Morgunblaðið - 05.11.1966, Qupperneq 4
4
MORGU NBLAÐIÐ
Laugardagur 5. nóv. 196«
BILALEIGAN
FERÐ
SÍMI 35735
OG 34406
SEN DU M
MAGIMÚSAR
SKIPHOITI21 SÍMAR 21190
eftirlokun sími 40381
■ ^ sihi 1.4444
\mmm
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sírai eftir lokun 31100.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzín innifalið í leigugjaldi
Sími 14970
BÍIALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
BÍLALEICA S/A
CONSUL CORTINA
■ Sími 10586.
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu.
ej langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en oðruia
blö?-—
B O S C H
Háspennukefli
jJLa
6 volt.
lii volU
Brœðurnir Ormsson
Lágmula 9- — Sinu 38620.
■jc Ekki aftur snúið
Slysin í umferðinni hafa
orðið óhugnanlega mörg á
skömmum tíma. Samkvæmt
skýrslum lögreglunnar er mesta
slysatímabil ársins nú hafið —
niiðað við reynzlu fyrri ára —
og allt bendir til þess, að þetta
ár verði engin undantekning
frá reglunni.
Það verður aldrei brýnt um
of fyrir bæði fótgangandi fólki
og ökumönnum að fara gæti-
lega, en oft er það svo, að menn
átta sig ekki fyrr en um seinan.
Því er miður.
Ekki verður aftur snúið,
þegar ógæfan hefur dunið yfir.
Ménn skyldu mirmast þess.
'k Viðvaningarnir
Vegna hinnar öru fjölg-
unar bifreiðanna fer vart hjá
því, að margir viðvaningar
setjist nú undir stýri — og þess
eru mörg dæmi, að nýliðarnir
geti ekki farið eftir grundvall-
arreglum umferðarinnar, þegar
út í hana er komið. Jafnvel þótt
þeir hafi getað lært allar regl-
ur utanbókar og þulið þær eins
og páfagaukar í prófinu. Undan
farna daga hef ég oftsinnis orð-
ið vitni að því, að reyndir öku-
menn hafi bjargað sjálfum sér
og öðrum undan kurmáttulaus-
um ökumönnum, sem beinlínis
stofnuðu vegfarendum í lífs-
háska — sennilega án þess að
gera sér minnstu grein fyrir
því.
-Ar Lítið dæmi
Ég sá t. d. konu, sem
stöðvaði bíl sinn við gatnamót
á grænu Ijósi — og horfði á
bílana, sem höfðu stanzað á
rauðu ijósi — og biðu þess í
halarófu að komast aftur af
stað. Svo skipti um ljós og
hreyfing komst á röðina. Þegar
konan sá það fór hún líka af
stað, enda þótt þá væri komið
rautt ljós á hennar "akbraut.
Ljóst var, að hún hafði ekki
hugmynd um það hvernig fara
á eftir leiðbeiningum umferðar
ljósanna — og fór hún einfald-
lega af stað, þegar hún sá aðra
fara af stað. Auðvitað án tillits
til þess, að hinir voru á akbraut
inni, sem lá þvert yfir hennar
akbraut.
Og konan hélt sínu striki, ók
þvert yfir gatnamótin á rauðu
ljósi, en þeir, sem áttu réttirm
snarhemluðu beggja vegna og
horfðu furðu lostnir á konuna,
sem leit nú hvorki til hægri né
vinstri — og hafði greinilega
ekki hugmynd um að hún stofn
aði sjálfri sér í mikinn háska
svo og öðrum ökumönnum, sem
leið áttu þar um. Það, sem
bjargaði konunni, var einfald-
lega heppni hennar að koma að
gatnamótunum meðan hún „átti
réttinn“. Ef hún hefði komið
eftir að hraði var kominn á um-
ferðina eftir brautinni, sem lá
þvert yfir götuna, sem hún ók,
hefði mikill árekgtur sennilega
orðið þarna.
'Ar Það sem stundum
gleymist
Fólk gleymir því stund-
um, að það er ekki eitt á göt-
unni, Þegar það stofnar lífi
annarra í hættu, er það sjálft
í hættu. Og gangandi fólk
skyldi hafa það hugfast, að ólík
legt er að aðrir gæti þess betur
en það gerir sjálft. Fólk á ekki
að treysta á tiliitssemi og gætni
annarra — og láta skeika að
sköpuðu í skjóli þess. Eins
skyldu merrn ekki ætlast til þess
að samborgararnir sýni þeim
meiri tillitssemi í umferðinni
en þeir sýna samborgurunum.
