Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 8

Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 8
8 MORC U N BLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 SVEINN KRISTINSSON SKRIFUR UM : Nœtur skolast fyrir borð — einn ræfill finnst aftur NÝJA BÍÓ: LÍFVÖBÐURINN. (Yojimbo) Japönsk mynd. Japanskar kvikmyndir eru næsta sjaldséðar hér í kvikmyndahús- um, og mun þó kvikmyndaiðnað ur standa þar með allmiklum blóma. Er raunar merkilegt, hve fá lönd það eru sem hérlendir kvikmyndakaupendur kjósa að hafa skipti við. Það er hrein hending ef hingað berast mynd ir frá öðrum löndum en Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýzkalandi Svíþjóð og Danmörku. Þótt allar þessar þjóðir standi mjög framarlega í kvikmynda- gerð og séu auk þess vinaþjóðir okkar flestar eða allar og ekki með ólík lífsviðhorf, þá má þetta teljast furðu einhæft val. Hver þjóð hefur gjarnan sinn sér- staka blæ á kvikmyndagerð, sem forvitnilegt er að kynnast. Ætti það því að vera kvikmyndahús- unum keppikefli að kynna kvik myndalist sem flestra landa, og gætu þau jafnt fyrir því reynt að afla sér úrvalsmynda frá sín- um hefðbundnu viðskiptalöndum á þessu sviði. í baráttu við sjónvarpið, sem ætla má að verði allharðskeytt fyrst í stað, sýnist slík fjöl- breyttni í kvikmyndavali vera sú leið, sem gefur kvikmynda- húsunum einna bezta varnar- möguleika. Eftir að hafa sýnt Grikkjann Zorba á þriðja mánuð við fá- gætar vinsældir, hefur Nýja bíó nú hafið sýningar á japanskri mynd, sem að ofan greinir. Þetta er hetjumynd, á að gerast um miðja 18. ýld í Japan, en þá voru sagðir þar róstutímar miklir. Ný ríkir höfðingjar söfnuðu um sig stríðsmönnum og áttu í stöðug um erjum sín á milli. Morð og hryðjuverk voru daglegir við- burðir. Kappinn Sanjuro kemur til smáborgar einnar í atvinnuleit. Hann hefur helzt hug á að ger- ast lífvörður einhvers auðkýf- ingsins, enda sýnir hann bráð- lega hæfileika sína á því sviði með því að bera einn sigurorð af 5—10 manna herflokki annars aðalhöfðingjans þar í borg. Eftir þann atburð bjóða höfðingjarnir tveir I hann, hvor sem betur getur til að fá hann fyrir líf- vörð. En hann er dýr á sér, og fyrst í stað tekur hann ekki á- kvörðun. Höfðingjarnir tveir elda grátt silfur sín á milli, en þó verður bið á því, að þeir láti til skarar skríða hvor í þeirri von að út- rýma hinum. En þá lausn taldi Sanjuro heppilegasta, að völdin kæmust í hendur eins manns. Að lokum tekur hann af skar- ið og gengur í þjónustu annars höfðingjans sem lífvörður. Raun ar var ástæðan þó ekki sú, að honum væri annara um líf þess höfðingja en hins. Ástæðan var öðrum þræði sú, að með því hugð ist hann frelsa konu nokkra, sem höfðingi þessi hafði í haldi sak- aða um hjúskaparbrot, en jafn- hliða koma af stað fullum frið slitum milli hinna tveggja óald- arflokka. Hann drepur því að nóttu til f snörpum bardaga gæzlumenn konunnar, sex talsins. Konan fer frjáls ferða sinna á fund elsk- huga síns, en þegar húsbóndi Sanjuros sér vegsummerkin, þyk ist hann þess fullviss, að þarna hafi hinn auðugi mótherji sinn verið að verki. Og þá er ekki lengur undankomu auðið að láta sverfa