Morgunblaðið - 16.11.1966, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. nóv. 1966
Eitt verömætasta
verk endurreisnar-
tímabilsins ónýtt
EINS OG kunnugt er af frétt-
um, hafa málverk og aðrir Iist-
munir skemmzt og eyðilagzt í
flóðunum miklu, sem herjuðu á
Flórenz á Italíu ekki alls fyrir
löngu. Mbl. birtir hér mynd af
einu dýrmætasta málverkinu,
sem eyðilagðist í flóðunum. Það
heitir Krossfestingin og er eftir
málarann Cimabue, sem var
uppi í Flórenz á seinni hluta
þrettándu aldar og fyrri hluta
þeirrar fjórtándu. Krossfesting-
tn var í safninu Museo dell
'Opera di Sta Croce í Flórenz,
og var að áliti dr. Ugo Procacci,
yfirumsjónarmanns listasafn-
anna í Flórenz, eitt af 20—30 dýr
mætustu listaverkum á Ítalíu.
Meðal annarra listaverka, sem
glötuðust í náttúruhamförunum,
er María Mey með barnið eftir
Cranach, sem var hirðmálari
Friðriks 2. hins vitra með aðset
ur í Wittenberg. Cranach var
fæddur árið 1472 og var hann
Iengi í kynnum við Martein
Lúther, og er talið, að sá síðar-
nefndi hafi haft mikil áhrif
bæði á efnisval og listsköpun
málarans.
Fyrirlestur
í Háskólanum
PRÓFESSOR Gunther Beitzke
frá Háskólanum í Bonn flytur
fyrirlestur í 1. kennslustofu Há-
skólans í dag kl. 17:30. Fjallar
fyrirlesturinn um Þróun þýzks
sifjaréttar eftir setningu Bonn-
stjórnarskrárinnar. Öllum er
heimill aðgengur.
Prófessor Beitzke flytur annan
fyrirlestur í fyrstu kennslustofu
á föstudag kl. 17:30, og nefnist
hann: Hin nýja þýzka löggjöf
um fjármál hjóna og erfðarétt
maka.
Að því er Björn Th. Björns-
son, listfræðingur, tjáði bla.Va-
manni Mbl. í gær, er Cimabue
talinn faðir endurreisnartíma-
bilsins í málaralist á Ítalíu, og
algjör brautryðjandi nýrrar
stefnu þar í landi. Hann var
lærifaðir Giotto di Bondone, sem
er einn af frægustu málurum
endurreisnartímabilsins.
Um Cranach sagði Björn Th.
Björnsson, að hann hefði verið
Þjóðverji, Bæheimsmaður, og
verið einn helzti brautryðjandi
endurreisnarinnar í Þýzkalandi,
en þó gætti sterkra gotneskra á-
hrifa í list hans.
Þá gat hann þess að Iokum, að
nú munu aðeins 7—8 verk eftir
Cimabue varðveitt í heiminum.
Krossfestingin.
jr
Islenzkur
„Buddenbrooks
Dómur danskra blaða um „Húsið",
skáldsögu Guðmundar Daníelssonar
*EINS og áður hefur verið skýrt
frá í Morgunblaðinu hefur skáld
saga Guðmundar Daníelssonar,
„Húsið“, fengið nálega einróma
lof í dönskum blöðum. Pleiri rit-
dómar hafa nú borizt blaðinu,
me'ðal annars úr Kaupmanna-
hafnarblaðinu Aktuelt. Ove Ab-
ilgaard rithöfundur og aðalgagn-
rýnandi Aktuelt gengur svo
langt að jafna „Húsinu" við fræg
asta skáldverk þýzka skárdsihs
Tómasar Mann: „Buddenbrooks".
