Morgunblaðið - 06.11.1966, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
i
Sunnudagur 6. nóv. 1966
Samtal við IViargréti og Þórberg Þórðarson um Baltiku-ferðina
SJÁ HVERSU ILLAN ENDA...
EINS OG kunnugt er, hefur
ferð Baltiku til Miðjarðarhafs-
landa vakið athygli og allmikið
umtal hér á landi. Ýmsir far-
þega hafa lýst ánægju sinni yf-
ir ferðinni, en aðrir hafa verið
miður ánægðir. Meðal farþeg-
anna var Þórbergur Þórðarson,
rithöfundur, og frú Margrét,
kona hans, og sögðu þau mér að
þeim léki mikill hugur á að
koma á framfæri skoðunum sín-
tun á þessu umtalaða ferðalagi.
Af þeim sökum heimsótti ég
þau hjón. Við sátum saman eins
og í gamla daga, þegar Kompan-
íið varð til, í Unnskiptinga-
stofu Þórbergs. Og þá fannst
mér allt eins og áður var. Mér
þótti ekki ástæða til að grípa
fram í frásögn þeirra og fer hún
hér á eftir:
Margrét: Það er þá bezt að
byrja á upphafinu. Við ætluð-
um aldrei að fara í þessa ferð,
en þegar við í ágúst síðastliðn-
um sáum auglýsingu í Morgun-
blaðinu þess efnis að tvær koj-
ur væru lausar í skipinu, sagði
ég við Þórberg: „Eigum við
ekki að skella okkur í þetta
ferðalag að gamni?“ Þórberg-
ur varð hugsi, en mig sárlang-
aði að fara.
Þórbergur: Margrét hafði
lengi alið sjúklega löngun til að
komast til Aþenu. Við vorum
rétt komin þangað fyrir þrem-
ur árum, en þá var hitinn svo
mikill að þar var ekki líft, svo
við hættum við förina og vor-
um þó stödd í Búlgaríu.
Margrét: Ég hringdi til Ragn-
ars Ingólfssonar, formanns kórs
ins, og spurði um kojurnar. „Jú,
þið getið fengið þær, en þær
eru í sitt hvoru herbergi og í
fjögurra manna klefum“. „Skítt
með það“, segi ég, „við getum
haldið út að sofa ekki saman í
fimm vikur, ef vel fer um okk-
ur að öðru leyti“. Hann gefur
mér í skyn að svo muni verða,
og veit ég ekki annað en þetta
séu óaðfinnanlegir klefar — og
aðbúnaður sé svipaður í öllu
skipinu. Mér datt því ekki í hug
að spyrja um jafnsjálfsagðan
hlut og það, hvort í herbergj-
unum væri vatn, vaskur eða
klæðaskápur. Ég hef aldrei far-
jð með skipi, sem hefur ekki
haft upp á þetta að bjóða. Við
athuguðum ekki heldur teikn-
ingu af skipinu, sem okkur var
send tveimur dögum, áður en
það lagði úr höfn.
Þórbergur: Enda engin teikn-
ing af vatnskerfi skipsins.
Margrét: Þó þær upplýsingar,
sem við höfðum fengið væru
réttar, að maður gæti verið
hvar sem var í skipinu, á hvor-
um barnum sem var —
Þórbergur: — á hvaða dekki
og hvar á dekkinu sem var —
Margrét: — og sundlaugin
væri jafnt fyrir alla, þá var að-
búnaður í neðstu klefunum fyr-
ir neðan allar hellur.
Við vorum með þeim fyrstu
sem stigu um borð í Baltiku,
fórum með fyrri ferð Akra-
borgar —
Þórbergur: — því skipið risti
of djúpt til að leggjast að
bryggju.
Margrét: Það fyrsta sem gert
var, þegar við komum um borð,
var að vísa okkur í klefana —
og þá kom í ljós að við vorum
hvorki meira né minna en á
neðsta farrými, sitt hvoru meg-
in á sama gangi eins og ég
sagði.
Þórbergur: Og klefarnir voru
niður undir kili.
Margrét: Á neðsta dekki, G-
dekki. Það var ekki einu sinni
hægt að opna glugga, því ekki
hefði þurft mikla ágjöf til að
sjór gengi inn um þá. Jæja,
þegar ég kem inn í klefann,
bregður mér svo við, að ég
hrökklast aftur á bak og segi:
„Guð í himnaríki, hvað er þetta
sem manni er boðið upp á!“
Þá heyri ég feiknalegan háv-
aða og rifrildi úr næsta klefa
við hliðina, og þar eru þá kon-
ur sem einnig eru að fárast yfir
því, hvers konar klefaræksni
þetta sé, sem þær eigi að búa í.
