Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 24

Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 16. nóv. 1966 Hörður Snævar Sæm- undsson — Kveð'a F. 27. sept. 1936. D. 1. nóv. 1966. Á vetrarins kveldi þá kulnaði von þín kvöl var á enda minn vinur ó Drottinn hann sendi sinn elskaða son sem lækni, nú hjarta vort stynur. Svo bágt er að skilia það nístandi böl er barst oss sú helfregn á herðar nú hjörtu vor kveina af sárustu kvöl þig kveðjum til síðustu ferðar. En alvaldur himinsins, sér og hann veit ■» hvað börnum hans er fyrir beztu því stöndum við hér og strengjum þess heit að standast í sorginni mestu. Þú bjartsýni vinur ó brosið þitt fritt það býr í oss minningum fögrum það var svo fagurt svo falslaust og blítt þá fagnandi hjálpaðir öðrum. Svo börnunum fögru og syrgjandi frú við flytjum þeim samúð og hlýju og óskum af hjarta í heilagri trú og hittist þið aftur að nýju. Er kveðjustund nálgast við biðjum um náð því neyðarins stund, upp er borin en minningar fagrar, sem enginn fær máð þær fylgja oss síðustu sporin. Vertu sæll vinur í hinzta sinn við söknum þín ókomin árin vaki nú Drottinn, sem verndari þinn við vitum hann græðir öll sárin. Hvíl þú í friði. Drottinn þig blessi. Jón Þ. Steindórsson og frú. Gjafir til Útskólakirkju Á ÁRINU 196J bárust Útskála- kirkju góðar gjafir, Hvítasunnu- dag 6. júní færði frú Erna Guð- laugsdóttir Dvergasteini í Gerða- hreppi kirkjunni vandaðan skírnarkjól að gjöf, sem boðinn er til notkunar öllum, sem bera börn sín í kirkjuna til skírnar. Sunnudaginn 13. júní afhenti frú Guðrún Sveinsdóttir frá Smærnavelli í Gerðahreppi, kirkjunni skipslíkan að gjöf til minningar um mann sinn Eirík Guðmundsson, sem andaðist í desember 1933. En Eiríkur Guðmundsson aði sjósókn lengst ævi. í kirkju- ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Kiistín DovíSs- dóttir — Kveðjn Fædd: 11. ágúst, 1867. Dáin: 4. nóvember, 1966. Á dimmu kveldi Guð þín gætti og gaf þér fagurt bænamál, þótt erfitt reyndist margt er mætti Guðs miskunn veitti styrk í sál. Nú morgunroði mildur skín Guð man öll litlu börnin sín. Mín hjartans kveðja í hinzta sinni og hjartans þakkir vina mín, Guð leiddi þig á lífsbraut þinni, — Hann leiðir ætíð börnin sín — Hann blessaði þitt bænamál því barst þú gleði minni sál. Hjartans þökk. Hví í Guðs friði. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. kór Útskálakirkju var hann einnig í áratugi. Skipslíkanið er gert af miklum hagleik af Jóhannesi Ólafssyni, dóttursyni Guðrúnar og Eiríks og er komið fyrir í kór kirkj- unnar. Þá færði frú Guðrún kirkjunni ennfremur að gjöf kr. 10.000,00 til minningar um foreldra sína Margréti Guðnadóttur og Svein Sigurðsson er bjuggu að Smærnavelli í Garði, gjöfin var einnig gefin til minningar um systkini hennar og aðra látna ættingja. Þessar gjafir afhenti hún í til- efni 90 ára afmæli sínu, við virðulega athöfn í Útskálakirkju að viðstöddum ættingjum og venslafólki, sem var um 100 manns. Einnig sóknarnefnd og sóknarpresti. Sóknarpresturinn séra Guð- mundur Guðmundsson flutti við þetta tækifæri, ræðu og þakkaði frú Guðrúnu þessar höfðinglegu gjafir og bað henni, ættingjum hennar og öllu venslafólki guðs blessunar. Hinn 9. desember sama ár gaf frú Katrín Jónsdóttir frá Fögru- völlum í Garði til heimilis að Urðarstíg 9 Reykjavík, Útskála- kirkju ljóskross á turn kirkj- unnar. Á aðfangadag jóla skýrði sóknarpresturinn séra Guðmund- ur Guðmundsson söfnuðinum frá gjöfinni og mælti á þessa leið: „Kirkjugestir og aðrir hér í Útskálasókn munu hafa veitt því eftirtekt, að nú nokkru fyrir jól- in var settur á turn kirkjunnar stór og fagur ljóskross, sem ljómað hefur og lýst í gegn- um skammdegismyrkrið und- anfarna daga. Þessi fagri ljóskross er gefinn af Katrínu Jónsdóttur, Reykjavík, sem áður bjó að Fögruvöllum í Garði, —■ til minningar um mann hennar Þorlák Ingibergsson, sem andað- ist á síðastliðnu sumri. Á krossi þessum var fyrst tendrað ljós kl. 6 að kvöldi hins 9. desember i tilefni þess að þá voru liðin ná- kvæmlega 60 ár frá því að þau Þorlákur og Katrín voru gefin saman í hjónaband í Útskála- kirkju. En um leið voru gefin saman þar Þorleifur bróðir Þor- láks og Júlíanna Hreiðarsdóttir, sem bæði eru látin. Ég vil fyrir hönd kirkju og safnaðar þakka KatrínU innilega þessa stórhöfðinglegu og fallegu gjöf til kirkjunnar. Og um leið og ég bið henni og heimili hennar blessunar og varðveizlu nú á þessari helgu hátíð og