sem er auðug ekkja og veit lengra en nef hennar nær á ýmsum sviðum. í veizlu þessa er boðið öllum helztu persónum þeirar kynlegu ástarflækju, sem flestir, karlar og konur, sýnast nú meira og minna háð. Leik- konan hefur ákveðið markmið í huga, dálitla skemmtilega svið- setningu, sem hefur það loka- mark að vinna henni ást mála- flutningamannsins á ný. Skulum við skilja þar við veizlugesti, er þeim er skenkt- ur töfradrykkur mikill, sem soð- inn er saman úr ýmsum fjörg- andi bætiefnum, svo sem volgri brjóstamjólk og. sáðfrumum ungs stóðhests. Vissara að vera ekki bendlaður við það partý. Þetta er fyrst og fremst gam- anmynd, þótt ýmis atriði hennar veki menn til alvarlegra um- þenkinga, eins og háttur er góðra gamanmynda, þar sem hrein skrípalæti ráða þar ríkjum. Hún sýnir okkur, að hinn umdeildi höfundur, Ingmar Bergman, kann á fleiru skil en sorg, ljót- leika, mannlegu óeðli og þján- ingu. Hann er fjölhæfur meist- ari, sem er fátt mannlegt óvið- komandi. Þó má segja, að ást í einhverri mynd sé bindiefni flestra mynda hans, og teflir hann þar stundum, sem kunn- ugt er, á tæp vöð hefðbundinnar velsæmiskenndar manna. Hefur hann því orðið mikið umtalaður og umdeildur, en slíkt er hverjum skapandi listamanni nauðsynlegt. Hástemt, gagnrýnis laust lof um einhvern listamann er venjulega merki þess, að hann sé staðnaður eða að staðna í list sinni. Ég ræð mönnum til að sjá þessa mynd, þó ekki væri nema til að sannfæra sig um það, að Ingmar dýrkar ekki ljótleikann af ásettu ráði. Orðsending til stóreignaskatts- gjaldenda í TILEFNI af ummælum hæst virts fjármálaráðherra í fjárlaga ræðu hans 18. f.m. viljum vér taka þetta fram: Skattayfirvöldin hafa nú glímt við innheimtu stóreignaskattsins frá 1957 í undanfarin 9 ár, og árangurinn orðið verri en eng- inn, — enda engin furða. Hæstiréttur hefur vítt og for- dæmt fjárheimtuna, og sama gerði fyrrv. f jármálaráðherra, Gunnar Thóroddsen, á Alþingi 1964, og í sama streng tók nú- verandi fjármálaráðherra í nefndri fjárlagaræðu sinni. Fjár heimtan var líka tvímælalaust úr sögunni, þegar Hæstiréttur varð að ógilda eitt grundvallar- ákvæði laga nr. 44/1957 sem stjórnarskrárbrot. Gjaldheimtan studdist eftir það ekki við óbreytt lög frá Alþingi, heldur við mark laus slitur af lögum, gersamlega haldlaus samkvæmt 40. gr. stjórn arskrárinriar. Hið óraunhæfa á- kvæði í dómi Hæstaréttar frá 29. nóv, 1958 um sannvirðismat hlutafélaga, gat ekki ráðið neina bót á þessu. Það heyrði undir löggjafann. Ágreiningurinn um lögmæti þessarar fjárheimtu hef ur nú verið fyrir dómstólunúm í átta og hálft ár og er enn óút- kljáður. Vér munum enn sem fyrr standa gegn sérhverjum inn- heimtuaðgerðum hins opinbera og höfum enga ástæðu til að ótt- ast þær. Rvík, 2. nóv. 1966. Fyrir hönd Félags stóreigna- skattsgjaldenda. Páll Magnússon. Sigríður F. Hjartar, húsmæðrakennari TORO. eldar ávaxtasúpu TORO- súpur kynntar EFNAGERÐ Reykjavíkur hef ur að undanförnu staðið fynr kynningu á svokölluðum TORO- súpum frá Noregi, sem komnar eru á íslenzkan markað. Hefur Sigriður F. Hjartar, húsmæðra- kennari eldað súpurnar í tíu stórvezlum borgarinnar og kynnt þær í samráði við Guðjón B. Jónsson, framkvæmdastjóra Efna gerðarinnar. Enn er eftir að kynna þær í