Morgunblaðið - 16.11.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 16.11.1966, Qupperneq 15
Miðvikudagur 1S. nðv. 1966 MORGUNBLADIÐ 15 Páll Karlsson Bjargi, Miðfirði BJARG í Miðfirði er ein sögu- frægasta jörð í Húnavatnssýslu. Öllum fslendingum, sem komn- ir eru til vits og ára, kemur nafnið kunnuglega fyrir vegna átakanlegra örlaga Grettis, Atla Iiluga og Ásdísar móður þeirra. Nú er þessi fornfræga jörð orðin að tveimur stórbýlum. Þar búa tveir bræður: Páll og Sigurgeir Karlssynir. Páll átti sjötugsafmæli 8 þ.m. Hann er svo merkur og valinkunnur maður, að ég get ekki orða bund izt um æviferil nans og heilla- ríkt lífsstarf. Fyrst vil ég minn- ast á ætt hans og uppvöxt. Karl Sigurgeirsson bóndi á Bjargi, fluttist ungur norðan úr Þing- eyjarsýslu vestur í Húnaþing með föður sínum Sigurgeir Páls syni frá Svartárkoti í Bárðar- dal. Sigurgeir fluttist á gamals aldri til Kanada og er hin kunna Bardals-ætt af honum komin.. Karl var eitt mesta prúð menni (gentleman) sem ég hefi þekkt, jafnt í orði sem allti raun. Hann bjó á Bjargi meira en hálfa öld. Ég minnisi; þess frá langri kynningu, að hann þótti einn sá bezti gestur hvar sem hann kom, vegna háttprýði og hóflegrar glaðværðar. Gest- risni hans og hans mikilhæfu konu var viðbrugðið. Það var ekki óvenjulegt að gestir sátu þar dægrum saman við góðar veitingar, söng og spil. Kona Karls á Bajrgi og móðir Páls hét Ingibjörg Jóhannesdótt ir. Hún var dóttur-dóttir Jóns Sigurðssonar, þess er var kvadd ur að Illugastöðum á Vatnsnesi í morgunsárinu 14. marz 1823, er þar höfðu verið unnin hörmu leg mannvíg um nóttina, en bær inn með líkunum nær brennd- ur til ösku. Hann sýndi meiri stillingu, aðgæzlu og hyggindi en venjulegt er þegar válegir at burðir gerast. Hann ræddi ekxi með einu orði um það sem hon- um þótti auðsætt, að mannalát og eldsvoði var af mannavöld- um, en reið jafnskjótt til Blön- dals sýslumanns og tilkynnti honum það sem hann hafði orð- ið áskynja á Illugastöðum. Margt gáfumanna er komið út af Jóni þessum, en nær undan- tekningarlaust fylgir þeim kyn- stofni frábær hljómlistargáfa. Ingibjörg móðir Páls kunni að spila á hljóðfæri og hafði hlot- ið þessa ættarerfð í ríkulegum mæli. Ég ætla að Ingibjörg hafi verið gáfuð kona. Hún gat sagt nær orðrétt langar sijgur, sem hún hafði lesið milli þrotlausra heimilisanna. Ekki gæti ég tölu á það kom- ið, hve oft ég gisti þessi merku hjón, Karl og Ingibjörgu. Ekki hændist ég að þeim vegna söngs eða hljómlistar, því að ég er frásneiddur allri músik- gáfu. En sólskinið, sem þau færðu mér í fang eins og öðrum gestum, lágum sem háum, er eins og Ijúfur en löngu liðinn draumur í endurmiriningunni. Við ofangreinda heimilishætti ólst Páll Karlsson upp, sem nú er orðinn sjötugur að aldri. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, segir gamalt máltæki. Páll hefur líkzt foreldrum sín- um um þeirra miklu mannkosti. Þegar hann óx úr grasi og fékk nokkurn líkamsþroska, hafði hann, ásamt Sigurgeir bróður sinum, mestan fordrátt um bús annir og var snemma orðlagður fyrir kapp og dugnað. Ekki var hugsað um skólagöngu, því að annað lá fyrir sem ekki þoldi bið, en það var að umbæta þetta gamla höfuðból, sem hafði níðst niður á undangegnum öldum eins og flestar jarðir í landinu. Þeir bræður unnu með ofur- kappi að því að rækta tún og byggja vönduð hús yfir fólk og fénað. Þegar vélvæðing kom til að seinni heimsstyrjöldinni lok- inni, var Páll manna skjótastur að hlýða tímans kalli og verða manna fremstur í flokki í hinni miklu jarðræktarbyltingu. Ótræðisflóar, mýrasund og blásn ir melar langt út frá gamla tún inu, eru orðnir arðsamir töðu- 100 lítra. Fyrirliggjandi. Hagstætt verð. G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSGN