Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 5
Tjaugardagur 5. n6v. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 Árni verið reist sama sumarið og kristni var lögtekin. Það var ófrávíkjanlegur siður frá upphafi að hafa grafreit um- hverfis kirkju. En hvergi í landi Keykjavíkur vottar fyrir fornurn grafreit, nema syðst í Aðalstræti, og það er sönnun þess, að þar hafi kirkjan staðið frá öndverðu. Hún hefur verið reist gegnt bæjarhúsunum og hlað verið haft á milli bæjarins og grafreitsins. Ekki vitum vér nú hvernig húsaskipan hefur verið í Reykja- vík um þetta leyti. En eftir öll- um sólarmerkjum að dæma, hef- ur framhlið kirkjugarðsveggsins, sú er að bænum sneri, verið jöfn Óla: Kirkjugarðurinn í Aðalstræti ENN á að fara að hrófla við gamla kirkjugarðinum í Aðal- stræti, því að nú ætlar Lands- síminn að reisa nýbyggingu við hús sitt, álmu sem nær frá Thorvaldsensstræti og langt inn í kirkjugarðinn. Nær þessi við- bót 7 metra inn á grunn gömlu lyfjabúðarinnar ,en breikkar þar sem önnur hæð tekur við og verður þar 9 metra, en gangur verður þar undir. Þegar þessi ný- bygging kemur, verður nokkrum hluta af kirkjugarðinum umturn að, og er þess að vænta, að graf- ið verði þar með varúð, gætt allra þeirra beina, er þar munu koma upp úr moldinni, og eins þeirra minnismerkja, er þar kunna að vera. Af þessu tilefni þykir rétt að rifja upp sögu kirkjugarðsins í stórum dráttum, því að hún er merkileg að því leyti, að á þer.s- um stað hvíla bein rúmlega 30 kynslóða Reykvíkinga. Þegar kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000 var allsherjar- goði Þormóður sonur Þorkels mána, og er talið að hann hafi búið á ættaróðali sínu, Reykja- vík. Allsherjargoðinn var æðsti embættismaður þjóðarinnar, því að hann skyldi helga Alþingi í hvert sinn. Honum hefur því fremur öðrum borið skylda til þess að reisa kirkju á bæ sínum eftir kristnitökuna. Þykir því mega fullyrða, að ein af fyrstu kirkjunum, sem reistar voru í kristnum sið, hafi verið kirkjan í Reykjavík. Ef til vill hefur hún framhlið hans. þannig að suð- vesturhorn garðsins hefur verið gegnt syðsta vegg bæjarins, en norðvesturhorn garðsins gegnt nyrsta bæjarvegg. Þetta hefur svo haldist um aldir. Bærinn hef- ur alltaf staðið á sama stað og framhlið hans alltaf verið hér um bil jafn löng, þótt hann hafi verið endurreistur hvað eftir ann að. Kirkjugarðsveggurinn að vestan hefur verið um 40 metra langur og framhlið bæjarins jafn löng allt fram að þeim tíma þeg- ar farið er að reisa verksmiðju- húsin þar á nokkrum hluta af grunni gamla bæjarins, og sam- hliða Ullarstofunni, sem fékk að standa. En Ullarstofan var þar, sem nú er húsið Uppsalir. Má að. Kirkjugarðsveggurinn að vest an hefur verið nær um 40 metra hlið bæjarins hafa verið jöfn að lengd. Sennilegt þykir mér, að kirkju- garðurinn hafi upphaflega verið nær því jafn á alla vegu og kirkjan staðið í miðjum garði. Á mynd Sæmundar Holms af Reykjavík um 1789 má sjá, að þetta muni vera rétt. Og það staðfestist einnig þegar grafið var fyrir stöplinum undir mino- ismerki Skúla fógeta, því að þá var komið niður á gamlan súður- vegg kirkjunnar, og fundust