Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 1966 — Árni Óla Framh. af bls. 5 talsvert. Annars má geta þess, að höfðingjar fengu leyfi til þess að vera grafnir innan kirkju, gegn ftkveðnu gjaldi, en varla hefur verið mjög þröngt undir kirkju- gólfinu. Skömmu fyrir aldamótin 1800 voru lagðar niður sóknarkirkj- urnar í Nesi og Laugarnesi, og söfnuðirnir sameinaðir Reykja- víkursöfnuði. Er sennilegt að þá hafi kirkjugarðurinn enn verið víkkaður. Árið 1798 var .kirkjan í Aóalstræti rifin og sléttað yfir rústir hennar. >á var dómkirkjah talin nægja þessum þremur söfn- uðum. Hún átti að heita fullgerð 1796. En enginn kirkjugarður var umhverfis hana og varð því að greftra alla látna menn í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti. Var þar þá orðið þröngt og versn aði stórum með hverju ári sem leið. Var mönnum orðið það alveg ljóst, að nauðsynlegt var að gera nýjan kirkjugarð, því að gamla kirkjugarðinn var ekki hægt að stækka lengur, þar sem jarðveg- ur grynnkaði óðum eftir því sem austar dró á Austurvöll, og mátti hann þó ekki grynnri vera en í gamla kirkjugarðinum, aðeins rúmar tvær álnir. Árið 1806 er svo komið að hvergi var hægt að grafa í kirkjugarðinum, án þess að fyrir yrðu líkkistur, ým- ist heillegar eða mölbrotnar og umhverfis þær kássa af beinum. Þótti þá illt verk a'ð taka gröf, vegna þess hve mikill gröftur kom upp í hvert sinn. Var nú á- kveðið að láta skríða til skarar um að gera nýjan kirkjugarð og var honum valinn staður á Hóla- velli, vestan við skólann. En þeg- ar til kastanna kom, þá reyndist með öllu ófært að hafa grafreit þar vegna þess að ekki var nema alin niður á móhellu, og það var auðvitað óðs manns æði að ætla sér áð grafa niður í móhell- una. Var þá farið að leita að nýj- um grafreit og fannst hentugur staður á melunum sunnan við Hólavöll. Þar var svo afmarkað ur kirkjugarður og var nú talið að vandinn væri leystur. En svo var ekki. Enginn vildi láta grafa ættingja sinn eða vin fyrstan á þessum eyðistað. Drógst það svo rúm 20 ár, að nýi grafreiturinn væri tekinn í notkun, og allan þann tíma var haldið áfram að hola kistum niður í beinakássuna og kistubrotin í gamla kirkju- garðinum. Sumari'ð 1820 var hér danskur maður, Theilmann að nafni, og þóttist starfa að rannsókn forn- minja. Hann segist hafa séð leg- stein Narfa Ormssonar, seinasta óðalsbónda í Reykjavík, og hafi steinninn verið fluttur að dóm- kirkjunni 16. júlí þá um sumarið og lagður þar sunnan undir kirkj unni. Enginn hefur haft rænu á að bjarga steininum, og vita menn ekki hvað um hann hefur orðið. Narfi hafði þá legið í gröf sinni í kirkjugarðinum hjá Aðal- stræti í rúm 200 ár (d. um 1613). Nú hefur þótt nauðsyn til bera að grafa í leiði hans, og þá heftir orðið að fjarlægja steininn, og hafa menn ekki kunnað við að láta hann liggja á einhverju öðru leiði í kirkjugarðinum, en þótt eðlilegast að hann væri færð ur að hinni nýju dómkirkju og látinn liggja þar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það hvert öng- þveiti ríkti í greftrunarmálum Ihér á þeim tíma. Árið 1833 flytjast þeir báðir, landlæknir og lyfsali, frá Nesi við Seltjörn til Reykjavíkur. Lyf salinn var Oddur Thorarensen, langafi Stefáns Thorarensen lyf- sala á Laugavegi. Oddur fékk leyfi til þess að reisa lyfja- búð á Austurvelli, rétt austan undir kirkjugarðinum. Fær hann þá útmælda lóð þar, sem var 42x50% alin. Samsvarar það því að lóðin hafi náð frá Kirkju- stræti nær að miðju Landsíma- hússins sem nú er, en á hinn veginn frá