Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1966, Blaðsíða 30
MVíUaU NVLAií IV Laugardagur 5. nóv. 1966 *JU Landsliðsmenn í körfuknattleik. (Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson) Tillaga um að skattleggja keppendur svo hægt verði að leigja íþróttahöllina REYKJAVÍKURMÓTIÐ i körfu- knattleik hefst í kvöld, að Há- logalandi. Að þessu sinni taka 19 lið frá 5 félögum þátt í mót- inu. Það sem einkum er athyglis vert við þetta mót er að þrátt fyrir það að hinu langþráða marki sé náð að Reykvíkingar eignist sómasamlegt íþróttahús, þar sem er íþróttahöllin í Laug- ardal, þá er loku fyrir það skot- ið að hin unga og fátæka íþrótt, körfuknattleikur, fái þar inni vegna þess að slíkt verð hefur verið sett upp fyrir leigu á hús- inu til keppni, að annað eins hefur ekki þekkzt. Það má teljast furðuleg af- staða hússtjórnarinnar að bregða svo þjösnalega fæti fyrir hinar ýmsu uppvaxandi íþrótta- greinar í borginni, sem þarna sáu sér glæsta framtíð í keppni í viðunandi húsakynnum. En með þessu verðlagi á húsaleigu er mörgum greinum innanhúss- íþrótta ókleift að nýta húið til venjulegrar keppni milli inti- lendra íþróttamanna. Fyrir körfuknattleikinn er þessi leiga alltof há og hefur komið til tals að gera öllum leikmönnum skylt að greiða aðgangsgjald, til þess að freista þess, að með því að skattleggja sjálfa iðk- endur íþróttanna á þennan hátt, myndi reynast kleift að leigja hið langþráða húsnæði í íþrótta- höllinni. Afstaða hefur ekki enn verið tekin til þessa máls, en Ijóst er að þetta er íþróttafólki ekkert gamanmál að því sé út- hýst úf þessu glæsilega íþrótta- húsi, sem greinilega hefur verið dýrt í byggingu. Hefði ekki verið nær að byggja hagkvæmara og ódýrara hús, sem íþróttasamtökin hefðu efni á að nýta? Skrauthöll sem þessi er ekki annað en punt og prjál ef ekki er hægt að skapa í henni þá aðstöðu fyrir íþróí.t- irnar sem lofað hafði verið. Svo við víkjum aftur að aðal- efni þessarar greinar, upphafi Reykjavíkurmótsins í körfu- knattleik, þá hefst keppnin að Hálogalandi í kvöld kl. 8.15 og leika þá í I. 1. karla: KFR—ÍR og í m.fl. karla KR— Ármann. 'Á sunnudagskvöld á sama tíma verða eftirtaldir leikir leiknir: 3. fl. karla: ÍR — Ármann. 2. fl. karla: KR — Ármann. -Mfl. karla KR — ÍS. Fjögur Vestfjarðamet á sundmóti á ísafirði „Góður árangur á Sundhallarmótinu" Erlingur Pálsson afhendir minningar um föður hans. Erlingur sundkappi ÞEIM fækkar nú óðum frum- herjum íþróttasamtakanna á ís- landi. Nú síðast er horfinn af sjónarsviðinu Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, sem lézt í Reykjavík 22. okt. sl. á 71. aldurs ári. Útför hans var gerð á veglegan hátt frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstúdaginn 28. okt. sl. Erlingur Pálsson var einn mesti íþróttamaður sinnar samtíðar, sundkappi mikill og íþróttafröm uður. Frá föður sínum, hinum kunna sundfrömuði Páli Erlingssyni, hlaut Erlingur í arf hinn mikla sundáhuga