Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 BÍLALEIGAN FEIÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGiNiÚSAR SKIPHOITÍ 21 SÍMAR21190 effirlókohjími 40381 Hverfisgötu 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Sölarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BÍULEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Fjaðiir, fjaðrabloð. hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. AI.G. HÁRÞURRKUR, 2 gerðir. BRAUÐRISTAR, 2 gerðir. KAFFIKVARNIR STRAUJÁRN Br. Ormsson hf. Lágmúla 9. Hætta á Ægissíðu Ein í Vesturbænum skrif- ar: „Ég held, að liðið sé á annað ár síðan hluti af Ægis- síðu var malibikaður, eða nánar til tekið önnur akreinin — sú, sem er fjær sjónum. Þar af leiðandi er það eingongu um- ferðin suður Ægissíðu, sem nýt ur malbiksins, en þeir, sem aka norður verða að hristast í hol- unum. Svo á þa'ð a.m.k. að vera þar til öll gatan hefur verið malbikuð, en er ekki í reynd- inni. Ég hef margsinnis rekið mig á það, að bílar á norður- leið fara yfir á malbikið til þess að losna við malarveginn, en eru jafnfram.t komnir á and- stæða akrein. Þetta skapar ekki litla hættu — og á það ekki siizt við í skammdeginu. Margsinnis hef ég mætt bílum þarna á vit- lausum vegkanti, en ég vara mig á þessu nú orðið. í gær mætti ég strætisvagni þarna á vitlausum kanti — og maður- inn, sem stjórnaði þessu ferlíki taldi sig sannarlega hafa rétt- inn sín megin svo að ég forðaði mér — og það bjargaði mér. Daglega er þarna yfirvofandi stórhætta. Fólk gengur út á göt una og lítur aðeins í þá áttina, sem það telur að umferðin komi úr. Lítt vanir ökumenn eiga leið þarna um — og utanbæjar- menn, sem átta sig e.t.v. ekki nógu fljótt á því að strætis- vagnar og ýmsir aðrir telja sig alltaf eiga réttinn hvar sem þeir eru á götunni, jafnvel á gangstéttinni, ef þeim dytti í hug að nota hana. Lögreglan ætti að ganga eftir því að farið verði eftir umferðarreglum á Ægissíðu, en öruggt verður þetta ekki fyrr en búfð er að malbika alla götuna. — Hús- móðir í Vesturbænum". •fc Við gleðjumst Guðrún Halldórsdóttir skrifar: „Um aldir voru Danir herraþjóð og við fslendingar undirsátar þeirra, og samskipti þjóðanna mótuðust af því. Hin langa sjálfstæðisbarátta okkar skildi eftir sár og ör, sem seint ætla að hverfa. Við íslendingar höfum verið iðnir við að ýfa þessi sár okkar. Og Danir eiga erfitt með að gleyma, að við slitum konungssambandi vi'ð þá, meðan þeir enn voru í helj- argreipum nazista. Víðsýnir Danir hafa þó skiiið aðstöðu okkar þá og erfa þetta ekki við okkur. í dag hafa þeir sýnt og sannað drenglyndi sitt og bróð- urhug í okkar garð. Ég dreg í efa, að nokkur önnur þjóð hefði fallizt á að skila okkur svo dýr- mætum forngripum sem hand- ritin eru. Það er því ekki að ástæðu- lausu, að fánar blakta við hiún og að gléðisvipur er á hverju andliti og unglingar mega ekki vera að því að mæta í kennslu- stundir í skólum, því að þeir þurfa að fara að hrópa húrra fyrir Dönum. — Já, svo sannar- lega ber okkur að gleðjast og þakka, þakka öllum þeim mörgu Dönum, sem stóðu með okkur í máilinu, og þeim ís- lendingum, sem skeleggast hafa barizt fyrir okkur. Þar hafa margir lagt hönd að. En einn er sá maður, sem við meg- um ekki gleyma að þakka. Það er lýðháskólakennarinn og rit- 'höfundurinn Bjarni M. Gísla- son í Ry ó Jótlandi. í ræðu og riti hefur hann um tuttugu ára skeið skýrt málstað Íslendinga um Nor’ðurlönd ölll. Þessi bar- átta varð óðar en varði svo tímafrek, að hann varð að hætta kennslustörfum. í fimmt- án ár hefur hann helgað sig þessu máli eingöngu. Kona Bjarna, sem er diönsk, hefur haldið heimilinu uppi fjárhags- lega. Þau hjón eiga fyrir þrem- ur börnum að sjá. Nú þegar sigur er unninn í handritamálinu, á Bjarni við nýja erfiðleika að setja, kona hans er lömuð og. getur enga björg sér veitt Gleði þessa bar- áttumanns okkar mun því í dag vera blandin nokkrum kvfða. — Á þessum gleðidegi langar mig því til að beina þessari spurningu til íslenzku þjóðar- innar og forystumanna hennar: Ber okkur ekki skylda til a'ð veita Bjarna M. Gíslasyni heið- urslaun við hæfi? Reykjavík, 17. nóv. 1966. Guðrún J. HaMdórsdóttir“. Sjónvarpið