Thorvaldsensstræti norður þangað sem nú er eina gamla leiðið í kirkjugarðinum. Seinna fékk svo Kriiger 12 al. spyldu í viðbót. Sézt á þessu, að þarna hefur þegar verið úthlut- að stórri sneið austan af kirkju- garðinum. Verður þetta ekki skilið á annan veg en þann, að þar sem ákveðið hafði verið að flytja grafreitinn suður á Mela, þá hafi austurhluti kirkjugarðs- ins gamla verið lagður niður, vegna þess að þar var grynnstur jarðvegur og þar hafði mest ver- ið grafið seinustu árin. Árið 1838 var kirkjugarðsmál- ið að lokum leyst á þann hátt, að Þórður Jónasson dómstjóri lét jarða konu sína í nýja garðinum, og um leið vígði Helgi biskup garðinn. Eftir það hafði enginn á móti því að láta jarða sína nánustu þar, og upp frá því mun að mestu leyti hafa lagzt niður að jarða í gamla kirkjugarðinum. Er þá komið að þvi að tala um meðferðina á garðinum síð- an. Lyfjabúðin fékk leyfi til þess að reisa vörugeymsluhús og efna rannsóknastofu að húsabaki úti í gamla kirkjugarðinum. Þetta hús brann 26. júní 1882 og tókst snökkviliðinu með naumindum að bjarga lyfjabúðinni sjálfri. Á ljósmynd, sem tekin hefur verið skömmu áður, má sjá að rimla- girðing hefur verið sunnan og austan að kirkjugarðinum gamla, en sjálfur er hann eggsléttur, enda hafði hann þá um mörg ár verið leigður til slægna. Á mynd- inni sést einnig vörugeymsluhús- ið, sem brann. Hefur það staðið vestast á lóðinni og er stutt bil milli þess og kirkjugarðsgirðing- arinnar. Árið 1915 fékk Christen sen lyfsali leyfi til þess að gera vörugeymslukjallara á sama stað og húsið sem brann, hafði staðið. Kom nú brátt í ljós að þarna var komið inn í kirkjugarðinn, því að um leið og farið var að grafa fyrir kjallaranum, fóru að koma upp bein og kistubrot og áður en lauk hafði komið þarna upp örmul beina og jafnvel heillegar beinagrindur. En ekki minnist ég þess, að nein minnismerki hafi fundist þar. Þá var öðru máli að gegna árið 1931, þegar bakhús Land- símastöðvarinnar var reist og gerð akbraut inn í portið á milli húsanna. Þegar grafið var fyrir undirhleðslu akbrautarinnar, komu þar upp fjórar járnsteypu- hellur, sem lágu flatar í mold- inni. Þá var Guðmundur Hlíð- dal landssímastjóri og sagði hann Matthiasi Þórðarsyni þjóðminja- verði þegar frá þessu og spurði hvað ætti að gera við þessi minn- ismerki. Þjóðminjaverði fannst engin ástæða til að flytja hell- urnar í þjóðminjasafnið, en kaus helzt að hellurnar yrðu geymdar sem næst leiðunum er þær höfðu legið á. Varð það þá að ráði, að síminn skyldi láta steypa múr- vegg meðfram akbrautinni og festa minnismerkin á múrinn hlið við hlið, því að skammt hafði verið milli leiðanna og þau öll nærri þessum steypta garði. Þarna hafa svo þessi minnis- merki hangið síðan, nema hvað það skeði að ein hellan féll nið- ur fyrir nokkrum árum og brotn- aði í þrjá hluta. En brotin eru enn geymd í kjallara síma- hússins. UM MINNISMERKIN Af þessum fjórum minnis- merkjum hafa þrjú verið á leið- um ungra drengja, og er stærð tveggja þeirra 0,6x0,4 m., en hins þriðja 0,8x0,5 rn. Á einu þeirra stendur: Christen Adolph Ebbesen, f. 9. febrúar 1823, d. 26. desember 1833. Hann hefur því aðeins verið 10 ára gamall. Faðir hans var C. E. Ebbesen sem fyrst var verzlunar stjóri hjá Jakobæus-verzlun í Hafnarstræti 18 (Nýhöfn), en tók svo við verzluninni og rak hana fyrir sjálfan sig. Hans er oft getið við ýmis bæjarmál og var hann alltaf talinn með heldri borgurum bæjarins. Hann var t.d. í fyrstu stjórn Stiftsbóka- safnsins 1826, sem nú heitir Landsbókasafn. Kona