Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 11
Laugarcfagur 5. nóv. 1966
MORGU N BLAÐIt)
11
á umferð. Þar upplifðum við
skelfilegustu ökuferð okkar
fyrr eða síðar. Til þess að
skýra fyrir okkur undirstýr-
ingu og yfirstýringu, ók Sverr
ir bifreiðinni á miklum hraða,
ekki vissum við þó hve hratt,
því við vorum önnum kafnir
við að halda okkur, og tók síð
an krappar beygjur til vinstri
og hægri og sagði okkur
hverju sinni, hvenær um yfir-
eða undirstýringu væri að
' ræða. Við fullvissuðum hann
um að við skildum þetta allt
ofur vel og lögðum til að við
héldum viðtalinu áfram heima
hjá honum.
— Þið eruð þó ekki hrædd-
ir?
Við létum þessari spurningu
ósvarað en önduðum rólegar
þegar við vorum seztir í sóf-
ann heima hjá honum.
•— Þú endaðir á því í gær að
segja okkur frá lausU drif-
skapti í keppnisbyrjun á ítal-
íu.
— Já, næsta keppni, sem ég
tók þátt í heitir „Grand
Prix Lotteria" sem er mjög
fjölsótt keppni og þar skapaði
ég mér fyrst nafn. Forkeppn-
ina vann ég auðveldlega og
var númer þrjú í lokakeppn-
inni. Þar hafði ég forystu
lengst af og var t.d. fyrstur út
úr síðustu beygjunni, en ég
féll á smábragði, sem keppi-
nautar mínir beittu. Blaða-
mennirnir sem skrifuðu um
þessa keppni, héldu að ég væri
sænskur og sögðu í greinum
sínum frá ýmsu sem Svíinn
Thoroddsson hafði gert í
keppninni. Ég frétti það frá
vinum mínum í Svíþjóð, að
fréttin um þetta hefði komið
í blöðum og útvarpi þar í
landi. Eftir það gætti ég þess
vandlega að láta það ekki á
milli mála fara hvert þjóðerni
mitt væri.
■— Portúgal var næsti keppn
isstaður, Keppnin fór fram við
borg, sem heitir Villa Real og
var brautin mjög erfið og
skemmtileg. Hún var um átta
km. á lengd og lá í gegnum
borgina, á milli húsa, um
þröng sund, yfir brýr og fyrir
blindhorn. Ég mætti einum
degi of seint og missti af æf-
ingatímanum. Var ég af þess
um sökum látinn starta síð-
astur. Hitinn var alveg óskap-
legur, og áður en keppnin
hófst fleygði ég mér í öllum
fötum í gosbrunn, sem var
þarna við, og settist rennblaut
ur upp í bílinn. Síðan hófst
keppnin og eftir fimm hringi
var ég orðinn 5. og þekkti
brautina orðið vel. Þegar ég
var að taka fram úr 4. manni
fór kúplingsleiðslan í bílnum
og þar með var draumurinn
búinn.
Sverrir sigrar Johnatan Williams í undanrásunum í Grand Prix Lottery. Þeir fóru á
km. hraða yfir marklinuna.
210
— Það má segja að óheppn-
in hafi elt þig á röndum?
— Já, og það er ekki búið
enn. Næsta keppni fór fram í
Cassaes, sem er frægur bað-
strandarbær nokkru fyrir
norðan Lissabon. Brautin lá í
jaðri borgarinnar, með strönd-
inni. Á henni voru byggðir
veggir, brekkur og krappar
beygjur. Hún lá svo upp með
ströndinni og upp á kletta, og
af þeim var þverhnýpi niður
í sjó. í þessari keppni missti
einn ökumaðurinn stjórn á
bílnum og lenti hann inn í á-
horfendahóp og biðu tveir
þeirra bana en ökumaðurinn
slapp ómeiddur.
— Segðu okkur Sverrir, er
ökumaður ábyrgur í slíkum
tilfellum?