þar hlaðnir kampar úr grjóti, er sýndu að dyr höfðu verið sunn- an á þeirri kirkju. En mynd Sæmundar sýnir, að engin girð- ing hefur þá vérið austan kirkju- garðsins. Vér höfum heimildir fyrir því, Árni Óla. að hinir fyrstu kirkjueigendur hér á landi létu rjúfa kuml for- feðra sinna og taka upp bein þeirra og færa til kirkju. Svo segir um Egil Skallagrímsson, að hann var fyrst heygður í Tjalda- nesi neðst í Mosfellsdal. En er Grímur Svertingsson reisti kirkju að Hrísbrú, lét hann taka upp bein Egils og flytja í kirkju- garðinn. Og seinna, er kirkjan var flutt frá Hrísbrú að Mos- felli, þá voru bein þeirra, er grafnir höfðu verið í kirkjugarð inum að Hrísbrú, grafin upp og flutt í kirkjugarðinn nýja að Mosfelli. Af þessu mætti ætla. að Þormóður allsherjargoði hafi látið grafa upp kuml forfeðra sinna og formæðra og flutt bein þeirra í hinn nýja kirkjugarð sinn á Austurvelli. Þjóðsaga hermir, að Ingólfur Arnarson hafi látið heygja sig á Ingólfs- fjalli, á þeim stað er hann sæi vítt yfir landnám sitt. Slíkar sagnir ganga um fleiri landnáms menn, að þeir hafi látið heygja sig þar sem vítt var útsýni yfir landnámið. Svo var um Stein- grim þann, er Steingrímsfjörður er við kenndur, og svo var um Tungu-Odd, að hann lét heygja sig á Skáneyjarfjalli. Má því eigi fortakslaust kalla það skáldsögu, að Ingólfur hafi verið heygður á Ingólfsfjalli, enda þótt haugur hans hafi aldrei fundist þar. En hitt þykir mér líklegt, að bein Hallveigar Fróðadóttur, Þorsteins Ingólfssonar og Þorkels mána og kvenna þeirra, hafi verið flutt í kirkjugarðinn í Aðalstræti að upphafi, og síðan voru allir Reyk víkingar jarðsettir þar um rúm- lega 800 ára skeið. Einhvern tíma hefur kirkju- garðurinn verið stækkaður um nær helming austur á bóginn. Ekki verður um það sagt hvort sú stækkun hefur verið gerð í einu lagi, eða hann hafi smám saman verið færður út. Þó finnst mér líklegra að stækkunin hafi komið smám saman. Varð lengd hans að lokum um 60 metra frá vestri til austurs. Upphaflega mun kirkjugar’ðurinn hafa verið um 1300—1400 fermetrar (með því svæði er fór undir kirkjuna), en vegna þess að söfnuðurinn var fámennur um margar aldir, hefur kirkjugarðurinn lengi ver- ið fullkomlega nógu stór. Svo verður breyting á þessu þegar verksmiðjurnar koma, og að- komufólk fer að streyma hingað. Um þær mundir mun kirkjugarð- urinn sennilega hafa verið út- grafinn og þess vegna þurft að stækka hann. Stærsta kirkjan, sem þarna stóð, var reist 1720 og várð það seinasta kirkjan á þess- um stað. Hún var 11 stafgólf a'ð lengd, eða 22 metrar, og mun hafa samsvarað sér á breidd. Heiur hún því skert grafreitinn Framhald á bls. 24 SHYRRVuRUVERZLUNIH SIGNA Hafnfirzknr konur: Hnfnfirzkor konur: OPNIJM NÝJA SNYRTIVÖRUVERZLUN Á STRANDGÖTU 33. Við bjóðum ykkut beztu snyrtivörur heims eins og PIKRRE ROBERT. GERMAINE MONTEIL, YARDLEY, AVON og ýmsar aðrar tegundir. Einnig kynnum við nýja hcimsþekkta snyrtivöru MARINELLO frá New York. KOMIÐ SKOÐIÐ OG KYNNIST OKKAR MTKLA ÚRVALI. VIÐ BJÓÐUM ÞJÓNUSTU AF KUNNÁTU OG ÞEKKINGU. SnyrtivöruverzBunin SIGNA Strandgötu 33 — Sími 51938.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.