hans var Sophie dóttir Jacobæus kaup- manns í Keflavik, en engir af- komendur þeirra eru hér í bæn- um. Þá kemur hella, sem á stend- ur: Peter Adolph Linnet f. 10. maí 1829, d. 24. ágúst 1829 (hef- ur orðið rúmlega þriggja mán. 1 gamall). Svo er önnur hella sem á stendur: Peter Adolph Linnet f. 26. sept. 1830, d. 6. maí 1831. Honum hefur ekki heldur orðið aldurinn að meini. Það var hella hans sem datt af veggnum og brotnaði. Þeir voru bræður þess- ir litlu drengir, synir H. A. Linn- ets, verzlunarstjóra í Hafnarfirði og konu hans Regine Magdalene Seerup, systurdóttur Jacobæus kaupmanns í Keflavík. Báðir höfðu drengirnir verið teknir í fóstur af Ebbesen kaupmanni í Hafnarstræti og konu hans, og þess vegna voru þeir báðir jarð- settir í Reykjavík. — H. A. Linn- et (gamli Linnet) kom fyrst hingað til lands 1821 og gerðist síðar verzlunarstjóri við Jacobæ us-verzlun í Hafnarfirði, keypti svo verzlunina 1836 og rak hana til dauðadags 24. nóv. 1843. Hann kemur mikið við sögu Hafnar- fjarðar og er forfaðir Linnets- ættarinnar hér á landi. Næst kemur svo stór steypt járnhella, 1,10x0,70 m. og á henni stendur: Herunder hviler Danne kvinden Frue Hedevig Louise Augusta Ulstrup födt von Lerche. Hun blev födt í Fredriksborg den 16. Juni 1802. Gift med Land og Byefoged Ulstrup den 6. Juni 1828. Forlod denne Verden den 13. Marts 1830 ved at skienke den 2den Datter Livet. — Regner Chr. Ulstrup var land- og bæj arfógeti 1828—1836. Hafði hann áður verið sýslumaður í Skaftafellssýslu um nokkur ár og þótti reynast vel, þótt dansk- ur væri. Skrifstofu sína hér í Reykjavík hafði hann fyrst í gömlu Lóskurðarstofunni (Aðal- stræti 16), en hún þótti of léleg svo að 1830 keypti stjórnin Berg mannshús (nú Aðalstræti 9) handa honum og árið eftir var Jónas Hallgrímsson skrifari hjá honum. Ulstrup sýndi þá hugul- semi 1833 að koma upp skýli fyrir þvottakonur í laugunum. Hann fór utan sér til heilsubót- ar 1835, en kom ekki aftur og dó á næsta ári. Hér hefur þá verið sagt frá þeim minnismerkjum, sem komu upp úr garðinum þegar síminn var að leggja akbraut yfir hann. En svo gerði síminn þarna enn meira rask, gróf stóran skurð fyrir „kabal“ skáhalt í gegnum garðinn. Kom þar upp mikið af mannabeinum, en í því brauki rákust menn á legstein Gunn- laugs Oddssonar dómkirkjuprests og var nokkuð djúpt á honum. Legsteinninn var látinn óhreyfð- ur um sinn, en svo var honum lyft upp úr jörð, og er hann enn þarna á sínum stað og verður þar framvegis. Þá er að minnast á eina leiðið í kirkjugarðinum, sem aldrei hefur verið hróflað við, enda þótt tímans tönn hafi nú leikið það hálfilla. Leiði þetta er rétt sunnan undir endanum á „bragg anum“, sem enn stendur að baki símstöðvarinnar. Leiðið var upp- haflega girt með steyptum járn- grindum, en þær hafa nú ýmist brotnað eða losnað og eru þar nú í hrúgu. Stórt tré er á leið- inu og blóm hafa vaxið þar fram til þessa. Svo er þar hvít marm- arahella, sem farin er að láta á sjá og letrið á henni orðið mjög máð. En þar stendur: Herunder hviler Merie Krúger födt Bertel- sen. Födt í Frederikssund 1855. Död í Reykjavík 1882. Ingeborg Kriiger död 8 Maaneder gammel. — Þetta er legstaður konu Krúgers lyfsala og dóttur þeirra. N. S. Krúger var’ö lyfsali hér 1877, næstur á eftir Randrup. Það var hann sem reisti viðbygging- una norðan hússins fyrir lyfja- búðina og setti eirmyndir þar á þakið. Það var á hans dögum að birgðaskemma lyfjabúðarinnar brann. Nokkuru síðar dó frú Krúger mjög snögglega og var talið að hún hefði fyrirfarið