Morgunblaðið - 25.11.1966, Page 20

Morgunblaðið - 25.11.1966, Page 20
20 MORCUNBLAÐI™ Föstudagur 25. nóv. 1966 Slær í hart neð Rauð- liium og verkamönnum Rauðliðar nefndir glæpamenn; jbe/'r vilja setja tvo valdamikla ráðamenn af fyrir svik Wð Mao Peking, 23. nóv. — NTB KÍNVERSKIR Rauðliðar réðust á miðvikudag af mikilli hörku gegn forseta Kína, Liu Shao-chi, og að- alritara kínverska komm- únistaflokksins, Teng-Hsi- ao-ping, og kröfðust þesss, að báðir þessir menn létu þegar í stað af embættum. Er sú krafa rökstudd með því, að báðir hafi mennirnir rekið stefnu fjandsamlega stjórn lands- ins, og um langt árabil unn ið gegn Mao-Tse-tung. Peking, 23. nóvember — NTB. í>á hefur fréttaritari japanska blaðsins „Mainichi Shimbun“ í Peking skýrt frá því, að um 60 manns hafi í fyrri viku særzt í átökum í Peking. Þar var um að ræða Rauðliða og verkamenn í Peking. Átökin hófust, er verfcamenn reyndu að loka hliðum að verk- smiðju einni (Verksmiðju nr. 1), svo að Rauðliðar kæmust ekki inn. Vildu Rauðliðar þar fylgja fram þeirri skoðun Mao-Tse- tungs, að Rauðliðar og verka- menn skyldu koma saman reglu- lega til að ræða stjórnmál. Ráðamenn verksmiðjunnar munu hins vegar ekki hafa kært sig um að fá Rauðliðana inn í verksmiðjuna, og skipuðu verka mönnum að halda þeim úti. „Þessir Rauðliðar (stúdentar) eru glæpamenn“, var hrópað í hátalara. „Við viljum þá ekki hingað“.’ Þá sló í hart, og stóðu átökin alla nóttina. Fréttaritari japanska blaðsins segist hafa allar upplýsingar sínar úr blaðinu ,,Austrið er rautt“, en það er gefið út af Rauðliðum. Endurhæfnisaaám- skeið fyrir ökumenn TJpprif junarnámskeið BFÖ. Eitt aðalstefnumark Bindindis félags ökumanna er að stuðla að aukinni umferðarmenningu. Að þessu hefur félagið unnið á ýms- an hátt, t.d. með ritum félagsins, Umferð og BFÖ-blaðinu og góð- eksturskeppnum. Nú síðustu ár hafa margar nýj ungar komið fram í sambandi við umferð og margir ökumenn hafa ekki fengið tækifæri til að ikynna sér þær og eru af þeim sökum óvissir um hvernig haga skuli akstri við ýmsar aðstæður. Þetta kom glögglega í ljós í síð- ustu góðaksturskeppni BFÖ hér í Reykjavík í haust, er margir keppendanna, tóku t.d. rangar hægri beygjur og voru óvissir í akreinaakstri. deild BFÖ ákveðið að taka upp þá nýbreyttni, að efna til upp- rifjunarnámskeiða fyrir félaga deildarinnar og aðra ökumenn. Skal hið fyrsta hefjast fimmtu daginn 24. nóvember kl. 20,30 og verður það til húsa í Slysa- varnarfélagghúsinu við Granda- garð. >Það námskeið er þegar fullsetið, en tekið verður á móti umsóknum á siðari námskeið á skrifstofu Ábyrgðar hf., Skúla- götu 63, Reykjavík. Dagskrá fyrsta námskeiðsins verður sem hér segir: Fimmtud. 24. 11. Kl. 8,30-9.25: Umferðarlög (Hákon H. Krist- jónsson hdl.) Kl. 9.30-10,30: Er- indi með skuggamyndum (Pétur Sveinbjörnsson). Mánudagur 28. 11. Kl. 8.30- 9.25: Umferðarlög (Hákon H. Kristjónsson hdl..) Kl. 9.30-10.30: Erindi og fyrirspurnir (Magnús Einarsson, varðstj.). Þriðjud. 29. 