Ég heyrði eina konu segja háum
rómi, að réttast væii að fara í
land með Akraborginni strax
aftur og hætta við ferðalagið,
og furðaði mig ekki á því, þegar
ég fór að litast nánar um í mín-
um klefa. Þetta voru ekki
mannabústaðir sem okkur voru
ætlaðir.
Þórbergur: Margrétar klefi
var tvær rúmlengdir og hálf
borðbreidd —
Margrét: — því önnur kojan
skagaði út með miðju borðinu.
Út við glugga hjá borðinu var
örlítill skápur, þar sem björg-
unarbelti voru geymd, og hefði
ekki verið viðlit að komast í
skápinn, ef við hefðum þurft á
beltunum að halda, nema með
því að príla upp á borð.
Þórbergur: Klefinn, sem ég
var í, var lítið eitt lengri en
klefi Margrétar. Þar var skáp-
ur, sem þó var ekki hægt að
geyma í föt, en á veggnum á
móti rúmunum voru sex snag-
ar. og á þá hengdum við fötin
okkar. Þar var ekki heldur
vatn og enginn vaskur. Til að
komast á klósett, eða hella úr
íláti, varð maður að fara upp á
næstu hæð fyrir ofan. Mér þótti
það því ekkert tilhlökkunar-
efni að ganga til kukks. Ef ég
þurfti að skola, þó ekki væri
nema glas, varð ég að fara upp
á loft, þangað til ég uppgötv-
aði að hægt var að hella úr
glasinu í koppinn minn, sem
var í litlum skáp undir rúminu.
Glugga var ekki hægt að
opna, en niður um loftið voru
tvö loftgöt, sem talsverður gust
ur kom gegnum. Á borðinu stóð
þyrla eða vifta, sem vann prýði-
lega sitt verk, og ég held næst-
um því, að hún hafi bjargað
lífi okkar, og ég var búinn að
fá ást á henni og dáðist að þess-
um hljóða hjálparengli þarna á
borðinu. Sú lét ekki mikið yfir
við allsberir undir einu laki.
Og yfirlæknirinn sagði að mesta
mildi væri, að fólkið varð ekki
veikt af að búa svo lengi við
þessar þröngu aðstæður.
Margrét: Það sem okkur öll-
um, sem lentum í þessum 34
neðstu klefum, sárnaði mest
var, að við skyldum þurfa að
borga langsamlega hæstu gjöld,
tiltölulega — og vera blekkt
strax og við keyptum miðana,
með því að okkur var ekki
sagt um þá vankanta, sem á
herbergjunum eru. Ef það hefði
verið gert, þá hefðum við Þór-
bergur aldrei farið í þessa ferð.
Þórbergur: En því var haldið
leyndu fyrir okkur, hvernig
klefarnir voru —
Margrét: Og ekki aðeins okk-
ur, heldur öllum sem voru í
þessum 34 klefum, sem annað
hvort voru fjögurra manna
klefar, eða sex manna.
Það, sem bjargaði mér eins
og Þórbergi, var að konurnar,
sem voru með mér í klefanum,
gátu ekki betri verið né
sér (!) Við vorum þarna fjórir
og voru samherbergismenn mín
ir allt fyrsta flokks ferðafélag-
ar. Þess vegna var samkomulag-
ið gott og viðræður skemmti-
legar, og það bjargaði nokkru.
En hitinn var, þrátt fyrir loft-
götin og goluna frá þyrlunni,
oft og einatt svo óskaplegur,
meðan við sigldum um Miðjarð-
arhafið, að maður fékk hálf-
gerða köfnunartilfinningu, þeg-
ar komið var inn í herbergið,
og datt mér ekki annað í hug
en ég væri dauður af heila-
blóðfalli marga morgnana þeg-
ar ég vaknaði, því allar æðar
stóðu á blístri og allar taugar
pipruðu. Og ég er nú farinn að
halda síðan, að æðarnóir í mér
séu ekki mjög stökkar, enda er
ég kominn af Steini Þórðarsyni
sem varð 93 ára og dó úr engu.
En við smávöndumst þessu, og
ég hef hvergi sofið betur en
þarna, og það var vegna þess
að hitinn dauðrotaði okkur.
Tveir klefafélagar mínir
sváfu sturidum uppi á dekki,
þeir treystu sér ekki til að vera
niðri vegna hitasvækjunnar.
Annar var mjólkurfræðingur og
hinn forstjóri Samvinnutrygg-
inga á ísafirði.
