Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 17
Laugardagur 5. n6v. 1966 MORGU NBLAÐIÐ 17 ÞAÐ vakti athygli í tveimur heimsálfum, og enda víðar, ér landkönnuðurinn og rithöfund urinn Helge Ingstad fann nyrzt á Nýfundnalandi rústir, sem telja má að gefi óyggj- andi sannanir fyrir því, að ís- lenzkar fornsögur um fund Norður-Ameríku séu byggðar á sögulegum atburðum, en ekki skáldskapur nema að sumu leyti. Skáldsagan um vínviðinn varð til þess, að lengi vel leituðu menn bú- staða Leifs heppna og ann- arra , íslenzkra vesturfara miklu sunnar á Ameríku- ströndum — alla leið suður fyrir Boston, en aðrir þóttust sanna, að Leifur hefði tekið land einhversstaðar nálægt ós- Helge og Anne Stine Ingstad um borö í skútunni „Halten“, sem þau notuðu í könnunarferðinni 1960. Uppgreftri Leifsbúða iokið Skúli Skúloson tnlor við Helge Ingstad um St. Lawrence-fljóts. Nú er augljóst að þessir menn leit- uðu langt yfir skammt. Rann- sóknir Ingstad-leiðangranna hafa sannað, að norrænir menn hafa hafzt við og byggt sér hús í L’Anse aux Mea- dows fyrir nær þúsund árum. Og af sögunum vitum við að þetta voru Islendingar og við getum nafngreint þá: Bjarna Herjólfsson, Leif heppna, Þor- vald Eiríksson, Þorfinn karls- efni og fleiri. íslendingar hafa aldrei ver- ig í vafa um, að gömlu sög- urnar um fund Ameríku væru sannar. En um hitt efuðust flestir, hvort nokkurntíma tækist að finna bólstaði hinna gömlu landkönnuða. Að vísu var líklegt að þeir hefðu ver- ig mjög nálægt sjó, en austur- strönd Norður-Ameríku er svo löng, að í rauninni er það meira afreksverk að finna Leifsbúðir —■ þúsund ára gamlar torfbæjarústir — en það var á sínum tíma að finna Ameríku. Helge Ingstad vann afrekið og það væri alls ekki ósann- gjarnt að hann erfði viður- nefni Leifs, þó að vísu fengi Leifur það ekki fyrir landa- fundinn heldur fyrir að bjarga 15 manns úr eyðiskeri. Helgi Ingstad segir í formála bókar sinnar, „Vesterveg til Vinland“, að „heppnin hafi verfð með sér“ þegar hann var að skoða strandlengjuna alla leið sunnan frá St. Law- rence-flóa og norður á Hellu- land (Baffinsland) sumarið 1960, ýmist siglandi með ströndum fram eða fljúgandi — og uppgötvaði tóftirnar í L’Anse aux Meadows. En það var ekki heppnin ein, sem réð því. Að baki „heppninnar" er löng saga um „að hafa það sem sannara reynist", eins og Ari fróði orðaði það, en til þess þurfti langan undirbún- ing og mikið starf — og ríka athugunargáfu. Og svo ást á æfintýrum í vfðbót. Þeir eru orðnir margir, sem reynt hafa að finna „land- námsjörð" Leifs heppna í Vesturheimi. En þjóðsagan um vínviðinn afvegaleiddi flesta þeirra — þeir leituðu landa með suðrænum gróðri og sást yfir vinjarnar á Nýfundna- landi. Sigur Ingstads í þessum leitarmannahópi hlýtur að vera í því fólginn, að hann var betur undir leitina búinn — betur nestaður — en nokk- ur fyrirrennari hans, bæði að þekkingu og hugkvæmd. Hann kann svo að segja ut- anbókar Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, og hefur rannsakað þær svo ítarlega, að hann man or'ðamun úr mis- munandi handritum þeirra. Hann vitnar í íslenzk fornrit, hvar sem þau minnast á Græn land og Ameríku, og í íslenzka annála — þar sem minnzt er á Grænland og Vesturheim. En þar sem bókmenntirnar þraut bætti hann við sig „verklegri kunnáttu" og gerði sér ferð til Grænlands sumarið 1953, ferð aðist þar um byggðir