Morgunblaðið - 05.11.1966, Side 32

Morgunblaðið - 05.11.1966, Side 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað HBMRBH LAMPA URVAL Ljós & Hiti Sími 15184 254. tbl. — Laugardagur 5. nóvember 1966 NA-átt um land allt og víða ófært í gær NORÐAUSTANÁTT var um land allt í gær og náði hámarki eftir hádegið. 7-8 vindstig voru víðast hvar á Norðurlandi og víða snjóaði. Af þessum sökum varð að fresta vígslu nýs flug- vallar við Raufarhöfn. Flug- samgöngur voru þó við Akur- eyri í gaer. ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■ ÍOpið tíl kl.j 7 í dag j ■ ; Skrifstofa Landshappdrætt j ; is Sjálfstæðisflokksins verð ■ ; ur opin til kl. 19 í dag, I | laugardag. Skrifstofan er : | til húsa í Sjálfstæðishús- j j inu við Austurvöll, sími : ! 17100. Notið tækifærið og : ! gerið skil í dag. Dregið eft : • ■ ! ir þrjá daga í þessu glæsi- : ■ ! legasta bílahappdrætti árs- : ! ins. * Hnfnfirðingar í>EIR, sem fengið hafa senda miða í Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins, eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst í skrifstöfu flokksins að Strand- götu 29. Skrifstofan verður opin í dag og á morgun kl. 1—6. Siglufjarðarskarð varð ófært í gær og sömuleiðis Lágheiði. \ Vestfjarðarkjálkanum var Þing- mannaheiði illfær og vegurinn um Breiðdalsheiði tepptist alveg. f>á var fjúk og bleytu- kafald víða á Austfjörðum og tepptust Möðrudalsöræfin með öllu. Frá Neskaupstað bárust þær fregnir í gær, að síldarflot- inn væri allur á leið í land og lágu þá mörg skip inni á Norð- firði. í dag mun veður fara lygnandi og batnandi samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það var lítt fýsilegt að fá sér gönguferð niður á höfn í gær, einsog myndin ber vitni um. Nýtt f jós og 400 hestar af heyi brenna að Svlnabökkum I Vopnafirði Vopnafirði, 4. nóv. ELDUR kom upp í nýju fjósi bóndans að Svínabökkum í Vopnafirði kl. 7.30 í morgun. Miklar skemmdir urðu á fjós- inu og komst eldurinn einnig í áfasta 550 hesta hlöðu og brann og eyðilagðist mikill hluti heys- ins. Um 400 hestar af heyi munu hafa verið í fjósinu. Ekki náðist strax í slökkvi- liðið á Vopnafirði sökum þess, að sími innansveitar opnar ekki Gylfi Þ. Gísiason, menntamálaráðherra og formaður UNESCO nefndarinnar á Islandi og Andri ísaksson ritari nefndarinnar á fundi með blaðamönnum í gær. fyrr en 8,30, og var því gripið til þess ráðs, að senda bíl norð- ur í kaupstaðinn til að gera við- vart um eldinn. Kom eini slökkviliðsbíll staðarins til Svínabakka nokkru síðar og voru slökkvistörf þegar hafin. Erfitt var um vik því norðaust- an stormur geisaði og hríðar- hraglandi var á. Eldurinn mun hafa komið upp í kolaofni, sem notaður var til að kynda upp fjósið. Engar kýr voru í því, en fjósið átti að að taka í notkun eftir 5-6 daga og er það byggt fyrir 22 kýr, og hafði bóndinn, Magnús Björns- son, nýlega keypt 3 kýr til við- bótar þeiro 8, sem hann átti fyrir í gamla fjósinu. Eldurinn komst í einangrun á veggjum fjóssias og brann hún öli, svo og staflar af einangrunarplötum, sem voru á gólfinu. Brann reyndar allt sem brunnið gat innan úr fjós- inu, en sperrur og þekja standa þó enn, að vísu mjög skemmd. Kl. 4, þegar ég kom á staðinn var mikið búið að taka út af heyinu, en inni í hlöðunni gaus eldurinn upp af og til, en nokkr- ir menn vöktuðu heyið. Ekki er enn kannað hversu miklar skemmdir hafa orðið í þessum eldsvoða. Fjós og hey mun hafa verið tryggt að nokkru leyti. Öruggt má telja, að allt hefði blossað upp, fjós, hey og hlaða, ef ekki hefði verið tvöfalt gler i öllum gluggum fjóssins. Hjónin að Svínabökkum eru ung og eiga 7 börn og tjón þeiria er mjög tilfinnanlegt. — Ragnar Kúbumótið : Töfluröðin ■ A-flokki TÖFLURÖÐIN í úrslitum í A- flokki á Olympíuskákmótinu á Kúbu er