Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 7
Laugardagur 5 nóv. 1960 MORCUNBLAÐIÐ 7 Duglegur stúlkur sufnu stórfé l»i,SSAK 4 ungu stúlkur komu til Morgunblaðsins með kr. 7.000.00, sem þær höfðu safnað með því að ganga í hús, og afhentu í söfnunina til litla drengsins með hjartagallann. Þær eru allar í Hlíð- arskóla, og heita: Álfheiður Vilhjálmsdóttir, 11 ára, Safamýri 50, Ásgerður Karlsdóttir, 11 ára, Hvassaleiti 30, Birna Garðarsdóttir, 11 ára, Hvassaleiti 30 og Þórheiður Einarsdóttir, 11 ára, Stórholti 27. FRÉTTIR Hjálpræðisherinn Sunnudag bjóðum við alla vel- komna á samkomu kl. 11:30 og kl. 20:30. Kl. 14:00 Sunnudaga- skólinn. Kl. 17:00 Samkoma fyrir alla fjölskylduna. Yngri liðs- mennirnir syngja og sýna. Mánu dag kl. 16:00 Heimilasambandið. Merkjasala Geðverndarfélags íslands er á morgun, sunnudag- inn 6. nóvember, í Reykjavík og nágrenni, nema innan Langholts sóknar. — Menntaskólanemend- ur sjá um dreifingu merkjanna með aðstoð skólabarna. — Þau skólabörn, sem selja vilja merki í Reykjavík og nágrenni, komi hvert í sinn skóla, nema innan Langholtssóknar, þar sem skól- ar eru uppteknir vegna annars. ^ Heimatrúboðið. Vakningasamkoma í kvöld og sunnudagskvöld. Sunnudagaskóli kl. 10:30. Verið velkomin. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins i Reykjavík heldur fund mánudaginn 7. nóv. kl. 8:30 í Sjálfstæðishúsinu. Þar skemmta Gunnar Eyjólfsson og Bessi iBjarnason. Rædd ýms félagsmál. Fjölmennið. Stjórnin. Kvenfélagið Keðjan Fundur að Bárugötu 11 mánu- daginn 7. nóv. kl. 8:30. Fjöl- mennið. Stjórnin. Almennar samkomur. Boðun Fagnaðarerindisins. Á sunnudög- um á Austurgötu 6, Hf. kl. 10 ár- degis, að Hörgshlíð, 12 Rvík kl. £ síðdegis. Allir velkomnir. Filadelfía hefur sunnudaga- skóla kl. 10:30 á þessum stöðum Hátúni 2 og Herjólfsgötu 8, Hf. Bænastaðurinn Fálkagötu 10. Kristileg samkoma sunnudag- Inn 6. nóv. kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7. Allir velkomn- Brærafélag Hallgrímssóknar: — Stofnfundur Bræðrafélags Hallgrímssóknar verður haldinn næstkomandi sunnudag 6. nóv- ember kl. 8:30 í kirkjunni. Frum- mælandi verður Hjalti Zóphóní- asson stud. jur. Sóknarprestarnir. i K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði. Almenn samkoma á sunnudags kvöld kl. 8:30. Jóhannes Sigurðs son talar. Allir velkomnir. Ung- lingadeildin. Fundur mánudags- kvöld kl. 8. Bræðrafélag Nessóknar Þriðjudaginn 8. nóv. kl. 8:30 fiytur Helgi Tryggvason kennari biblíuskýringar í Félagsheimili Neskirkju. Allir velkomnir. — Stjórnin. Æskulýðsstarf Neskirkju Fundur fyrir pilta 13—17 ára verður í Félagsheimilinu mánu- daginn 7. nóvember kl. 8:30. Opið hús frá kl. 7:30. Frank M. Hall- dórsson. Kvanfélag Laugarnessóknar heldur fund mánudaginn 7. nóv. kl. 8:30. Konur fjölmennið og skilið basarmunum. Upplest- ur. Kaffi. Stjórnin. