Morgunblaðið - 05.11.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 05.11.1966, Síða 19
Laugardagur 5. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Jóhann Hannesson prófessor: Nokkrir þættir í hugsun Asíumanna i. Saga mannréttindanna ætti að vera öllum kunn. Nú er ætlast til að sérhver unglingur hjá oss. læri að þekkja Mannréttindayfir lýsingu S.Þ. og stjórnarskrá lýð veldis vors, en sennilega er hvorttveggja kennt á því aldurs skeiði að unglingarnir læra (hvorki að skilja né meta þessi gögn. En forsaga þeirra er mik- ið hugsjónasögulegt viðfangs- efni, allt frá upptökum mann- úðarstefnu hjá spámönnum ísra els, spekingum Stóu og forn- kristni. Væri það lærdómsríkt og jafnvel nauðsynlegt öllum blaðamönnum og gagnrýnend- wm. Sá er einn meginmunur á vest rænni hugsun og austrænni að það sem í vestri er verndað með lögum, er í austri verndað með venjum. Gildi venjunnar hefir þar Sdum saman verið miklu meira en hjá oss. Það forna nor- ræna kjörorð: Með lögum skal land byggja, en ekki með ólög um eyða, en óhugsandi með Kín- verjum. Indverjar vitna líka stöðugt til venjunnar: Daslur hai, það er venja. Þegar Mencius deilir á einn konunginn í kín- versku lénsríki á 4. öld f. Kr., þá er það fyrst og fremst ásökun á hann fyrir að brjóta forna venju, þar sem vér hefðum sagt að konungur væri að ganga á ifornan rétt almennings. En þar var um að ræða rétt fátæklinga til að safna eldiviði í skógum það er öllum brotnum og fúnum greinum, er menn fundu. Að berjast gegn gömlum venjum í Austurlöndum jafngildir því í mörgum tilfellum því að afnema fornan rétt. Venjan hefir einnig réttargildi í sumum tilfellum hjá oss, en ekki neitt í líkingu við það sem hún hefir eystra. Vegna þess aö venjurnar voru mönnum til verndar í ótal til- fellum, var almenningur mjög konservatívur í hugsun, og gerði ekki greinarmun á gagnlegum venjum og skaðlegum, en þenn- an greinarmun hafa menn á vest urlöndum reynt að læra gegn um náttúruréttinn. Þegar menn ingarbyltingin snýr sér gegn fornum venjum, þá þýðir það tæpitungulaust í mörgum tilfell um að hún snýr sér gegn forn- nm rétti, þar á meðal ýmsu því. sem vér teljum tii mannréttinda. n. Austrænir menn hafa allt aðr ar hugmyndir en vér um sam skipti einstaklinga og ríkisvalds. Það er einn megin tilgangur stjórnarskrár að setja ríkisvaid- Énu takmörk fyrir því sem það má leyfa sér gagnvart einstakl- ingunum, og þess vegna er svo náið samband á milli mannrétt- indaskrár og stjórnarskrár. Að einstaklingur skuli geta farið í mál við ríkið og unmð það, finnst mörgum austrænum mönnum ganga guðlasti næst, Að broti gegn ríkinu sé rsfsað þunglegar en broti gegn einstakl ingi, eins og gert er samkvæmt rússneskum nútímarétti, finnst austrænum mönnum mjög eðii- legt. Að réttur bónda gegn kon- ungi sé varinn, eins og í biblíu sögunni um Akab konung og Nabot, finnst mönnum furðulegi en þó að ýmsu leyti gott. Ákærður maður skal sekur teljast unz sakleysi hans sannast Samkvæmt austrænni hugsun, en samkvæmt vestrænni skai hann saklaus teljast þar til sekt hans hefir verið sönnuð. Hér verður ekki hægt að samræma