Morgunblaðið - 06.11.1966, Side 5
Sunnuðagur 6. nóv. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
5
og taka Listamannaskálann fyrir hesthús
segir Helgi Bergmann, sem ætlar að fara að halda sýningu
Hrlgi Bergniann með alpahúfuna.
LÁGUR til hnésins, en hnell-
inn og mikill kraftakarl, enda
fæddur Ólsari, eins og þeir
Ólafsvíkingar eru nefndir.
Sjálfsagt hefur honum ein-
hverntíma verið í nöp við
Sandara, og þykir víst til siðs
þar vestra, þótt vafalaust hafi
andrúmsloftið breytzt til hins
betra, þegar vegur opnaðist
fyrir Ennið.
Alpahúfan hans er rauðleit,
krimsonrauð, myndu málarar
kalla það og farinn af henni
toppurinn.
Það er einnig lágt undir loft
í kjallaranum við Grundar-
stig, þar sem hann hefur
vinnustofu. en hann rekur sig
ekki uppundir. Maðurinn, sem
þarna vinnur og málar er
Helgi Bergmann íistmálari,
sem sumir hafa vegna útlits-
ins kallað Picassó íslands.
Hann er um þetta leyti að
halda málverkasýningu í sal-
arkynnum Góðtemplara, þar
sem undanfarið hefur verið
haldin slöngusýning.
Og við lögðum leið okkar
einn góðan góðveðursdaginn
upp á Grundarstig til að
rabba við þennan hnellna
málara, síungan og skemmti-
legan.
„Vertu hjartanlega velkom-
inn, eins og þeir segja í frétt-
unum í blaðinu, þar sem sam-
komuauglýsingar birtast. Eig-
um við að fá okkur kaffi?“
„Ég er nú ákaflega lítið
fyrir kaffi, en þakka þér
annars fyrir. Eigum við ekki
að láta nægja í þetta skipti
að rabba svolítið um mál-
verkin þín?“
— og taka Listamannaskálann
fyrir hesthús
„Jú, ég skal sýna þér þau
svona eitt af öðru, halda fyrir
þig undirbúningsmálverka-
sýningu — einkasýningu
hérna í kjallaranum. Hérna
er til dæmis málverk af víði-
hríslu. Víðirinn seiglast þetta
við að lifa í landinu, og það
er alltaf eitthvað bjart og
skemmtilegt við hann. Oftast
er hann smár, ekki hár í loft-
inu, en margur er knár, þótt
hann sé smár, og mátt þú
þekkja dæmin.
Svo er hérna stórt málverk
frá Þingvöllum, af Drekkingar
hyl. Það mótíf þykir mér allt-
af fallegt. Önnur er hér líka
af Hestagjá. Hún var grösug
þessi gjá, og eins og rétt í lag-
inu. Þar geymdu þingmenn
hesta sína frá stofnun Atþing-
is á Þingvelli og til þess tíma,
að það var flutt á mölina.
Nú er öldin önnur. Þingmenn
eru hættir að koma á þarfasta
þjóninum til þings. Annars
væri það ekki úr vegi, ef
þetta skvldi breytast, að taka
Listamannaskálann við hlið-
ina fyrir hesthús, hann er
varla til annars orðið nothæf-
ur. Og svo er nú Austurvöll-
ur handhægur, og ekki vanza-
laust fyrir þingmenn að taka
lengur upp bílastæði fyrir
Góðtemplurum.
Vitinn á Malararrifi
logar alltaf
Auðvitað hef ég málað
margar myndir frá Snæfells-
nesi, því veldur uppruninn.
Mér þykir vænt um Nesið, og
þótt ég sé Ólsari, þá er allt
mitt skyldfólk á Sandi og Rifi.
Ég hef málað á Stapa, og
sérðu þessa mynd frá hinni
björtu sumarnótt þar. Alveg
stórkostlegir litir á Nesinu.
Og vitinn á Malarrifi logar
alltaf í mínum myndum, og
færi betur að þeir vitaráða-
menn tækju mig til fyrir-
myndar um það.