sinn og hófust afskipti hans af sundi strax í æsku. Gerðist hann um fermingaraldur aðstoðarmaður föður síns með sundkennslu í sundlaugum 1 Reykjavík. Hann var við sund- nám í Englandi 1914. Tók þar sundkennarapróf og árið 1915 hlaut hann ríkisstyrk til þess að kenna nemendum í Reykja- vík, sjómönnum og sundkennur- um, sund- og lífgunartilraunir. Erlingur var mikill og góður sundmaður, svo að af bar, og er eigi ofsagt að hann hafi um árabil verið beztur sundmaður á íslandi. Hann varð margsinnis sigur- vegari á kappsundum á árunum 1911-1926. Sigraði í hinum fræga nýjárssundi oftar en nokkur ann ar maður og þrisvar sinnum vann hann titilinn „sundkappi íslands“. En hámark afreka hans Pálsbikarinn“, sem gefinn var til Pálsson - kveðja var, er hann árið 1927 synti frá Drangey til lands. Erlingur Pálsson var mjög virkur í félagssamtökum íþrótta manna og baráttumaður fyrir bættri aðstöðu þeirra. Hann beitti sér mjög fyrir sundhallarbyggingu í Reykjavík og var fyrsti forstjóri þess fyrir- tækis, þegar það tók til starfa. Hann átti sæti í nefnd þeirri, sem undirbjó íþróttalögin, sem samþykkt voru á Alþingi 1940 og um árabil var hann í Laugar dalsnefnd og lifði það að sjá hugsjón sína rætast, þegar vígð var hin glæsilega sundlaug í Laugardal á sl. sumri. Hann var formaður Sundfélags Reykjavíkur 1926-1931, formað ur Sundráðs Reykjavíkur 1932- 1950. Þá var hann formaður Sund sambands fslands frá stofnun þess 26. febrúar 1951 og í stjórn heildarsamtakanna, íþróttasam- bands íslands, var hann árin 1937-1951 og þar af lengst sem varaforseti. í Olympíunefnd íslands var hann um árabil og oft var hann fararstjóri íslenzkrar íþrótta- manna á íþróttamót erlendis m.a. var hann aðalfararstjóri ís- lendinga á Olympiuleikunum 1948 í London. Það er skarð fyrir skildi, þar sem fallinn er Erlingur Pálsson, en svo eftirminnanleg er saga hans og áhrif á íslenzku íþrótta- hreyfinguna, að nafn hans og minning mun lifa um langan ald ur. Sundhallarmót á ísafirði, var haldið 30. október s.I. Það hófst með því að Gísli Kristjánsson, forstöðum. sundhallarinnar, flutti ávarp. Siðan komu fram yngsti og elzti þátttakandinn úr Nor- rænu Sundk. á ísafirði, þau Marta Árnadóttir 5 ára, og Elías Pálsson, kaupm. 80 ára. Syntu þau fyrir áhorfendur við mikinn fögnuð, og voru þeim veitt verð laun fyrir þátttokuna. Helztu úrslit í keppninni: 100 m skriðsund karla: 1. Tryggvi Tryggvason V. 1.05.0 2. Fylkir Ágústsson V. 1,05,0 3. Einar Einarsson, V. 1,05,1 100 m bringusund kvenna: Kolbrún Leifsdóttir V. 1.25,3 Vestfj. met Bryndís Lefifsdóttir V. 1.35,5 Handboltinn: Kvenfólk og yngri flokknr Reykjavíkurmótið í handknatt leik verður haldið áfram sunnu daginn 6. nóv. í Laugardalshöll- inni og hefst kl. 14,00. Athygli er vakin á því að mótið hefst 1 klukkustund fyrr, en í leikskrá stendur. Leiknir verða eftirtaldir leikir: 3 flokkur karla KR. — Þróttur 3 flokkur karla Fram — Ármann 3 flokkur karla Valur - Víkingur 1 fl. kvenna