allar stundir, vona ég og bið, að þessi fagri ljóskross megi jafnan minna safnaðarmenn og alla, sem hafa Ijós hans fyrir augum á hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann og oss var gefið á hinum fyrstu jólum, á hann sem sagði: „Ég er Ijós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós lífs- ins“. Fyrir þessar gjafir og allar aðrar, sem Útskálakirkju hafa verið gefnar á undanförnum ár- um viljum við fyrir hönd Út- skálasafnaðar færa gefendum al- úðar þakkir. í sóknarnefnd Útskálasóknar Sigurbergur H. Þorleifsson Jóhannes Jónsson Jón Eiríksson. Frönsku haglabyssurnar PUMPUR OG AUTOMATISKAR CAL NR. 12. PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR SEM FYRST. Sportval Laugavegi 48 — Sími 14390. Þing Landssam- bands vörubílstjóra KHOL FULL-PROOF MASCARA KHOL maskarinn uppfyllir óskir yðar um lengri og fallegri augnhár — OG ER EKTA. KHOL maskarafyllingar í öllum litum. KHÓL REMOVER fjarlægir KHOL maskarann á svipstundu og inniheldur næringu fyrir augnhár yðar W vatnsprufan sannar að KHOL maskarinn uppleysist ekki í vatni. REYNIÐ sjálfar HAFNARSTRÆTX 18 - Símar 12586, 23931 7. ÞING Landssambands vöru- bifreiðastjóra var haldið í Rvík 5. og 6. nóv. Þingið sóttu 24 full- trúar víðsvegar að af landinu. Formaður sambandsins Einar Ögmndsson setti þingið með ræðu. Forseti Alþýðusambands fslands, Hannibal Valdimarsson, ávarpaði þingið. Forsetar þingsins voru kjörnir Guðmundur Kristmundsson, Reykjavík og Guðm. Snorrason, Akureyri. Ritarar voru Andrés Ágústsson, Hvo.lsvelli og Þórar- inn Þórarinsson, Axarfirði. Þinginu la-uk á sunnudagskvöld með kjöri sambandsstjórnar og annarra trúnaðarmanna. Á mánudag hafði samgöngu- málaráðherrra Ingólfur Jónsson boð inni fyrir fulltrúa þingsins í ráðherrabústa'ðnum. f stjórn LandssEunbands vöru- bifreiðastjóra fyrir næstu tvö ár voru kjörnir eftirtaldir menn: Form. Einar Ögmundsson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Pétur Guð- finnsson, Rvík, Sigurður Ingvars son, Eyrarbakkka, Þorsteinn Kristinsson, Höfnum og Gunnar Ásgeirsson, Akranesi. Varatjórn: Kristján Steingríms son, Hafnarfirði, Guðm. Krist- anundsson, Rvík, Andrés Ágústs- son, Hvolsvelli, Róbert Róberts- son, Árnessýslu og Gísli Þor- steinsson, Mýrarsýslu. Trúnaðarmannaráð: Jón H. Jóhannsson, Sauðárkróki, Ás- grímur Gislason, Rvík, Guðm. Snorrason, Akureyri, Lárus Hagalínsson, Vestur-ísafjarðar- sýslu, Hrafn Sveinbjarnarson, Hallormsstað og Jón Árni Sig- fússon, Suður-Þing. Varamenn: Sturla Þórðarson, Dalasýslu, Egill Guðjónsson, Árnessýslu, Guðm. Jósepsson, Rvik og Lú'ðvík Jónsson, Kefla- vík, Vilhjálmur Sigurðsson, Hólmavik, Höskuldur Helgason, Hvammstanga, Stefán Hannes- son, Rvík og Hafsteinn Stein- dórsson, Seyðisfirði. Endurskoðendur: Stefán Hann esson, Rvík, Lúðvík Jónsson, Keflavík. Til vara: Ásgrimur Gíslason, Rvík. Þingið samþykkti einróma að Landssamband vörubifreiðastj. gerðist aðili að samtökunum „Varúð á vegum.“ Þingið gerði m.a. eftirfarandi samþykktir: „f tilefni af endursko'ðun gild- andi vegaáæt'lunnar skorar 7. þing L. V. á Alþingi að láta hrinda í framkvæmd brýnum og mikilvægum úrbótum í vega- málum. Undirstaða þess er að auka tekjur vegasjóðs til mik- illa muna, en það má meðal ann- ars gera með því að ráðstafa hluta af umframtekjum ríkis- sjóðs til vegamála. Þrátt fyrir ýmis stórvirki I vegamálum, sem framkvæmd hafa verið á undanförnum árum, eru mörg stór verkefni framund- an, sem eigi þola bið. Má þar meðal annars nefna: 1. Byggingu hraðbrauta með varanlegu slitlagi á þéttbýlis- svæðum, þar sem umferðin er mest. 2. Endurbyggingu eldri þjóð- vega og brúa, sem fullnægja eigi lengur þörfum nútíma umferð- ar. 3. Aukið vegaviðhald, en því er nú mjög ábótavant. Vaxandi fjöldi bifreiða og auknir landflutningar kalla á umfangsmiklar og skjótar endur bætur á vegakerfi landsins, og verður að treysta því, að Alþingi leysi þessi mál á viðunandi hátt.“ „Sjöunda þing Landssam- bands vörubifreiðastjóra, haldið í Reykjavik 5. og 6. nóv. 1966, vill vekjá athygli á þjóðfélags- legu mikilvægi umferðarmála og nauðsyn aukins umferðarörygg- is. Þingið vill ennfremur vekja athygli á því að ekkert annað en sameiginlegt og einbeitt átak alþjó'ðar getur komið í veg fyr- ir hina óheillavænlegu þróun er nú á sér stað í sambandi við um- ferðarmálin. Þingið hvetur með- limi sína hvern á sínum stað á- samt ölium almenningi til að Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.