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar. Eldri deild. Fundur í Réttar- holtsskóla mánudagskvöld kl. 8:30. Stjórnin. Langholtssöfnuður. Kynningar- og spilakvöld verður haldið í Safnaðarheimil- inu súnnudagskvöldið 6. nóv. kl. 8:30. Kvikmyndasýning verður fyrir börnin og þá sem ekki spila. Kaffiveitingar. Verið vel- komin. Safnaðarfélögin. Bræðrafélag Langholtssafnað- ar. Fundur verður að þessu sinni 16. nóv. kl. 8:30. Stjórnin. Fíladelfía, Reykjavík Sunnudaginn 6. nóv. ' verður almenn samkoma að Hátúni 2 kl. 8. Ásmundur Eiríksson talar. Fjöibreyttur söngur bæði frá Reykjavík og Keflavík. Einleik- ur á fiðlu: Árni Arinbjarnarson. Fórn vegna kirkjubyggingar safnaðarins. Safnaðarsamkoma kl. 2. Kristinboðsfélagið í Keflavík heldur fund í Æskulýðsheimil- inu mánudaginn 7. nóvember kl. 8:30. Allir velkomnir. Sunnudagaskólar K.F.U.M. og K. í Reykjavík og Hafnarfirði hefjast kl. 10:30. Öll börn eru hjartanlega velkomin. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund í Iðnskólanum mánudaginn 7. nóv. kl. 8:30. Fundarefni: Séra Ingólfur Ást- marsson flytur hugleiðingu. Frú Sigríður Björnsdóttir les upp frumsamið efni: Kvikmyndasýn- ing. Kaffi. Félagskonur taki með sér gesti. Árnesingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn í Hótel Sögu (Bláa salnum) þriðjudag- inn 8. nóv. kl. 8:30. Skaftfellingafélagið í Reykja- vík býður Skaftfellingum 65 ára og eldri til kaffidrykkju að Skipholti 70 kl. 3 síðdegis sunnu daginn 6. nóvember. Bolvíkingafélagið í Reykjavík. Aðalfundur verður haldinn konur og aðir velunnarar félags sunnudaginn 6. nóvember í Breiðfirðingabúð uppi kl. 3,30 síðdegis. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Kvenfélag LaugarneSsóknar heldur basar í Laugarnesskóla laugardaginn 19. nóv. Félags- ins styðjið okkur í starfi með því að gefa eða safna munum til basarsins. Upplýsingar gefnar í símum: 34544, 32060 og 40373. Verkakvennafélagið Framsókn heldur basar 9. nóvember n.k. fé- lagskonur vinsamlegast komið gjöfum sem fyrst á skrifstofu fé- lagsins í Alþýðuhúsinu. Skrifstof- an opin frá kl. 2—6 e.h. Bazarnefnd. Mæðrafélagskonur. Munið bas arinn 8. nóv. Verið duglegar að vinna og safna munum. Nefndin. Kvenfélag Grensássóknar held ur basar sunnudaginn 6. nóvem- ber í Félagsheimili Víkings. Fé- lagskonur og aðrir velunnarar félagsins eru beðnir að koma gjöfum til: Kristveigar Björns- dóttur, Hvasstleiti 77, Ragnhild- ar Eliasdóttur .Hvassaleiti 6 og Laufeyjar Hallgrímsdóttur, Heið argerði 27. Mæðrafélagskonur: Munið bas arinn í Góðtemplarahúsinu þriðjudaginn 8. nóv. kl. 2. Mun- um sé skilað til Ágústu Kvisathag 19, Þórunnar Suðurlandsbraut 87, Dórótheu Skúlagötu 76, Guð- rúnar Dragavegi 3 og Vilborgar Hólmgarði 28, eða í Gúttó kl. 9—11 f.h. basardaginn. Nefndin. Kvenfélag Langholtssafnaðar heldur basar 12. nóvembdr. Kon- ur, verum nú einu sinni enn sam taka í söfnun og vinnu. Munir vinsamlegast skilist til Ingibjarg- ar Þórðard., Sólheimum 17, Vil- helmínu Biering, Skipasundi 67 eða Oddrúnu Eliasdóttur, Nökkva vogi 14. Frá kvenfélagssambandi Is- lands. Leiðbeiningarstöð hus- mæðra Laufásvegi 2 sími 10205 er opin alla virka daga frá kl. 3—5 nema laugardaga. Kvenfélag Háteigssóknar: Hinn árlegi basar Kvenfélags Háteigssóknar, verður haldinn mánudaginn 7. nóvember n.k. í „GUTTÓ“ eins og venjulega og hefst kl .2 e.h. Félagskonur og aðrir velunnarar kvenfélagsins, eru beðnir að koma gjöfum til: Láru Böðvarsdóttur, Barmahlíð 54, Vilhelmínu Vilhjálmsdóttur, Stigahlíð 4, Sólveigar Jónsdótt- ur ,Stórholti 17, Máríu Hálfdánar dóttur, Barmahlíð 36, Línu Grön- dal, Flókagötu 58 og Laufeyjar Guðjónsdóttur, Safamýri 34. Nefndin. Kristilegt félag hjúkrunar- kvenna