austræna hugsun og vestræn; Önnur hvor verður að teljast rétt, og þá er hin um léið röng, Að skipa ákærðum manni verj anda er vestræn hugmynd, sem að vísu hefir á síðustu tímum víða verið tekin upp í Austur- löndum, en sú gamla venja var að dómarinn einn yfirheyrði menn. Mildur dómari gat hins vegar kallað til fjölda vitna, ef hann féllst á beiðni ákærða. En kerfið verkaði þannig í Kína mörgum tilfellum að kapphlaup mútugjöfum hófst milli að- standenda hins ákærða og fjand manna hans. Á meðan sat hinn ákærði á eigin kostnað í varð- haldi, og mútuþægur dómari dró málið á langinn þar til séð varð hvor aðilinn gæfist fyrr upp. Gallarnir við kerfið eru augljós- ir, en kostir voru einnig til: Kostnaðurinn óx mönnum svo í augum að þeir leituðu ekki til dómstóla nema aðrar leiðir til samkomulags væru lokaðar, enda var Kínverjum við brugðið þunglamalegar, þéttskipaðar fylkingar vopnaðra manna, sem ryðjast hvor gegn annarri. Þetta hélst lengi, einnig eftir að ridd- aralið kom til sögunnar. Napó- leon breytti um og tók upp allt aðra skipan, hagnýtti landslagið, lét menn hlaupa í „línum“ o.s. frv. svo að herir hans urðu mjög sigursælir. — Skotgrafahernað- inn þekkja menn frá sögum fyrra stórstríðs. En í hinu síð- ara taka menn upp vélvæddan hernað í stórum stíl með bryn- drekum, flugvélum p.fl. Mao Tze Tung hafði lítið sem ekkert af þessu, en hann sá nýja mögu- leika, það sem vér nefnum fyrir snilld í að finna leiðir, sem ! skæruhernað, og í því er fólg- andstaeðir aðilar gátu sætt sig við, og sanngirni og réttsýni var útbreidd dyggð meðal alls þorra manna. Hins vegar gátu auðug- ir kverulantar miklu til vegar komið af alls konar rangindum ef þeir vildu svo við hafa. Eftir tilkomu alþýðudómstól- anna hefir ákærður maður enga von um að verða sýkn fundinn, því ákærandinn ákærir ekki nema að hann sé viss í sinni sök. Hins vegar er mikill munur á refsingum, og fara þær eftir stéttum þeim, sem menn eru komnir af. Sérstakar undanþág- ur gilda þó ef menn hafa barizt með rauða hernum. Þá eiga þeir tilverurétt, jafnvel þótt forfeð- ur þeirra hafi verið arðræningj ar, jarðherrar eða stórkapítalist- ar. III. I hernaði hefir austræn hugs- un og vestræn farið eftir ólík- um leiðum í margar aldir. Vest rænir menn kynntust innrásum Húna á þjóðflutningatímunum og urðu skelfingu lostnir, og síð ar kynntust Evrópumenn, eink- um þó Rússar, innrásum Mongól anna. Mongólaveldið á 13. og 14. öld á sér ekki hliðstæður í sögunni, og hernaðaraðferðir þeirra voru mjög sérstæðar. Mikill hluti Rússlands, öll Mið- Asía, Vestur-Asía nálega öll, og síðar einnig Kína, komst undir þetta heimsveldi á 13. öld. Þetta heimsveldi gat þanið sig út á þann hátt, sem nútímamönnum er nálega óskiljanlegur. Rússar hafa fyrir löngu bundið endi á þær fordensur, sem voru fyrir innrásum Mongóla og heims- veldasmíð þeirra. Mongólaþjóð- in, sem áður var ein kraftmesta og harðsnúnasta þjóð veraldar, er nú kraftlítil og úrkynjuð, og hefir fremur fækkað en fjölgað á síðari öldum, ef þetta hefir ekki tekið breytingum á allra síðustu árum. Mörg hjónabönd voru alveg ófrjó, og