Svo hef ég méíað á Húsa
vík, og þar kynntist ég árans
góðum gæja. Það var sprútt-
salinn á staðnum. en ég nefni
auðvitað engin nöfn.
Og hér kemur svo ein lítil
sjúkrasaga. Fékk eitt sinn í
magann, — þá kom Jón vinur
minn, sem þú sérð þarna við
dyrastafinn, mikill náttúru-
skoðari, — með meðal á
dropaglasi. f því var seyði af
Valhumli, sem þeir kölluðu
mellefoliu í gamla daga, og
það var segin saga, að mér
snarbatnaði. Þeir vissu, hvað
þeir sögðu þeir gömlu.
Rauðmagi með filter-
sígarettu í kjaftinum
En ég verð að víkja að Snæ-
fellsnesi aftur, því að þaðan á
ég svo margar minningar,
einkanlega frá bernsku minni.
Þá fór ég á rauðmaga, við
stungum hann í fjörunni, þar.
sem hann lá í fjörulónunum,
og frá þeim minningum mál-
aði ég þenna rauðmaga hérna.
Hann er að vísu svolítið frá-
brugðin þeim í lónunum, því
að hann er me'ð sígarettu í
kjaftinum, m. a. s. filtersígar-
ettu, Og sá rauði hefur ekki
endaskipti á þeim, eins og
sumir, sem stinga neðri end-
anum upp í sig, en kveikja
svo í filternum.
Hér kemur svo mynd af
eyðibýli heillakarlsins hans
Laxness, Bjarts í Sumarhús-
um. Ég kann vel við þann
karl, það mátti segja, að hann
væri bæði Sumarliði og Vet-
urliði í senn, og hafði gott vit
á hlutunum, og þeir voru
margvíslegir í hans ungdæmi.
Milljóneramynd af Flosagjá
Og nú sýni ég þér bráðum
ekki fleiri myndir, en hér er
þó mynd af Flosagjá, og þetta
er milljóneramynd, því að
þarna geturðu greint sumar
villurnar þeirra á ströndinni
allt út að Rauðukusunesi, þar
sem eitt sinn átti að standa
Norræna höllin, sem svo var'ð
úr að setja niður í Vatnsmýr-
inni, þar sem Kjarval vildi
reisa Sönghöllina. Kannske að
verði sungið í þessari höll
líka?
Og svo að síðustu skal ég
segja þér, að ég mála aldrei
eftir pöntun, mála aldrei af-
mælisgjafir eftir pöntun, og
það er ósatt, að ég noti nokk-
urntíma hörpusilki. En á síð-
ustu sýningu, sem ég hélt í
Kópavogi seldust allar mynd-
irnar, 33, upp á svipstundu, og
ég er að vona, að eins fari nú
þarna í Templarahöllinni,
enda verða þarna enn þá
stærri, fallegri og ódýrari mál
verk en þá, og þú mátt skila
hjartans kveðju minni til allra
aðdáenda minna og vina, og
það neðanmáls í ramma, a'ð ég
voni, að þeir verði nú ekki
of seinir sumir, eins og síðast,
að koma og kaupa.“
Og við göngum út úr hin-
um lágreista kjallara, endur-
nærðir af miklu litaflóði mál-
verkanna, skemmtilegheitun-
um í Picassó íslands, gengum
upp á efri hæðina þar sem
hann býr og drukkum einn
kaffibolla með Helga Berg-
mann. Hann segir það vera
svo hollt fyrir sáliná, andann
og holdið. Og yfir kaffiboll-
anum rissuðum við skyndi-
mynd af karli, en svona til
bragðbætis, bættum við hin-
um glataða toppi á alpahúf-
una. — Fr. P.
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Listamaðurinn stendur viS eitt málverka sinna niðri í kjallaranum, Milljóneramyndina.