heldur almenna sam- komu í húsi K.F.U.M. og K., Amt mannsstíg 2 B föstudaginn 4. nóv. kl. 8:30. Ingunn Gísladótir hjúkrunarkona sýnir myndir frá starfinu í Konsó. Jóhannes Ólafs son kristniboðslæknir talar. Söngur. Happdrætti. Ágóði af happdrættinu rennur til sjúkra- skýlisins í Konsó. Allir velkomn ir. VÍSUKORN TIL HJÁLMARS SKÁLDS FRÁ HOFI. Hrífur þanka hreimurinn, hryndir skýjabakka. Gulli betri gimstein þinn glaður vil ég þakka. Sigfús Elíasson. Útivist bornn Skammdegið fer í hönd. Börn eiga ekki heima á götunni. Verndið börnin gegn hættum og freistingum götunar og stuðlið með því að bættum siðum og betra heimilislifi. Óska eftir atvinnu Fullorðinn reglumaður. — Ymis störf koma til greina, svo sem við lagnir og fl. Uppl. í síma 52176. ítalskur matreiðslumaður sem unnið hefur í Svíþjoð, ítalíu og Þýzkalandi, óskar eftir atvinnu strax. Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. nóv. merkt: „Italskur — 8881“. Fataskápur Notaður fataskápur óskasl keyptur, helzt með renni- hurð, ekki málaður. Upp- lýsingar í síma 35096. — Sem nýr Pedegree-barna- vagn til sölu á sama stað. Húsmæður — stofnanir Vélhreingerning — ódýr og vönduð vinna. Vanir menn. Ræsting s.f. Sími 14096. Bíll til sölu Land-Rover bifreið til sölu, árg. 1966. Til greina kemur skipti á litlum fólksbíl. — Uppl. í síma 10517. Til sölu Mótatimbur, notað einu sinni, 1x4, 1x6, 1x5. Upp- lýsingar í síma 1475, Keflu vík. Keflavík Ford picup ’59, til sölu. Uppl. í síma 2452. Stýrimann eða góðan háseta vantar á góðan línubát sem rær frá Sandgerði. Upplýsingar í símum 2058, 2032 og 1084, Keflavík. Fíat 600 óskast til kaups gegn vel tryggðum víxli, sem greið- ist eftir eitt ár. Tilboð sendist Mbl. fyrir mánu- dagskvöld, merkt: „Góður bíll — 8048“. Fannhvítt frá Fönn FÖNN þvær skyrturnar. — Ath. rykþéttar plastumbúð ir. — Sækjum — sendum. — Fannhvítt frá Fönn, Fjólugötu 19 b. Sími 17220 Keflavík Svört terrylene pils; crimplene pils. Verzlunn^ FONS. Keflavík Tauscher sokkar, bronze litir. Verzlunin FONS. Keflavík Telpnabuxur úr terrylene og ull, stærðir 10—14. Verzlunin FONS. Til sölu Opel Caravan 1964, einka- bíll. Útlit og ástand sem nýtt. Bíllinn er til sýnis á Flókagötu 45. Upplýsing- ar sama stað 1 .hæð. Sá,.sem tók kvenreiðhjól við Kjörbúð Vesturbæjar, við Melaskólann 2. nóv., milli kl. 9—12, geri svo vel og hringi í síma 20042. Til sölu Chevrolet ’55, verð 30 þús Plymouth ’53, verð 12 þús. Báðir skoðaðir ’66. Upplýs ingar í síma 23258. Ráðskonu vantar á fámennt heimili á Norð- urlandi. Má hafa 1—2 börn. Uppl. í síma 19200. Miðstöðvarkerfi Kemisk-hreinsum kísil- og ryðmyndun í miðstöðvar- kerfi, án þess að taka ofn- ana frá. Uppl. í síma 33349. Málverkasýiiing Jutta B. Guðbergsson er í Hótel Hveragerði. Skrífstoíustúlka Þekkt iðnfyrirtæki óskar að ráða skrifstofustúlku strax. Aðeins kemur til greina stúlka með reynslu i vélritun og öðrum skrifstofustörfum. Duglegri stúlku bjóðast góð laun. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf og kaupkröfu sendist Mbl. merkt: „Skrifstofustúlka — 8880“ fyrir 7. þ.m. Göm’u dansarnir í kvöld kl. 9. — Miðasala ftá kl. 8. 'Jt C/3 Hljómsveit hússins. Dansstjóri: Grettir Ásmundsson. Söngkona Vala Bára. O ,g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.