algengt að hjónum fæddist aðeins eitt barn. Úrval kynstofnsins virðist fyrir löngu runnið inn í þær þjóðir, sem þeir fornu Mongólar lögðu undir sig. Hernaðaraðferðir þeirra verð- skulda hins vegar að þeim sé gaumur gefinn. Nú á dögum dett ur mönnum fyrst af öllu í hug sá ægilegi kostnaður, sem hern- aði ar samfara. Sérfróður maður um Vesturheimsmál telur að stríðið í Suður-Vietnam kosti álíka mikið árlega og að útrýma öllum fátæktarbælum og léleg- um húsum í sex milljónaborg- um. Mongólar þurftu enga banka að baki sér og engan her kostnað að greiða, það gerðu þeir sem herjað var á. Þeir lögðu sjálfir fram menn og hross og saumuðu tjöld eftir þörfum, höfðu með sér konur og börn og lifðu á þeim lönd- um, sem þeir fóru yfir. Þegar allt ætilegt var upp urið á ein- um stað, þá fluttu þeir sig á ann an. En stjórnkænsku kunnu þeir, þótt flestir væru ólæsir og óskrifandi. Menningarríkin og herir þeirra stóðust þeim ekki snúning. Þegar vér sjáum myndir af fornum hernaði, gefur að líta Jóhann Hannesson. in snilld hans. Það sem aðrir töldu -ómögulegt, taldi hann mögulegt, og hann færði sönn- ur á sitt mál. Svo mikla trölla- trú hafa menn á þessari aðferð, sem m.a. Viet Cong beitir nú, að þeir halda að hermenn þess- ir séu ósigrandi. Það hefir þó sannast á einum stað að svo þarf ekki að vera, en það mál skal ekki rætt hér. IV. Virðum nú fyrir oss þá miklu snilld, sem felst í hernaðarlegri hugsun Mao formanns. Ef hern aður verður rekinn hér á landi, má búast við einhverju sem lík- ist aðferðum skæruliða. En á hvaða hugsun er hér byggt? Til þess að bylting takist, verða tilteknar forséndur að vera fyrir hendi, og Kínafræð- ingurinn Fritzgerald og ýmsir með honum telja að þær hafi í Kína jafnan þurft að vera tvær. 1) Að bændur framkvæmdu byltinguna, en þeir hafa jafnan verið 80—90 af hundraði meðal þjóðarinnar. 2) Að menntamenn styddu hana, því að öðrum kosti vantaði kunnáttu til að stjórna. Þessar forsendur hafa tvisvar verið fyrir hendi í Kína, og tvær byltingar hafa verið sigursælár, Ming-byltingin og Mao-byltingin. En fjöldi ann- arra byltinga hafa mistekizt, ekki af því að kraftinn vantaði, heldur af því að vitið vantaði til að stjórna. Bylting gegn ríkjandi þjóð- félagi þarf að gerast í áföngum, og er fýrsti áfangi að lama stjórnir í ríkjandi þjóðfélagi unz menntamenn segja: Þeir geta ekki stjórnað, og almenningur fellst á það. En til þess þarf áþreifanlegar sannanir. Þessar sannanir færa skemmdarverka- menn með ýmsu móti. Hugsum oss skæruhernaðinn settan á ís- lenzkt svið hér í næsta nágrenni. Vér höfum dæmi um tvö verk sem unnin hafa verið á þann hátt, sem skæruherforingi vill að skemmdarverk séu unnin. Annað var sprenging hafmeyj- arinnar, hitt bruni tollskýlisins við Hafnarfjarðarveginn. Oss hafa engin tíðindi borizt af því að nokkur maður hafi sætt ábyrgð fyrir þá verknaði, en vera má að ákærur hafi verið felldar niður gegn þessum skemmdarverkamönnum, vera má að þeir hafi ekki fundizt. Er það síðara æskilegra í skæru- hernað’i, að þeir sem verkin vinna, „hverfi“ gersamlega og haldist horfnir. En enginn menntamaður hefir