Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1966, Blaðsíða 19
Föstudagur 25. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 MEÐ ÖREIGUM ANNARRAIANDA — Ræti við Eggert Hauksson, stud. oecon. um Rússlandsferð Myndin er tekin fyrir frama n minnismerki um Pétur mikla, Eg-gert Hauksson (í miðið) í hópi félaga af ráðstefnunni. UNGXJR maður úr háskólanum, Eggert Hauksson, stud. oecon., tókst nýlega ferð á hendur til Sovétriíkj.anna til að taka jþátt í alþjóðlegri stúdentaráðstefnu, sem haldin var í Leningrad. Var þess fari'ð á leit við Eggert að hann greindi lesendum Mtil- lega rfá ferð sinni og tilgangi þessarar ráðstefnu. ----o O o------- Hver voru nánari tildrög ferð ar þinnar, Eggert? Upphaf málsins er, að stúd- entaráði barst boð frá stúd- entasamtökum Sovétríkjanna um að senda fulltrúa á alþjóð- iega stúdentaráðstefnu í Lenin- grad. Skyldi þar rætt um leiðir ófrjálsra og nýfrjálsra þjóða til að öðlast óskoraðan sjálÆs- ákvörðunarrétt, — hvaða skerf stúdentar gætu lagt þar til — , ásamt því, hvernig stúdentar um heim allan gætu sameinaðir barizt fyrir sjáifsöig’ðustu mann réttindum sérhverjum til handa. Varð það að ráði, að ég færi þessa ferð. Hvaðan voru þátttakendur? Þeir voru í fljótu bragði séð tilviljanakennt samansafn stúd- enta hvaðanæva að, af öllum kynþáttum, sem erfitt yrði að geta sér til um fyrirfram, hvar stæðu í tafli á skákborði stór- veldanna. Sú mynd skýrðist þó brátt. Þarna voru fulltrúar frá um 30 Asíu- og Afríkuþjóðum, 13 Mið- og Suður-Ameríkuþjó'ð- um, 8 A-Evrópuþjóðum, 7 V- EvrópuþjóðiUm, Ástralíu og Kanada. Undantekningarlítið litu fulltrúar frá öllum þessum þjóðum, nema ef vera skyldi Ástralíu, Kanada og 4 V-Evr- ópuþjióðum, á rússneska þjóðfé- lagsskipan sem nokkurs konar fyrirmynd og töldu Sovétríkin jafnframt þeirra sverð og skjöld í sókn og vörn gegn vestrænni útþenslustefnu. Eng- inn var frá Kína. Þú hefur kunnað vel við þig í þessum hópi? Já, en fyrst í stað átti ég nokkuð bágt með að finna mér pólitískan samastað með þessu fólki, þar til ég greip tii þess ráðs, að lýsa mig aúðvaldssegg og heimsvaldasinna, sem virtist opná allar dyr að hjörtum manna, — og upp frá því báru Rússar mig á g.uUstól og fræddu mið óspart um kosti og galla sæLuríkisins. Þú ert þá auðvitað margs fróðari eftir en áður um leynd- ardóma kommúnismans? Tvímælalaust er ég það, enda var margt skrafað á kveld in þar eystra. Það hafa ýmsir sagt, sem satt er, að Lengri tíma Iþurfi en þann hálfa mánuð, er ég dvaldi, til að öðlast veru- lega innsýn í þau mál. Hins veg »r tel ég, að minn tími hafi nýtzt óvenju vel að þessu leyti, sem þakka má óvæntum atburð ium, er hvorki verða tíundáðir ihér né annars staðar að sinni. Hvernig gekk þér að tala við Rússana? Það gekk ágætlega. Ýmist töluðu þeir sjálfir ensku, eða túlkar voru hafðir við hendina. Hins vegar varð ég stórundr- andi yfir að rekast á Rússa, sem mælti á ágætri islenzku. Gerðist það kvöldið, sem ég kom til Leningrad, a‘ð maður vatt sér að mér í anddyri hót- elsins, sem ég dvaldi á, og spurði mig í íslenzku, hvort ég væri í ÆskuLýðsfylkingunnL Komu vöflur á mig, því að ég fékk það í fyrsta sinn á æv- inni á tilfinninguna, að mér yrði metið það til verðleika, að svara sLík-ri spurningu játandi Kvað ég þó nei við. Hver var þessi maður? Ekki veit ég það. Hins vegar varð mér strax ljóst, að honum var, — eins og mér — , meira gefið um það a‘ð spyrja en að vera spurður. Urðu