HF. Árrnúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 bóndi 70 ára vellir. Það hefur sagt mér merk ur og skýr sveitungi Páls, að túnvöllur á Bjargi sé meiri og víðlendari en á nokkru öðru býli í héraðinu. Mér er sagt að á þessu fornfræga óðali sé bú- menning eftirbreytnisverð. Páll á Bjargi hefur miklu á- orkað í umbótum enda ann hann jörð sinni eins og augum í höfði sér. En hann hefur ekki verið einn í leik. Kona hans er Guð- ný Friðriksdóttir, hreppstjóra á Stóra-ósi. Hún er kyngöfug kona, á ætt að rekja til Arn- gríms lærða, Páls lögmanns i Víðidalstungu og Friðriks Þór- arinssonar prests á Breiðabol- stað, sem var nafnkenndur söng listamaður, en móðurfaðir henn- ar var Þorvaldur prestur á Mel- stað, afburða málfræðingur. Það var margt líkt um upp- vöxt þeirra Guðnýjar og Páls Karlssonar. Æskuheimili hennar Stóri Ós, varð upp úr síðustu aldamótum, þegar Hvamms- tanga-kauptún óx með hverju ári, mestur gisti- og viðkomu- staður á krossgötum. FViðrik, faðir Guðnýjar, var hinn mesti höfðingi í sjón og raun, sem leysti hvers manns vandræði, eft ir því sem honum var unnt, en hann var mikill velvildar- og mannúðarmaður. Margt fólk á þessu stóra heimili vann eftir órjúfanlegu lögmáli ísl'enzkrar gestrisni, að taka hverjum sem að garði bar eins og heiðurs- gesti, hvernig sem á stóð. Á mestu umferðatímum hvers árs varð sumt af heimafólki nótt eft ir nótt að ganga úr rúmi fyrir gestum, einkum börnin. Söngur og spil létu þreytta ferðamenn gleyma áhyggjum og striti hins daglega lífs. Þetta var barna- lærdómur Guðnýjar, sem hún hefur aldrei gleymt. Þessi merku hjón, Páll Krist- jánsson og Guðný Friðriksdóttir, hafa verið einstaklega samtaka alla þeirra sambúðartíð. Það hefur ávallt verið björt heið- rikja yfir samlífi þeirra. Löng og ströng lífsbarátta hefur ein- kennzt af hugsjónum, að hefja fornfrægt óðal til fyrirmyndar í sveit. Þau eiga mörg og mann vænleg börn. Nú, þegar Páll hefur náð sjö tiu ára aldri, veit ég að hann er slitinn maður, þó hann starfi sem áður ótrauður að búi sínu. Hann hefur löngum unnið lang- an vinnudag og Guðný kona hans ekki síður. En að kvöld- lagi og á stopulum frístundum hafa þau hjón ásamt bórnum sínum gengið í dísahöll sönggyðj unnar og notið par yndisstunda, sem lyft hefur af þeim dagsms þunga. Dætur þeirra flestar eru giftar og eiga staðfestu annars staðar. Þær koma oft á sict æsku heimili og mynda þá ásamt for- eldrum og heimasystkinom orkestur, sem nægt gæti múg manns til unaðar. Sönglistin er það mái, sem hjartað skilur bezt. Veglyndi og mannúð Páls og Guðnýjar á Bjarni er slík að orð fer af fjær og nær. Oft taka þau börn til dvalar af fátæku fólki og veita þeim skjólstæðmg um umönnun og ástríki, eins og þeirra eigin börn væru. Ég og kona mín árnum Páli heilla við þessi áratugamót í lífi hans og þökkum honum vin áttutryggð, sem aldrei hefur brugðizt. Magnús F. Jónsson. Kaup og saEa Óskum eftir að kaupa góð vörupartý. Tilboð merkt: „Kaup — 8424“ sendist fyrir 21. nóvember. Amerískar GálffEirar nýltomnar í fjölbreyttu og fallegu úrvali. L’taver Grensásvegi 22. — Símar 30280 og 32262. GOOD^EAR 300D YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR þarf ekki að bóna það er nóg að hreinsa þær með rökum klút. GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR endast mjög vel og litirnir dofna ekki. GOOD YEAR VIIMYL - GÓLFFLÍSAR eru heims- þekktar fyrir gæði — spyrjið þá sem reynt hafa. Verðið er mjög hagstætt. — Fjölbreytt litaúrval AÐEINS GÆÐAVÖRUR FRA GOOD YEAR. M ALNING & JA’RN VÓRUR LAUGAVEGI 23 SÍMI 11295 GOOD YEAR VINYL GÓLFFLÍSAR hafa þessa eftirsóttu eiqinleika SVONA AUÐVELT ER ÞAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.