Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. nóv. 1966 3 MORCU NBLAÐIÐ FEÆÐSLSU SKRIFSTOFA Reykjavíkur gengst nú fyrir listkynningu í unglingaskól- um borgarinnar á verkum ísl. málara. Var sýningin opnuð í gær í Langholtsskólanum, þar sem hún mun standa yfir í ca. viku, en ganga síðan á miili skólanna. Á sýningunni er eitt verk eftir 15 málara, Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns- son, Jóhannes Kjarval, Júlí- önu Sveinsdóttur, Gunnlaug Blöndal, Snorra Arinbjarnar, Gunnlaug Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttir, Valtý Péturs- son, Hörð Ágústsson, Guð- mundu Andrésdóttir, Sverri Haraldsson, og Hafstein Aust- mann. Eru verkin fengin að láni úr Listasafni íslands, Listasafni ASÍ og Ásgríms-lengst til vinstri, menntamála- safnL Hefur Hjörleifur Sig- B. Jónsson, og borgarstjóraim Frú Auður Auðuns flytur ávarp við opnun sýningarinnar. Á myndinni má m.a. sjá, ráðherra dr. Gylfa Þ. Gíslason, fræðslumálastjóra, Jónas í Reykjavík, Geir Hallgríms- son. LISTKYNNiNG I urðsson, kennari séð um að mjög til hennar vandað. koma syningunm upp og er Hjörleifur Sigurðsson. Munu teiknikennarar skól- anna sjá um að kynna verk- in fyrir unglingunum. Viðstaddir opnun sýningar- innar voru m.a. menntamála- ráðherra dr. Gylfi Þ. Gísla- son, borgarstjórinn í Reykja- vík, Geir Hallgrímsson, fræðslumálastjóri Reykja- víkurborgar, Jónas B. Jóns- son, stjórn Skólastjórafélags- ins, fulltrúar safnanna, sem lánað hafa verkin og skóla- stjóri Langholtsskólans, Krist ján Gunnarsson. í upphafi flutti frú Auður Auðuns, form. fræðsluráðs Reykjavíkur, ávarp fyrir hönd fræðsluyfirvalda borgarinnar. Þá talaði Hjörleifur Sigurðs son, kennari, sem séð hefur um sýninguna, en hann hef- ur umsjón með listkynningu í gagnfræðaskólum borgar- innar. Hann sagði m. a. að undanfarið hafi hann í starfi farið með allar 2. bekkja Forsætisráðherra, dr. Bjarni Ben ediktsson, og Pétur Ottesen, fyrr- um alþm., ræðast við á árshátíð Fjölmenn árshátíð Sjálf- stæðisfél. r Borgamesi S.l. laugardagskvöld var haldin í Borgarnesi sameiginleg árs- Jiátíð Sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu. Hús- ið var fullskipað gestum, sem margir hverjir komu langt að, þrátt fyrir nokkra samgönguerfiðleika. Hófst árshátíðin kl. 20 með eameiginlegu borðhaldi að Hótel Borgarnes. Var mikil ánægja með allan viðurgerning af hálfu hótelsins. Bjarni óskarsson, byggingarfulltrúi, formaður Sj álfstæðisfélags Mýrasýslu, setti hátíðina með ræðu og bauð gesti velkomna. Meðal þeirra voru forsætisráðherra og kona hans, Jón Ámason, alþm. og Pétur Ottesen fyrrv. alþm. Undir borðum skemmti söng- flokkurinn Ríó-tríó, sem skipað er ungum mönnum úr Reykja- vík. Þá flutti forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, ræðu. í ræðunni minntist ráðherrann þess m.a., að um þessar mundir eru liðin tuttugu ár frá því að ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Sýndi hann fram á hvernig ábyrg utanríkisstefna hefði reynzt þjóðinni farsæl, enda hefði hún verið studd af þorra íslendinga og væri svo enn. Þá var stiginn dans og lék hljómsveitin Straumar í Borg- arnesi fyrir dansinum. Skemmtuninni sleit svo Ás- geir Pétursson, sýslumaður, for- maður fulltrúaráðsins, með nokkrum ávarpsorðum. Að lok- um risu svo samkomugestir úr sætum og sungu ísland ögrum skorið. Skemmtunin þótti takast mjög vel ^.fara vel fram í alla staði. deildirnar í gagnfræðaskól- unum í söfn borgarinnar, Þjóð minjasafnið, Listasafn fslands og Ásgrímssafn og á sýning- ar, sem staðið hafa yfir svo ekkert barn hefur á undan- förnum árum lokið skyldu- náminu án þess að minnsta kosti að hafa haft tækifæri til að skoða þessi söfn og sýn- ingar. — Þá var það, að mér fannst, sagði Hjörleifur, að