— Nei, áhorfendurnir voru
ólöglega staðsettir, en það er
vonlaust að hafa hemil a
mannfjöldanum þarna suður-
frá. Auk þess erum við tryggð
ir fyrir öllum óhöppum.
— Hvernig gekk þér svo í
þessari erfiðu keppni?
— Undanrásirnar vann ég
á ágætum tíma og var mjóg
sigurviss þegar aðalkeppnin
hófst. Líklega of sigurviss.
Ég náði ekki góðu starti, og
varð heldur bráður á mér að
ætla að ná forystunni strax
með því að taka fram úr
mörgum bílum í einu. Þetta
var algjör óþarfi, því að
keppnin var talsvert löng.
Hemlarnir á bílnum virka
ekki vel, þegar þeir eru kaid
ir og er þetta sérstaklega
hættulegt í fyrsta hring.
Ohappið varð er ég var að
taka fram úr tveimur bilum
í einu. Við vorum rétt að
koma að mjög erfiðri beygju
„Hárnálsbeygju“, eins og við
köllum það og var ég þá á
205 km. hraða en til þess að
ná beygjunni þurfti ég að
hægja ferðina niður í 60 km.
en þá virkuðu hemlarnir of
seint, ég kom of hratt í beygj
una, missti bilinn útaf og
klessti hann utan í steinvegg
sem hrundi við áreksturinn.
— Hvaða úrræði hafðir þú
þá?
— Það var ekkert annað að
gera en að fara til Bretlands
og láta gera við bílinn. Við-
gerðin tók 11 daga og missti
ég við það mörg góð tæki-
færi.
— Ekki hefur þú hætt við
svo búið?
— Nei, ég keppti tvisvar
eftir það. í fyrra skiptið í
Hróarskeldu og síðan á Sikil-
ey, en það er búið að skrifa
nóg um það.
— Við höfum heyrt að þú
hafir starfað fyrir bandarískt
kvikmyndafyfirtæki eftir
keppnina á Ítalíu?
— Eigum við nokkuð að
vera að skriía um það?
— Vertu nú ekki svona
hógvær og segðu okkur eitt-
hvað frá þessu. Hvernig stoð
á því að þú varst ráðinn?
— Þetta var kappaksturs-
kvikmynd, sem heitir Granel
Prix,, tekin á vegum M.G.M.
á helztu kappakstursbraut-
um Evrópu. Þannig var mál
með vexti, að ég kynntist leik
stjóranum, John Franken-
heimer í Bretlandi í fyrra.
Við hittumst á Ítalíu eftir
Sikileyjarkappaksturinn og
hann spurði hvort ég vildi
aka fyrir sig í myndinni.
— Voru einhverjir frægir
leikarar þarna?
— Aðalhlutverkin léku
James Garner, Yves Montant,
Francois Hardy og tvær
þekktar bandarískar leikkon-
ur en ég man ekki nöfn
þeirra.
— í hverju var hlutverk
þitt fólgið?
að hafa bifvélavirkja á laun-
um og það eru mikil ferðalög
í sambandi við þetta.
.— Hvernig er greiðslum
háttað í sambandi við kapp-
akstur?
— Þegar maður tekur þátt
í keppni, fær maður greidda
startpeninga fyrii þátttökuna,
nú og svo eru það bara
verðlaunin ef vel gengur.
— Hefur þú fengið styrk
frá erlendum fyrirtækjum?
— Nei, ég hef engan styrk
fengið, en ég er á samning
við nokkur fyrirtæki og fæ
frá þeim greiðslur ef mer
gengur vel í keppni, t.d. 1. 2.
eða 3. sæti.
— Hvað þurfa menn að
hafa til að bera til að ná ár-
angri í kappakstri?
— Þrautseigju, sterkar
taugar, skýra hugsun og við-
bragðsflýti. Margir spyrja
hvort að menn þurfa ekki að
vera hugaðir. Það held ég
ekki. Þetta er hlutur, sem
menn ætla að gera og hafa
áhuga á. Sumir menn frjósa,
þánnig að tilfinningarnar
grípa fram í fyrir skipunum
heilans og þá er voðinn vís.
