Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 15
Föstudagur 25. nóv. 196-6 MORGUNBLADIÐ 15 Hlinníngarsjóður Thor Thofs 37.000 daTir FYRIR tæpum tveim árum gekkst American-Scandinavian Foundation í New York fyrir s t o f n u n sérsta'ks sjóðs til minningar um Thor Thors, ambassador, og skyldi honum varið til styrktar íslenzkum námsmönnum í Bandaríkjunum. Var í upphafi sett það takmark að safna 100.000,- dollurum á þrem árum. Hafa bæði frirtæki og einstaklingar hér og í Banda- ríkjunum lagt fram fé til sjóðs- ins og -hafa þegar safnazt 37.000 dollarar. Íslenzk-ameríska félagið hefur nýlega auglýst eftir umsóknum um styrki, sem veittir verða ís- lenzkum námsmönnum á skóla- árum 1907—68 í nafni Thor Thors sjóðsins. Fé þetta er 25.000,- dollara framilag úr sjóði Rocke- feller bræðranna. Áætlað er, að upphæð styrkjanna fyrir næsta ár nemi rúmlega 200.000,- ís- lenzkra króna, gerir framlag þetta kleift að styrkja nokkra námsmenn næstu árin, þar til styrkveitingar úr Minningar- sjóðnum geta hafizt. Íslenzk-ameríska félagið tekur á móti framlögum til Minningar- sjóðsins. Vill félagið sérstaklega vekja athygli þeirra, sem minn- ast vildu Thor Thors á afmælis- degi hans, laugardaginn 26. nóv- ember ,að skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, fjórðu hæð, (sími 2-34-90) verður opin fyrir hádegi þann dag. Frétt frá Íslenzk-ameríska félaginu 23. nóvember 1906. kwikset K ladsets TYRIR AIUR QYR I HÝ|U ÍBÚÐINNI STÍLHREIN * FALLEG SKRÁ HAFNARSTRÆTI 23. sími: 21599 Gillette Super Silver gefur yöur fleiri rakstra, en nokkurt annatí rakblatf, sem þér hafiðf atíur notatí. Miklu fleiri rakstra. Nyj* Gillette Super Silver rakblaBit? hefur þessa miklu teknisku kosti yfir öll önnur rakblótf: Stdrkostlegt nýtt, rytffrítt stál huðaTJ með EB7-— Gillette uppfinning—beittari egg, sem endist lengur og gefur mýkri rakstur. Maður uppgötvar stórkostlegt nýtt endingargott rakblað, sem gefur miklu, miklu, fleiri og þægilegri rakstra, en nokkurt annað rakblað, sem þér hafið nokkru sinni notað, og auðvitað er það frá Gillette. Gillette Super Silver engin vertjhœkkun Eflir samband íslands urlandai Um handritamálið i finnskum og norskum hlöbum MORGUNBLAÐH) hefur að undanförnu birt fréttir og um- sagnir danskra blaða efir að hæstaréttardómur féli í handrita málinu. önnur Norðúrlandablöð hafa einnig fjallað um þetta mál, m.a. fiimska Hufvudstadbladet, sem ritaði um það langa for- ustugrein s.l. laugardag, og Bergens Tidende í Noregi. Hufvudstadsbladet rekur for- sögu handritamálsins, ástæður íslendinga fyrir endurheimt þeirra og greinir frá viðbrögðum Dana við þeirri kröfu. Segir síð- an frá gangi málsins innan danska þingsins og hafi hinni stjórnmálalegu hlið málsins raun verulega verið lokið með af- greiðslu þess þar. Greinir blaðið síðan frá áfrýjun málsins til Hæstaréttar og ræðir forsendur og dóminn. Segir í því sambandi: „Séu þessar upplýsingar réttar, hefur hér skapazt athyglisvert fordæmi. Miðað við aðstæður okkar, þýðir þetta það, að ánafni einstaklingur safn sitt stofnun, þar sem safnstjórnin er skipuð af háskólaráði ríkisháskóla, sem