til stáls. Hin kænlega ráðagerS Sanjur- os virðist því í fyrstu hafa heppn azt. En við nánari athugun þyk ir glöggum mönnum ljóst, að enginn nema Sanjuro hinn sterki geti hafa verið þarna að verki. Og verknaðurinn sannast á hann. Skammbyssu er beitt, til að svipta hann hinu hættulega sverði sínu, og síðan er hann pyntaður hroðalega svo að líf- tóra hans blaktir á skari. En hann er ófáanlegur til að gefa upp dvalarstað konunnar, sem hann frelsaði. Nær dauða en lífi er hann eftir skilinn inni í ramm byggilegu fangahúsi. Líklega verður morgundagurinn hans síð asti dagur, ef hann þá skrimtir af nóttina ... Mynd þessi sýnir okkur að sjálfsögðu sitthvað óvenjulegt, kynlega siði framanlegt um- hverfi og þjóð. Hins vegar má segja, að aðalefniviðurinn sé ekki sérstaklega frumlegur, rosa legar bardagasenur þekkjum við vel, til dæmis úr villta vestrinu, og þar eru kappar ágætir. Þó nær japanska myndin sterkari á hrifum á köflum en venjulegar bardagamyndir, alvaran er meiri, hún gengur fram í naktciri veru leika en venja er með slíkar myndir. Pyndingarnar, sem San juro verður að þola birtast í grimmúðiegri, áhrifameiri mynd um en algengt er með eftirlik- ingar, enda eru þær senur næsta hrollvekjandi. Leikur er góður í mynd þess- ari, og þótt hún komist hvergi nærri Zorba hinum gríska að list í NEÐRI deild í gær var til fyrstu umr. frv. um tekjustofna sveitarfélaga. Frumvarp þetta var afgreitt fyrir nokkru frá efri deild, en það er fram borið til staðfestingar á bráðabirgða- lögum um sama efni. Magnús Jónsson (S): f skatta- lögum, er samþykkt voru á næst síðasta Alþingi var sú breyting gerð, að álagningarstig- inn skyldi árlega breytast í sarn- ræmi við skattvísitölu. Hins vegar var ekki gerð hliðstæð breyting á tekjustofnum sveitar- félaga, og var því ákveðið í vor að gera þá breytingu. Því miður var það eftir þing, svo að út vora gefin bráðabirgðalög. En með hliðsjón af því, að fyrri breyt- ingin fékk samhljóða fylgi þing- manna, þá vænti ég þess, að frv. þetta hljóti samþykkt. Skúli Guðmundsson (F): Ég ætla ekki að gera athugasemdir við frv. þetta, en vil hins vegar benda á að gera þarf fleiri breyt ingar á þessum lögum. Vil ég þar nefna aðstöðugjöldin, en þau koma mjög misjafnt niður á fyrirtækjum. í Rvk. voru aðstöðu gjöld á fyrirtæki árið 1965 0,9% á iðnað, en voru allt upp í 1,5% úti á landi. Eins er það með verzlanir, í Rvk. voru gjöldin 0,5—0,7%, en úti á landi allt að 2%. Hér sést, að aðstöðugjöld eru miklu hærri utan Rvk. Oft hefur verið um það rætt, að efla beri atvinnulif úti á landi til að stöðva flóttann úr sveit- unum. Það er því aðeins mögu- legt, að ekki sé haldið áfram að íþyngja fyrirtækjum á þennan hátt. Nágrannar okkar veita fyr- irtækjum fríðindi, ef þau eru UM SÍÐASTLIÐIN mánaðamót missti vélbáturinn Ágúst Guð- mundsson út nót, er hann var úti af Reykjanesi. Nokkrum dög um síðar auglýsti Landhelgis- gæzlan, að nót væri á reki á svip uðum slóðum og fór þá vélbátur inn Manni GK99 frá Keflavík og sótti nótina. Umrædd nót var tryggð hjá Tryggingarmiðstöðinni og hafði Mbl. tal af fulltrúa hjá Trygg- ingarmiðstöðinni, Gunnari Fel- ixsyni og spurðist