Valur — Víkingur Meistarafl. kv. Víkingur — KR. Meistarafl. kv. Valur — Armann 2 fl. karla Víkingur — KR. 2 fl. karla Valur — Fram 2 fl. karla ÍR. — Þróttur Næstu leikir meistaraflokks eru á þriðjudagskvöld. Björk Kristjánsdóttir V. 1,34,3 50 m bringusund sveina: Albert Guðmundsson, H. 40,2 Vestfj. met Guðjón Andreson, V. 47,3 Guðmundur Heiðarsson V. 47,5 50 m skriðsund telpna: Berta Sveinbj.dóttir V. 34,6 Þórhildur Oddsdóttir V. 35,5 Björk Kristjánsdóttir V. 36,0 100 m bringusund karla: Fylkir Ágústsson V. 1.16.7 Einar Einarsson V. 1,18,7 Tryggvi Tryggvason V. 1.29,4 100 m skriðsund kvenna: Kolbrún Leifsdóttir V. 1.11,9 Breta Sveinbj.dóttir V. 1.18,8 Þórhildur Oddsdóttir V. 1,20,2 50 m. skriðsund sveina: Halldór Maríasson H. 32,5 Óskar Pétursson H. 33,3 Óskar Karlsson V. 39,2 50 m. bringusund telpna: Björk Kristjánsdóttir V. 43,0 Bryndís Leifsdóttir V. 43,6 Kristín Þórisdóttir V. 45,2 50 m. baksund karla: Einar Einarsson V. 34,1 Vestfj. met Tryggvi Tryggvason V. 38,7 F.H. varð Hafnarfjarðarmeist- ari í knattspyrnu 1966 og hlaut nafnbótina „Bezta knattspyrnu- félag Hafnarfjarðar" í ár eins og í fyrra, með að vinna Knatt- spyrnumót Hafnarfjarðar með 12 stigum gegn 8 stigum Hauka. í mótinu, en keppni fer fram vor og haust skoruðu F.H.-ingar 17 mörk en Haukar 11 mörk sam tals í öllum aldursflokkum. Keppt var um bikara í öllum Kristinn Einarsson V. 54,5 50 m flugsund kvenna: Kolbrún Leifsdóttir V. 35,0 Vestfj. met Þórhildur Oddsdóttir V. 40,3 Björk Kristjánsdóttir V. 43,3 4x50 m boðsund karla: Sveit Vestra 2.09,5 Sveit Harðar 2,11,8 Önnur skemmtiatriði voru: kútaboðsund, sem piltar úr Gagn fræðaskóla ísafj. sýndu. Og stakkasboðsund, sem Netagerð Vestfjarða og Sjósportsklúbbur ísafjarðar, kepptu í. Sá síðar- nefndi vann. í ávarpi sínu, minntist forstöðu maður m.a. Erlings heitins Páls- sonar sem hann vottaði þakk- læti fyrir framúrskarandi mikið og drengilegt starf í þágu sund- íþróttarinnar á íslandi. Mótið fór hið bezta fram við mikinn fjölda áhorfenda. Myndataka og æfing hjá FH Á morgun kl. 10-12 f.h. hefst vetrarstarfsemi knattspyrnudeild ar F.H. með því að yngstu knatt spyrnumenn félagsins eru beðn- ir um að mæta til skráningar og myndatöku, en framvegis munu yngri flokkarnir hafa þessa tíma til knattspyrnukennslu undir um sjón Geirs Hallsteinssonar. Einn ig eru allir þeir, sem léku með meistaraflokknum í sumar beðn- ir um að mæta ti’l myndatöku á ofangreindum tíma. F.H. vann með yfirburðum 4-0. aldursflokkum en þar sem mót- ið er stigakeppni og einföld um- ferð, verður að keppa sérstak- lega um bikarana, ef flokkarnir skilja jafnir. Jafntefli var hjá 5. flokki I vor og haustmótinu. — Er keppa átti aukaleik í vormótinu, mættu Haukar ekki til leiks og hlýtur því F.H. þann bikar í ár, en I haustmótinu var aukaleikur sem 97 FH Hafnarfjarðar meistari í knattspyrnu R.víkurmótið í körfubolta í gamla Hálogalandssalnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.