Morgunblaðið - 16.11.1966, Page 16

Morgunblaðið - 16.11.1966, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nðv. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Joi'annessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. BJstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglvsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Síroi 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. KOSNINGA ÚRSLITIN í BANDARÍKJUNUM T síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum var sigur Johnsons forseta og Demó- krataflokksins með slíkum yf irburðum að margir rædddu um það að tveggja flokka kerfinu væri nokkur hætta búin í þessu volduga vest- ræna lýðræðisríki. En úrslit þingkosninganna, sem fram fóru 8. þ.m. sína greinilega að þessi ótti er ástæðulaus. — Repúblikanar unnu þar veru legan sigur, ekki sízt í ríkis- stjórakosningunum. Er nú svo komið að repúblikanar og demókratar hafa jafn marga ríkisstjóra, 25 hvor flokkur. — Það er sérstak- lega þýðingarmikið fyrir repúblikana að þeir hafa fengið kjörna ríkisstjórana í flestum stærstu ríkjunum, svo sem New York, Kali- forníu, Pensylvaníu og Michi gan. í hinu síðastnefnda vann George Romney ríkis- stjóri yfirburðasigur, og í New York var Nelson Rocke- feller endurkjörin með miklu fylgi í þriðja sinn. En þessir tveir menn eru tvímælalaust mikilhæfustu og glæsilegustu leiðtogar repúblikanaflokks- ins í dag. Tilheyra þeir báðir frjálslyndari armi repúblik- anaflokksins og neituðu að styðja Barry Goldwater í síð- ustu forsetakosningum. Bera úrslit kosningánna greini- lega með sér að frjálslyndari öflin innan repúblikana- flokksins eru í öflugri sókn. Sigur Ronald Regan kvik- myndaleikara, sem var fram- bjóðandi repúblikana í ríkis- stjórakosningum í Kaliforníu var einnig mikill, enda þótt hann tilheyri hægri armi flokksins. En almennnt er tal ið að hann sé miklu víðsýnni stjórnmálamaður en Barry Goldwater, sem varð valdur að stórfelldu fylgistapi og hruni repúblikanaflokksins í forsetakosningunum. Enda þótt repúblikanar ynnu 47 þingsæti í fulltrúa- deild þingsins, 3 í öldunga- deildinni og 8 ríkisstjóraem- bættí, fer því þó víðs fjarri að aðstaða Johnsons forseta og stjórnar hans sé vonlaus orðin. Demókratar hafa mik- inn meirihluta í báðum þing- deildum og stefna forsetans í utanríkis- og örygggismálum nýtur yfirgnæfandi fylgis meðal þjóðarinnar. í þessum þingkosningum voru átökin aðallega um innanríkismálin, en ekki um styrjöldina í Víet- nam og stefnuna í varnarmál unum. Það er athyglisvert að í þessum kosningum kaus Massachusetts blökkumann til setu í öldungadeildinni. Er hann repúblikani, sem gegnt hefur fjölmörgum trún aðarstöðum í heimaríki sínu og nýtur þar trausts og virð- ingar. Þetta getur gerzt þrátt fyrir það að ýmis ríki Banda- ríkjanna hafa undanfarið log að af kynþáttaóeirðum. Með kosningaúrslitunum í Bandaríkjunum er jafnan fylgst af miklum áhuga um allan hinn frjálsa heim. — Bandaríkin eru í dag forystu ríki vestræns lýðræðis. Þau eru sú brjóstvörn sem öldur ofbeldis og einræðis brotna á. Þess vegna skiptir það mannkynið miklu máli að víð sýnir og dugandi menn veljist þar til forystu. ENDURHÆFINGA- STÖÐVAR OG ÖRYRKJAHEIMILI rpveir þingmenn Sjálfstæðis- ■*■ flokksins í Neðri deild Alþingis, þeir Oddur Andrés son og séra Gunnar Gíslason hafa lagt fram þingsályktun- artillögu um að Alþingi skori á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frum- varp til laga um öryrkja- heimili og endurhæfingar- stöðvar. — Flutningsmenn benda á það að miklar fram- farir hafi orðið í heiminum á þessu sviði á undanförnum ár um. Endurhæfingarstöðvar hafa verið reistar, þar sem unnið er að því að sjúkt og slasað fólk, sem ekki nær full um bata við lækningar verði starfhæft á ný. Endurþjálfun hefur að sjálfsögðu verið. stunduð hér á landi í smáum stíl af ýms- um aðilum og við misjafna aðstöðu. Benda flutnings- menn á að það hafi oft á tíð- um