Morgunblaðið - 16.11.1966, Page 2

Morgunblaðið - 16.11.1966, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 Sovétmenn efstir á Havanomótinu ÓLYMPÍUMEISTARARNIR í skák, Sovétmenn, hafa nú tryggt það, að þer halda titlin- um, en þeir unnu í gær og fyrra- dag aðalandstæðing sinn á Hav- ana-mótinu, Bandaríkin, með 2!4 vinning gegn VÆ, en keppni milli þessara tveggja þjóða var frestað vegna ágrcinings milli landanna. Michael Tal vann Robert Byrne auðveldlega, en jafntefli varð milli Pals Benkö og Rússans Stein í 21. leik. Á fyrsta borði og hinu fjórða urðu jafntefli, en á þeim tefldu fyrir Bandaríkin Bobby Fischer og Larry Evans, en fyrir Rússa Spassky og Pol- ugajevsky. Noregur vann í fyrsta sinn í A- flokki, en þá átti hann vfð Kúbu. Lauk viðureigninni 2!ú gegn 1% Noregi í vil. Eins og áður er komið fram í fréttum skildu íslendingar og Rúmenar jafnir, 2 íegn 2. Staðan eftir 9 umferðir er því þannig: 1. Sovétríkin 26% 2. Bandaríkin 25 3. Júgóslavía 22% 4. Ungverjaland 22 5. Búlgaría 20% .—7. Argentína 20 .—7. Tékkóslóvakía 20 8. Rúmenía 19% 9. A-Þýzkaland 15 10. Danmörk 14% 11. ísland 14 12. Spánn 13% 13. Noregur 10% 14. Kúba 8% Færð fór versnandi - er byl gerði v'iða um landið i fyrrinött TÖLUVERÐUR bylur var víða um landið í fyrrinótt, og hafði það í för með sér að færð versn- aði mjög og þjóðvegir tepptust. Þó var sæmilegasta færð í gær um Suðurland, austur um þrengslin en Hellisheiðin lokað- ist. f nágrenni Reykjavíkur var mjög mikil hálka og t. d. fóru nokkrir bílar út af veginum á Reykjanesbraut, og eins á Arn- ameshæð í Kópavogi. Vesturlandsvegur var nokkuð greiðfær upp í Borgarfjörð, og stórum bílum var fært vestur í Dali. Á Snæfellsnesi var blind- bylur í gærmorun, og voru þar allir fjallvegir að lokast. Á Vest- fjörðum var ástandið svipað og að undanförnu — allir fjallvegir lokaðir, en þokkaleg færð í bygð. Mikill bylur var á Holtavörðu- heiði og í Fornahvammi í gær- morgun, og heiðin lokuð. Vélar voru þó komnar á staðinn strax um morguninn, og var beðið á- tekta eftir því, veður skánaði til þess að ryðja mætti heiðina. Að öðru leyti var Norðurlandsvegur nokkuð greiðfær allt til Akur- eyrar, nema hvað mikill snjór er á Öxnadalsheiði, og er hún Auglýsendur athugið! Auglýsingaskrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h. virka daga, nema laugardaga frá kl. 9—12. —★— Handrit að auglýsingum þurfa að hafa borizt aug- lýsingaskrifstofunni fyrir hádegi DAGINN ÁÐUR en þær eiga að birtast. —★— Handrit að STÓRUM AUGLÝSINGUM, sem birtast eiga í SUNNU- DAGSBLAÐI þurfa að hafa borÍ7* auglýsinga- skrifstofunni FYRIR KL. 5 Á FIMMTUDEGI, en handrit að smærri aug lýsingum í síðasta lagi kl. 4 á föstudögum. Myndamót þurfa að fylgja auglýsingahandriti. ef mynd á að birtast í auglýsingu. — Við get- um séð um að láta gera hvers konar myndamót með stuttum fyrirvara. —★— ekki fær nema stórum bílum og jeppum. Vaðlaheiði lokaðist í fyrrinótt en fært er til Húsa- víkur um Dalsmynni. A Austfjörðum var hríðarveð- ur í morgun, og var gert ráð fyrir að heiðavegir væru þar ekki færir lengur. Varningurinn ekki öllum falur Baltikafarar fengu ekki varning, sem þeir höfðu augastað á í Jalta MBL. hefur haft af því spurn- ir, að nokkrir fslendingar, sem fóru í hina margumtöl- uðu Baltíkuför hefðu villzt inn í verzlun, sem hefði verzl- að með mun betri varning, en aðrar verzlanir i Jalta, er skip ið var statt þar. Hefðu íslend- ingarnir ætlað að kaupa sér þar ýmislegt, en verið synjað um kaup, þar eð þeir höfðu ekki skírteini, sem veitti rétt- indi til kaupanna. Tveir þessara manna voru Þorsteinn Ingvarsson, bakara- meistari, og