'k Radarinn
Alllangt er nú liðið síðan
lögreglan fór að nota radartæki
til þess að mæla hraða bifreiða
á götunjii. Mun þessi aðferð
hafa gefizt vel — a.m.k. á
Miklubrautinni, en þar er lög-
reglan oft að þessum mæling-
um. En ég hef aldrei séð hana
annars staðar í borginni með
radarinn — og ek ég þó víða.
Ég held hins vegar, að hættan
af hröðum akstri sé minni á
Miklubraut en nokkurs staðar
annars staðar í borginni •— og
meiri ástæða sé til þess að nota
þetta tæki á ýmsum öðrum
stöðum.
'A' Nýir veitingastaðir
Ánægjulegt er að sjá það,
að fólki er að skiljast betur, að
miðdepill heimsins er ekki á
Lækjartorgi. Til skamms tíma
hefur bókstaflega verið leitun
að almennum þjónustufyrir-
tækjum í úthverfum borgarinn-
ar og almenningur hefur þurft
að sækja lítilfjörlegustu hluti í
miðbæ hinnar gömlu Reykja-
víkur. Veldur þetta æ tilfinn-
anlegri erfiðleikum, ekki sizt í
umferðinni. Straumhvörf þau,
sem éru að verða í þessum efn-
um koma m. a. fram í því, að
veitingamenn eru farnir að
voga að opna veitingahús utan
gamla miðbæjarins. Fyrir
nokkru var t. d. opnaður mjög
snyrtilegur veitingastaður inn-
arlega við Suðurlandsbraut,
Askur, og í vikunni var auglýst
hér í blaðinu, að enn annar veit
ingastaður hefði verið opnaður
í austurbænum, Vogakaffi —
með inngang frá Súðarvogi og
Kænuvogi.
'A' Stóri gallinn
Við þurfum fleiri lítil og
hreinleg veitingahús úti í bæ,
veitingahús, sem bjóða góðan
mat við sanngjörnu verði.
Enginn hefur áhuga á lélegum
mat við háu verði, þótt margir
hafi þurft að gera sér það að
góðu vegna þess að oft hefur
ekki verið um annað að velja.
Gallinn á veitingasölu hérlend-
is er sá, að allt of lítill munur
er gerður á fyrsta flokks fæði
— og þriðja flokks. Verðmun-
urinn er oft hverfandi lítill —
og hér er yfirleitt ekki völ á
máltíðum, sem kallast gætu
ódýrar — jafnvel ekki á lök-
ustu stöðunum.
Þetta lagast vonandi með sí-
vaxandi samkeppni.
■Jc Dýrt er það
í fyrradag var sagt frá
veiðiferð með Gísla Árna — hér
í blaðinu. Upplýsti aflakóngur
in Eggert Gislason, að afla-
verðmæti sumarsins væri orðið
15 milíjónir og gæti ég bezt
trúað því, að það væri hærri
upphæð en greidd var fyrir
bátinn, þegar hann kom í vor.
Hins vegar var sagt frá því við
sama tækifæri, að útgjöld til
veiðarfæra væru nær 5 milljón-
ir það, sem af er. Þetta er
hvorki meira né minna en þriðj
ungur aflaverðmætisins.
Vonandi duga þessi veiða-
færi Gísla Árna enn um sinni
og gera honum kleift að komast
upp í a.m.k. 20 millj. króna
aflaverðmæti. Hins vegar er
ekki ólíklegt, að hvarflað hafi
að sumum, að vonandi keyptu
ekki öll útgerðarfélög veiða-
færi fyrir 5 milljónir, yfir sum-
arið. E. t. v. eru það aðeins afla
klærnar, sem hafa efni á slíku
— eða þurfa þeir þvílíkan út-
búnað til þess að verða afla-
x klær? Nú, en þetta hlýtur að
borga sig. Þeir Gísla Árna-
menn gerðu það ekki annars.