sér með því að drekka karbólsýru. En vegna þess að hún stytti sér aldur, hafa verið vandkvæði á því að fá hana jarðaða í kirkju- garði, Um það stendur þó ekk- ert í kirkjubókinni, heldur að- eins þetta: „Marie Jasephine Angelique Krúger, 27 ára, dáin 31. ágúst, jarðsett 6. september eftir konungsleyfi í sérstökum grafreit í „gamla kirkjugarðin- um““. Þegar hér var komið voru allir jarðsettir í nýja kirkju- garðinum suður á Melunum og hafði svo verið um 44 ára skeið. Enn lengra var þó síðan að aust- urhluti kirkjugarðsins í Aðal- stræti hafði verið lagður niður og hafði einhvern veginn lent utan ivið lög og rétt, því að hinn afgirti kirkjugarður var nokkurn veginn af sömu stærð og sá kirkjugarður, er fylgdi fyrstu kirkjunni í Reykjavík. Leiði frú Kúgers hefir lent ut- an þann garð. Getur því ver- ið að Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur hafi skrifað „gamla kirkjugarðinum“ innan gæsalappa, vegna þess að honum hefir verið kunnugt um að kirkjugarðurinn hafði fyrrum náð lengra til austurs. Löngu áður en þetta var, hafði verið ákveðið, að framlengja Veltusund alla leið suður að Tjörn. Hafði verið afmörkuð 10 alna breið spilda milli Vallar- strætis og Kirkjustrætis fyrir þessa götu og lá þessi spilda þvert yfir gamla kirkjugarðinn nær miðju, þannig að fyrir vest- an hana var talinn kirkjugarð- ur, en austan hennar „lóðir“. Það komst nú að vísu aldrei í framkvæmd, að Veltusund yrði framlengt, en þessi 10 alna breiða reim, sem skipti kirkju- garðinum í tvennt, var leigð um mörg ár hinum og öðrum til þess að rækta þar kartöflur. Árið 1883 fékk Schierbeck landlæknir „kirkjugarðinn" leigð an og var honum þá sett það skilyrði, að hann yrði þegar að girða hann „með sterkri og lag- legri girðingu, sem forsvaran- lega sé við haldið“. Lét land- læknir þegar setja voldugan skíðgarð umhverfis garðinn, 2 alna háan og gerðan úr plönkum. Og síðan gerði hann þarna hinn fegursta blómagarð og trjágarð og var hann talinn nær 4000 feralnir að stærð. Þegar Schier- bech fór alfarinn af landi brott eignaðist Halldór Daníelsson bæjarfógeti íbúðarhús hans og hinn fagra garð. Upp frá því skipti garðurinn um nafn í dag- legu máli, var nú alltaf kallaður bæjarfógetagarðurinn, en kirkju- garð nefndi enginn maður. Þó vissu allir að þarna hafði kirkju- garður verið, og er frá leið munu flestir hafa haldið að Schierbeck hefði fengið allan kikjugarðinn leigðan, og hann hefði aldrei ver- ið stærri. En það var misskiln- ingur, eins og sést í framanrit- uðu, „bæarfótgetagarðurinn" var ekki nema rúmur helmingur af „kirkjugarðinum" eins og hann var einu sinni. Fremur mátti segja að bæjarfógetagarðurinn hefði verið af líkri stærð og fyrsti kirkjugarður Reykvíkinga var. En á seinni árum hefir ver- ið sneitt af honum bæði að vest- an og sunnan. Gangstéttirnar meðfram Aðalstræti og Kirkju- stræti eru inni í gamla kirkju- garðinum, og undir þeim liggja eflaust bein margra gamalla Reykvíkinga, þótt engum, sem um þær stéttir gengur komi til hugar að hann troði þar á forn- um legstöðum. Þegar eftir að Landsíminn hafði grafið upp minnismerkin í garðinum, lét hann Ásgeir Magnússon gera uppdrátt af öllu svæðinu milli Aðalstrætis og Thorvaldsensstrætis og merkja þar inn á hvar minnismerkin fundust, og eins leiði þeirra Gunnlaugs Oddssonar dómkirkju prests og frú Krúger. Mynd af þessum uppdrætti fylgir hér. Má þar sjá stein- steypta vegginn (merktan svört- um og hvítum strykum) sem járnhellurnar voru festar á, en þar neðan undir eru tölur, sem sýna