Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 14

Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 UM BOKMENNTIR Guðmundur G. Hagalin skrifar um: Heimhugur fjarhyggja Heiðrekur Guðmundsson: Bókaútgáfan Sindur. — Akureyri 1966. FYRSTA kvæðið í þessari fjórðu íbók Heiðreks Guðmundssonar iheitir TÍU ÁRA. Þar er sögð Baga hans fyrstu skólagöngu og J>á um leið fyrstu fjarvista hans úr foreldrahúsum. „.. Svo byrjaði ég að beygja af er bærinn minn var horfinn á bak við hóla.“ Og þær 'urðu langar, vikurnar tvær, sem hann var að heiman: „..— Mér sýndist hver fugl, sem flaug um geim á ferðinni norður, á leiðinni heim. Og sæi ég í haganum hross eða fé á hnotskóg það var í áttina álei'ðis þangað." Loks kom að heimfarardegin- «m: um hans flestra þeirra þæginda, sem nú eru L hvers manns húsi — svo að segja jafnt í sveit og í bæ, og snemma skipaði 'hann sér í raðir þeirra, sem févana voru, þótti ójafnt skipt fjármun- um og lífsgæðum, og sér þess enn vott í þessari bók, þar sem hann segir ærið hnyttilega: „Frá því ég byrjaði, barnið, blöðunum í áð stafa, tapað á einu og öllu atvinnurekendur hafa. Að Eyjólfur héðan af hressist hættur er ég að vona. — En hafa þeir alltaf efni á því að tapa svona?“ En ekki virðist honum allt fengið — með hinum bættu kjör um og auknu lífsþægindum. Sitt- hvað hefur og glatazt frá fyrri tíð, og minnist hann þá hinna menningarlegu verðmæta, sem voru langra kvelda jólaeldur, ekki sízt með Þingeyingum. Hann ræðir við bjartsýnismann- inn, aldraðan bónda, sem gengið hefur jafnan í allri sinni fátækt glaður og vonhýr til verka sinna, hverju sem viðraði og hverju sem yfirleitt var að mæta, og hinn aldraði bóndi segir við skáldið: „Ég lifði bara á lífstrú minni og vonum, unz lét ég allt í hendur mínum niðjum. Þeir eiga það, sem okkur skorti for’ðum, en ekki hitt, sem mestu skiptir þó“. Og það er svo sem ekki því að heilsa, að yfirleitt sé mönnum þetta ljóst — að minnsta kosti verður það ekki ráðið af breytni þeirra: „Við trúum í blindni og tog- umst á. Þó tengir oss saman til dauða sterkasta trúin, sem til er í dag: Trúin á málminn rauða“. Vart mun þurfa að efa, að Heið rekur hafi í bernsku dáð stór- skáldið og vígamanninn Egil Skallagrímsson, en ofsi þeirra og blinda, sem nú falla fram fyrir gullkálfinn, hefur breytt mati hans. Nú dáir hann í rauninni meira Skallagrím, sem „lúði jám í landi elds og hríms og ljáinn bar í safamiki'ð gras,“ heldur en „Borgargoðann", sem „lýtur höfði lágt og leggur það á Nor- egskonungs vald“. Og það, sem skáldinu svíður sárast, er, að hann verður að taka undir með postulanum og segja: „Það góða, sem ég vil, það geri ég ekki, — það vonda, sem ég vil ekki, það geri ég“. Hann segir við trúum í blindni, ekki þið eða þeir. Og ekki vei'ður skýrar sagt, hve hörmulega horfir „í vísindaheimi gráum“, en skáldið gerir í þess- um vísuorðum: ‘ „... . Til þess rennur dagur hver einasti einn, að annað sé gert en við þráurn". Honum dettur í hug þjóðsagan um tröllin og fjöreggið, lítur til nútímans og segir: „„.... Því grárri er leikur leik- inn nú, með líf og sál af mönnum þeim, sem hafa náð í hjörtu vor. Og henda þeim á milli sín“. Hvort mundi það svo annað en „. . . . ég hljóp út í bylinn, sem brostinn var á og beljandi kringum mig þyrlaði snjá. Og þá var ég fljótur í förinni heim. •— Því frostið var hlýtt og hríðin sem vindblær á vori.