samræður því brátt snubbóttar og hvarf maðurinn þá af braut og sást ekki framar? Hvernig virtust þér kjör fólksins? Það eru óumdeilanlega lak- ari að sjá, heldur en í þeim löndum N-Evrópu, sem ég hef ferðast til. Kaup er mjög lágt miðað við verðlag eftir þeim upplýsingum að dæma, sem ég fékk við að spyrja nokkra rúss- neska verkamenn um laun þeirra og skatta, og bera síðan saman við verðlag í verzlunum, sem ég beimsótti. Hins vegar er húsaleiga nokkru lægri en tíðkast á Vesturl., en húsa- kostur ekki meiri en svo, að mjög algengt er, áð fleiri en ein fjölskylda búi í sömu ibúð. í þessu sambandi verður að hafa í huga þær miklu byrðar, sem rússneska þjóðin hefur orð ið að taka á sig tilneydd og ótil- neydd, sbr. byltinguna, tvær heimsstyrjialdir og þungbær út- gjöld til hermála og geimvís- inda. Sagði ég rússneskum félögum mínum það, þegar þeir státuðu af miklum afrekum á sviði geimvísinda og vopnafram- leiðslu, að slíkt bæri vott um mikla fórnfýsi þjóðarinnar, að vilja búa við mun krappari kjör vegna þeirra hugsjóna. Rætti ég því og við, að þrátt fyrir góð lífskjör á íslandi, sem væru ein þau beztu í heimi, a‘ð þá yrði það vafalaust með öllu óframkvæmaniegt, að fá al- menning þar til að skerða þau ágætu kjör sín ,þótt því væri heitið í staðinn, að íslendingar mættu verða fyrstir til tungls- ins og fengju vetnissprengju í kaupbæti. Virtust þeir Rússar, sem þú hittir, vera vel aö sér í alþjóða- málum? Þeir höfðu a.m.k. mjög fast- mótaðar skoðanir á þeim, en einskorðaðar. Þótti mér sumt af því stinga allmjög í stúf við það, sem greint er frá í heims- fréttum á íslandL jafnvel þótt fréttaflutningur Þjó'ðviljans sé ekki undanskilinn. Spurðist ég fyrir um það, hvort að almenn- ingi gæfist ekki kostur á að lesa vestræn dagblöð. Kom í ljós, að svo var, en aðeins þau, sem gefin eru út af kommún- istaflokkum Vesturlanda. Leit- aði ég þá skýringa á því, hvers vegna önnur blöð væru ekki á boðstólunum, og reyndist gjald eyrisskorturinn vera þyngstur á metunum! En þegar ég lét þá uppi efasemdir um það, að gjaldeyrisskortur gæti hafa ver ið ástæðan fyrir, að sendingar vestrænna útvarpsstöðva til Sovétríkjanna hefðu verið trufl aðar til skamms tíma, var ber- sýnilegt að Rússarnir töldu að mér væri naumast við bjarg- andi og leiddu talið að öðrum efnum, sem vor-u frernur við mitt hæfi að ræða um. En svo aS við víkjum að ráð- stefnunni sjálfri. Um vað sner- ust umræður? Ég hef þegar getið verkefnis þessarar ráðstefnu. Hins vegar snerust ræður manna svo til eingöngu um það að úthúða Bandaríkjamönnum og svoköll- úðum leppum þeirra með svo fjölbreytiLegum og hugmynda- ríkum hætti, að engu verður við jafnað. Þegar svo hafði gengið í nokkra daga, fóru ýms ir að kvarta undan þessu. Ekki þó vegna þess, að þeir væru ræðumönnum ósammátta, heLd- ur töldu að bétur yrði naum- ast að gert, þótt við yrði bætt, og Lögðu til að umræður sner- ust einnig um auglýst dagskrár atriði. FéLl slíkt í grýtt.an jarð- veg, þar sem flestir þátttak- enda voru me'ð heimasamdar ræður um Bandaríkjaósköpin, pem enginn tími vannst til að vinna upp eða endursemja, þótt alllt, sem þar stóð, væri áður sagt af þeim, er töluðu fyrstir. Menn hafa þó haldið still- ingu sinni, þótt heitt væri í hamsi? Það var nú upp og ofan, aLLt eftir siðvenju hvers og eins. T,d. hafði einn þátttakenda ávallt þann sið, að klæða sig eins og dr. Fideil Castró, þegar mikið lá við, og tók höfuðfatið aldrei