Eiríks rauða, Þorfinns karlsefnis og föðurgarð Bjarna Herjólfsson- ar á Herjólfsnesi og skoðaði þeirra fornu bústaði af sjónar- hóli manns, sem bæði hefur eyra fyrir sögunni og auga fyrir náttúrunni. Nú er hann nýlega kominn heim til sín á Vettakollveien eftir langa útivist, fyrst í L’Anse aux Meadows og síðan ferðalag til Buenos Aires, en þau hjónin Anne Stine og hann voru boðin þangað á fornfræ'ðingafund til þess að gera grein fyrir rannsóknum sínum um bústaði fyrstu hvítra manna í Ameriku. Venjulegir Óslóarbúar öf- unda þá, sem eiga heima á Vettakollen. Á stuttri bæjar- leið er hægt að komast þangað með Holmenkollenbrautinni (Vetta er næsta stöð fyrir neðan þann fræga Holmen- kollen) og áður en nokkur veit af er maður kominn á biðstöð uppi í skógi. Þarna eru fá hús og lítil bílaumferð og þegar fjær dregur stöðinni er ennþá lengra á milli húsanna. Þarna stendur skammt frá göt unni dálítið timburhús og gaflinn og dyrnar vita út að veginum. Ég er á leið til Helge Ingstad, til að spyrja hann nýjustu frétta. Til dyra kemur maður, rúm lega me'ðalhár og óvenjulega snar í hreyfingum, svo að mað ur gæti haldið að þetta væri ungur íþróttamaður, ef hann væri ekki talsvert gráhærður. Ég hafði sagt til mín áður og beðið um viðtal, og vitnaði til þess, að ég hefði svo oft ónáð- að hann í símanum áður, að hann hlyti áð kannast við nafnið mitt. Jú, vitanlega gerði hann það, sagði hann — og ég vona að þér hafið haft allt rétt eftir mér, sem ég hef talað við yður í símann. En hvernig stendur á því, að þið Íslendingar eruð svona for- vitnir um mig? Ég svaraði að hann vissi á- stæðuna til þess, og lét í ljósi, að íslendingar hefðu meiri á- stæðu til forvitninnar en jafn- vel Noi*ðmenn sjálfir. En þá brosti hann og sagði svo: — Ég veif það. En hvernig stendur þá á því, að bókafor- leggjararnir ykkar hafa ekki gefið út síðustu bækurnar mín ar? Ég hélt að þið íslendingar hefðu kannske gaman af að lesa þær. — Já, áreiðanlega. En þér verið að athuga, að við erum svo margir íslendingar, sem er um læsir á norsku, og þess- vegna held ég að forleggjar- arnir heima hafi hikað við að spyrja ýður. En svo ég víki að erindinu, herra Ingstad. Er nokkuð að frétta úr síðustu ferð ykkar hjónanna til L’ Anse aux Meadows — eða má ég ekki fremur kalla þetta Leifsbúðir, því að þetta fransk enska nafn hljómar svo annar- lega í íslenzku máli? — Jú, eins og þér viljið. Aðalatriðið er það, að við trú- um því báðir að þarna hafi norrænir menn byggt fyrir nær þúsund árum. Og eins og þér skiljið er þáð líklegast, að þarna hafi ekki verið um neina aðra að ræða en Leif og samtíðarmenn hans á Græn- landi. Þegar ég var að skoða rústirnar í gömlu norrænu byggðunum á Grænlandi varð ég æ sannfærðari um það, að landnám Grænlendinganna — þ. e. a. s. Eiríks rauða og af- komenda hans og þeirra sem fluttust með honum vestur — hlyti að vera á Nýfundna- landi en ekki „langt suður me'ð sjó“. Ég var sannfærður um, að þetta landnám hefði verið svona norðarlega, og eins og þér sjáið þarf ekki nema lítið til þess, að „vin“ breytist í „vín“ — en út af þessari einu kommu breyttist þýðing heitisins. Þarna kring- um Leifsbúðir er óskaland þeirra, sem höfðu kannske þrönga hagbeit á Grænlandi, og svo stórvaxnari skóg en kjarrið var í nágrenni Leifs á Brattahlíð. Þarna var fram- tíðarland, og þar sem land- nemarnir settust að var vin — fagurt