11. Kl. 8.30-9.25: Erindi um hálkuakstur (Sig. E. Ágústsson). Kl. 9.30-10.30: Kvik- myndir um hálkuakstur. Fimmtud. 1. 12. Kl. 8.30-9.26: Umferðarlög (Hákon H. Krist- jónsson hdl.). Kl. 9.30-10.30: Um ferðarkvikmyndir. Mánudagur 5. 12. Kl. 8.30-9.25: Umferðarlög (Hákon H. Krist- jónsson hdl.). Kl. 9.30-10.30: Fyrirspurnir, námskeiðinu slitið. Fréttatilkynning frá BFÖ. S’ys í Borgorskóla UM 11 leytið í gær varð það slys í vörugeymslu Eimskipa- félags íslands, að aðkomumaður, er þangað var að sækja vörur, varð fyrir vörulyftara og fót- brotnaði. Fótur mannéins varð undir hægra afturhjóli lyftarans, en hann var að lokinni athugun í slysavarðstofunni fluttur í Landa kotsspítala. Þessvegna hefur Reykjavíkur- Dugleg kona vön allri matreiðslu, óskar eftir ráðskonustöðu hjá mötuneyti, eða góðú heimili í Reykjavík eða nágrenni. — Húsnæði áskilið. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m., merkt: „Ráðvönd — 8543“. Þorvaldur Halldórsson Bannaður framúrakstur á kafla á Hafnar- fjarðarvegi Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur auglýst að ákveðið hafi verið að framúr- akstur ökutækja skuli vera bann aður á Hafnarf jarðarvegi á svæð inu milli Silfurtúns og Hrauns- holtshæðar. Verður vegurinn á þessu svæði merktur í samræmi við ákvæði þessarar auglýsing- ar. 1500 eintök á þrem vikum HI N N ungi Siglfirðingur, Þor- valdur Halldiórsson, sem syngur með hljómsveit Ingimars Eydal í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri ’hefur nýlega sent frá sér tólf laga plötu, sem SG-hljómplötur gefa út. Hljómplata þessi hefur náð örari sölu en nokkur önnur plata, sem út hefur komið á ís- landi, því af henni hafa selzt 1500 eintök á þremur vikum, að því er forlagið skýrir frá. Nokkur laganna á plötunni hafa þegar náð vinsældum í óskalagaþáttum útvarpsins, og þá ekki hvað sízt í þættinum Á frívaktinni, þar sem öll löigin á plötunni eru sjómannalög, inn- lend og erlend. Hljómsveit Ingimars Eydal og ' Þorvaldur hafa áður sent frá sér tvær plötur. Voru það fjögurra laga plötur og hefur hin fyrri þeirra, þar sem Þorvaldur syng- ur lagið Á sjó selzt í rúmlega fimm þúsund eintökum og er þáð algjört met í hljómplötusölu á fslandi. Kemst engin önnur plata þar nærri. Aðrar plötur, sem SG-hljóm- plötur hafa nýlega sett á mark- að eru m.a. sex laga plata, þar sem Grettir Björnsson harmon- ikuleikari leikur igömlu dansana. Öll lögin á plötunni eru íslenzk og er þar m.a. lítt kunnur skott- is eftir Inga T. Lárusson. Þá kom fyrir nokkru út tólf laga plata með lögum úr kvik- myndum og söngleikjum. Á þess ari plötu syngur Elly Vilhjálms með aðstoð enskrar hljómsveit- ar, en hljóðritun plötunnar fór fram í London og er þetta fyrsta íslenzka hijómplatan með full- kominni stereo-upptöku. Jólaplata Ómars Ragnarssonar, sem ber heitið Krakkar mínir komið þið sæl hefur verið gefin út aftur, en hún kom út nokkru fyrir jólin í fyrra og seldist upp á fáeinum dögum. Þá hafa báð- ar þlötur Fjórtán Fóstbræðra verið gefnar út á ný og hið sama er að segja um plötur