Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 31

Morgunblaðið - 16.11.1966, Side 31
Miðvikudagur 16. nðv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Bjölluturniim gegnum þakið ... Leicester, 15. nóv. — AP. } SVO bar við í dag í hvass- viðri miklu, að bjölluturn á skóla einum í Leicester lét undan storminum og fór gegnum þakið á skólahúsinu. 22 drengir og 2 kennarar meiddust og voru fluttir í s^úkrahús, en talið er, að að- eins þrír drengjanna hafi hlotið alvarleg meiðsli. Fræðslumálastjóri borgarinn- ar, Wiliam Black lét svo um mælt, að það væri hreinasta mildi, hversu vel börnin hefðu sloppið. Hefði orðið að grafa mörg þeirra út úr brakinu, það hefðu slökkviliðs- og lögreglu- menn gert og búizt við, að þau væru verr farin. Einn kennaranna sagði: „Við heyrðum einhvern skruðning í fyrstu, síðan ægilegan hávaða og vissum ekki fyrr en þakið kom niður í skólastofuna. Það er nánast kraftaverk, að enginn skyldi láta lífið. í skóla þessum voru um 650 nemendur. Urðu ýmsar aðrar skemmdir á byggingunni svo og fleiri skólahúsum í nágrenninu. iCátir karlar og kogari ÞAÐ VAR síðari hluta dags í fyrradag er nokkrir starfs- menn Ríkisskip unnu að þvi að stafia upp kössum í vöru- húsi fyrirtækisins að þar bar að ungan mann, sem tók þá tali. Var maður þessi ákaflega glaður og reifur, enda nokkuð við skál. Er hann hafði rabb að við starfsmennina nokkra stund, rak hann augun í kassa, sem vakti athygli hans. Var kassi þessi merktur ÁTVR og til frekara öryggis tók maðurinn kassann upp, og heyrði að það gutlaði í hon- um. Skipti þá engum togum, maðurinn þreif kassann í fang ið, hljóp með hann sem leið liggur út að Hafnarbúðum þar sem hann hrópaði hátt og snjallt að hann væri með fullan kassa af áfengi í fang- inu. Virðist þá sem hann minntist þess skyndilega að lögreglan hefði kannski eitt- hvað við þetta að athuga — og tók á rás með kassann út Mýrargötu. Þar faldi hann kassann, en hljóp þessu næst upp Ægisgötu að Landakoti, þar sem lögreglan tók á móti honum. Maðurinn gerði grein fyrir öllum sínum ferðum, og vís- aði lögreglunni á staðinn, þar sem hann hafði falið áfengis- kassann. En þegar lögreglan fór að athuga kassann nánar kom í ljós, að hann var tóm- ur. Síðar kom á daginn, að Hafn arbúðir höfðu tæmzt skömmu eftir að maðurinn upplýsti um innihald. kassans. Tjáði rann- sóknarlögreglan Mbl. að svo hefði verið komið undir kvöld að vart hefði verið líft inni í Hafnarbúðum fyrir angan af ,kogara“, en það hafði kassinn haft að geyma. — Brasilía Framhald af bls. 1. hefur handtekið ungan mann, sem grunaður er um morðið á Rocha. Kosningarnar nú eru hinar fyrstu frá því, að herinn stóð fyr tr byltingu í landinu árið 1964. Fréttamenn í Rio de Janeiro telia að ARENA—þjóðlega endur reisnarbandalagið, sem meiri- hluta hefur nú í báðum deildum þingsins, muni halda meirihluta en missa þó nokkur þingsæti yxir til stjórnarandstöðunnar, lýðræðishreyfingarinnar. Eink- um er talið, að svo fari í stærstu borgunum, — en meirihluti ARENA sé tryggur úti um sveit- ir landsins. Um það bil 2’2 milljónir manna hafa atkvæðisrétt. Kjörn ir verða 409 þingmenn í fulltrúa- deild og 23 af 66 þingmönnum öldungadeildarinnar. Ennfrem- ur verða kjörnir 1972 menn á lög gjafarþing einstakra ríkja, 1804 borgarstjórar og bæjar- og héraðsstjórar á 2251 stöðum. Áherzla hefur verið lögð á, að landsmenn séu skyldugir að koma á kjörstaði og til þess að stuðla að mikilli kjörsókn hefur dagurinn verið lýstur almennur frídagur. Þingkosningar í Bæjariandi á sunnudag Eykur flokkur nýnazista fylgi sitt ? Miinchen, 15. nóv .AP. KOSNINGAR til fylkisþings- ins í sambandsríkinu Bæjara- j landi í V-Þýzkalandi fara fram á sunnudag. Þær eru taldar það mikilvægar, að þær kunna að ráða því, hvernig fer um stjórn- armyndunina í Bonn. Kosning- arnar munu enn fremur leiða í ljós, hvort nýr hægri flokkur, sem margir skipa á bekk með nazistaflokkinum, muni enn efl- ast í Vestur-Þýzkalandi. Meira en 6 millj. kjósenda eru á kjörskrá í þessu syðsta ríki sam bandslýðveldisins, og eru mögu- leikar beggja kanzlaraefnanna í Bonn, Kurt Georg Kiesingers og Willy Brandts til stjórnar- \ myndunar að verulegu leyti tald ar undir því komnar, hverjum kjósendur greiða atkvæði sitt. j Franz Josef Strauss á ekki síður: mikið undir þessum kosningum komið, en hann er formaður j kristlegra sósíalista, en svo nefn ' ist armur kristlegra demókrata í Bæjaralandi. Strauss er talinn hafa ráðið miklu í því sem fram fór að tjaldabaki, áður en Erhard ákvað að segja af sér kanzlaraembætti og þingmennirnir úr flokki hans veittu Kiesinger mikilvægan stuðning, er flokkurinn kaus hinn síðastnefnda sem kanzlaraefni. Stuðningurinn mun hafa verið það mikill, að jafnaðarmenn saka Kiesinger um, að hann muni verða „fangi Strauss", verði Kiesinger kanzlari. Á fylkisþinginu eiga 204 þing menn sæti, þar af hefur flokkur Strauss hreinan meiri hluta eða 110 þingsæti, jafnaðarmenn 79 og frjálsir demókratar hafa 10. .— Möguleikar hinna síðastnefndu á því að fá nokkurt þingsæti nú eru taldir naumir. Þjóðlegi demó krataflokkurinn, sem er flokkur yzt til hægri og kom mjög á ó- vart með því að vinna verulega á í fylkisþingskosningunum í sambandsríkinu Hessen fyrir skemmstu, telur vonir sínar á því að vinna sæti á fylkisþinginu nú mjög miklar. Telja forystu- menn flokksins, að hann muni fá um 6% atkvæða í öllu Bæjara landi og muni að minnsta kosti í tveimur héruðum hljóta 10% at- kvæða. Þegar þessi flokkur bauð fyrst fram í almennum þingkosn íngum í V-Þýzkalandi fyrir ári hlaut hann aðeins 2,7% atkv. í Bæjaralandi. í sveita- og bæjar- stjónakosningum í þessu sam- bandsríki, sem fram fóru í vor, hlaut han talsvert fylgi sums staðar. — Flugslys Framhald af bls. 1. metra hæð, er hún fórst. Ekki er vitað með hverjum hætti, en haft er eftir lögreglumanni, er var á vakt í Vestur-Berlín, að hann hafi heyrt mikinn hávaða um það leyti er sambandið við vél- ina slitnaði. Fulltrúar Sovétríkjanna við flugumsjónina í Berlín, sem fjór- veldin reka í sameiningu voru beðnir að kanna hvort og hvar flugvélin hefði farizt og gefa um það upplýsingar. Tók það langan tíma — tókst ekki að fá staðfest fyrr en eftir níu klukkustundir, a'ð flugvélin hefði farizt við Dall- gow, um fjóra kílómetra frá borgarmörkum Vestur-Berlínar. Staðurinn, þar sem flakið fannst, er skammt frá stóru æfinga- svæði, þar sem fjöldi rússneskra hermanna er. SpIIakvöSd á Akureyri SPHLAKVÖLD verður í Sjáif- stæðishúsinu á Akureyri fimmtu- dagskvöld 17. þ. m. ki. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Ávarp flytur Herbert Guðmundsson, rit stjóri. Söngvarinn A1 Bishop skemmtir, og dansað verður tii kl. 1 e. m. Miðsala í Sjálfstæðis- húsinu verður opin kl. 14—15 sama dag. öllum er heimill þátt- taka á meðan húsrúm ieyfir. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Kiesinoer Sild af aust- fjar5amiðum Akranesi, 15. nóv.: — í DAG er verið að landa 1560 tunnum af síld af Austfjarðarmið um úr Höfrungi II. Síldin fer til vinnslu í salt og frystingu hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. Fjórir línubátar fiskuðu í gær 4—6 smálestir af blönduðum fiski. Togarinn Víkingur veiðir viö Grænland. — H.J.