hvert leiði. Talan 2 er á leiði Ebbesens-drengsins, talan 3 sýnir legstað þeirra Linnets- bræðra og talan 4 merkir leiði frú Ulstrup. Lengra til vinstri er talan 5 á leiði frú Krúgers, en uppi í blómagarðinum er talan 1 við leiði Gunnlaugs Oddsson- ar dómkirkjuprests. Skúrar þeir og „braggar" sem sýndir eru á teikningunni, eru nú horfnir, nema „bragginn" vestan við horn símstöðvarinnar. Ekki er unnt að segja nákvæm- lega hve langt kirkjugarðurinn hefir náð til austurs, þegar hann var stærstur, en ekki er ólíklegt að hann hafi náð á móts við miðjan „braggann“, eða þó öllu heldur nokkuð lengra. Nú kemur hið nýja hús símans vestan við símstöðvarhúsið og nær alllangt inn í „gamla kirkju- garðinn". og yfir svæði, sem ekki hefir verið hróflað við áður. Jafnhliða þessu verður brotinn niður veggurinn, þar sem minn- ismerkin eru nú geymd. Þegar grafinn verður kjallari þessa húss, má búast við að upp komi mikað af beinum og kistu- brotum, og ef til vill nokkur minnismerki. Sýnist því sjálf- sagt, að ekki megi nota stór- virkar jarðgröfur til að grafa fyrir vesturenda kjallarans, held- ur verði að grafa þar með mestu varkárni og fylgjast vel með öllu því, er þar kann að finnast. Þyrfti svo jafnframt að merkja hvern fundarstað á uppdrátt, eins og gert var áður. En hér kemur fleira til greina. Hvernig á að fara um leiði frú Krúgers? Hvað á að gera við minnismerkin á garðinum þegar hann verður brotinn? Og hvað á að verða um þau minnismerki, er upp úr kjallaragrófinni kunna að koma? Kammertón- Eeikar í Keflavík KEFLAVÍK: — Á sunnudaginn kemur veröa fluttir fyrstu Kammertónleikar á vegum Tón- listarskóla Keflavíkur og verða þeir í tónleikasal Tónlistarskól- ans að Austurgötu 13. Ragnar Björnsson, skólastjóri, skýrir svo frá að hér sé um ný- breytni að ræða í tónlistarlifi Keflavíkur. Á tón-leikum þessum koma fram fimm kennarar frá Tónlistarskóla Reykjavíkur, þau Björn Ólafsson, Guðný Guð- mundsdóttir, Ingvar Jónasson, Einar Vigfússon og Gunnar Egils son, og munu þau leika tónverk frá klassíska tímabilinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill og er það að þakka bæj- arstjórn Keflavíkur, sem var svo velviljuð þessari nýbreytni að taka að sér kostnað við þessa fyrstu Kammertónleika. Hug- myndin er sú að reyna að halda fleiri slíka tónleika á næstunni með ýmsum ö'ðrum flytjendum og segir Ragnar að verið sé að leita að leiðum til þess að svo megi verða, en til þess að ókeypis aðgangur geti verið að tónleika- flokki þessum, er vonazt eftir að félög eða einstaklingar feti í fót- spor bæjarstjórnar hvað viðvík- ur kostnaði við tónleikana. Þessir fyrstu Kammertónleikar hefjast klukkan 5 á sunnudag og er, sém á'ður segir, ókeypis að- gangur og allir velkomnir á með- an húsrúm leyfir. — hsj. — Skólabygging Framhald af bls. 9. Síðan á að reisa sérstakt heima- vistarhús fyrir 50 nemendur. Fyrirhugað er að allar bygging- arnar verði rúmlega 11000 rúm- metrar. Framkvæmdir á þessu ári voru boðnar út og var samið við tré- smiðjuna Fróða hf á Blönduósi. Yfirsmiður var Einar Evensen, byggingarmeistari á BlönduósL í fyrra stjórnaði Þór Þorvalds- son, byggingameistari frá Blöndu ósi framkvæmdum við bygging- una. Verkfræðistörf hefur ann- azt verkfræðistofan Hönnun í Reykjavík. Pípulagningartóku að sér Bjarni Ó. Pálsson og Jón R. Þorsteinsson, pípulagninga- meistarar í Reykjavík. Teikning- ar gerði Björn Ólafs, arkitekt f Reykjavík. — Björn. Rauba myllan Smurt brauð, heilar og nálfar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.