Savanna-tríósins, en hin fyrri plata þeirra, sem ber nafnið ís- lenzk þjóðlög er mikfð keypt af Sýslumanna- embætti laust Sýslumannsembættið í Suð- ur-Múlasýslu hefur verið aug- lýst til umsóknar og er um sókn arfrestur til 30. nóvember. Verð ur embættið veitt frá 1. janú- ar. Manila, 23. nóv. — AP BLAÐAMAÐUR frá Filippseyj- um, sem nýkominn er heim úr ferðalagi um N-Vietnam, segir, að 300.000 af 600.0000 íbúum Hanoi, höfuðborgar N-Vietnam, hafi verið fluttir á brott. Fréttamaðurinn segir, að uppi séu um það áætlanir. að flytja enn á brott 200.000 manns, áður en þetta ár er liðið. erfendum ferðamönnum, sem til Islands koma. SG-hLjómplötur er,u með nokkrar plötur í undirbúningi og kemur hin fyrsta þeirra á mark- aðinn strax í janúar, er það fjög- urra laga plata með Sextett Ólatfs Gauks. Athugosemd við yiiriýsingu ÞESSA dagana stendur yfir nám skeið fyrir leiðsögumenn er- lendra ferðamanna og er það haldið í Iðnskólanum í Reykja- vík. Að námskeiðinu standa tveir reyndir leiðsögumenn, sem hafa haft slíka leiðsögn að at- vinnu sl. ár. Kennarar á nám- skeiðinu eru sérfróðir menn hver á sínu sviði og undirbún- ingur námskeiðsins hefur verið mjög vandáður. Má því búast við að það beri ágætan árangur og verði aðstandendum þess tii sóma. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur nú lýst því yfir í blöðium að námskeið þetta sé þeirri stofnun óviðkomandi og verður yfirilýs- mgin ekki skilin öðru vísi en srvo, en að hún líti iþessa starf- semi óhýru auga og vilji nám- skeiðið feigt. Við sem höfum á hendi mót- töku erlendra ferðamanna og höfum af iþeim dagleg afskipti, teljum það í hver.t sinn þakkar- verit þegar einhverjir aðilar til þess, áð við íslendingar verð- um hæfari til að sinna því vanda sama stanfi, sem er að, greiða götu erfendra ferðamanna. Ferða skrifstofa ríkisins er eðli máls- ins samkvæmt og einnig sam- kvæmt lögum sá aðili, sem stuðla á að því, að skilyrði til móttöku erlendra ferðamanna hér á landi séu bætt. Það er því undarlegit að þesisi opinbera stofnun skuli leggja stein í götu þeirra manna, sem eitthvað vilja leggja af mörkum í þessu efni. f lögunum um ferðamál er Ferðaskrifstofu ríkisins falið áð efna til dlíkra námskeiða og hefur stofnunin á 30 ára starfsferfi gert það þrisv- ar sinnum. Hvergi segir, að Ferðaskrifstofan ein geti efnt til slíkra námskeiða eða að hún ein geti haldið próf og veitt iþátttak- endum „viss starfsréttindi". Það er ánægjiulegt að stór hóp ur manna sækir það námekeið sem nú er haldið og þetta fólk viljum við fullvissa um að það stendur jafnt að vígi þeim leið- sögumönnum sem sótt hafa nám skeið Ferðaskrifstofu rikisins, þegar um atvinnu hjá fyrirtækj- um okkar er að ræða. Vir’ðingarfyllst, Félag fslenzkra Ferðaskrifstofa Ferðaskrifstofan Lönd & Leiðir Ingólfur Blöndal Ferðaskrifstofan Saga Njáll Símonarson Ferðaskrifstofan Sunna Guðni Þórðarson Ferðaskrifstofan Útsýn Ingólfur Guðbrandsson Ferðaskrifstofa Zoega Geir Zoega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.