Morgunblaðið - 06.11.1966, Qupperneq 31
Sunnudagur 6. nóv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
31
Jasstríó Paul Bley
í Jassklúbhnum
Á MÁNUD AGSKV ÖLDIÐ n.k.
mun tríó Paul Bley leika hér í
Jazzklúbb Reykjavíkur í Tjarn-
arbúS. Paul Bley er einn af
helztu forsvarsmönnum píanó-
leikara, sem tilheyra hinni svo-
kölluðu „avant-garde" stefnu í
jassinum. Með honum leika hér
bassaleikarinn M. E. Bevinson
og trommarinn Barry Altshul.
Paul Bley þykir mjög góður
píanóleikari, og sést það bezt
Verkfallið
við Búrfell
Engir viðræðuíundir
VERKFALL stendur nú yfir
við Búrfellsvirkjun og hófst það
í gær og mun standa til þriðju-
dagskvölds. Ennfremur hefir
vinnuveitendum verið tilkynnt,
að hafi ekki verið samið fyrir
miðjan nóvember verði verkfall
aftur dagana 14. og 15. nóvem-
ber.
Engir samningafundir hafa
verið boðaðir. Baðið spurði
Björgvin Sigurðsson framkv.stj.
Vinnuveitendasambandsins um
hvað væri því valdandi að ekki
væru viðræðufundir í deilu
þessari.
Björgvin Sigurðsson sagði að
það kæmi Vinnuveitendasam-
bandinu á óvart, en svo virtist
sem viðsemjendur þeirra hefðu
um þessar mundir öðrum hnöpp
um að hneppa en sitja á samn-
ingafundum viQ vinnuveitend-
ur.
Námskeið fyrir
leiðsögumenn
ÁKVEÐIÐ er að efna til
námskeiðs fyrir leiðsögumenn
erlendra ferðamanna, sem ferð-
ast hingað til lands. Kennsla
í leiðsögn fer fram á ensku og
íslenzku jöfnum höndum
Kennslan er utan venjulegs
vinnutima, en þó ekki á kvöld-
in.
Helztu ferðámannaleiðum um
landið verða gerð skil á nám-
skeiði þessu.
Forstöðumenn námskeiðs-
ins eru Kristján Arngrimsson
og Kristján Jónsson, en þeir
eru báðir reyndir leiðsögumenn
erlendra ferðamanna hér á
landi.
á því að jafn frægir menn sem
Mingus, Jimmy Guiffre og Orn-
ette Coleman hafa fengið hann
til þéss að leika í hljómsveitum
sínum.
Bley er Kanadamaður, en for-
eldrar hans voru evrópskir inti-
flytjendur. Hann byrjaði ungur
að fást við músikina. 5 ára að
aldri hóf hann fiðlunám, og 2
árum síðar sneri hann sér að
píanóinu, og hefur hann haldið
sér að mestu við það síðan.
Hann er fæddur 10 nóvember
1932 í Montreal í Kanada. Hann
fór fyrst að láta verulega að sér
kveða sem tónlistarmaður 12 ára
að aldri, en þá hafði hann stofn
að eigin hljómsveit. Og hróður
hans jókst jafnt og þétt sem ár-
in hurfu fleiri í aldanna skaut,
og liðlega tvítugur var hann tal
inn leiðandi jasspíanisti Kanada
Pollyanna
bók fyrir
telpur
TELPNABÓKIN „Pollyanna", eft
ir Eleanor H. Porter, er nú kom-
in út aftur í íslenzkri þýðingu
Freysteins Gunnarssonar, fyrr-
verandi skólastjóra. í undirtitli
segir að telpan sú hafi komið
öllum i gott skap, enda hefur bók
in orðið mjög vinsæl meðal
þeirra lesenda, sem hún er ætluð.
Mottó bókarinnar er: „Því gleð
in er það bezta, sem veröldin á
til“. — Bókin er 219 bls. að stær'ð.
Útgefandi er Bókfellsútgáfan.
*■■■■■■>■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
I Þeim að
þakka
; ÞEGAR piparsveinninn Char
| les Burgess lézt í Boston átt-
; ræður að aldri, arfleiddi hann
1 að öllum eignum sínum, sem
; námu 700.000 dollurum, þrjár
Z gamlar frúr, sem hann hafði
; beðið að giftast sér 55 árum
I áður en árangurslaust. „Þeim
; er að þakka sá friður og sú
; kyrrð, sem ríkt hefur í lífi
mínu“.
Innritun á námskeið þetta og
upplýsingar eru veittar í síma
30485 dagana 7.-12. þ.m.
Ætlað er að námskeiðið
standi frá 14. nóv. til 3. des.
n.k.
— Úr ýmsum áttum
Framhald af bls. 16
járnbrautarstöðvum og raunar
allsstaðar þar sem búast má
við margmenni.
Þetta hefur lagt byrðar á
herðar viðurkenndra gler-
augnasmiða. Þeim berast þús-
undir hjálparbeiðna, svo flest-
ir þeirra taka þann kostinn
að sinna aðeins pöntunum frá
viðurkenndum augnasérfræð-
ingum — en slíkir sérfræð-
ingar krefjast hærra gjalds
fyrir þjónustu sína en er á
færi hins almenna Indverja
að greiða.