Bræðrafélag
Hallgrímskirkju
Það var sú tíð, að kirkjulegt
Btarf fól ekki annað í sér eri
starf prestanna. Engin félagssam
tök unnu á vegum kirkju eða
safnaða. Nú er þetta mjög að
breytast. Fyrst var farið að
dæmi Dana og Norðmanna, að
stofna kristileg félög, sem stóðu
í óbeinu sambandi við kirkjuna,
en nú á seinni árum er meira
farið að amerískri fyrirmynd,
kyggja félagsheimili í kirkjun-
um eða við þær, og mynda sér-
stók félög í tengslum við söfnuð-
1 inn sjálfan. Nokkur reynsla er
fengin í þessum efnum hér á
' landi og í Evrópulöndunum er
þetta að verða ríkjandi fyrir-
komulag.
Skömmu eftir að Hallgríms-
söfnuður var stofnaður, varð til
Kvenfélag Hallgrímskirkju. Um
nokkurra ára skeið starfaði
æskulýðsfélag í söfnuðinum, en
það lagðist niður, meðal ann-
ars vegna húsnæðisskorts Kven-
félagið hefur hins vegar starfað
með miklum blóma, þrátt fyrir
húsnæðisskortinn.
Langt er síðan farið var að
ræða um stofnun bræðrafélags
Hallgrímskirkju. Slíkt félag get-
ur tekið að sér mörg og fjöl-
breytt verkefni. Ég hefi hér ekki
aðeins í huga byggingu hinnar
miklu og fögru minningarkirkju,
heldur ýmiskonar menningar og
uppbyggingarstarf. Dálítið hefir
veiið að því gert á undanförn-
um árum að hafa kirkjukvöld
með fræðilegu og listrænu efni
á vegum kirkjunnar. Og Kven-
félagið hefir hugsað um meira
en fjársöfnun. Fundarefni lið-
inna vetra sýna það bezt, að fé-
lagið hefir látið sér annt um
fræðslu og skemmtun af því tagi
sem menntar og gleður í senn.
I Enda þótt það starf, sem hér
hefir verið minnzt á, hafi óefað
| gert sitt gagn, er full þörf á
bræðrafélagi með sínum sér-
i stöku verkefnum. Fyrir tveim
árum var stigið fyrsta skrefið
í þá átt að stofna slíkt félag, en
ýmsra orsaka vegna hefir ekki
orðið að formlegri stofnun fyrr
en nú. Fundur verður haldinn í
Hallgrímskirkju í kvöld (sunnu-
dag). kl. 8.30. Söfnuðurinn er
stór, og enn stærri sá hópur, sem
hugsar vel til séra Hallgríms.
Kynslóðir koma og fara. Marg
ir þeirra, sem báru hita og þunga
dagsins fyrir aldarfjórðungi,
hafa nú horfið til feðra sinna. Ný
kynslóð er að taka við. Þess
vegna er það þýðingarmikið, að
ungir menn finni sem fyrst, hvað
á þeirra herðum hvílir, og láti
ekki þau verkefni verða út und-
an, sem andleg menning þjóð-
arinnar hvílir á. Mér þykir það
góðs viti, að meðal þeirra, sem
standa að stofnun hins væntan-
lega bræðrafélags Hallgríms-
kirkju, eru ungir menn. Frum-
mælandinn er lögfræðistúdent,
, sem kynnzt hefir kirkjulegu
I starfi í öðru landi og hefir hug
| á að efla samtök yngri
kynslóðarinnar í þágu
kirkjunnar. Þessi ungi
maður hefir verið fermdur í Hall-
grímskirkju, og það gefur mér
tilefni til að „láta orðið ganga“
til annarra, sem þar hafa fermzt
á undanförnum árum — og sömu
leiðis til fermingarbarna minna
frá þeim árum, er Hallgríms-
kirkja var ekki til orðin nema
sem hugmynd — ég vildi geta
hvatt þá til að koma á fundinn
g taka þátt í því verki, sem
framundan cr.
Guð gefi, að það skref, sem nú
er verið að stíga, verði til bless-
unar fyrir samtíð og framtíð
Gerizt meðlimir í bræðrafé-
lagi Hallgrímskirkju og hvetjið
vini yðar tl að gera slíkt hið
sama, bæði ungir og gamlir.
Jakob Jonsson.
*■