“ Ekki aðeins þetta kvæði í bók inni, heldur fjölmörg önnur, toera því Ijóst vitni, hve römm ©r sú taug, sem tengdi og tengir enn þetta skáld við bernskuheim fli hans. Sú hefur orðið raunin iMm fleiri íslenzk skáld þessarar aldar, að þau hafa verið hálf- gildings útlendingar í umhverfi gerbreytinga á lífsháttum, lífs- Ikjörum, hugsunarhætti og við- horfum út á við og inn á við, horft með söknuði trl þess, sem ■var — svo margt sem þá var þó imeinið, — vitandi, áð það „kem- ur aldrei aftur, sem einu sinni deyr“, — og sá, sem hefur les- jð bók Þórodds Guðmundssonar om föður hans og bernskuheim- íli, mundi sízt undra, þótt tengsl- in við það heimili hafi reynzt viðkvæmum skáldhugum órofa og um margt örlögþnungin. Eitt af kvæðunum í þessari nýju bók Heiðreks heitir FJARHYGGJA. I>að hljóðar s vo: „Heiðan blett að baki sérðu. Éjarma þaaðn leggur nú. Skýin grúfa enn sem áður yfir höfði þung og grett. AJltaf þar, sem þú er.t staddur, Iþér finnst glætan einna minnst, kveikir svo á kerti og semur ikvæði um fornan sólskinsblettt. Ekki færðu aftur snúið, eydd er gamla byggðin þín. Lyfta skal því augum ofar auka trú og bænargjörð. Af því góður guð er fjarri gott þú ætlar ríki hans, það er verst, ef þú að handan þráir syndumspillta jörð. Og í öðru kvæði segir hann: „Ef sat ég heima, hugur flaug á braut og hnípinn var ég oft og dapur þagði. En út í buskann þegar loks ég þaut, var þráð að komast heim á auga- bragði.“ Þó að Hei'ðrekur sé aðeins maður miðaldra, man hann itvennna tímana hjá þjóð sinni. Hann man, að vant var á bernsku- og jafnvel unglingsár- Btíkmenntir Saga fjármálamanns Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka: LÁTTU LOGA, DRENGUR. Skáldsaga. 157 bls. Skuggsjá, 1966. „Þetta er skáldsaga. Hún grein- ir frá dögum fjármálamanns og mun mönnum vart dyljast, hver fyrirmynd höfundar er að aðal- persónu sögunnar. Sagan segir frá ferð sögumanns um leiksvið lífsins. Ganga hans er hröð og miskunnarlaus, og hann ber grímu kulda og tilfinningaleysi3 allt sitt líf.“ Þessi orð standa í kápuaug- lýsingu skáldsögu Ingólfs Jóns- sonar frá Prestsbakka, Láttu loga, drengur. Og auglýsingin er sönn, svo langt sem lfún nær. Þetta er saga fjármála- manns. — Og „hann ber grímu kulda og tilfinningaleysis allt sitt líf,“ segir í auglýsingunni. Þau orð eru líka sönn að því leyti, að mikið er af grímu þeirri látið í sögunni. Að öðru leyti verður lesandinn lítt var við hana. Því fjármálamaðurinn er ekki — sem persóna — látinn koma fram sem neins konar kleifhugi. Þvert á móti birtist hann á sögusviðinu sem opin- skár og einlægur maður, að vísu óánægður vegna mannvonzkunn ar í heiminum, en þó bezti dreng ur í raun; hjálpsamur, greiðvik- inn, stundum úr hófi fram, ráð- hollur, vinfastur og — engan veginn vinalaus. Gríman, sem hann á að bera, sést því ekki. Það er einungis frá henni sagt. Þar sem fjár- málamaðurinn lýsir sér með eig in orðum og athöfnum, má frem ur segja, að hann sé óeðlilega opinskár og einlægur. Hann seg ir hug sin allan, flettir ofan af hugrenningum sinum. Og víst er um það, að hann er ekki sniðinn eftir þeim dæmi gerða, harðsvíraða fjármála- manni, sem einskis svifst í við- skiptum, eins og almenningi er tamt að ímynda sér þá tegund manna. Fjármálamaður Ingólfs Jóns- sonar er, þvert á móti, fíngerð- ur, listelskur og listfengur hug- sjónamaður. Hann er svarinn andstæðingur ranglætis, en boð beri réttlætis. Hann er verka- lýðssinni. Ein æðsta hugsjón hans er bætt kjör til handa al- þýðunni. Hann styrkir verka- menn í verkföllum, en dylur þá hins vegar, hvaðan hjálpin berst. Sá er ekki aldeilis að guma af góðverkum sínum: „Hnífa-Bergur sagði aldrei frá því, sem honum var trúað fyrir, og hann fór ófá skipti með fé í verkfallssjóði. Þeir hlógu báðir, þegar Bergur kom aftur úttroðinn af þakklæti, sem þeir höfðu auðsýnt honum, þessum fórnfúsa verkamanni.“ Andspænis fjármálamannin- um situr söguþulur. Þegar fjár- málamaðurinn hefur trúað hon- um fyrir ævisögu sinni, spyr hann söguþui: „Segðu mér, lærðirðu nokkuð á þessari ferð okkar til fyrri daga mínna?