Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 10

Morgunblaðið - 05.11.1966, Page 10
10 MORGU N B LAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 1966 „Draumurinn er að verða heimsmeistari" Kappakstursrabb við Sverrir Þóroddsson Kappakstur er lítt þekkt í- þrótt á íslandi og lítill á- hugi á henni. Aðeins er vitað til að einn íslending- ur hafi lagt stund á þessa íþrótt, Sverrir Þóroddsson, en hann vakti mikla athygli er það fréttist að hann hefði komið 2. í mark á þremur hjólum í erfiðri keppni suður á Ítalíu með 200 km. hraða. Mbl. átti stutt símtal við Sverri nokkru eftir þetta atvik, en ákveðið var að blaðið *tti að hafa viðtal við hann, er hann kæmi heim til íslands að loknu keppn- istímabili kappaksturs- manna í Evrópu. Sverrir er nú kominn til landsins og við lölluðum okkur heim til hans einn hráslaga legan rigningardag nú fyr- ir skömmu og hermdum upp á hann viðtali, sem hann hafði lofað. Sverrir, sem er 22 ára gamall, býr á heimili foreldra sinna, Þórodds Jónssonar skreið- arkaupmanns og Sigrúnar Júlíusdóttur. Hann bauð okkur að ganga í bæinn, en sagðist ekki hafa mik- inn tíma þennan dag, því að hann væri að vinna í kappakstursbílnum. f herbergi hans eru ýmsir framandi hlutir, sem minna á að hann hefur ferðazt víða í sambandi við íþrótt sína. Á einum veggnum hangir safn af spjótum, sverðum, grímum og þar við hliðina fagurlega skreyttur skjöldur. Á sjón- varpi, sem er á miðju gólfi og á skáp upp við vegginn, stend ur mikill f jöldi glæsilegra verð launagripa, sem Sverrir hef- ur unnið í kappakstri og svif- flugi, en það var hans eftirlæt isíþrótt hér áður fyrr og ekki úr vegi að geta þess, að Sverr- ir er núverandi íslandsmeist- ari í svifflugi, en titilinn vann hann árið 1963. Hann segir okkur að hann hafi byrjað að iðka svifflug 12 ára gamall, tók þátt í Islandsmeistaramót- inu árið 1958 og varð annar á eldgamalli svifflugu, sem hann hafði hnoðað saman til að geta keppt í. Hún var öll laus í sundur og hékk bara saman af gömlum vana, enda var hún tekin úr umferð strax eft ir keppnina. — Segðu okkur fyrst Sverr- ir hvernig í ósköpunum á því stóð, að þú gerðist kappakst- ursmaður? — Það eru nú enginn ósköp í sambandi við það. Ég fékk fyrst áhuga á kappakstri árið 1957, er ég var á skóla í Eng- landi til að læra ensku. Ég sá oft kappakstur í sjónvarpinu, en ég var svo ungur þá, að það var ekkert að gera. Fyrsta skipti sem ég sá raunveruleg- an kappakstur var sumarið 1963 úti í Englandi og þá var það sem þessi íþrótt greip mig fyrir alvöru. — Fórst þú ekki á ökuskóla í Englandi? — Jú, þetta sumar fór ég i kappakstursskóla Jim Russels í Englandi, en ég ók aðeins nokkra hringi á lélegum bíl frá skólanum, og ég sá, að ef ég ætlaði að ná einhverjum árangri í þessu, yrði ég að eignast minn eigin bíl. Næsta sumar var það fyrsta sem ég gerði eitthvað á þessu sviði. Mér tókst að komast yf- ir ódýran bíl og vann að því allt sumarið að afla mér rétt- inda. — Hvaða skilyrði þurftir þú að uppfylla? — Til þess að afla sér alþjó’ðaréttinda þarf ökumað- ur að taka þátt í 6 klúbbkapp ökstrum. — Er ekki einhver flokka- skipting