mælt þessu bót. Skæruhermenn hjá oss myndu ganga; lengra en sem svo að vinna svo barnaleg verk sem þessi. Þeir myndu sprengja í sundur olíugeyma, sprengja brúna yfir Elliðaárnar, hitaveitu leiðsluna á nokkrum stöðum og kaldavatnsleiðsluna. Þétta myndi þó ekki valda veruleg um vandræðum fyrst í stað, en ef þeir sprengdu líka rafleiðsl- una að austan á nokkrum stöð- um í senn, þá myndi hagur margra fara að versna. Meiri kvíðm myndi þó grípa um sig ef þeir rændu svo sem tíu auð- ugum mönnum og heimtuðu stór fé í lausnargjald. Ég sat einu sinni átveizlu með Kínverjum, flestum ókunnum mér, og skildi ekkert í hvers vegna mér var boðið til hennar. Seinna frétti ég ástæðuna. Kristniboðið átti lóð, sem ætluð var undir nýtt sjúkrahús, og greiddum við af henni skatta og skyldur lögum samkvæmt, og þar eð framkvæmdir gátu ekki hafizt meðan á stríðinu stóð, fengu Kínverjar að nota lóðina að vild til garðyrkju. Nú hafði landið í kring verið rækilega mælt upp, en að því loknu hafði mælingamönnunum verið mút- að „til að landið skyldi ekki vera til“, þ.e. að færa það ekki in á skýrslur, svo ríkið skyldi ekki krefja eigendur þess um skatt næstu áratugi, en þetla land var álíka verðmætt og lóðir í miðbænum hér í Reykj ivík. Þannig voru skattsvikin þar, og geta skattsvikarar vorir gert sér til skemmtunar að bera saman sín svik og þeirra. í þessari veizlu hitti ég auð- mann einn, og höfðu skærulið ar rænt föður hans og haft með sér upp í fjöll og héldu honum þar og heimtuðu ærið lausnar- gjald. Þeir höfðu fengið það, en slepptu samt ekki manninum en þá höfðu aðstandendur fengið lögreglulið og herlið til að hafa upp á „bandittunum". En eng- inn árangur varð af þeim leið- angri og kvartaði þessi höíðingi sáran yfir því hve léleg lögregl- an væri og herinn! Hann renndi ekki grun í að „skæruliðarnir" gátu hæglega verið bræður lög reglumannanna og hermann- anna! Hugsum oss að samá gerðist hér og svo sem tiu af okkar eigin „beztu“ skattsvikurum hefðu verið teknir og væru haldi hjá hundrað vel vopnuð- um bændum — og hópur af fast launamönnum ríkisins væri send ur á vettvang til að bjarga þess- um mönnum, og þú værir foringi fyrir liðinu, og meðal bænd- anna væru bráeður þínir og frændur, hvað myndir þú gera? Ég myndi sjálfur ekki vera vafa. — Mig grunar enn áð mér hafi verið boðið í þessa veizlu til þess eins að kynnast „rotn- un kapítalismans" þá og þegar á staðnum. En þetta; var í aðal- atriðum eins um allt landið. Á þessu stigi stefnir skæru- hernaðurinn aðeins að lömun þess gamla þjóðfélags, og það er furðu lítið sem þarf til að skapa öngþveiti. Menntamennirnir kinka kolli við þessu, skrifa blöð og deila á stjórnarvöld, her og lögreglu á þessu stigi máls- ins. • Skemmdarverkin draga stór- lega úr tekjum ríkisins, en auka útgjöld þess. Framkvæmdir drag ast saman. Og skæruhermenn þurfa vel að vita hvað skemma skal og hvað ekki. Þeir mega ekki vinna þau verk, sem setja almenning upp á móti þeim, því það er undir almenningi komið hvort þeim tekst að „hverfa" eða ekki. Margir þeirra unnu landbúnaðarstörf á daginn, en hin verkin á nóttunni. Þegar