Þ. Framhald af bls. 1. fer fram á milli þessara tveggja stjórnmálamanna, sem báðir koma til greina sem kanzlarar, mun Kiesinger eiga viðræður við Erich Mende leiðtoga frjálsra demókrata. Líkur á því, að þær viðræður beri árangur, eru tald- ar enn minni en á því að takast muni að mynda „stóra sam- steypustjórn", þ.e. stjórn kristi- legra demókrata og jafnaðar- manna. Þetta kom enn greinilega fram í stefnuskrá þeirri, sem frjálsir demókratar birtu eftir fund sinn í Nurnberg í dag. Samkv. stefnuskránni er það ljóst, að frjálsir demókratar eru á engan hátt reiðubúnir til þess að gefa eftir í þeim atriðum varðandi fjárlagafrumvarp ríkisins, sem voru beinlínis þess valdandi, að samsteypustjórn Erhards leystist upp. Samtímis gaf flokkurinn yfirlýsingu, sem í öllum mikil- vægum atriðum varðandi utan- ríkis- og öryggismál svo og sam- einingu Þýzkalands er í sam- ræmi við sjónarmið jafnaðar- manna. Talsmaður frjálsra demókrata sagði einnig eftir fundinn, að stefnuskráin bæri með sér „sam- stöðu, sem gengi langt til móts“ við sjónarmið jafnaðarmanna. Stjórnmálasérfræðingar telja því nú, að ljóst sé, að frjálsir demókratar stefni nú að því að komast í samsteypustjórn með jafnaðarmönnum. f stefnuskrá frjálsra demó- krata, sem birt var eftir fund- inn í Núrnberg, segir, að vinna skuli að því að taka upp aftur stjórnmálasamband við ríki Austur-Evrópu, að því að auka samskipti á milli Austur- og Vestur-Þýzkglands og að þvi að bæta sambandið bæði við Was- hington og París. í stefnuskránni er ennfremur skýrt hafnað hvers konar þátttöku Vestur-Þýzka- lands í sameinginlegum kjarn- orkuherafla Nato, en einungis sagt, að flokkurinn vilji, að Vest ur-Þýzkaland hafi neitunarvald gagnvart því að kjarnorkuvopn- um verði beitt frá vestur-þýzku landi. Foringi frjálsra demókrata, Erich Mende sagði eftir fundinn, að hann reiknaði með því, að enn myndi líða nokkur tími, unz mynduð yrði ný ríkisstjórn með meirihluta þings að baki sér og gaf í skyn, að það yrði senni- legast í fyrsta lagi í kringum 10. desember. Samtímis benti hann á, að jafnaðarmann og frjálsir demókrata myndu geta stjórn- að landinu með meirihluta þings að baki sér. Meirihluti þessara tveggja flokka umfram kristi- lega demókrata, sex þingsæti, væri að vísu lítill en ekki of lít- ill, sagði Mende að loknum fundi flokks hans í Núrnberg í dag. Bjargað Framhald af bls. 32 sem ætluðu að ganga yfir Botns heiði frá Súgandafirði niður í Dagverðardal. Beið ég þarna all langa stund, en fór um síðir að leiðast biðin. Hafði ég samband við Súgandafjörð í því skyni að kanna, hvort þeir væru þar enn, en fékk þær fréttir, að annar maðurinn væri kominn í skýli Slysavarnafélagsins á heiðinni, en félagi hans hefði gefizt upp á heiðinni. — Ég fór þá strax heim, náði í skíði og fékk í lið með mér tvo samstarfsmenn mína þá Hermann Sigfússon og Jón Jónsson. Vorum við Hermann báðir á skíðum, en Jón fór gangandi. Við feng- um fyrst lýsingu hjá manninum i skýlinu hvar félagi hans lægi, og fundum við 'Hermann hann brátt, en Jón varð eftir í skýl- inu. — Maðurinn hafði þá legið um 1*4 tíma í snjónum, hafði týnt af sér öðrum skónum, og var mjög kalt. Grófum við hann í fönn, en síðan fór ég á móti skátunum sem voru á leið til að stoðar með sjúkrabörur en þeir voru fótgangandi. Einnig komu til aðstoðar bændur úr Súganda firði. Fékk ég teppi hjá skátun- um og hraðaði mér síðan aftur til mannsins og vöfðum við Her- rnann hann inn í teppið. — Skátarnir komu á vettvang um tveimur tímum á eftir