prófa ætti aðra leið er þess til að kynna listaverk fyrir börnunum, því nokkuð mikil fyrirhöfn er í því fólgin að fara með alla þessa hópa á söfnin. Fræðslumálastjóri átti þá hugmyndina að því að listaverkin yrðu sýnd sjálfum skólunum og var mér fengið það starf að safna verkum á sýningarnar, — og er hér að sjá árangurinn af því starfi. Hjörleifur sagði frá því að á vegum Fræðsluráðs Reykja- víkur væri nú verið að koma upp safni af litskuggamynd- um til að nota við kennslu og til að kynna verk safnanna fyrir unglingunum áður en þau sjá verkin sjálf. Er nú m.a. búið að taka 32 litskugga myndir í Ásgrímssafni. Þá er í undirbúningi að unnið verði að annarri sýningu og þá á minjum Reykjavíkur- borgar úr Minjasafninu. Mun Lárus Sigurðsson, skjala og minjavörður Reykjavíkur, ganga frá þeirri sýningu, sem einnig mun verða haldin 1 flestum unglingaskólum borg arinnar, sagði Hjörleifur Sig- urðsson að lokum. STAKSTEIMAR Þvættingur f RÆÐU, sem formaður BSRB flutti við upphaf Alþýðusam- bandsþings kom fram einstak- lega óheilbrigð afstaða til ýmis konar skýrslugerðar og gagna- söfnunar um framvindu efna- hags- og atvinnumála. Þeirri skoðun hefur aukizt mjög fylgi á síðustu árum, að það sé verka- lýðshreyfingunni til heilla að byggja launakröfur sínar á ör- uggri vitneskju um stöðu at- vinnufyrirtækjanna og þróun efnahagsmála. Þessi stefna hef- ur reynzt verkalýðshreyfingunni vel í framkvæmd síðustu árin. En þá bregður svo við að ráðizt er að Efnahagsstofnuninni og hún talin „áróðursstofnun“ fyrir ríkisstjórnina. Slíkur þvætting- ur er raunar ekki svaraverður en þegar hann er settur fram af formanni Bandalags starfs- manna ríkis og bæja verður ekki hjá því komizt að vekja athygli á þeirri óheilbrigðu afstöðu, sem fram kemur í slíkum ummælum. Og hvar eru rökin fyrir þessari ásökun? Ekki setti þessi maður þau fram í ræðu sinni á Alþýðu- sambandsþingi. Hagnýtt starf Gagnasöfnun og skýrslugerð um þróun efnahags- og atvinnu- mála og einstaka þætti þeirra hefur verið alltof lítil hér á landi og það er ekki fyrr en Efna- hagsstofnunin kemur til skjal- anna, sem að marki er farið að vinna að slíku starfi, sem er auðvitað meginforsenda skyn- samlegrar stjómar á efnahags- og atvinnumálum. Við Efnahaga stofnunina starfa hinir hæfustu menn og fullyrðingar um, að hún sé „áróðursstofnun“ ríkis- , stjórnarinnar eru auðvitað al- gjörlega út í bláinn. Hins veg- ar hlýtur ríkisstjórnin að miða stefnu sina í efnahags- og at- vinnumálum mjög við þær stað- reyndir, sem fyrir liggja sam- kvæmt úrvinnslu Efnahagsstofn- unarinnar. Það eru heilbrigð og eðlileg vinnubrögð og í samræmi við nútímastjómarhætti. Hagstofnun launþega Mbl. hefur margsinns bent á nauðsyn þess, að samtök atvinnu rekenda og launþega kæmu á fót hagstofnun, sem af þeirra hálfu vinni sérstaklega að gagna söfnun um launamál og stöðu at- vinnuveganna. En sú skoðuu hefur verið sett fram á þeirri forsendu, að þessum samtökum sé nauðsynlegt að hafa sem ýtar legastar upplýsingar fyrirliggj- andi um þessi mál, þegar samið er um kaup og kjör. Ræðumað- ur á Alþýðusambandsþinginu virðist hins vegar álíta, að Iaun- þegasamtökin þyrftu að koma á fót „áróðursstofnun'* til þess að vega upp á móti „áróðursstofn- un“ ríkisstjórnarinnar. Þetta sjón armið er forkastanlegt og lítii von til þess, að hægt sé að koma launamálum og kjaramálum al- mennt á traustan grundvöll með- an menn með slíkar skoðanir eru valdir til trúnaðarstarfa í öfl- ugum samtökum launþega. Eu sem betur fer heyra slíkar radd- ir undantekningum til nú orðið. Og það er kannski upplýsandi að þarna talaði Framsóknar- maður, sem virðist lítt hafa skeytt um ábyrgð þá, sem staða hans leggur honum á herðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.