ofan. Annar náungi, er talaði a.m.k. þrisvar á dag, mælti í ljóðum, jafnt á frönsku og spönsku. Er sá hinn tilkomu mesti ræ’ðumaður, sem ég hef nokkru sinni fyrirbitt. Hót- aði hann m.a. að „liquidera“ þá sem sýndu einhverja tilburði til að taka af honum myndir. Sló við það felmtri mdklum á þingheim, einkum eftir að rúss- neskir starfsmenn mótsins upp- lýstu, að sá hinn sarni bæri rýt- ing innan klæða. Bar þessi mað ur ‘stráhatt á höfði og regnhlíf í hendi og tók ræður sínar upp á segulband, er hann hafði með ferðis. Hafði hann eitt sinn fata skipti í ræðustólnum, til að leggja áherzlu á orð sán. Nefndi hann sem dæmi um gerrœ'ðis- fulla framkomu yfirvalda lands síns, að hann hefði þá nýlega verið úrskurðaður geggjaður! Var eitthvað minnzt á alþjóða samstarf stúdenta? Þeð var endalaust deilt og þrefað um þau efni. Stúdentar eru nú klofnir í tvö alþjóða- samtök, og er annað þeirra dekurbarn al'heimskommúnism- ans. Var fulltrúum þess sam- bands sýndur mikill sómi á ráð stefnunni, sem þeir launuðu með því að úthúða þeim, sem FÉLAGSHEIMILI Heimdallar í Valhöll verður opið í kvöld. Eins og Heimdallarfélögum er kunnugt er margt hægt að gera sér til afþreyingar og skemmt- unar í hinu vistiega félagsheim- ili, svo sem spila, tefla, hlusta á hljómplötur, rabba og fleira. í kvöld verður auk þess, vígt nýtt að hinu sambandinu stóðu, me'ð afburða snilld og mælgL Kanadamaður, vestur-íslenzk- ur, sem þarna var staddiur, reyndi að malda í mótinn, en það var eins og heilla benzíni á eld, og magnaðist reiðilestur hinna. Annars var drepið þarna á fjöilda merkilegra mála, sem varða íslenzka stúdenta miklu, þótt vandamál okkar séu ger- ólík flestra þeirra, er ráðstefn- una sóttu. Vil ég þar einkum nefna aðstöðu stúdenta til náms og áhrif iþeirra á mótun og framkvæmd stefnu háskólanna varðandi menntun og aðbúnað stúdenta. Gerði ráðstefnan einhverja samþykkt í lokin? Já, svo átti að heita. Einhverj ir völdu menn í nefnd til að semja drög silíkrar samþykktar. Lauk ráðstefnunni síðan me'ð þvL að þessi drög voru rædd, og stóð sá íundur til kl. 9 að morgni eftir slík ósköp, að orð fá ekki lýst. Var einum ágætum vini mínum, NorðmannL t.d. vísað úr ræðustól fyrir að Letja fremur en etja til stór- ræða. Sprakk loks blaðran, er það kvisaðist út ,að samþykktin hefði birzt í blöðum og útvarpi, ásamt nöfnum þátttökuþjóð- anna, á'ður en þátttakendum gafst kostur á að táka endan- lega afstöðu tiil hennar með undirskrift sinni, eins og til var ætlazt. Þú hefur notið þessarar ferð- ar í ríkum mæli? Já það gerði ég. Rússar tóku höfðinglega á móti okkur og reyndu í alla staði að gera okk- ur til hæfis. Heimsóttum við leikhús og óteljandi sögufræga staði í Leningrad, sem er fögur og vinaleg borg. Þaðan fóruna við till Moskvu og dvöldumst þar í nokkra daga. Eins gerðu Rússar okkur veizlur góðaæ; þar sem við hittum sovézk ung- menni og blönduðum við þau ge'ði. En þótt þjóðskipulag komm- únismans hafi upp á margt að bjóða, sem íslendingar eiga ekki að venjast, tek ég undir með Tómasi, að „samt dáðist ég enn meira að hinu, ‘hve hjörtum mannanna svipar samau í Súdan og Grímsnesinu". sjónvarpstæki, sem Hehndalliir hefur fest kaup á, og er hér kær- komið tækifæri fyrir þá, sem ekki hafa sjónvarpstæki á heim- ilum sínum að láta sjá sig í Yal- höll. Allir Hcimdellingar í félags- heimhiö i kvöld. Stjórnin. FélagsheÍREDÍI!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.