Hér skulu tilfærðir nokkrir
kaflar úr ritdómnum:
„Hingað til hafa þeir Gunnar
Gunnarsson og Halldór Laxness
verið næstum einu fulltrúarn-
ir fyrir íslenzka skáldsagnalist
hér í Danmörku. Við höfum
mjög saknað næstu kynslóðanna,
en með skáldsögu Guðmundar
Daníelssonar, „Húsinu“, er
fyrsta skrefið stigið. Hann hóf
ritferil sinn árið 1935, sama árið
og Martin A. Hansen, sem hon-
um svipar til að vissu leyti. Síð-
an hafa mörg verk komið frá
hans hendi. „Húsið“, sem er í
framúrskarandi þýðingu Eriks
Sönderholms, fyrrverandi sendi-
kennara Dana við Háskóla ís-
lands í Reykjavík, var bók fs-
lands í bókmenntasamkeppni
Norðurlandaráðs fyrir árið 1963.“
Eftir að hafa rakið efni bók-
erinnar og bent á nokkur kenni-
leiti, sem hann telur táknræn,
segir Ove Abilgaard enn frem-
Guðmundur Daníelsson
um og raunsæi. Mál Guðmundar
Daníelssonar er hlaðið setning-
um, sem túlka skarpa vitsmuni,
og það hefur íþennan sér-íslenzka
undirtón spurninga og duldra
svara — hinnar hálfkveðnu vísu.
Og hvarvetna í frásögninni lýsir
af nánum kynnum við undir-
stöðulögmál mannlegrar reynslu.
Það er sagan um ósigur danska
verzlunarvaldsins á íslandi, sem
Guðmundur Daníelsson segir okk
ur og samtímis bregður hann
upp fyrir okkur afbragðs mynd
af vissu tímabili í sögu íslands.
Við þetta bætist, að „Húsið“ er
fullt af fjörugum innskotum og
uppfinningasömum tilþrifum. —
Þetta er lifandi lesning með ó-
sviknum samtölum og írónískri
dýpt. Þetta er íslenzkur „Budd-
enbrooks“. Skáldsaga, sem mað-
ur gleðst yfir a’ð skuli hafa ver-
ið þýdd.“
Vibeke Villumsen, ritdómari í
B. T. er ekki jafn hrifin af bók-
inni og Ove Abilgaard. Hún finn-
ur það að sögunni, að hún sé
hefðbundin og þar með þýði ekki
ekki að leita í henni að nýj-
Jarðgas finnst
London, 15. nóv. NTB.
• Frá því var skýrt í dag af
hálfu brezka gasráðsins, að fund
izt hefði jarðgas úti fyrir strönd
Bretland, á þriðja staðnum, að-
eins um átta kílómetra frá þeim
stað, þar sem jarðgas fannst síð-
ast. Ýmislegt bendir til, að mik-
ið gasmagn sé á þessu svæði.
ísl. dægurlagahöfundar
með tvo þætti í sjónvarpi
. „Persónulýsingarnar í bók-
inni, svo sem af Henningsen
kaupmanni og dætrum hans og
fleiru af því fólki, ekki sízt unga
manninum, Tryggva Bólstad,
eru glitrandi vel gerðar. Átök-
unum milli andstæðra hagsmuna
hópa er lýst með fíngerðu háði
og djúpskyggni. Samskiptum
Dana og íslendinga á þeim
breytingatímum, sem sagan nær
yfir, er lýst af miklum sannind-
ÁKVEÐIÐ hefur verið að Félag
ísl. dægurlagahöfunda sjái um
tvo þætti fyrir íslenzka sjón-
varpið, þar sem eingöngu verið
kynnt íslenzk dægurlög. Er búið
að ákveða að Sextett Ólafs
Gauks leiki í öðrum þættinum,
en hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar í hinum, og að þar verði
eingöngu flutt ný lög eftir ís-
lenzka höfunda.
Þetta kom m. a. fram á blaða-
mannafundi með stjórn FÍD. —
En við getum auðvitað ekkert
án hljómsveitarmanna, sagði for-
maðurinn. Og þessvegna bíðum
við þess að sjónvarpið verði búið
að semja um kaup og kjör við
hljómsveitarmenn, svo þeir geti
komið fram í sjónvarpsþætti.