Indlandsstjórn hefur farið
þess á leit við öll ríki lands-
ins að þau reyni að gera alla
hómópata í gleraugnasmíði
útlæga, og í athugun er lög-
gjöf til þess að stuðla að bar-
áttu gegn augnsjúkdómum.
En þangað til landið hefur
á að skipa nægum fjölda
menntaðra gleraugnasmiða
munu gangstéttaslípararnir
halda áfram að hafa nóg að
gera.
— Stuðlar, strik
Framhald af bls. 23
er Goethe og Beethoven gengu
saman um götur Carlsbad og
fólk hneigði sig og heilsaði með
virktum en Goethe kvartaði og
sagði við Beethoven: „Aldrei
er maður laus við þetta bölvað
bukt og beygingar“, en tón-
skáldið brosti við og sagði:
„Kærið yður kollóttan, menn
gætu allt eins vel verið að
bukka sig og beygja fyrir iner“.
G.oethe hafði eins og áður
sagði, ákveðnar skoðanir á
flestu milli himins og jarðar.
lærdómi, lífinu eftir dauðann,
kímni, harmleikum, Englend-
ingum og trúmálum og óllu þar
á milli. Hann var lítið hrifinn
af tóbaki og sagði að reykinga-
menn gætu ekki hugsað skýrt
eða skrifað af viti og um bjór-
inn sagði skáldið: „hann þykkir
blóðið og eykur um allan helm-
ing hin forheimskandi áhrif
tóbaksins".
Johann Wolfgang Goethe lifði
langa ævi og iðjusama og lézt
loks í marzmánuði 1832, 83 ára
gamall. Mælsku sinni hélt
hann fram á banabeð og sagan
hermir okkur að síðustu orð
hans hafi hann mælt til þjóns
síns, Friðriks, og sagt: „Dragðu
frá gluggunum svo það verði
I bjartara hér inni“.
Ályktun útvegsmanna
félags Reykjavíkur
Paul Bley
eftir að Oscar Peterson hafði
horfið þaðan aftur til heim-
kynna sinna fyrir vestan landa-
mærin.
Síðan hélt hann til New York
og hóf nám í tónfræði og hljóm
sveitarstjórn í hinum fræga
Juilliard-tónlistarskóla þar.
Hann gerði sína fyrstu hljóm-
plötu árið 1953, en um fimm
ára skeið eftir það lék hann
aðallega á vesturströndinni. Um
tíma árið 1958 stjórnaði hann
kvartett, sem Ornette Coleman
tók síðan að sér, og hefur ver-
ið með síðan. Hann hefur leikið
með eigin kvartettum og tríóum
síðan 1964.
MBL. hafa borizt eftirfarandi
frá Útvegsmannafélagi Reykja-
víkur:
Félagið mótmælir mjög ein-
dregið framkomnum hugmynd-
um um opnun landhelginnar
fyrir togveiðum frá því sem nú
er,' sérstaklega fyrir úthafsskip
(togarana). Telur félagið hina
miklu og því nær óyfirstíganlegu
örðugleika hinna smærri báta,
sem meðal annars stafa af minnk i
andi íiskiríi, vera gerða meiri
með slíkum aðgerðum.
Öll rök falla í þá átt, að meiri
ágengni á fiskistofninn innan
landhelginnar en nú er, sé ekki
heppileg.
Fundur í Útvegsmannafélagi
Reykjavíkur, haldinn 3. nóv.
mótmælir harðlega frumvarpi um
verðjöfnunargjald á veiðarfær-
um, sem komið er fram á Al-
þingi, þar sem lagt er til að lagð-
ur verði 2% innflutningstollur á
innflutt veiðarfæri. Útvegurinn
er þegar hlaðinn tollum og skött-
um og hefur enga getu til þess
að taka á sig aukin útgjöld.
Fundurinn skorar á Alþingi að
fella þetta frumvarp.
Fundur haldinn í Útvegs-
mannafélagi Reykjavíkur 3. 11.
1966, lýsir undrun sinni og
óánægju með vinnubrögð vél-
bátaútgerðarnefndar og sjávarút-
vegsmálaráðherra. Telur fundur-
inn, að þó farið væri eftir til-
j lögum nefndarinnar, þá séu það
algerlega ófullnægjandi úrræði
til að mæta þeim gegndarlausu
hækkunum, sem orðið hafa á út-
gerðarkostnaði; einnig lýsir fund
urinn undrun sinni á þvi pukri,
sem sjávarútvegsmálaráðherra
hefur haft á um meðferð þessa
máls.
Ennfremur lýsir fundurinn
megnri óánægju sinni á þeirri
rikisstjórn, sem byrjar nýhafin
þingstörf með því að bera fram
frumvarp til laga um nýjar álög-
ur á sjávarútveginn, í stað þess
að gera tilraun til að finna hon-
uní viðunandi starfsgrundvöll.
í Útvegsmannafélagi Reykja-
víkur eru 40 virkir félagar en á
fundi þeim, sem þessar ályktanir
voru gerðar, voru 23.