leit að var að „bandittum" að degi til, fundust auðvitað engir, held ur aðeins vinnandi menn á ökr- um og í matjurtagörðum. Lög- reglan gat því með góðri sa:n- vizku sagt að hún hafi ekki fundið neina. Að lýsa hinum stigunúm tveim.valdatökustiginu og stjórn unarstiginu, yrði hér of langt mál. Það liggur í augum uppi að svona skæruhernað er að- eins hægt að reka í eigin landi eða hjá mjög náskyldri þjóð, og helzt í þéttbýli, því að þar er auðveldara að „hverfa" og einnig auðveldara að ávinna nýja fylgismenn. En hér við bæt ast flóknari íþróttir, t.d. að ná vopnum frá her og lögreglu, halda uppi samböndum milli smáflokkanna og ná samræmi í aðgerðunum. Þótt byrjað hafi verið á að telja upp tvær aðalforsendur Kína (og þær eru svipaðar í öðrum löndum Asíu), þá eru forsendurnar miklu fleiri, marg- ar sálfræðilegs eðlis, aðrar þjóð félagslegar. Allsherjar upplaun er komin inn í þjóðfélögin, og flest gömul bönd hafa losnað. Margar Asíuþjóðir eiga ekki neitt sameiginlegt tungumál, sem téngir alla þjóðina saman, og engin allsherjar trúarbrögð heldur samræmt siðgæði, sem öllum er kennt. Hjá oss er ekki fjölmenni til nema á einum stað í landinu. Hjálpfýsi er frá fornu fari rótgróin hjá oss, og það nýja velferðarkerfi, sem skapað hefir verið á síðarí áratugum, er öflugt sameiningar band, sem menn vilja ekki missa. Flest félög vor eru til orðin af þörf eða nauðsyn, marn félagið er kunningjaþjóðfélag, með kost rm þess og göllum. Menn eru nátengdir og finni til ábyrgðar hver á öðrum, eins og einn góður læknir sagði fyrir nokkrum dögum. Vér öfundum ekki aðra af því að þeim geng- ur vel, en finnum til samúðar með þeim, sem verða fyrir sorg- um og mótlæti. Margir gera sér ljóst að ofbeldiskenndar bylt- ingar myndu ekki bæta lífslcjör vor, heldur spilla þeim stórlega. Vera má að lesandinn segi sem svo að hér ræði ég um veröld sem var á íslandi og liti of björtum augum á ástandið. Og það er að nokkru leyti rétt. Mörg af þessúm böndum eru einmitt um þessar mundir að losna, ekki sízt í uppeldinu, og suiús staðar í pólitíkinni. Sum- ir foreldrar eru furðanlega ábyrgðarlausir um afkvæmi sin, og sumir stjórnmálamenn vilja temja sér tungutak harðstjór- anna og skapa ótta meðal lands- manna — og ef á oss væri ráð- ist, myndu þeir skríða undir brynjufald óvinarins og herja á frændur og forna vini í skjóli hans. Ofbeldisaðferðir höfum í vér einnig lært, svo framarlega sem kvikmyndir og sjónvarp eru góð kennslutæki. Og það er einróma álit manna úr mörgum flokkum, að skattsvik séu hjá oss orðin óeðlilega útbreidd þjóðarsynd og mein, sem þarf að uppræta. Vel má vera að veik- ustu blettir vorir séu þar og á sviði uppeldismálanna, sem ekki megna að ávaxta það bezta í fornum arfi. Þess vegna er það ekki fánýtt að setja sig fordóms laust inn í það sem gerir blóð- ugar byltingar að raunveruleika, og athuga, ekki af óskhyggju, heldur af raunsæi hvort þjóð- félag vort er að taka þá sótt- kveikju, er veldur „Sygdomm- en til Döden" eins og Sören Kierkegaard segir — þann sjúk- dóm, sem dregur til dauða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.