Vonum bara að það verði áður
en tæknimennirnir hætta.
um bókmenntastíl, auk þess sé
varla hægt að kalla það nútíma-
sögu, ®em gerist skömmu eftir
fyrri heimsstyrjöldina. Engu að
síður fær höfundurinn og bók-
in þennan vitnisburð hjá frú
Vil’lumsen:
„Guðmundur Daníelsson hefur
skilning og kunnáttu til að lýsa
hinum fjárhagslegu, félagslegu
og andlegu átökum, sem gerðust
á íslandi fyrir fjörutíu árum.
Hann er breiður og traustur rit-
höfundur, og bækur eins og bók
hans eru alveg öruggar um að ná
útbrefðslu, því að þær fullnægja
svo gersamlega næstum öll-
um þeim kröfum, sem skáld-
sagnalesendur gera til þeirrar
bókmenntagreinar.“
Frásögn ungversk fréttamanns:
Hanoi-íhúar virðast eúga
von friðsamSeg ra tímabiEs
i Budapest, 10. nóv. AP.
• 1 dag birtist í Budapest
frásögn frá fréttaritara ung-
versku fréttastofunnar í Hanoi
þar sem segir, að þar sjáist
ýms merki þess, að búizt sé
við friði á næstunni. Virðist
svo sem borgarbúar séu að
búa sig undir friðsamlegra
tímabil. T.d. hafi vegir og
stræti borgarinnar verið end-
urbyggð og gangstéttir lagðar,
opinberar byggingar verið
skreyttar og gangstéttir gerð-
ar við stígana umhverfis vatn
ið litla í miðri borginni, þar
sem algengt er að borgarbúar
gangi um í frístundum sín-
um. Bjórstofur og kaffistof-
ur hafi verið opnaðar á ný,
kvikmyndahús og leikhús aug
lýsi nýjar myndir og leikrit,
aukin hafi verið útgáfa bók-
menntarita og verið sé að
7 hefja undirbúning að nýjum
1 orlofsstað við sjávarsíðuna.
Fréttaritarinn kveðst hafa
dvalizt fjarri Hanoi í nokkrar
vikur og orðið var mikilla
breytinga, er hann kom þang-
að aftur. „Þegar ég fór áttu
borgarbúar í miklum erfið-
leikum. Loftárásir Bandaríkja
manna í nágrenni borgarinnar
og stundum allt að úthverf-
unum ollu miklum vandræð-
um — svo og árásir þeirra
á stíflugarða Rauða fljótsins,
einmitt á þeim tíma, er fljót-
ið var að flæða yfir bakka I
sína. Þá varð að leggja alla
áherzlu á að koma börnum, 1
unglingum, kennurum og öldr )
uðu fólki úr borginni og 1
styrkja og gera við vegi og i
járnbrautarlínur. Samgöngur í
egngu þá erfiðlega og matvæla 7
dreifing var stopul“. 1
„En nú er allt miklu frið- )
sælla og rólegra í Hanoi“ seg- \
ir hann. „Allir eru farnir úr j
borginni, sem ekki þurfa nauð ?
synlega að vera þar. Enn má i
sjá biðraðir við matvælaverzl )
anir, en dreifingin er miklu í
betri en áður og matvælabirgð i
irnar meiri. Hver borgari fær )
daglega ákveðinn skammt mat )
væla og annarra lífsnauð- y
synja." .
„Meðal þess, sem eykur á
rósemi borgarbúa", heldur I
ungverski fréttaritarinn áfram ^
„eru hinar auknu loftvarmr <
borgarinnar. Það vekur traust í
þeirra, að sjá MIG þoturnar, 1
sem fljúga yfir borgina. Þess )
er einnig að gæta“, segir hann J
að lokum, „að menn eru farn- \
ir að venjast ástandinu. Þeir I
skipuleggja sitt daglega líf eft )
ir því, sem aðstæðurnar leyfa, 1
— laga sig að þeim aðstæð-
um, sem þeim eru búnar
hverju sinni.