Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 7

Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 7
MiðvTkudagur 16. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 7 I i Hér lifir fólk með tilfinningu Rabbað við Al Bishop á Borg VIÐ SKRUPPUM út á Hótel Borg á dögunum til að hitta A1 Bishop, hinn fræga bassa- söngvara, sem í 10 ár söng með Deep River Boys, söng- kvartettnum, sem flestum mun kunnur að góðu. A1 Bish op hefur að undanförnu sung ið á Hótel Borg, og okkur langaði til að fræðast svolít ið um þennan góða gest. Við settumst inni í Gyllta sal, og þar hófum við að spyrja þenna viðfeldna, blakka mann. „Hvernig er eiginlega að syngja með svona frægum söngflokki?“ „Bæði gott og vont. Gott vegna þess, að maður öðlast dýrmæta reynslu, en vont vegna þess, að maður fær engu ráðið um, hvernig sung- ið er, hvað eða hvar. Þetta er ein samstæð heild, og hana má ekki rjúfa. Við, þess ir 4 í Deep River Boys, vor- um allir mismunandi ein- staklingar með eigin og mis- munandi skoðun á flestum hlutum. Ég hélt fram minni og þeir sínum. Mest vegna þessa hætti ég í kvartettnum og hóf að syngja einn á skemmtistöðum. Ég kom hingað áður með Deep River Boys, en það má segja að fyrst nú hefur mér gefizt tóm til að kynna mér íslenzka tónlist. Og mig lang ar mjög til þess að syngja ís- lenzk lög erlendis. Það hefur nú orðið að ráði milli okkar Sigfúsar Halldórssonar, að ég fæ að syngja nokkur lög eftir hann erlendis, og veit ég, að þau falla í góðan jarðveg. Við höfum fengið Úlf Ragn arsson lækni til að snúa text unum yfir á ensku, svo að einnig þeir verði vinsælir hjá fólkinu, sem ég mun syngja fyrir. Mig langar til að kynna þessi lög og fleiri, en þau eru öll mjög frambærileg. Sigfús hefur fengið texta hjá góðum skáldum, hann gefur þeim nýtt líf með nug- ljúfum lögum, og nú er það mitt að gefa lög þessi til ann arra. Þetta er raunar mín trú- arskoðun, að við eigum öil að reyna að gefa eins mikið hvort öðru og okkur er unnt Sem einstaklingur trúi ég því, að þetta muni veita farsæld og draga úr viðsjám í heim- inum. Ef einhver vill eitt- hvað frá okkur, eigum við að gefa honum það með glóðu geði. Þegar ég finn sönginn í hjarta mínu, langar mig að veita öðrum hlutdeild i þeirri tilfinningu". „Segðu okkur svolítið frá uppruna þínum og ævi“. „Ég er fæddur rétt hjá Baltimore í Maryland, og er eins og þú sérð, maður á bezta aldri. Ég vann til að byrja með hjá IBM í 5 ár, en þá stofnaði ég minn eiginn söngkvartett, sem kallaðist Vocalaris. Við sungum í út- varp og á skemmtistöðum, en ekki svo mikið í sjónvarp, en það var ekki orðið aigengt þá. Þetta var á árunum 1946 til 1952. 1954 fór ég til Evrópu með Deep River Boys. Bassa söngvari þeirra var að hætta, og átti ég að taka við af h >n- um. • Með þessum fræga kvartett söng ég svo til 1963.‘ Kvait- ettinn er stofnaður 1935—36 og var ég 3. bassasöngvari þeirra. Píanistinn og Harry Douglas, hafa verið með frá byrjun. Ég heyrði fyrsx í þeim sem unglingur í morgunút- varpi, þar sem þeir sungu negrasálma. Jú, það eru nokk ur lög til með mér á grammó- fónplötum með þeim‘. „Hvað lengi geta menn hald ið út í þessu söng- og leik- starfi? Hvað gamlir hætta þeir?“ „Ég get svarað með einu nafni, Charlie Chaplin. Og svo mætti nefna Mills bræð- ur. Þeir byrjuðu fyrir 1930 og syngjá enn“. „íslendingar hafa mikinn áhuga á ættfræði. Hvað um ætt þína og uppruna?" „Foreldrar mínir voru bæði blökk, en amma mín var kom in af Indíánum. Auðvitað geta blökkumenn í Banda- ríkjunum fengið að vita, hvað an þeir eru upprunnir, t.d. hvaðan úr Afríku, en ég held að fæstir kæri sig um þó vitn eskju. Þannig er að minnsta kosti um mig. Þið rekið ætt- ir ykkar meir en þúsund ár aftur í tímann. Það ar vík- ingablóð í æðum yklcar. Það gæti svo sem -vel verið, að ég væri kominn af Hannibal, hann var blökkumaður, Pún- verjahershöfðinginn, sem fór með fílanna yfir Alpafjöll. Mér nægir að vita, að ég á góða konu. Hún er sænsk og við búum í Gautaborg. Hún heitir Monica. Við eigum tvo yndislega drengi, Hans Jóa- kim og Michel Stig, og ég hlakka