í kappakstri? •— Jú, efsti flokkur er For- mula I og sá ökumaður, sem fer með sigur af hólmi í flest- um Grand Prix yfir árið er hinn eini og sanni heimsmeist- ari. Vélarnar í þeim flokki mega vera 3ja lítra og með eins mörgum hestöflum og unnt er að ná út úr þeirri vélastærð. Lágmarksþungi er 500 kg. I þessum flokki eru allir frægustu og beztu öku- menn heims. Formula II er næst. Þar má vélin ekki vera meira en 6 cyl. og verður að vera úr framleiðslúbifreið, t.d. Ford, Opel, BMW o. s. frv. Lágmarksþungi er 450 kg. f þeim flokki keppa yfirleitt þeir sömu og í Fórmula I og örfáir, sem eru milli Formula I og III, en Formula III er byrjendaflokkurinn. Þar er vélin 1000 cc úr framleiðslu- bifreið, sem stillt er upp í 108 hö við 9500 snúninga. — Hvað þarftu að gera til að vinna þig upp í Formula III? — Ég þarf að ná sem bezt- um árangri og öðlast mikla reynslu. Ef ég gæti eignast Formula II bifreið, er ekkert til fyrirstöðu að ég taki þátt í keppni í þeim flokki, og að því er ég nú að .vinna. — Hvernig var árangurinn hjá þér? — Ég keppti alls tólf sinn- um og fór sex sinnum með sigur af hólmi, en í hinum var árangurinn upp og niður. Auk réttindanna var þetta sumar mér mjög mikilvægt. Ég fékk góða þjálfun, öðlað- ist sjálfstraust og árangurinn lofaði góðu. Næsta sumar gekk mér ekkert. Ég fékk nýj- an bíl þá um vorið, en vélin í honum var mjög léleg og mér tókst ekki að ljúka einni ein- ustu keppni. — Var ekki hægt að skipta um vél? •— Jú, auðvitað var það hægt, ég var bara búinn að eyða öllum mínum peningum í að reyna að halda þessari gangandi og hafði ekki efni á að kaupa nýja vél þetta sum- ar. — Var það ekki þetta sum- ar, sem bílnum hvolfdi undir þér í Hróarskeldu? — Jú, en það var ekki vegna vélabilunar, það sprakk hjá mér í einni beygjunni á 150 km. hraða og þá var auðvit- að voðinn vís. Bíllinn enda- sentist út af brautinni og flaug þar á að gizka 10 metra upp í loft. Ég heyrði bara þytinn í vindinum, eins og ég væri í svifflugu. Ég losnaði svo við bílinn áður en hann kom nið- ur aftur, og það er nokkuð sem ég skil ekki. Þegar mað- ur situr í honum finnst manni ógerningur að geta kastast út úr honum, en miðflóttaaflið hefur losað mig og ég sveif frá honum, og kom niður á höfuðið og herðarnar á grasi og þeyttist þar 40—50 metra. — Meiddistu ekkert? — Það var ósköp smávægi- legt. Ég meiddist eitthvað á öxi, en það kom ekki fram fyrr en miklu seinna. Ég spratt strax á fætur og hljóp að bílnum til að sjá hvernig hann liti út. Hann var stór- skemmdur, þó var hann við- gerðarhæfur, en það var end- irinn á sumrinu hjá mér. — Þú hefur verið heppinn þarna. — Já, það er víst óhætt að segja það, en það sannaðist þarna að ekki er allt sem sýn- ist. Menn eru að detta í tröpp- unum heima hjá sér og stór- slasa sig, en svo kastast mað ur út úr bíl á 150 km hraða og stendur upp á eftir. — Það hefur þá verið fyrst í sumar, sem þú skapaðir þér nafn, sem ökumaður? — Já, það má segja það. Ég lét gera við bílinn í fyrravet- ur og pantaði þá í hann nýja vél. Ég gat ekki fengið hana afgreidda fyrr en um miðjan júní, og var því búinn að missa af margri