Skipti um skoðun
Kunningi minn, sem alla
tfð hefur verið þeirrar skoðun-
ar, að loka bæri Keflavíkur-
sjónvarpinu, sagði við mig á
dögunum:
„Ég er farinn að halda, að
það skipti okkur ekki lengur
máli hvort Keflavíkursjónvarp
inu verður lokað, eða ekki. Síð-
an það íslenzka hófst eru allir
hættir að horfa á það frá Kefla
vík, a.m.k. flestir kunningjar
mínir, sem höfðu fengið sér
sjónvarp áður en það íslenzka
kom til sögunnar".
Svo hélt hann áfram: „Það
kom öllum á óvart hve gott ís-
lenzka sjónvarpið var, þegar
það byrjaði — og jafnvel þótt
mikið sé af erlendu efni í því,
eins og reyndar óhjákvæmilegt
er, hefur það svo margt fram
yfir Keflavíkursjónvarpið, að í
heildinni verður samanburður-
inn íslenzka sjónvarpinu mjög
hagstæður. En ég er líka viss
um, að það íslenzka hefði ekki
verið svona gott strax í upp-
hafi, ef ekki hefði verið um
keppinaut að ræða — og senni-
lega hefðum við íslendingar
akki fengið sjónvarp á þessutn
áratugi, ef bandáriska stöðia
hefði ekki komið til skjalanna
— og skapað þörfina“.
Þetta sagði sá góði maður og
ég er ekki frá því, að hann hafi
töluvert til síns máls. Annar
kurtningi minn sagði: „Síðan
þetta íslenzka hófst hef ég ekki
horft á Keflavíkurstöðina — og
ég kvíði því mest, þegar ís-
lenzka sjónvarpið fer að starfa
oftar en tvisvar í viku. Mér
finnst ég ekki geta misst af
neinu, en ég hef ekki efni á að
eyða meiri tíma í sjónvarp“.
^ Fréttirnar
vel metnar
Ég hef líka heyrt það á
öðrum, að núverandi starfsemi
íslenzka sjónvarpsins fullnægi
þörf þeirra fyrir sjónvarp, en
auðvitað komast menn upp á
lagið með að hafna og velja,
jafnt á þessum sviðum sem öðr
um — og það verður ánægju-
legt að sjá sjónvarpið vaxa, það
er að segja ef gæðin rýrna ekki.
Ástæðulaust væri að fjölga sjón
varpsdögum í bráð, ef slík aukn
ing gerði ekki annað en „þynna“
dagskrána.
Ég hef orðið var við það, að
sjónvarpsefnið, sem fólk kann
einna bezt að meta, eru viku-
legu fréttayfirlitin. Fréttirnar
eru og verða líka ein sterkasta
hlið sjónvarpsins. Þá hlið hefur
Keflavíkursjónvarpið hins veg
ar ekki haft aðstöðu til þess að
sýna nema í litlum mæli, eða
svo er mér sagt. Velvakandi hef
ur ekki verið betur vakandi en
svo, að hann er enn ekki búinn
að verða sér úti um þetta lífs-
nauðsynlega apparat. Lætur sér
enn nægja að heimsækja „vak-
andi“ kunningja, sem alltaf eiga
gott með kaffinu.
Ragnar Tómasson
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 17
(hús Silla og Valda)
Sími 2-46-45.
SKÚLI J. PÁLMASON
héraðsdómslögmaður.
Sambandshúsinu, Sölfhólsg. 4.
Símar 12343 og 23338.
Myndatökur á stofu
og í heimahúsum
Skólum er bent á að skólaspjald 24 x 30 með yfir
30 nemendum kostar með söluskatti aðeins 430.—
kr. Litmyndir í heimahúsum, afmælum og blóma-
tækifæri kr. 1100.— Allar prufur á Ut og stækkun.
NÝJUNG á stofu: Barnaljósmyndir í lit. Correct
colour 7 stillingar afgreiddar í stærð 7 x 10 í smekk-
legri harmonikukápu og stækkun 13 xl8 kr. 1000.—
Allt í litum. Correct colour eru beztu og ódýrustu
myndatökurnar á markaðinum í dag.
Munið að Stj örnulj ósmyndir Flókagötu 45 er
ódýrasta stofan í bænum.
Pantið Correct colour í tíma. Sími 23414.
STJÖRNULJÓSMYNDIR
Flókagötu 45.