Tilfinninganæmir menn hafa
ekkert í kappakstur að gera.
Framkvæmdastjóri Monzabr autarinnar á ítaliu óskar Sverri
til hamingju með sigurinn í undanrásunum í Grand Prix
Lottery,
Frá Grand Prix Lottery. Sverrir hefur forusluna í aðalkeppninni. Það var á þessari beygju,
sem bifreiðin hins fræga Jims Clark og von Trips rákust saman árið 1961 með þeim afleið
ingum að bifreið hins siðarnefnda lenti í hópi áhorfcnda og biðu þar 14 manns bana auk
ökumanns.
— Ég hafði ekkert raun-
Verulegt hlulVerk, ég ók
þarria bara í kappaksturatrið-
um, og þau voru ekki upp á
marga fiska, hraðinn var
aldrei meiri en 70 tU 80 km ,
en það var mjög gaman að
fylgjast með þessu fólki að
störfum. Annars var ég þarna
aðeins í viku, þá var kvis-
myndatökunni lokið.
— Hverjar eru áætlanir
þínar núna?
— Ég verð auðvitað að
halda áfram að keppa, og
reyna að vinna sem flesta
sigra og skapa mér þannig
nafn. Númer 1 er að kaupa
eða komast yfir nýjan bíl fyr-
ir næsta sumar. Þessi bíll er
orðinn gamall og úreltur, og
nýr bíll kostar ásamt nauð-
synlegustu varahlutum 300
þús kr.
— Hvernig hyggstu afla
fjár til kaupanna?
— Ég ætla að leita eftir að-
stoð ýmissa manna og fyrir-
tækja, en þannig er það alls-
staðar erlendis, að slíkir aðil-
ar styrkja kappkstursmenn
og fá þá auglýsingu í staðinn.
— Hefur þú fengið ein-
hvern slíkan styrk hér
heima?
— Já, ég hef fengið nokk-
urn styrk frá nokkrum aðil-
um hér í Reykjavík og het
málað auglýsingar frá þeim á
bílinn minn í staðinn. Viðtök-
urnar hafa verið misjafnar,
enda er næsta lítill áliugi eða
skilningur á Kappakstri hér á
íslandi, en þó finnst mér
áhuginn hafa aukizt hér
heima, eftir Sikileyjarkeppn-
ina. Þið megið alveg trúa því,
að það er dýrt að reka svona
kappákstursbíl, maður þarf
— Að lokum Sverrir, hver
er æðsti draumur þinn sem
kappakstursmanns?
— Að verða heimsmeistari
í Formula I.
Hér á eftir fara nokkrar
blaðaumsagnir úr ítölskum
blöðum um Sverrir í keppn-
inni á Sikiley.
Autosprint, 12. september.
„Ljóshærði víkingurinn
sýndi frábært jafnaðargeð og
hæfni er hann stýrði bifreið
sinni í mark á þremur hjól-
um. Áhorfendur kölluðu
þetta kraftaverk, en það er
ekki síður að þakka við-
bragðsflýti hans. Enginn
tími var til umhugsunar og
hann gerði það eina sem hægt
var að gera“.
Di Sicilia, 12. september.
„Þóroddsson sýndi mikla
hæfni, er honum tókst að
halda stjórn á bifreið sinni
og forða þannig slysi. — Hér
var ekki um kraftaverk að
ræða heldur mikla leikni ís-
lenzka ökumannsins".
La Sicilia Del Lunedi,
12. september.
íslendingurinn sýndi mik-
ið snarræði og hugrekki, er
hann náði aftur valdi á bif-
reið sinni og ók á ofsahraða
yfir marklínuna á þremur
hjólum og stöðvaði bifreið-
ina á 500 metrum.
— ihj.