þannig: 1. Kúba, 2. Danmörk, 3. Sovétríkin, 4. Spánn, 5. ísland, 6. Austur- Þýzkaland, 7. Ungverjaland, 8. Noregur, 9. Júgóslavía, 10. Argentína, 11. Búlgaria, 12. Tékkóslóvakía, 13. Banda- ríkin, 14. Rúmenía. Samkvæmt þessu tefldu ís- lendingar í gærkvöldi við Argentínumenn. Hæstiréttur staðfesti dóm í sjór,- varpsmáli Vestmannaeyinga Mál Ríkisútvarpsins á hendur Félagi sjónvarpsáhugamanna í Vestmannaeyjum var fluttt fyrir Hæstarétti sl. miðvikudag og kvað Hæstiréttur upp úrskurð sinn í gær. Var héraðsdómur staðfestur og bera því sjónvarps áhugamenn í Vestmannaeyjum 20 ár frá stofnun UNESCO IVfun veita fé til könnunar sjónvarpsáhrifa hér Síðan Island gerðist aðili að UNESCO, Menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóð- anna, hefur þessi stofnun veitt fslendingum aðstoð til tveggja verkefna og var ann- að þeirra 4000 dollara fjár- framlag, sem veitt var til skráningar og ljósmyndunar á íslenzkum handritum erlend is. Nú er farið fram á aðstoð frá UNESCO að upphæð 24000 dollara og skal því fé varið m.a. til rannsókna á áhrifum ‘fjölmiðlunartækja á íslandi ’sérstaklega sjónvarps. Þetta kom m.a. fram á fundi, sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og for- maður UNESCO-nefndarinn- ar hér á landi átti með blaða- mönnum í gær, þar sem hann ■skýr'ði frá starfsemi stofnun- arinnar, en í þessum mánuði eru liðin 20 ár, frá því að ■UNESCO var komið á fót. Ráðherrann skýrði frá því, í tilefni afmælisins hefði ver- ið haldinn í gær sérstakur há tíðafundur í aðalstöðvum UNESCO í París. Fund þenn- an sæktu af íslands hálfu þeir Þórður Einarsson fulltrúi, Þorleifur Thorlacius deildar- stjóri og Sigurður Hafstað sendiráðsnautur. Tildrög að stofnun UNESCO voru þau, að í nóvember 1946 komu fulltrúar . 20 ríkja á fund, þar sem stofnskrá stofn unarinnar var samþykkt, en .undirbúningur hafði hafist ár ið á’ður. ísland gerðist aðili að UNESCO 8. maí 1946. Aðildar ríki eru nú 120. UNESCO heldur aðalfundi Framhald á bls. 31 sigurorð af Ríkisútvarpinu í máli þesu. Svo sem kunnugt er krafðist Ríkisútvarpið lögbanns við starf rækslu tækja sjónvarpsáhuga- manna á Stóra-Klifi í Vestmanna eyjum, en með tækjum þessum voru útsendingar Keflavíkursjón varpsins magnaðar. Lögfræð- ingur Félags sjónvarpsáhuga- manna í Eyjum Bragi Björnsson krafðist í héraði frávísunar á kröfu Rikisútvarpsins á þeirri forsendu, að Ríkisútvarpið væri ekki réttur aðili að þessu máli. Blaðið hafði samband við Braga Björnsson og kvað hann j Hæstaréttardóminn ekki enn hafa | borizt sér í hendur og sér væri því ókunnugt um hvort Hæsti- réttur hefði fellt dóminn á öðr- um eða fleiri forsendum en þeim sem fram komu í Héraðsdómi. Bragi sagði og, að Ríkisútvarp- ið hefði ekki lagt fram tryggingu í málinu, sem því bar samkvæmt lögum. Kvað Bragi þetta mikinn ósigur fyrir útvarpið. Aðspurður kvað Bragi Land- símann ekki enn hafa fram- kvæmt útburðinn af Stóra-Klifi, þar sem hann mun hafa lóðar- réttindi. Hafa Vestmannaeyingar því horft á Keflavíkursjónvarpið óáreittir meðan málaþref Ríkis- útvarpsins og Félags sjónvarps- áhugamanna í Eyjum stóð yfir. Eldur í fjárhúshlö&u Hofsós 4. nóv. 1 morgun þegar heimafólkið á Eyrarlandi í Geitardal kom á fætur varð það vart við að eld- ur logaði í fjárhúshlöðu skammt frá bænum. Slökkviliðið frá Hofs ósi var þegar kallað á vettvang og lauk það slökkvistörfum síð- degis í dag. Slökkviliðsmenn tjáðu mér, að | mestur hluti heysins í hlöðunni I sé brunninn eða skemmdur. , Þarna var mikil heyforði fyrir þær 200 kindur sem bóndinn á Eyrarlandi, Þorgils Pálsson, á Hríð og norðanstormur haml- aði mjög slökkvistörfum, en hér í héraðinu er veður slæmt 7—8 vindstig og farið að þyngjast fyr ir bifreiðum. Björn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.