Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 31
Föstudagur 25. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 31 Hlaut Goncourt- bókmenntaverðlaunin Skrifaði i frístundum sinum, um helgar FYRIR nokkrum dög- nm voru frönsku Conco- urt -bókmexmtaverðlaunin veitt skáldkonunni Ed- monde Charles-Roux, 37 ára, fyrir bók hennar „Oubher Palerme“ (Að gleyma Palermo). Hér fer á eftir stutt við- tal við skáldkonuna, og frásögn, eftir bandarísku blaðakonuna Mary Blume. Viðtalið birtist í „New York Herald Tribune“. „í raun og veru, þá veit ég ekki, hvort ég get unnið fyr- ir mér með skrifum“, sagði Edmonde Charles-ítoux, er ég ræddi við hana. Þó hefur hún hlotið Goncourt-verð- launin nú. Þótt Frakkar séu í sífellu að úthluta bókmennaverð- launum — „Guide des Prix Litteraires“ telur um 800 verðlaun — þá leikur enginn vafi á því, að Goncourt-verð- launin ber hæst. Sá, sem þau hlýtur, fær að vísu aðeins kr. 430 — $ 10.—) í fé, en heiður og aukin sala eiga að bæta það upp. Ungfrú Charles-Roux er lagleg og dökkhærð. er vel þekkt meðal rithöxunda París. Hún hélt upp á launamóttökuna með sækja feboð, er vinkona hennar, Elsa Tiolet, er fékk sömu verðlaun 1944, efndi Ungfrú Charles-Roux var ritstjóri franska útgáfublaðs- ins, „Vouge“ þar til í júní sl. Sögu sína, „Oublier Palerme“ skrifaði hún í frístundum, um helgar. Þetta er fyrsta " skáldsaga hennar (sögulegt rit hennar um Don Juan var gefið út í Austurríki fyrir sjö árum), og hún er fimmta konan, sem Goncourt-verð- launin hlýtur, þótt þau hafi nú verið veitt síðan 1903. Sagan gerist í New York og á Sikiley. Þar er gerður samanburður á tvenns konar menningu, og tvenns konar konum: Giönnu, bölsýnni konu með rómantíska frá- sagnargáfu, og Babs, sem er ljóshærð, og ritstjóri (sér- grein fegrunarfræði) tíma- ritsins „Fair“. „Gianna“, segir ungfrÚ Charles-Roux, „er tortryggin, jafnvel undarleg — hálfgerð vandræðakona í bandarísku samfélagi11. í stuttu máli má segja, að hún sé ekki ólík höfundinum sjálfum, sem heimsótti margsinnis Banda- ríkin, meðan hún ritstýrði „Vouge“. „Oublier Palerme“ var gefin út í haust, og um bók- ina var rætt í fimm dálka grein í „I‘Humanité“, og fjögurra dálka grein í „La Croix“, sama daginn. Bókin er sögð gefa mjög nákvæma, og sanna, lýsingu á lífi þeirra, sem mestan þátt taka í samkvæmislífi í New York, og því, sem gerist í hópi þeirra, er skrifa tízku- tímaritin. Sjálfur segir höfundurinn; „Ég hef ákaflega gaman af fötum, og þau skipta mig miklu máli. Hins vegar verð ur að ákveða, hvernig lýsa skal fötum, og hvernig Mic- helangelo, styrjöld, hörmung- um, dauða og Picasso“. Það voru Christian Dior og Christian Berard, sem opn- uðu ungfrú Charles-Roux leiðina til „Vouge“, fyrir 16 árum. Hún er fædd nærri Avignon, komin af þekktu fólki; var alin upp í Prag og Róm, þar sem faðir hennar var sendiherra. Sjálf segist hún vera „suðrænni“ i sér en Parísarbúar almennt. f styrjöldinni var hún í neðanjarðarhreyfingunni, og gengndi hjúkrunarstörfum. Tvisvar sinnum særðist hún, og tvívegis var hún særnd heiðursmerkj um. Að lokum segir hún: „Þetta er ekki saga tímabils. Það, að vera útlendingur, er bund ið við langan tíma, aldir. Sag an á sér engan aldur. Hún fjallar um útlegð, útlegð hjartans og sálarinnar“. Fyrirlesfur Þór- haEBs á sunnudag Þórhallur Vilmundarson próf- essor flytur þriðja fyrirlestur sinn um náttúrunafnakenning- una í hátíðasal Háskólans sunnu daginn 27. þ.m. kl. 2.30 e.h. Fyr- irlesturinn nefnist „Hver er sá karl karla? Öllum er heimill aðgangur. —- Danmörk Edmonde Charles-Roux. — Kennedy Framhald af bls. 1 vegar var Connally ekki þeirr- ar skoðunar. að hefja þyrfti rann sókn að nýju, á grundvelli þeirra upplýsinga, sem nú hafa komið íiam. Boswell heldur því hins vegar fram, að þótt teikning sín hafi verið röng, þá hefði það ekki átt að koma að sök, þar eð hann hafi skriflega gert grein fyrir máli sínu, neðanmáls á teikn- inguna, og