á einnig að hafa eftirlit með að stofnunin ræki hlutverk sitt, get- tir ríkisstjórn og þing síðar ákveð ið að gefa öðrum aðila muni safnsins, ef þeir álíta, að þeir eigi þar betur heima. En ef t.d. Abo Akademi, sem er stjórnað af einkaaðilum, hefur sömu að- stöðu gagnvart einhverju lista- safni, ætti framtíð þess að vera tryggð. Vitanlega munu væntanlegir gefendur hér ekki haga ákvæð- um sínum í samræmi við þá túlkun, sem nú hefur verið tekin gild í Danmörku. Hjá okkur gildir þetta ekki sem fordæmi, þótt trúlegt sé, að vitnað verður til þess í framtíðinni. Mál þetta er mjög athyglisvert fyrir allar þjóðir, sem hafa svip- að réttarfar. Hjá okkur er vernd un erfðaskrárákvæða mjög mikil væg. Margar stofnanir, sem hafa myndazt með gjafa- og erfðafé má gera að engu eða breyta í eitt hvað allt annað en upphaflega var ráð fyrir gert, ef talið er, að stjórnmálalegur meirihluti fái breytt erfðaskrárákvæðum. Um þetta fáum við væntanlega að vita meira, þegar lögfræðilegum ráðunautum hefur unnizt tími til að skilgreina dóminn.“ Bergens Tidende fjallar um handritamáið í forystugrein sinni s.l. föstudag, eins og fyrr getur. Þar er einnig rakin forsaga máls- ins og leggur blaðið áherzlu á þátt Noregs í „björgunarstarfi“ Áisa Magnússonar, en kona Árna Magnússonar var norsk og auð- velduðu auðæfi hennar Árna mjög að komast yfir skinnhand- ritin. Segir blaðið, að fögnuður mik- ill ríki á íslandi yfir niðurstöðu dómsins, og setur grein sinni fyrirsögnina „Hátíð á íslandi". „íslendingar sjálfir líta á dóm- inn sem sögulegan viðburð, er gangi næst lýðveldisstofifuninni 1944. Minnir blaðið á þátt Jörg- ens Jörgensens, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerk- in:, í farsælli lausn málsins. Minn ir blaðið á þá gagnrýni, er fram hefur komið á þeirri ákvörðun að skipta Árnasafni og segir síð- an: „Við höfum þá trú, að skipt- ing safnsins, sem mun koma til framkvæmda, muni ekki skaða fræðistörf eða fræðilega hagnýt- ingu þessara menningarverð- mæta“. Segir blaðið, varðveizla handritanna á íslandi muni efla samband íslands og hinna Norð- urlandanna, en í norrænu sam- starfi eigi íslendingar réttilega heima. íraitíiin byrjar í dag Vér óskum að ráða tvo menn til starfa við viðgerða- þjónustu IBM rafritvéla. Engra sérstakra prófa er krafizt, en menn sem áður hafa unnið hvers konar viðgerðarstörf, og/eða hafa unairstöðumenntun í rafmagnsfræðum, ganga fyrir öðrum. Viðkomandi skulu vera á aldrinum 20—27 ára, hafa lokið skyldunámi, og hafa nokkra enákukunnáttu. Háttvísi, snyrtimennska og reglusemi eru einnig skilyrði, þar sem vér leggjum áherzlu á að gefa viðskiptavinum vorum fyrsta flokks þjónustu. Þeir sem ráðnir verða munu fá fullkomna þjálfun í viðgerðum og viðhaldi IBM rafritvéla, á fullu kaupi. Ef þér hafið áhuga fyrir góðri framtíðarvinnu, og teljið yður uppfylla ofannefnd skilyrði, þá látið ekki dragast að leggja inn umsókn. Upplýsingar verða ekki gefnar í síma, en umsókn- areyðublöð fást á skrifstofu vorri. EHÍMI a ís,andi Otto A. Michelsen Klapparstíg 25—27. — Pósthólf 377.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.