“ Og söguþulur svarar af bragði: „— Já, ég lærði margt, en þó fyrst og fremst það að ljúga sjálfsvitund okkar í dá með því að ýfa stöðugt upp gömul og ný sár, sem við eða aðrir hafa veitt okkur, er það versta, sem við getum gert okkur sjálfum. Við verðum að vera vakandi menn og vera menn til að rísa gegn því, sem stefnir sálum okk ar í voða, hvort sem það er Ingólfur Jónsson girnd eða gull, því að höfum við ekki vald yfir þeim og öðr- um hvötum okkar, þá geta þær orðið að ófreskjum, sem við ráð um ekkert við. Fyrst og fremst verðum við að vera trúir okkur sjálfum, heimilum okkar og hugsjónum okkar. Við eigum að berjast fyr ir rétti okkar fyrir opnum tjöld- um, ganga í lið peirra, sem berj ast gegn andlegri og veraldlegrí kúgun, gegn arðræningjum og valdníðingum, hverjir sem það eru, og eins þótt það séu menn, sem fólkið hefur talið fulltrúa sína, ef þeir misnota vald sitt og snúast gegn þeim, sem fól þeim það.“ Fleira segir sóguþulur í svip uðum dúr; predikun hans er æðilöng og minnir á ræðuhöld, eins og þau gerðust í verkalýðs- bókménntum millistríðsáranna. Raunar ber sagan í heild svip af bókmenntum þeirra tíma, þó eðlilegt, að honum verði að efast um, hve holl hún sé, leiðsögn hinna langlærðu og fjölvisu spekinga: „Hið næma skyn er dýru námi drýgra, því dulda hættu skynjar sá, sem heyrir blómin anda og fræin falla og finnur landsins hjarta slá“. Og ennfremur: „Og kannski er litli mælikvarð- inn minn, sem mér var gefinn fyrst, eins réttur þó — og þessi, sem í dag öll þróin miðast við“. En Heiðrekur svlpast ekki að- eins um hið næsta sér. Hann skyggnist einnig til valdamanna í landi sínu og í veröldinni — og í rauninni eru viðhorf hans til þess, sem gerzt hefur og gerist hjá valdhöfum Lands hans og hinnar stóru veraldar honum jafneðlileg og þær skoðanir, sem fram koma í þeim kvæðum, sem nú hefur verið skírskotað til. Afi hans, faðir og margir fleirLmerk ir menn og vitrir í átthögum hans urðu einna fyrstir til að fylkja sér um þá menn, sem hófu baráttu fyrir dýra- og náttúru- vernd hér á landi. Heima lærði hann að viLða líf fuglsins í hrauninu, á tjörnunum og við sandinn og dá öfl gróandans, hvar sem þau birtust — allt skyldi friðað, sem friðað varð. Framhald á bls. 25 með þeirri undantekning, að „hetjan" í þeim bókmenntum var sjaldan fjármálamaður. Hins vegar var algengt, að „þrjóturinn“ í þeim bókmennt- um væri einhvers konar fjár- málamaður. í annan stað má segja, að sag an sé undirbyggð líkt þvi, sem tíðkast um barnasögur: hún er mjög stutt, gerist hins vegar á löngum tíma; frásögn og lýs- ingar taka til yfirborðs, en skír- skota hvergi til hins ósegjan- lega; og svo er farið hratt yfir sögu, að ekki er lýst sumum þeim atburðum, sem þó hefðí mátt ætla, að áhrif hefðu á til- finningar söguhetjunnar. Til dæmis er lesandanum færður heim sanninn um það í upphafi áttunda kafla, að fjármálamað- urinn sé kvæntur og meira að segja orðinn faðir, án þess að því hafi verið vikið einu orð, fyrr í sögunni, hvernig slíkt mætt gerast. Lesa má í bókaskrá höfundar- ins, að hann hefur áður sent frá sér þrjár barnabækur. Enda þó ég sé þeim alókunnur, þykist ég mega ráða af þeirri bók einni, sem hér um ræðir, að honum láti betur að skrifa fyrir börn en fullorðna. Þannig þykja mér einna beztir fyrstu kaflar Láttu loga, drengur, þar sem greinir frá bernsku og æsku söguhetjunnar. Eru þeir kaElar þó langt frá að vera barnales- efni. Beiskja söguhetju og sögu þular logar þar heitar en svo, að talizt geti barnagaman. Og víst má segja hið sama um alla bókina. Virðist mér sem höfundi sé mjög hugleikið að láta svipuna ganga á þeim aðilum þjóðfélags ins, sem hann telur sitja yfir hlut lítilmagnans. Þær skoðanir lætur hann í ljós tæpitungu- og umbúðalaust og flytur mál sitt af eldmóði. Hitt er svo álita- mál, hvort Skáldsöguformið hef ur reynzt honum heppilegt til að koma á framfæri þeim skoð- unum sínum. Ég fyrir mitt leyti tel að svo hafi ekki verið. Annars þykist ég sjá, að höf- undur hafi vandað sig við verk- ið — innan sinna þröngu tak- marka. Skuggsjá hefur — ef prent- villur eru undanskildar — gert bókina vel úr garði. Meðal annars prýða hana nokkrar myndir, teiknaðar af Atla Má. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.