tveimur verzlun- um, í verzluninni Heimakjör við Sólheima, á fimmtudag, og verzl uninni Nóatún við Hátún, á föstu dag. Stendur kynningin yfir frá kl. 10-12 fyrir hádegi og 2—5 eftir hádegi. Blaðamaður Mbl. kom í Lido kjör á miðvikudag, er Sigríður var að byrja að elda þar ávaxta- súpu frá TÖRO og var þar einn- ig Guðjón B. Jónsson, fram- LeiðbeMiingar um sjónvarps- tækjakaup EINS og skýrt var frá í blöðum sl. laugardag, hefst umfangsmik- il könnun Neytendasamtakanna vegna kaupa á vörum og þjón- ustu með útkomu næsta Neyt- endablaðs 5. nóv. Verða þar lagð ar spurningar fyrir neytendur, sem eiga sjálfvirka þvottavél, ísskáp, ryksugu eða sjónvarps- tæki. Könnun þessi verður nefnd Þjónustukönnun Neytendasam- takanna, þar sem megintilgang- ur hennar er að kanna, hvers konar þjónustu hinir ýmsu selj- endur veita, og niðurstöðurnar síðan birtar neytendum til leið- heiningar og seljendum til lofs eða lasts, eftir því sem þeim ber. Mikið hefur verið leitað til Neytendasamtakanna um ábend- ingar um val á sjónvarpstækj- um. Væntanlegum kaupendum þeirra skal því bent á, að í þessu sama tölublaði Neytendablaðs- ins verða birtar leiðbeiningar um kaup á sjónvarpstækjum. Blaðið er sent félagsmönnum. en menn geta látið innrita sig í samtökin í bókaverzlunum í Reykjavík og um land allt, en einnig nægir að hringja I síma skrifstofunnar, Austurstræti 14, 1 97 2i2 og 21 666. Neytendasamtökin eiga um 300 eintök eftir af leiðbeininga- bók bandarísku neytendasamtak anna, og hefur verið ákveðið að afhenda hana ókeypis þeim, er vitja hennar á skrifstofuna. Félagsmenn utan Reykjavíkur geta féngið hana póstsenda, ef þeir óska þess; Bókin ér 430 bls. að stærð og getur komið neytend um hér á landi að miklum notum. Leikfélag Akureyr- ar undirbýr hálfar aldar afmæli kvæmdastjóri, sem gaf nánari upplýsingar um vörur frá TORO Hann kvað TORO súpurnar sautján talsins en auk þess væru á boðstólum frá TORO tvenns- konar kraftduft í sósur og súpur, súputeningar, sósur í bréfum og pökkum og epla- og apríkosu- kompot. Guðjón sagði, að sérstaklega hefðu verið kynntar tvær teg- undir af TORO súpum, ávaxta- súpan og svokölluð vorsúpa, sem í væru tólf tegundir grænmetis. Auk þess vildi hann vekja sér- staka athygli á svokallaðri Ros- berjasúpu, er hann kvað sérstak lega C-vítamínauðuga, enda mælti TORO með henni handa börnum. Guðjón sagði að lokum, að kynning þessi hefði verið vinsæl og gefið góða raun, — væri reyndar engin furða þótt súþur þessár líkuðu vel, því að í Nor- egi, þar sem súpusala þætti geysi mikil næmu TORO súpurnar 75% af heildarsölunni. Akureyri, 2. nóvember. LEIKFÉLAG Akureyrar mun frumsýna gamanleikinn „Koss í kaupæti“ eftir Hugh Hurbert, fimmtudaginn 10. þ.m. Leikstjóri er Ragnhildur Stein grímsdóttir, en með aðalhlut- verk fara Þórhalla Þorsteinsdótt- ir, Marinó Þorsteinsson, Björn Sveinsson, Saga Jónsdóttir og Sæmúndur Guðvinsson . Æfingar hófust 30. sept. Næsta verkefni Leikfélagsins er þegar ákveðið, sænska barna- leikritið „Karmellukvörnin". Þýðendur eru Árni Jónsson og Kristján Einarsson frá Djúpa- læk, en leikstjóri verður Guð- mundur Gunnarsson. Barnaleik- rit þetta verður sennilega frum- sýnt um jólin. Leikfélag Akureyrar verður 50 ára hinn 17. apríl n.k. og