til, nú um þann 20. nóv., að hitta þau öll aftur. Við höfum einnig verið mik- ið í Noregi, og eftir hvíldar- leyfi heima um stund, byrja ég að syngja aftur í Noregi. Ég ætla ekki aftur til Banda- ríkjanna. Á Norðurlöndum er ekkert kynþáttavandamál. Ég ætla ekki að kynna strák unum mínum það. Að síðustu bið ég að skila kveðju til allra vina minna á íslandi. Ég hef kunnað ágæt- lega við mig hér, og eins og ég sagði áðan, langar mig til að kynna íslenzk lög erlend- is. Fólk má gjarna vita, að hér lifir fólk með tilfinningu'1. — Fr. S. Félagarnir þrír: Ulfur Ragnarsson, A1 Bishop og Sigfús Halldórsson á heimili Sigfúsar í Kópa vogi. Agúst Petersen sýnir ú Tröð VIÐ LITTJM inn á veitingastof- una TRÖÐ í Austurstræti í fyrradag. Þar hefur Ágúst Peter een opnað málverkasýningu. — Sýnir hann þar 7 olíumálverk, og stendur sýningin til ára- móta. Menn geta keypt verkin, haft þau með sér, en listamaðurinn lætur önnur í staðinn á veggina. Myndirnar eru flestar upp- stillingar. Tröð er opin frá kl. 8 á morgnana til kl. 11,30 á kvöldin. Fólk getur setið þar í snyrtilegum húsakynnum, feng- ið sér kaffi og með því, og litið á myndir Ágústar um leið. Guðmundur Kristinsson, fram kvæmdastjóri Traðar, sagðist gjarnan vilja, að listamenn hengdu upp myndir sínar á vegg ina í Tröð, og væri hann alltaf til viðræðu um slíkt. Upplýsingar um verð á mynd- unum er að fá hjá eigendum Traðar og listamanninum. Ágúst Petersen íbúð óskast Snotur 2ja herb. íbúð ósk- ast til leigu fyrir ungt, barnlaust fólk, helzt í Aust urborginni. Upplýsingar í síma 30556 eftir kl. 6 á kvöldin. Fannhvítt frá Fönn Dúkar - Stykkjaþvottur Frágangsþvottur Blautþvottur — Sækjum — Sendum Fannhvítt frá Fönn. Fjólugötu 19 B. Sími 17220. Innheimta Tek að mér innheimtu fyr- ir fyrirtæki. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugard. merkt: „Reglusemi — 8426“. Stúlka óskar eftir vinnu, helzt við skrifstofu- eða afgreiðslu- störf. Hefur landspróf. Upp lýsingar í síma 10925 milli kl. 9—6. Kona með 4ra ára barn óskar eftir ráðskonustarfi strax. Uppl. í síma 21915, milli kl. 4 og 7. Drengja hockeyskautar no 38, til sölu. Upplýsing- ar í síma 11805. Húsbyggjendur Getum tekið að okkur smíði á gluggum, útihurð- um, og aðra verkstæðis- vinnu. Uppl. í síma 92-6051 Innri-Njarðvík. Til sölu Dísilvél Ford Trasler 4ra cyl. Sjálfskipting fyrir fólksbíl getur fylgt. Upp- lýsingar í síma 37700. Herbergi óskast Herbergi óskast fyrir ein- hleypan, fullorðinn mann. Upp. í síma 22150. Kona óskar eftir vinnu strax, er vön afgreiðslustörfum. önn ur vinna kemur einnig til greina. Upplýsingar í síma 36514. Lofthitunartæki með hitastokkum og ný- legri Gilbarco-kyndingu, til sölu að Ármúla 14. — Sími 37700. Til sölu Rafsuðuvél. P og H 300 amp., jafnstraumur, með fjarstýringu. — Raftækja- vinnustofa Hauks og ólafs Ármúla 14. Sími 37700. Gullhringur Gullhringur með mána- steini tapaðist síðastl. föstu dag. Finnandi vinsamlega skili honum í Teddy-búð- ina, Laugav. 31. Sími 12815 Eitt herb. og eldhús óskast til leigu nú þegar, fyrir einhleypa skrifstofu- stúlku. Nánari upplýsingar í síma 16376, milli kl. 6—7 á kvöldin. Til leigu í Kleppsholti 4ra herb. íbúð. Tilb. merkt: „Góð umgengni — 4415“, sendist Mbl. fyrir laugardag. Barnavagn og harnakerra til sölu á Nesveg 5, 3. hæð til hæð til hægri. Sími 11165. Keflavík Eldhússkápar til sölu. — Uppl. í síma 1312. Trésmíði Vinn alls konar innanhúss- trésmíði í húsum og á verk stæði. Hef vélar á vinnu- stað. Get útvegað efni. — Sanngjörn viðskipti. — Sími 16805. Dönsk útlærð snyrtidama óskar eftir vinnu á snyrti- stofu. Hefur unnið hér á landi. Tilboð merkt „snyrti stofa — 8425“ sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. Passíusálmar 12. útg. 15. árg. og aðrar seinni útg. yfir 40 bækur, til sölu. Uppl. í síma 18193 eftir kl. 6, Hreinsum gólfteppi og húsgögn í heimahúsum. Einnig tökum við laus gólf teppi til hreinsunar. Reyn- ið viðski|)tin. Gólfteppa- og húsgagnahreinsun Suð- urnesja, Keflavík. Símar 1979 og 2375. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.