fyrir um þetta. Gunnar sagði að nótin væri mjög skemmd. Hún væri gömul og óvíst væri að svaraði kostnaði að gera við hana. Matsmaður hafi verið látinn skoða nótina og hefði hann talið að kostnaður við viðgerð yrði um 5—600 þús. kr. Hins vegar sagði Gunnar að tryggingarverðmæti nótarinnar hefði verið um 600 þús. krónur. Unnt myndi sjálfsagt að nota hluta úr nótinni, en varla er treystandi á svo mikið viðgerða nót. Þá gat Gunnar þess, að á sl. rænu gildi þá er ekki áhorfsmál fyrir kvikmyndaáhugamenn að kynna sér þetta framlag Japana til reykvískrar kvikmyndahús- menntar. staðsett á fámennum stöðum, við íþyngjum þeim. Það er eins með útsvör. Þau eru víða hærri en í Rvk., oft er lagt á allt að 20% hærra en nem ur útsvarsstiga. Það verður að telja það of langt gengið, og hlýtur að fæla menn frá búsetu á þeim stöðum, sem þannig leggja á. Því er þörf að leiðrétta þennan mismun, og ég tel að það eigi að vera hlutverk jöfnunar- sjóðs að gera það. Magnús Jónsson (S): Ég hef ekkert við skoðanir hv. þm. að at'huga, en vil þó víkja að ör- fáum atriðum þessa máls. Skammt er síðan tókst að koma á núverandi heildarskipulagi í álagningu opinberra gjalda. Áð- ur fyrr voru tekjustofnar sveitar félaga á reiki, og má segja, að gilt hafi allt að 50-60 mismun- andi skattstigar í landinu. Álagn ing var mjög tilviljunum háð, og byggðist fyrst og fremst á þ\í. að ná peningum í kassann. Vit- anlega fylgdi þessu mikið örygg- isleysi, og eftir mikið þref komu menn sér niður á að fækka skatt stigunum, og nú er útsvarið byggt á sömu stigum. Hins veg- ar var nauðsynlegt, að hafa eitt- 1 hvert sigrúm, ef útsvarstekjur þrytu, og var farið inn á þá braut að veita heimild til að gefa bæði afslátt og eins leggja á út- svarstigann. Hins vegar skapar þetta visst misrétti, og getur oft munað verulega, sem sést á því, að sum- staðar er veittur allt að 60% afsláttur á útsvörum, en annars- staðar er lagt á allt að 20%, sem er hámark að lögum. Þetta er vissulega mjög hættulegt, enda vofir það oft yfir í þeim sex vikum hefði Tryggingamið- stöðin orðið að bæta tjón á fimm nótum, sem skolast hefðu fyrir borð hjá bátum á sjó. Hefðu þess ar nætur verið af allt að því 150 tonna bátum. Ekki kvaðst Gunnar vita, hve mikil björgunarlaunin yrðu til handa Manna, en það væri samn ingsatriði. Ignatov látinn í Sovétríkjunum Moskvu 14. nóvember, AP. Nikolai G. Ignatov, einn af leiðtogum kommúnistaflokks Sov étríkjanna í stjórnartíð Nikita Kx-úsjeffs, lézt í dag, mánudag 64 ára að aldri. Fregnir herma ekki dánarorsök hans. Ignatov var er hann féll frá forseti Rússneska Sambandslýð- veldisins, stærsta sambandsríkis Sovétríkjanna og þar með einn af fimmtán varaforsetum Sovét- ríkjanna. Bæði eru embætti þessi virðingarembætti og fylgja þeim lítil pólitísk völd, en þau hafði Ingnatov eigi alltítil meðan Krús jeff var og hét. sveitarfélögum, sem hæst hafa útsvör, að tekjuhæstu mennirnir flytji brott, eins og t.d. síldar- sjómenn, sem víða eru meðal hæstu gjaldenda. Ég vil vekja á því athygli, að hér er um mjög veigamikið mal að ræða og mikið vandamál. Sveitarfélögin verða að fá pen- inga, og ef við viljum bæra