keppni þegar ég loksins var tilbúinn. Ég tók þátt í fyrstu keppriinni 19. júní rétt fyrir utan Napólí. Þá var ég ekki búinn að fá bíl- inn alveg í lag, m.a. stóðu hemlarnir á sér. Ég varð nr. 3 í forkeppninni en nr. 8 í aðal- keppninni. Þar varð ég einnig fyrir óhappi, því að í einni beygjunni var keyrt á milli hjólanna hjá mér, en við það bognaði hjólastellið og bíllinn varð allur skakkur. — Viltu ekki segja okkur frá sumrinu í heild? — Frá Napólí fór ég til Sví- þjóðar. Þar uppgötvaði ég rétt eftir að keppni var hafin, að bifvélavirkinn minn hafði gleymt að setja olíu á bílinn, þannig að í hvert skipti sem ég fór í beygju féll olíuþrýst- ingurinn alveg niður og ég kom áttundi i mark. .— Þú hefur varla verið blíð- ur á manninn þá? •— Við skulum ekki rifja þau orð upp hér. Mannauminginn var alveg eyðilagður. Hann gerði líka önnur alvarleg mis- tök á ftalíu í næstu keppni, er hann gleymdi að herða drif- skaftið nægilega og ég varð að bíta í það súra epli, að þurfa að hætta í byrjun keppni. Nei, ég rak hann ekki, sagði bara að það væri dýrt að hafa mann eins og hann í þjónustu sinni. Rétt í þessu kom móðir Sverris og spurði hvort við vildum ekki fá okkur kaffi- sopa. Sverrir sagðist rétt hafa tíma til að dxekka kaffi, síð- an yrði hann að þjóta og við yrðum að koma aftur næsta dag, þá ætlaði hann að fara með okkur í ökuferð og skýra út ýmislegt í sambandi við kappakstur. Við notum tækifærið og spyrjum frú Sigrúnu, hvort hún sé ekki hrædd um Sverri, þegar hann er á keppnisferða- lagi? — Nei, það er nú svo ein- kennilegt, að ég er aldrei hrædd um hann. Hann er al- ger reglumaður og ég trey ti honum fyllilega. Þó kom dá- lítið einkennilegt atvik fyrir þegar hann keppti í Hróars- keldu og varð fyrir óhappinu. Þetta var á sunnudegi og við vorum að fara út úr bænum. Þegar við vorum að leggja af stað varð ég gripin einhverri undarlegri tilfinningu um að það væri eitthvað að hjá hon- um. Ég gat ekki hugsað mér að fara og sat heima allan dag inn og beið þess að frétta af honum. Það var ekki fyrr en daginn eftir, að hann hringdi í mig og sagði mér alla sög- una. — Hefur slíkt aldrei komið fyrir aftur? — Nei, ekki eins, en þegar atvikið skeði á Ítalíu í sumar, hafði mig dreymt skömmu áð- ur góðan draum og ég vissi þá að allt yrði í lagi hjá honum. — Hvað segir vinafólk ykk- ar við þessum ævintýrum Sverris? — Vinkonur mínar hafa oft sagt við mig að þær skildu ekkert í mér að leyfa honum þetta og hversvegna ég setii ekkj fótinn fyrir dyrnar, t.d. þegar hann byrjaði í svifflug inu 12 ára gamall. Ég segi það sama við þær og ykkur, að ég treysti honum og veit að hann er varkár og lánsamur. Daginn eftir kom Sverrir og sótti okkur á Mercedes Benz, árgerð 1964, sem hann keypti í sumar til að ferðast á og draga kappakstursbílinn á milli landa. Við ókum út fyrir bæinn, þar til við komum á veg þar sem engin hætta var Sverrir tekur Corva Grandabeygjuna á 200 km. hraða. Sverrir ásamt foreldrum sínum, Þóroddi Jónssyni og Sigrúnu Júiíusdóttur og systur sinni, Sigrúnu Þórdísi. Á borðinu eru kappakstursverðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.