að við komum að manninum fyrst og hafði hann þá legið í snjónum í um 4 tíma. Var maðurinn bor- inn á sjúkrabörum niður í Dag- verðardal, þar sem lögreglubif- reið beið, og ók honum í sjúkra- húsið. — ReyðarfjÖrður Framhald af bls. 32 Fundurinn á Reyðarfirði var framhald af fundi sem haldinn var á Seyðisfirði 6. nóv. sl. en þar var kosinn 5 manna nefnd til að undirbúa þennan fund og var formaður nefndarinnar Páll Magnússon, skipstjóri. Eins og fyrr greinir hófst þessi fundur kl. 2 e.h. og setti Páll Magnús- son hann með stuttri ræðu. Fund arstjóri var Kristján Jónsson og fundarritari Axel Schiöth. For- maður undirbúningsnefndarinn- ar gat þess m.a. að ákveðið hefði verið að fulltrúar sjómanna í verðlagsráði mættu á fundin- um en sökum veðurs hefðu þeir ekki getað mætt enda ekki flog- ið til Austurlands í gær. Margir tóku til máls á þessum fundi en þótt umræður snerust , mjög um það nýja síldarverð, sem gengur í gildi í dag voru rædd fjöldamörg önnur hags- munamál sjómanna og virtist koma nokkuð almennt fram sú skoðun að fulltrúar sjómanna- samtakanna bæði í verðlags- ráði og annars staðar væru ekki nógu vel á verði um þeirra hags- munamála, því svo virtist sem einatt væri gengið á hlut sjó- manna umfram aðra stéttir þjóð- félagsins sem þó sízt skyldi gert. Eins og fyrr greinir voru mikl ar umræður á þessum fundi og skiptust menn þar á skoðunum en allir bentu þó á að ef menn vildu koma einhverju í fram- kvæmd væri það frumskilyrði að allir stæðu saman sem einn. Annað væri tilgangslaust m.a. fundur sem þessi. Á fundinum komu fram marg ar tillögur m.a. sú að síldveiði- flotinn hætti allur veiðum og var afgreiðslu hennar frestað þar til í dag. En eftirfarandi samþykktir voru gerðar: Fundur síldveiði- sjómanna haldinn á Reyðarfirði 15. nóv. 1966 samþykkir að ekki verði farið á veiðar fyrr en náðst hefur fundur með fulltrúum okk ar í Verðlagsráði" „Fundur síldveiðisjómanna haldinn á Reyðarfirði 15. nóv. 1966 skorar á síldveiðisjómenn að hefja ekki síldveiðar að vori fyrr en viðunandi síldarverð hefur fengist að dómi nefndar síldveiðisjómanna eða stjórnar Félags síldveiðisjómanna“. „FUNDUR síldveiðisjómanna haldinn á Reyðarfirði 15. nóv. 1966 samþykkir að kjósa nefnd skipaða fimm mönnum sem vinn ur að undirbúningi félagsstofn- unar starfandi síldarsjómanna“. „Fundur síldveiðisjómanna haldinn á Reyðarfirði 15. nóv. 1966 mótmælir þeirri stórfelldu kjaraskerðingu sem sjómenn hafa orðið fyrir með lækkun síldarverðs úr kr. 1,71 í 1,20. Teljum við óréttlátt að laun okk- ar lækki um þriðjung á sama tíma og allt verðlag í landinu og laun annarra stétta hækka. Þótt lækkun yrði á síldarafurð- um átti hún ekki eingöngu að lenda á sjómönnum og útgerð skipanna. Teljum við æskilegt að lækkað yrði útflutningsgjald af síldarlýsi og síldarmjöli en af þeim er tekið hærra gjald en öðrum afurðum og var gjaldið á- ætlað hátt á annað hundrað mill jónir króna fyrii þetta ár. Sjó menn eru mjög óánægðir með rekstur á Síldarverksmiðjum ríkisins og telja Verðlagsráð sjávarafurða óstarfhæft þar sem það hefur ekki aðgang að öðrum rekstrarreikningum en frá ríkisverksmiðjunum einum og teljum við að fulltrúar okk- er geti ekki tekið þátt í störfum Verðlagsráðs eins og að því er búið. Þar sem síldarsjó- menn eiga kjör sín að mestu komin undir rekstri og afkomu Síldarverksmiðja ríkisins gerum vér kröfu til þess að eiga full- trúa í stjórn þeirra en nú er stjórn Síldarverksmiðja ríkisins skipuð fulltrúum stjórnmála- flokkanna Kosnum af Alþingi“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.