hyggur stjórn félagsins á sýning ar einhverra veglegra verkefna í því tilefni. Ekki er enn ákveðið hver þau verða, en fyrirhugað er að taka tvö leikrit til sýningar síðari hluta vetrar. auk þess sem eitt eða tvö verða flutt í út- varp. Vegna afmælisins hefir mennta málaráðuneytið heitið leikfélag- inu 100 þús. kr. aukaframlagi til starfseminnar, en félagið nýtur 100 þús. kr. framlags á fjárlög- uin og sömu upphæðar frá Akur eyrarbæ. í sumar hafa farið fram miklar endurbætur á súðurenda leik- hússins, en þar hefir nýjum bún- ingsklefum verið komið upp. sem eru bæði fleiri, stærri og betri, en þéir, sem fyrir voru. Tvö leiklistarnámskeið eru haldin í vetur fyrir atbeina leik- félagsins. Á öðru leiðbeinir Ragnhildur Steingrímsdóttir, en á hinu, sem haldið er í samvinnu við Æskulýðsráð, er leiðbeinandi Ágúst Kvaran. Samtals eru 19 þátttakendur á þessum námskeið um. Stefnt er að því að koma upp föstum leiklistarskóla á veg- um félagsins. Stjórn Leikfélags Akureyrar skipa nú: Jón Ingimarsson for- maður, Árni Böðvarsson, ritari og Kristján Kristjánsson gjald- keri. Varaformaður er Guðmund ur Gunnarsson og framkvæmda- stjóri Jóhann Ögmundsson. Sverrir. IVIótmæla veiðar- færatolli Akranes, 29. okt. Útvegsmannafélag Akraness samþykkti eftirfarandi ályktun 27. okt. sl. Útvegsmenn samankomnir á fundi í dag á Akranesi mótmæla einróma 2% viðbótartolli eða hærri prósentum af erlendum veiðarfærum umfram það sem nú er Selja hveiti til Kína Syndney ,2. nóvember NTB ÁSTRALÍA mun selja 1,5 millj. tonn af hveiti til kínverska alþýðulýðveldisins fyrir um 90 millj. ástralska dollara — senni- lega metverð, að því er formaður ástralska hveitiráðsins, Allan Callaghan upplýsti í Syndey I dag. Samningur á milli landanna var undirritaður í Hong Kong á laugardag og hinir kínversku kaupendur eiga kost á að kaupa tíu prósent meir, ef þeir svo kjósa, samkv. samningnum. Útskipun á hveitinu á að fara fram frá lokum næsta mánaðar fram til júnímánaðar á næsta ári. Þetta er mesti útflutninga- samningur á hveiti, sem Ástra- lía hefur nokkru sinni gert, til útskipunar á svona stuttu tíma- bili. Kínverska alþýðulýðveldið er stærsti kaupandi hveitis frá Ástralíu. Ræk j ubátaf lotinn sem smáboro; Þúfum. 2. nóvember. VETURINN heilsaði með góð- t viðri, sem haldizt hefir. Snjór er iðnað verður að gera það á ann ’ á efstu brúnum og tindum, sem Ef nauðsynlegt styrkja innlendan þykir að veiðarfæra- an hátt en þann, að skattleggja veiðarfæri útvegsmanna, sem þeir kaupa á frjálsum markaði frá útlöndum. Útvegsmenn furða sig á því að háttvirt ríkisstjórn skuli láta sér detta í hug að leggja á nýja skatta sem skifta munu tugum þúsunda á hverja meðalstóra útgerð, sem þegar er ofhlaðin af sköttum og allskonar kröfum og að öllu óbreyttu eykur á fegurð umhverfisins. Vegir allir eru vel' færir og Þorskfjarðarheiði bilfær. Síð- ustu leitir fara nú fram. Bænd- ur taka hrúta fram og heyásetn- ingur og önnur fóðurathugun stendur yfir. Rækjubátaflotinn er sem smá- borg eða bær í Djúpinu, er ljósa- dýrðin er sem mest. Gefur þetta góðá björg í bú sjómanna og ekkert sjáanlegt nema stöðvun landverkaf lks, kvenna og ungl- framundan. I inga. — Jr’.P H. J. >,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.