verið undir hælinn lagt, hverjir nytu slíkrar endur- hæfirigarþjálfunar á hverjum tíma. Ekkert heildarskipulag sé um þessi mál, sem þó séu mjög þýðingarmikil fyrir mikinn fjölda fólks. Talið er að 10—15% allra einstaklinga þurfi einhvern tíma æfinnar á endurhæfingarþjálfun að halda. Það er tillaga þeirra Odds Andréssonar og séra Gunn- ars Gíslasonar að lögfest verði heildarskipulag þess- ara þýðingarmiklu mála. Er það vissulega tímabær til- laga. ■ Þjóðfélaginu ber að leggja mikla áherzlu á að það fólk, sem orðið hefur fyrir Margar þjóðir leggja hönd á smíði Litlabeltisbrúarinnar Hópur verkamanna verður að starfa í köfunarhylkjum „á hafsbotni" STÆRRI myndin hér fyrir ofan sýnir hvernig Litlabelt- isbrúin, sem smiði er nú haf- in á í Danmörku, mun líta út, þegar hún verður fuil- gerð, seint á árinu 1968. Brúarstólparnir verða um 120 metra háir, en þeir eru enn ófullgerðir. Um þessar mundir er verið að leggja að þeim undirstöðurnar, þ. e. steinker, sem síðan verða fyllt með steypu. Er þeim áfanga verður lok- ið, nú innan skamms, hefst mjög sérstæður þáttur brúar- smíðinnar. 60 verkamenn hafa gefið sig fram til þess starfa, en hann fer fram neðansjáv- ar. Verða verkamennirnir að vinna þar undir tvöföldam loftþrýstingi, í sérstökum „hylkjum“, en minni myndin sýnir, hvernig þau líta út. „Hylkin“ eru gerð í Þýzka- landi, og fyrirtækið, sem þau framleiðir, mun senda sér- fræðinga sína, verkamönnun- um til aðstoðar. Sakir þrýstingsins, og þeirra óvenjulegu aðstæðna, sem unnið verður við, mun hver maður aðeins starfa í 314 stund í einu, eða jafnvel skemur. Sjálfir brúarstólparnir verða sennilega reistir af brezku fyrirtæki. Meintir landráöamenn fyrir rétt í Aþenu í gær Aþenu, 14. nóv. — AP, NTB. TUTTUGU og átta menn úr gríska hernum, sex ofurstar, átján höfuðsmenn og fjórir liðs- foringjar, voru leiddir fyrir her- rétt í dag, sakaðir um landráð. Eru þeir sagðir félagar í ASPIDA samtökum, sem ákæruvaldið seg- ir miða að því að steypa af stóli Konstantín konungi og grísku stjórninni og stofna í landinu lýð veldi að fyrirmynd Nassers í Eg- yptalandi. Dauðarefsing liggur við landráðum í Grikklandi sem barði slysa og sjúkdóma hafi sem bezta aðstöðu til þess <xv ná heilsu sinni og geti lifað hamingjusömu lífi. og í fiestum löndum, nema lil komi náðun konungs eða ein- hverjar þær kringumstæður er réttlæti mildari dóm. Höfuðvitni sakdóknara er Ge- orge Grivas, yfirmaður gríska hersins á Kýpur, sem sagður er hafa átt tnikinn þátt í því að koma upp um samtök þessi, er fyrst festu rætur meðal gríska herliðsins á Kýpur. Herma fregn ir að Grivas hafi sagt konungi af starfsemi samtakanna vorið 1965 og Konstantín síðan fyrir- skipað rannsókn í málinu, sem svo hafi leitt til handtöku hinna 28 ákærðu er áður sagði frá. — Grivas kom til Aþenu frá Ník- ósíu á föstudag sl. og verður fyrsta vitnið í má'linu. í skýrslu um rannsókn máls þessa, sem gríski herinn lét frá sér fara 1. október Sl. segir að samtök þau er beri heitið ASP- IDA eða „Skjöldurinn“, miði að því að steypa af stóli konungi Grikklands og stjórn 'hans og stofna í landinu lýðveldi að fyr- irmynd Nassers í Egyptalandi. Ennfremur vilji samtökin að Grikkir segir sig úr Atlantshafs- bandalaginu og gangi ekki í nein hernaðarbandalög úr þessu held- ur fylgi að málum hinum óháðu þjóðum heims. Þá sagði og í skýrslu þessari að allt benti til þess að hinn raun- verulegi leiðtogi ASPIDA-sam- takanna væri Andreas Papan- dreou, sonur George Papandreou, fyrrum forsætisráðherra. Papan- dreou yngri, sem nú á sæti á gríska þinginu, hefur neitað því að hafa haft nokkur afskipti af samtökunum og segir hér vera um að ræða uppspuna einan, runninn undan rifjum þeirra er stóðu að falli stjórnar föður hans í júlímánúði 1965. Vinstrimenn í Grikklandi hafa einnig lagt orð í belg og segja að hafi ASPIDA-samtökin nokkru sinni verið til, muni þau hafa Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.