þar hafi greinilega verið kveðið á um skotsárið. Mark Lane, sem ritað hefur bók um Warren-skýrsluna, opin- bert gagn um rannsóknina á morði forsetans, sagði í dag, að það væri leiðinlegt til þess að vita, að ConnaRy ríkisstjóri, vildi nú reyna að koma í veg fyrir nýja rannsókn. — Kina Framhald af bls. 1 hefði verið haldin í Peking. Reiknað var með að um þrjár milljónir manna tækju þátt í úti- fundi í sambandi við hátíðina. En ekkert varð úr fundinum á miðvikudag. Benti ýmisegt til að honum hefði verið frestað til fimmtudags, en þá var einnig allt með kyrrum kjörum í borg- inni. Og lítið var um umferð á Tienanmen-torginu, þar sem áður hafa verið haldnir átta fjölda- fundir Rauðu varðliðanna. A þriðjudagskvöld fengu flug- farþegar boð um að halda til flugvallarins fyrir dögun næsta morgun, því aðalgötur borgarinn- ar yrðu lokaðar. Þá var mjólk afgreidd til kaupenda um mið- nætti, en það þykir jafnan benda til þess að útifundur verði hald- inn daginn eftir. Sama gerðist einnig á miðvikudagskvöld, og Tienanmen-torgið var lokað fyrir allri umferð í nokkrar klukku- stundir í nótt. Nokkrir ungling- ar söfnuðust þar saman um nóttina, en voru allir á brott í morgun. Þeir, sem bezt þykjast vita, telja að frestun útifundarins eigi rót sína að rekja til viðræðna á æðri stöðum, sem snúast um einhvern háttsettann embættis- mann. En ekki hefur verið opin- berlega staðfest að útihátíðin verði haldin. — Flugslys Framhald af bls. 1 slóvakíu. Flugvélin var á leið frá Sofíu til Prag með viðkomu í Budapest þeg- ar slysið varð um klukk- an 18 eftir staðartíma. Eng inn komst lífs af úr brak- inu. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en veður var vont á þessum slóðum, snjó- koma og slsemt skyggni. Er rannsóknamefnd farin frá Prag á vegum umferða málaráðuneytisins til að kanna aðstseður. Um miðjan dag í gær var Eyrarbakka. Frost mátti heita grunn lægð skammt VSV af um allt land, víðast um 5 Reykjanesi á austurleið og stig, en allt upp í 11 stig snjóaði kL 11 á Reykjanes- í innsveitum nyrðra. skaga, Vestmannaeyjum og — ASÍ-þingið Framhald af bls. 2 Tillaga um breytingu á lögum A.S.í. Ákvæði til bráðabirgða. Þegar lokið er aígreiðslu mála á 30. þingi Alþýðusambands ís- lands, þar á meðal kosningum samkvæmt 41. grein og 24. grexn sambandslaganna, skal þinghaldi frestað. Þingið skal kvatt saman að nýju eigi síðar en 15. nóvember 1967 og skal verkefni þess það eitt að fjalla um tillögur laga- og skipulagsnefndar og eða breytingatillögur sem fram kunna að koma í sambandi við þær. Þingið hefur vald til að gera breytingar á lögum og skipulagi Alþýðusambandsins samkvæmt 52. grein laga sambandsins. Rétt til þingsetu eiga þeir full- trúar sem kjörnir voru á 30. þingi A.S.f. eða varamenn menn þeirra, sbr. þó ákvæði 33. greinar sambandslaganna. Við atkvæðagreiðslur um lagabreyt- ingar skal viðhafa allsherjarat- kvæðgreiðslu og hefur hver full trúi jafnmörg atkvæði og félags mannatölu þeirra nemur, sem hann er fulltrúi fyrir. Nú vill félag senda færri fulltrúa, en það á rétt til, og fara þá full- trúar (fulltrúi) þeir sem mæta með atkvæði, miðað við heildar- tölu félagsmanna. Tillaga um kosningu. Laga- og skipulagsnefndar. 30. þing A.S.Í. samþykkir að kjósa nefnd í laga- og skipulags- málum. Nefndin starfi til framhalds- þings og geri tillögur um nauð- synlegar breytingar á lögum og skipulagi A.S.Í. Tillögur nefndarinnar skulu lagðar fyrir framhaldsþing það. er halda skal samkvæmt bráða- birgðarákvæði A.S.Í., en megin- efni tillagna sinna, skal nefndm senda sambandsfélögum fyrir lok marzmánaðar 1967. Sambandsfélögin skulu ræða og taka afstöðu til tillagnanna eigi síðar en mánuði fyrir fram- haldsþingið“. Undir þetta skrifuðu: Eðvarð Sigurðsson, Óskar Hallgrímsson, Jón Sn. Þorleifs- son, Jóna Guðjónsdóttir, Pétur Sigurðsson, Bjöm Þórhallsson, Björgvin Sighvatsson, Jón Ingi- marsson, með fyrirvara, Sveinn Gamalíelsson, með fyrirvara, Jón Bjarnason, með fyrirvara. Sigfinnur Karlsson var fjar- verandi við afgreiðslu málsins í nefnd. Þá var og samþykkt tillaga frá fjárhagsnefnd, vegna kostn aðar við þinghaldið næsta haust. Hljóðar tilagan svo: „Til þess að standa undir kostn aði við þinghaldið og fram- kvæmd skipulagsmálanna skulu sambandsfélögin á árinu 1967 greiða aukaskatt er skal vera 15 kr. af körlum og 10 kr. af kon- um. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1968 skal gerð á framhaldsþing- inu og skattur sambandsfélag- anna ákveðinn fyrir það ár.“ Framhald af bls. 1 danska aliþýðusambandið hafl á miðvikudagsmorgun, stuttu eftir að úrslit kosninganna voru kunn snúið sér til Jens Otto Krag með áskorun á jafna'ðarmenn um að taka upp stjórnarsamvinnu við Sósíalska þjóðarflokkinn. Kom þetta að sögn mjög flatt upp á hinn gamla kjarna jafnaðar- mannaflokksins. Eftir þetta hef- ur Krag átt viðræður. við full- trúa S. F., og í kvöld var s.vo komið að búizt var við tilnefn- ingu S.F. í ráðherraembætbi með morgninum. Kunnugir telja að helzt komi til greina að fela S.F. stjórn hús- næðis-, dóms-, Grænlands- og menningarmála í væntanlegri samsteypustjórn. — Núverandi menntamálaráðherra, Hans Sölv höy, lýsti þvd yfir í dag að hann tæki ekki þátt í samstarfi við S.F. Hann er forstjóri danska útvarpsins, og hyggst snúa sér að því embætti á ný. Líklegastir til a'ð skipa ofangreind fjögur embætti eru Aksel Larsen, for- maður flokksins, Morten Lange prófessor, Poul Dam lýðháskóla- stjóri og Erik Sigsgaard kenn- ari. Eftir fund sinn með Friðrik konungi sagði Jens Otto Krag að hann mundi eiga annan fund með konungi í fyrramálið. — „Flokksstjórn jafnaðarmanna og stjórn þingflokksins hafa veitt mér umboð til áframhaldandi samningaviðræðna við S.F.“, sagði ráðherrann við fréttamenn. — Arnasafn Framhald af bls. 1 blad á morgun, 25. nóvember, segir hann þar m. a.: „Ákvörðunin (um bótakröfu) hlýtur að vekja furðu. Afhend- ingarlögin hafa verið samþykkt á tveimur þjóðþingum, og bæði landsréttur og hæstiréttur hafa staðfest þau. Hver er tilgangur- inn? Formlegar bætur. En þegar vísað er til ummæla verjanda í málarekstrinum um að ekki væri óskað eftir að lögin kæmu til framkvæmda ef greiða ætti skaðabætur fyrir handritin, er um misskilning að ræða. Lög- fræðingurinn lýsti því hinsvegar yfir að ef hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að lögin væru í fullu samræmi við al- menningsheill, en að greiða bæri skaðabætur, kærði hann sig ekki um samstöðu dómsins. Hæstiréttur komst svo að þeirri niðurstöðu að afhendingarlögin brytu ekki í bága við almenn- ingsheill, og að því ekki bæri að greiða neinar skaðabætur. Formlega gat hæstiréttur ekki kveðið upp úrskurð um bóta- atriðið, því ekki lágu fyrir nein- ar kröfur um bætur. í rauninni gerði hæstiréttur það samt þegar hann lýsti því yfir að í málarekstrinum hefði ekki komið fram nein ástæða „til að ætla að Árnastofnunin mundi bíða það tjón, sem unnt væri að byggja skðabótakröfur á.“ Dr. jur. Poul Andersen hefur látið í ljós sömu skoðun. Bent A. Koch segir að lok- um: Hvernig ætti yfirleitt að vera unnt að ákveða upphæð skaðabótanna, og til hvers ætlaði Árnasafnsnefnd að nota féð? Þetta vita að sjálfsögðu nefndarmenn mæta vel. Nefndin fær ekki neitt. Lögin standa, og úr afhendingunni verður. Jú, eitt gæti ef til vill fengizt. Nýr úlfaþytur, og ef til vill frestur. Og það verður sennilega að líta á aðgerðir nefndarinnar, sem síðustu tilraun hennar í þá átt. — Rytgaard. t, SKEMMDARVERK Aden, 24. nóv. — (AP) — Yfirvöldin í Aden skýrðu frá því 1 dag að skemmdar- verk hefði grandað Dakota- vélinni frá flugfélaginu Aden Airways, sem fórst á mánu- dag. Með vélinni fórust 28 manns. Málið er í rannsókn. Hugheilar þakkir fyrir auðs /nda samúð við andlát og jarðarfór systur okkar, SIGRÍÐAR J. ÞÓRÐARDÓTTUR Laugavegi )9, Rvík. Systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.