Geir Guðmunds- son, bókari. Mbl. hafði tal af Geir í gærdag og spurðist fyr- ir um þetta, og sagðist honum svo frá: — Okkur fslendingunum langaði til a'ð komast í á- kveðna stórverzlun og tókum til þess leigubifreið, en illa gekk að koma bifreiðastjóran- um í skilning um hvaða verzl- un við meintum. Loks virtist hann skilja okkur og ók okk- ur til verzlunar, sem var í út- jaðri borgarinnar, að því er okkur virtist og fórum við þar inn. f verzlun þessari voru vör- ur mun betri og nýtízkulegri en gerðist í öðrum verzlunum á Jalta, auk þess sem þær voru á mjög góðu verði. Voru þær ekki sambærilegar við þær vörur, sem unnt var að fá hjá Intourist og þar að auki ódýrari. Vi'ð völdum okkur þær vör- ur, sem við höfðum augastað á, en verzlunin verzlaði nær eingöngu með fatnað og var þar allra þjóða fatnaður, m.a. ítalskur og enskur, sam- kvæmt nýjustu tízku. Þegar við ætluðum síðan að láta verða af kaupunum kom í ljós, að ekki var unnt að verzla, nema gegn framvísun einhvers konar skírteina, og þar sem við höfðum ekki slík skírteini fórum vi'ð bónleiðir til búðar. í verzlun þessari virtist ekki unnt að verzla, nema við komandi væri meðlimur í ein- hverjum félagsskap eða þröng um hóp, eftir því sem mér skildist af verzlunarfólkinu, sem vart talaði annað en rúss- nesku. Mér skildist að verzlun in væri einungis fyrir ein- hverja stjórnarmeðlimi eða einhverja slíka gegn framvís- un skírteinanna. í fyrstu héld- um við að fólkið vildi einung- is gjaldeyri, en það kom á daginn að það var ekkert skil- yrði. Þeir vildu hvorki doll- ara né pund. í öðrum verzlunum var vart unnt að verzla. Vörur voru svo langt fyri rneðan þann gæðaflokk, sem við er- um vanir. Skírteini þessi voru mynd- laus og á þeim var einhver áletrun á rússnesku, sem lík- lega hefur verið nafn skírteins hafa. Okkur ferðafóikinu urðu þetta mikil vonbrigði, þar eð við höfðum loksins fundið vamig, sem við gátum hugsað okkur að kaupa. Okkur var komið fyllilega í skilning mn það a'ð þessi varningur væri ekki falur hverjum sena væri, svo að á þessu sviði virðist um stéttaskiptingu að ræða. Hins vegar reyndi bifreiða- stjórinn, sem hafði ekið okk- ur, árangurslaust að fá verzl- unarfólkið til þess að afgreiða okkur, en það vísaði einungis á ferðamannaverzlanir, þar sem allar greíðslur fóru fram í gjaldeyri. Verðlagsráð fjalli um veri á fiskiírgangl SAMKVÆMT stjórnarfrum- varpi, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi mun Verðlags- ráð sjávarútvegsins fram- vegis fjalla um verð á fiskúr- gangi, verði frumvarpið að lögum. Ákvörðun verðs á fiskúrgangi hefur fallið utan ramma verðlagsráðsins og hefur það reynzt nokkrum annmörkum bundið. í greinargerð segir m. a.: Sala á úrgangi er þýðingar- mikill liður í tekjum fiskvinnslu- stöðva, og þá einkum frystihúsa, og skiptir því úrgangsverðið verulega máli fyrir ákvörðun fiskverðsins sjálfs. Á hinn bóg- inn eiga sjómenn og útgerðar- menn nú enga aðild að ákvörðun úrgangsverðsins og þær fisk- vinnslustöðvar, sem ekki eiga sjálfar hlutdeild í fiskimjölsverk smiðjum, telja sig hafa veika að- stöðu í samningum um úrgangs- verð. Það frumvarp, sem hér er lagt fram, miðar að því að bæta úr þessum annmörkum. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að Verð- lagsrá'ð fjalli um verð á fiskúr- gangi með svipuðum hætti og Kaupi Loftleiðir þotur Kaupmannahöfn, 15. nóv. Frá Birni Jóhannssyni. BÚIZT er við því, að ríkisstjórn- ir Norðurlandanna þriggja, sem standa að SAS muni krefjast þess í samningaviiiræðunum um flutninga Loftleiða, sem hefjast í Kaupmannahöfn nk. fimmtudag, að Loftleiðir hækki fargjöld sín, ef félagið á að fá heimild til að nota hinar stóru RR-400 vélar sínar milli Norðurlanda og Bandaríkjanna. Mun þá gert ráð fyrir því, að fargjöld Loftleiða verði jöfn fargjöldum SAS, ef Loftleiðir kaupa þotur til flugs á þessari leið. um fiskverð. Skal ráðið þá skip- að 3 fulltrúum söluaðila, þ. e. sjómanna, útgerðarmanna og fiskvinnslustöðva og 3 fulltrúum kaupenda, er tilnefndir séu af síldar- og fiskimjölsverksmiðj- um. Náist ekki einróma sam- komulag í verðlagsráði um á- kvörðun úrgangsverðs, mun yfir nefnd fjalla um ágreiningsatri'ð- in á þann hátt, sem 9. gr. lag- anna gerir ráð fyrir, en ekki er talin ástæða til, að nein breyting verði á ákvæðum þeirrar greinar í sambandi við þá breytingu lag- anna, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Leitin enn árangurslaus LEITIN að Guðmundi Guðmunds syni, verkamanni frá Stokkeyri, sem lýst var eftir á sunnudag, hefur enn ekki borið árangur f gær voru skilyrði slæm til leit- ar, þar sem snjóaði á leitarsvæð inu og skyggni var slæmt. í dag verður leitinni haldið áfram, og þá gengnar fjörur frá Stokkseyri til Þjórsárósa. Fundur um Vín landskortift - haldinn ÍYfir lokuðum dyrum í Smithsonian Institution í dag Flslier héullar skilnaSarmál E. Taylorf SAMKVÆMT fréttum, sem Mbl. hafa borizt frá AP, mun í dag, miðvikudag, fara fram fundur vísindamanna í Smith sonian Institution í Washing- ton. Á fundi þessum, sem haldinn verður fyrir luktum dyrum, að því er fréttastofan 'segir, verður rætt um Vín- landskortið fræga. Meðal vísindamanna þeirra, sem fund þennan sækja, er dr. Stephen Kuttner, prófessor í guð fræðirannsóknum við Yale-há- skóla, en hann lýsti því yfir í FoílsÍo á leið- ’ojdiiíid EFTA Helsinki, 15. nóv. NTB. • Forsætisráðherra Finnlands, Rafael Paasio hefur ákveðið að fara til London til þess að taka ! þátt í leiðtogafundi EFTA-ríkj- anna dagana 4. og 5. desember. Hann fer þangað í boði Ilarolds I Wilsons, forsætisráðhei ra. fyrri viku, að hann væri í nokkr- um vafa um ýmislegt varðandi Vínlandskortið. — Það voru ein- mitt vísindamenn við Yale-há- skóia, sem rannsökuðu kortið, og áttu þátt í a’ð gefa út hina miklu bók „The Vinland Map And The Tartar Relation". — Ekki er vit- að nánar um fundarefnið í Smith sonian Institution í dag, enda fundurinn fyrir lokuðum dyrum, eins og fyrr greinir. Los Angeies, 15. nóv. - NTB: BANDARÍSKI söngvarinn Eddie Fisher hefur höfðað skilnaðarmál gegn fyrrver- andi eiginkonu sinni Elizabeth Taylor, sem nú er gift Richard Burton, leikara. Staðhæfir Fisher, að skilnaður þeirra, sem gerður var í Mexico, hafi ekki verið löglegur, — og Elizabeth hafi yfirgefið hann án þess að færa fyrir því nokkra ástæðu. Elizabeth Taylor giftist, sem kunnugt er, hinum kunna leikarar Richard Burt on skömmu eftir að hún skildi við Fisher í Mexico árið 1964. Dcamskur rektoc Kungölv skóBcam Kaupmannahöfn, 15. nóv. NTB. • Danski lýðháskólakennarinn, Niels Höjlund, frá lýðháskólan- um í Askov, hefur verið skip- aður rektor norræna skólans í Kungálv við Gautaborg. Við Kungálvskólann er fyrir- hugað, að um 40 norrænir nem- endur stundi nám og er ætlun- in, að þeir eigi þar kost á lýð- háskólamenntun eins og hún bezt gerist á Norðurlöndum. 37 (T* menn frá Norðurlöndunum öll- um sóttu um starf rektors og vac skipan Höjlund ákveðin á fur. íi skólastjórnar í Kaupmannahö.n í dag. Formaður stjórnarinnar er Jörgen Jörgensen, fyrrum fræðslumálaráðherra Dana. Niels Höjlund er 35 ára að aldri og hefur starfað sem ktn..- ari við Askov-lýðháskóla frá 1959. Hann situr í sveitarstj. í n fyrir Sósíalíska þjóðarflokkhin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.