Þinghúsið í Washington.
— Kosningar
Framhald af bls. 12
viða látið til sín taka til stuðn
ings frambjóðendum demókrata
Sagt er að Kennedy hafi hug
á forsetaembættinu, annað
hvort 1968 eða 1972, og vilji með
stuðningi sínum nú tryggja
fylgi frambjóðendanna við fram
boð sitt þá. En sjálfur hefur
hann lýst því yfir að hann
sækist ekki eftir að láta af nú-
verandi embætti sem hann á að
gegna þar til árið 1970.
Repúblíkanar hafa einnig
teflft fram sínum sterkustu
mönnum þar sem þeir hafa á-
litið þörfina mesta. Má þar
benda á Richard Nixon, fyrr
um varaforseta, sem hvergi er
í framboði, hefur verið á stöð
ugu ferðalagi og flutt ótal ræð
ur og ávörp til stuðnings fram
bjóðendum flokksins. Hvort það
hefur svo áhrif á það hver
verður forsetaefni flokksins
1968 skal látið ósagt.
EINSTAKT FRAMBOÐ
Um einstaka framboð í þess
um kosningum má lengi ræða.
En sum kjördæmi draga að
sér meiri athygli en önnur, og
skulu nokkur þeirra talin hér.
1 New York beinist athyglin
aðallega að ríkisstjórakosn-
ingunum. Eins og fyrr segir er
þar um baráttu að ræða milli
Rockefellers ríkisstjóra og
O'Connors, frambjóðenda demó
krata, um ríkisstjóraembættið.
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum er O'Connor líklegri
til sigurs, en erfitt er að spá
um hver áhrif smáflokkarnir
j hafa á framboðið. Robert Kenn
edy er eindreginn stuðnings-
maður 0‘Connors, og kann það
að ráða nokkru um úrslitin.
í Massachusetts er háð hörð
barátta um Öldungadeildarþing
sætið. Frambjóðandi repúblí-
kana er Edward Brooke, og er
hann talinn líklegri til sigurs
en frambjóðandi demókrata,
Endicott Peabody, fyrrum ríkis
stjóri. Rætist þær spár, verður
Brooke fyrsti blökkumaðurinn
sem hlýtur sæti í Öldungardeild
inni í nærri 100 ár.
I Illinois er frambjóðandi rep
úblíkana Charles Percy, talinn
líklegri til sigurs en frambjóð-
andi demókrata, Paul Douglas,
þrátt fyrir stuðning Kennedy.s
og Humphreys varaforseta við
þann síðarnefnda.
Öruggt er talið að George
Romney verði endurkjörinn
ríkisstjóri Michigan. Óg ef sigur
inn verður mikill gæti það haft
áhrif á það hvort hann verður
frambjóðandi repúblíkana við
næstu forsetakosningar.
George Wallace núverandi
ríkisstjóri Alabama, hefur verið
í heimsfréttum oft að undan-
förnu vegna blökkumannaof-
sókna. En hann má ekki lengur
samkvæmt lögum, gegna ríkis
stjóraembætti. Þess vegna fann
hann upp á því snilldarbragði
að hafa eiginkonu sína, frú
Lurleen Wallace, í framboði og
er hún talin örugg um sigur.
En George hefur lýst því yfir
að þótt kona hans verði kjör
inn muni það engu breyta, hann
haldi áfram um stjórnartaum-
ana.
Samkeppnin um ríkisstjóra-
embættið í Arkansas er hörð, og
erfitt að spá hvor sigrar. Win-
throp Rockefeller, frambjóð-
andi repúbíkana, eða Jim John
son, frambjóðandi demókrata.
Demókratar hafa ráðið þarna
ríkjum að undanförnu, og er
talið sennilegra að þeir haldi
völdum, þrátt fyrir ötula bar-
áttu Rockefelleís.
í Kaliforniu beinast allra
augu ao baráttunni um ríkis-
stjóraembættið. Nuverandi ríkis
stjóri er Edmund „Pat“ Brown,
sem býður sig fram í þriðja
skipti fyrir demókrata. And-
stæðingur hans er Ronald Regan
fyrrum kvikmyndaleikari fram
bjóðandi hægri arms repúbli-
kana og fylgismaður Goldwat-
ers. Skoðanakannanir benda til
að Regan muni sigra þrátt fyrir
það þótt Johnson forseti komi
til Kaliforníu til að berjast fyr
ir Brown.
En hvað sem skoðanakann-
anir segja er eitt víst. Alltaf eru
margir kjósendur í óvissu þar
til á síðustu stundu, og úrslit
kosninganna verða ekki kunn
fyrr en atkvæði hafa verið tal
in. Hvergi í Bandaríkjunum er
málum þannig háttað að ein-
hver einn flokkur geti fyrir-
fram verið viss um 99,99% at-
kvæða, eins og sumstaðar tíðk
ast. Jafnvel þeir, sem í dag eru
taldir öruggir að ná kosningu
á þriðjudaginn, geta fengið hin
ar hörmulegustu útreið í kosn
ingunum, ef kjósendum sýnist.
Því þar eru það kjósendur sem
ráða.
b. L