graslendi. — Búizt þér við að fara fleiri rannsóknarferðir til Leifsbúða? Og varð nokkur árangur af ferð ykkar hjón- anna þangað í sumar sem leið? — Ekki mikill, en þó nokk- ur. Beggja megin við rústina nr. 4, sem þér sjáið hérna á uppdrættinum, komumst við niður á fornleifar, sem nú bíða rannsóknar, en fyrr getur mað ur ekki sagt hvort þær eru lítils eða mikils virði. — Farið þér til Leifsbúða næsta sumar? — Neir Nú höfum við átt við þetta í sjö sumur og höf- um safnað svo miklu verk- efni, að vfð höfum meira en nóg að hugsa, konan mín og ég. Við þurfum að draga fram niðurstöðurnar. — Hve langan tíma tekur það? ■— Ég hugsa krignum tvö ár. — Og verðið þið hjónin ein um að semja vísindaritið? — Við verðum að gera mest af því. En þar koma fram sér- fræðiálit ýmissa vísindastofn- ana og vísindamanna, t. d. um aldursákvarðanir þeirra minja sem fundizt hafa við uppgröft- inn. Þa'ð sem þegar hefur ver- ið gert að þeim ákvörðunum sannar, að leifarnar úr rauða- blástursgryfjunum og viðar- kolabrennslunum séu einmitt frá þeim tíma, sem sagin seg- ir að Leifur hafi fundið Vest- urheim. Ég get bent yður á margt fleira, sem rökstyður þá trú mina, að ég hafi hitt á réttan stað. Sumt styðst við söguna, annað við nútímareynslu. Þess er getið í sögunni, áð skip vesturfaranna steytti niðri úti í voginum, en þeir náðu því upp í árósinn á næsta háflæði. Og innsiglingarleiðin norðant frá Marklandi var nokkurn- veginn augljós, eða svo fannst mér þegar ég kom í þetta um- hverfi. sagan lýsir eyjum fyr- ir norðan víkina, sem Leifs- búðir standa við. Og hún lýsir líka Furðuströndum, sem eru eitt það bezta kennileiti, sem nokkurntíma hefur verið skrá sett. Löng fjara með hvítum sandi og svo ofan við dálítill kambur, og ofan við hann skóglendi. Svona er landslagið við Porcupine enn í dag, en þaðan sést til eyjanna norðan við Nýfundnaland. — Segir mér eitt, hr. Ing- stad. Þér eruð lögfræðingur „að uppruna", síðan fóruð þér í langar könnunarferðir frá hafi til hafs yfir Norður-Kan- ada og skrifuðuð „Pelsjeger- liv“. Þar eftir voruð þér sýslu- maður á Austur-Grænlandi og á Svalbarða. Ekki hafið þér grætt svo mikið á þessu, áð þér gætuð kostað allar rann- sóknarferðirnar yðar í „Vest- urveg“? — Nei, nei, ég varð að sníkja í þær. Þegar ég fór í undirbúningsferðina, sem ég kalla svo — til Grænlands 1953 — voru það aðallega tvö skipaútgerðarfélög, sem hjálp uðu mér. En í fyrstu ferðun- um mínum til Leifsbúða voru það ótal margir, sem studdu mig í fyrstu, hér í Noregi, og síðarmeir margir fleiri, t. d. Loftleiðirnar ykkar. En sfð- ustu árin hefur „National Geographical Society" kostað að miklu leyti rannsóknirnar á Leifsbúðum, og stjórnarvöld Nýfundnalands hafa veitt alls- konar hjálp, m. a. byggt yfir rústirnar til þess að forða þeim frá skemmdum. Og þess skal ég geta með þökkum, að eitt árið fékk ég þrjá íslend- inga: Kristján Eldjárn forn- menjavörð, Þórhall Vilmund- arson prófessor og Gisla Gests son fornmenjavörð til þess að Framhald á bls. 21 Uppdráttur af Leifsbúðum. Staersta tóftin (1) var ósýnileg þeg- ar byrjað var aó grafa, en frú Ingstad fann hana. Hinsvegar mótaði fyrir sumum smærri tóftum. Nr. 8 sýnir smiðjuna, sem þeir dr. Kristján Eldjárn og Gísli Gestsson grófu upp. — Beggja vegna við tópt nr. 4 fundust fornleifar við gröftinn í sumar sem leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.