ástandið, verður að endurskoða allt skattakerfið. Ef til vill væri leið að koma á jöfnunarútsvari um allt land og þá jöfnunarsjóði, sem úthlutaði fénu eftir vissum reglum. Hins vegar held ég, að mikið vatn verði runnið til sjáv- ar, áður en það kemst á. Ég get skýrt frá, að unnið er að því að koma á staðgreiðslu kerfi skatta. Hins vegar eru skattalög okkar mjög flókin og margbrotin og henta því ekki vel fyrir þetta kerfi, ekki sízt hinir mismunandi skattstigar, þannig að verið getur, að nota þurfi skattstigann um land allt í líkingu við það, sem ég sagði áðan. Hins vegar tel ég þetta of viðamikið mál til að fara gera einhverjar breytingar í flýti, og ómögulegt er annað en að hafa samráð við sveitarfélögin um málið. Skúli Guðmundsson (F): Ég vil benda á, að skattstigar eru enn margir, og sérstaklega eru þeir margir í sambandi við að- stöðugjaldið. Það er að vísu víða veittur afsláttur, en það er ekki undarlegt, því að sum sveitar- félögin veita miklu minni þjón- ustu t.a.m. ýmsir hreppar. Mis- munurinn er aðallega í aðstöðu- gjöldunum, og mér þótti gott að heyra, að ráðherrann féllst á sjónarmið mín. Það var vissu- lega ánægjulegt. Ég tel að jöfn- unarsjóður eigi að hlaupa undir bagga, þar eð fengin reynsla sýnir, að núverandi ástand er al- gjörlega óviðunandi. Bæði ráðherrann og þingmað- urinn tóku aftur til máls og ítrekuðu fyrri skoðanir sínar. Frv. var síðan vísað til annarrar umr. og heilbrigiðs- og félags- málanefndar. ALÞINGI Leiðrétta þarf mrsræmi í álagningu útsvara - frá umræðum i neðri deild Fiskiskip óskast til sölumeðferðar Okkur vantar fiskiskip af flestum stærðum til sölumeð- ferðar nú fyrir vertíðina. — Höfum kaupendur með mikl- ar útborganir og góðar trygg- ingar. — Vinsamlega hafið samband við okkur áður en þér takið ákvörðun um kaup eða sölu á fiskiskipum. Upplýsingar í síma 18105 og utan skrifstofutíma 36714. Fasteignir og fiskiskip, Hafnarstræti 22. Fasteignaviðskipti. Björgvin Jónsson. 7/7 sö/u 2ja herb. íbúð við Kleppsveg. Selst tilb. undir tréverk. 2ja herb. íbúð við Ásbraut. 2ja herb. íbúð við Týsgötu. 4ra herb. íbúð við Álfheima. 4ra herb. ný íbúð við Skóla- gerði. Parhús við Lyngbrekku. Parhús við Hlíðarveg. Einbýlishús (garðhús) við Hraunbæ. Selst fokhelt. Hæðir og einbýlishús í smíð- um í Kópavogi og Garða- hreppi. FASTE IGNASAl AN HÚS&EIGNIR bankastraeti « Simar: 18B2B — 1á637 Heimasími 40863. Fas teign asa farT Hátúni 4 A, Nóatúnshúsið Sími 2-18-70 TIL SÖLU: Við Sæviðarsund Fokhelt raðhús á einni hæð ásamt uppsteyptum bílskúr. Hilmar Valdimarssou Fasteignaviðskipti. Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaður. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 7/7 sölu í Kópavogi Einbýlishús í smíðum sólar- megin í Austurbænum, — skammt frá Hafnarfjarðar- vegi. Á hæðinni eru stofa, fjögur svefnherb., eldhús og bað. í kjallara þrjú herb. og geymslur. Bílskúrsréttur. Teikningar til sýnis á skrif- stofunni. Arni Guðjónsson. hrl. Þorsteinn Geirsson, lögfr. Hclgi Ólafsson, sölustjóri Kvöldsími 40647. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðruid blöð',T«.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.