Sjónvarpsnotandi skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég er stórhrifinn af is- lenzka sjónvarpinu. Það fór langt fram úr mínum beztu vonum — og sama segja marg- ir aðrir. Nú hef ég heyrt, að sjónvarpið ætli að fara að fjölga útsendingardögum, jafn- vel þótt það geri ekki meira en að anna þeim tíma, sem það ihefur nú þegar tekið til út- sendinga. Mig langar til að biðja þig að koma því áleiðis til sjónvarps- ins, að fara sér ekki af hratt. Við sjónvarpsnotendur erum á- næg'ðir með það, sem við höf- um. Við viljum ekki meira ef það kemur niður á gæðunum, þetta er nóg í bili. Auðvitað viljum við fá meiri dagskrá, en ekki fyrr en hægt verður að auka dagskrána án þess að rýra hana um leið. Sj ónvarpsmenn. Þið hafið unnið gott starf, hald- ið þvi áfram. Valdið okkur ekki vonbrigðum. Sj ónvarpsnotandi“. ^ Veðurfregnir Frá Suðureyri barst þetta bréf: „Ég sé að þú ljærð í dálk- um þínum, pláss fyrir allskonar áðfinnsílur, bæði tíma- og ótíma bærar. Viltu nú koma fyrir mig á framfæri kvörtun vegna veð- urfregnalesturs, sem skal fremj ast kl. 03,30 hverja nótt. Á lestri þessara veðurfregna er mikil óregla, sérstök óstundvísi einkennir þær, ennfremur er eins og ekkert eftirlit sé með styrk útsendingar, stundum heyrist ágætlega einhiver hluti af spánni, síðan mjög dauft eða alls ekki neitt, þetta (þarf að lagfæra. Sjómenn hér vestra hluysta mikið eftir þessari spá, og hvað sem um áreiðanleika hennar má segja, þá finnst mér lágmarkskrafa að hún sé lesin stundvíslega, og sá styrkur hafður á útsehdingu sem við- komandi sendir hefur yfir að ráða. Vestfirzkur sjómaður". Sjónvarpið Frú ein skrifar: Kæri Velvakandi! Ja, það má nú segja að mannkindurnar eru eins ólíkcr og þær eru margar. Ég las í dálkum þínum í dag bréf frá „Ein í vandræðum“, þar sem hún kvartar undan gestamergð, vegna sjónvarpsins. Ég hef aðra sögu að segja. Ég hef bókstaf- lega dekstrað hjón, sem ég þekki, og ég veit að hafa ekki ennþá ráð á að fá sér tæki, til að koma og horfa á íslenzka sjónvarpið. Nei, alla aðra daga geta þau komið, bará ekki þá. Þau vilja með engu móti láta Iíta svo út að þau komi í þeim tilgangi. Svo elska ég þann al- íslenzka sið að fólk liti inn, líka þó ég eigi ekkert me'ð kaffinu. Hitt er svo annað mál að persónulega finnst mér sjón- varp yfirleitt vera sannkallað heimilisböl. Áður en við feng- um sjónvarp fyrir rúmum fveim árum. (Ég var alltaf á móti því) hefur allur heimilis- bragur breytzt til hins vera. Börnin mín eru öll komin yfir tvítugt og þau og maðurinn minn vinna öll úti. Ég er ein heima allan daginn. Áður var það svo að ég hlakkaði til að klukkan yrði 5. Þá mátti ég eiga von á að hjörðin færi að skila sér heim. Þá var setið og skrafað fram að kvöldmat Dæt ur mínar komu svo gjarnan fram með mér áð taka til kvöld matinn og hjálpuðu oftast við að koma öllu í lag á eftir. Á meðan fékk ég að heyra allt það helzta, sem gerzt hafði á þeirra vígstöðvum. En eftir að sjónvarpið kom hefur a'llt breytzt. Sá fyrsti, sem kemur, þýtur beint inn og kveikir á tækinu, og ef maður dirfist að segja eitt aukatekið orð, þá er sussað á mann, svo ekkert færi nú forgörðum. Enginn má leng- ur vera að þvó, að sitja til borös, heldur er maturinn drifinn á diskana og inn að tækinu. Þang að má ég svo sækja þá. Nú er ég ekki að halda því fram að það geti ekki verið góðir þætt- ir í sjónvarpinu. Það íslenzka finnst mér yfírleitt ágætt. En er þetta virkilega það sem koma skal? Ef um börn eða unglinga á skólaaldri væri að ræða, gæti maður slegið í borð- ið, En hvað á máður að gera við fólk á þrítugsaldri og þaðan af eldra? Ég er farin að tala við sjálfa mig svona til tilbreyt- ingar. „Önnur í vandræðum". Fiskverkendur athugið: Höfum til sölu með mjög góðum kjörimi fiskverk- unarstöðvar og söltunarhús í Kópavogi, Keflavík, Sandgerði, Grindavík og Þorlákshöfn. Austurstræti 12. Sími 14120. Heimasími 35259 Til sölu Til sölu kjöt- og nýlenduvöruverzlun í leiguhús- næði, einnig fiskverzlun. KRISTJÁN EIRÍKSSON, HRL. Laugavegi 27. — Sími 14226. Kvöldsími 40396. Fullkomnasta gardínu uppsetning a markaðnum ka.p»iDa. lita,-ú.rva.l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.