Lengst af meðan við sigldum
eftir Miðjarðarhafinu sváfum
skemmtilegri. En varla hefur
það verið þeim að þakka, sem
skipulögðu ferðina. Það leið
varla sá dagur að við töluðum
ekki um, hvernig við höfðum
verið blekktar, og svo gramd-
ist okkur ennþá meira, þegar
við sáum aðra klefa á hæðun-
um fyrir ofan, þar sem var
bæði vatn og vaskur, stór
klæðaskápur, sófi og hæginda-
stóll og ljós fyrir ofan hverja
koju, svo fólk gat lesið í kojun-
um. Hjá okkur var ekkert
ljós —
Þórbergur: — jú, í loftinu,
þar voru tvær perur —
Margréf: — í loftinu, auðvit-
að var ljós þar, en ég sagði að
ekkert ljós hefði verið fyrir of-
an kojurnar. En farþegarnir á
efri hæðunum borguðu að-
eins þúsund krónum íslenzkum
meira í fargjald en við sem
bjuggum í Víti, sem við köllum
svo.
Þórbergur: Og stundum var
þessi afkimi kallaður helvíti.
Margrét: Svíturnar tvær
kostuðu 80 þúsund krónur hvor,
en fjögurra manna skitaskons-
urnar 101.200,00 krónur, eða
25.300,00 á mann.
Þegar ég stóð fyrir utan
klefadyrnar mínar og gat varla
hugsað mér að fara inn til að
eiga þarna heima í fimm vikur,
■v
bar þar að formann kórsins og
ég rauk á hann, öskureið, sló
saman hnefunum og sagði. „Ég
heimta að við fáum strax end-
urgreitt eitthvað af fargjald-
inu“. „Það er engin leið“ sagði
hann „ég get ekki bætt þannig
úr því, ég verð þá heldur að
hækka við hina. Við ráðum
ekki verðinu á kojunum, það
eru Rússarnir, sem ákveða
verðið“. Þá sagði ég: „Nei, nú
er einum of langt gengið, þetta
þarf ekki að segja mér, Rúss-
arnir leigja ykkur skipið fyrir
vissa upphæð og svo ákveðið
þið, hvað hver koja á að kosta“.
Og svo sagði ég: „Heldurðu að
þið bættuð úr skák fyrir mér,
þó þið hækkuðuð við hina“.
Þriðja daginn heyrðum við
því fleygt, að karlakórinn hefði
sent tvo menn til Leningrað að
að skoða skipið, áður en það
yrði tekið á leigu. Þá segi ég
við þetta fólk, sem sagði mér.
„Getur það átt sér stað?“ Já,
er mér svarað. Það er alveg
rétt. „Hverjir voru það?“ spyr
ég. „Það voru Ragnar Ingólfs-
son og Kjartan Helgason, for-
stjóri Landsýnar“.
Nokkru seinna sama dag
mæti ég Kjartani á einum
ganginum og segi við hann eins
neyðarlega og ég gat, „Segðu
mér eitt Kftartan, ég hef heyrt
því fleygt, að tveir menn hafi
flogið til Leningrað til þess að
skoða skipið. Er það rétt?“
Hann verður vandræðalegur og
svarar. „Jú, það er rétt“.
„Hverjir voru það, sem sendir
voru?“ spyr ég. „Það var ég og
hann Ragnar" svarar hann.
„Hvernig í ósköpunum getið
þið verið þekktir fyrir að við-
urkenna, að þið hafið leigt
skipið fyrir svona margt fólk,
eftir að hafa skoðað það?“ spyr
ég enn. Þá bregzt hann reiður
við og segir. „Ja, við gátum
ekki skoðað hverja vistarveru'
í skipinu". Þá segi ég. „Þess
gerðist ekki heldur þörf að
skoða hverja vistarveru. Þið
þurftuð ekki annað en skoða
einn eða tvo klefa á hverju
farrými, og þannig var hægt að
fá heildarsýn yfir ástand skips-
ins“. Hann varð ókvæða við.
Þessu til viðbótar get ég sagt,
að ég hafði orð á því við einn
af rússnesku yfirmönnunum, að
þessir 34 klefar væru ekki
mönnum bjóðandi í svo langt
ferðalag, heldur væru þeir fyrir
húsdýr. „This is for animals,
but not for men“, sagði ég við
hann. Hann var alveg á sama
máli.
Seinna spurði ég annan
Rússa: „Eru þessir klefar yfir-
leitt notaðir í venjulegum áætl-
unarferðum ykkar frá Lenin-
grað til London?" „Já“ svaraði
hann, „fyrir stúdenta og fólk
sem hefur lítil fjárráð. Enda
taka þau ferðalög ekki lengri