Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 2. des. 1966 Vandamál sjávarútvegsins leggja áherslu á nokkur atriði sem ég tel mest aðkallandi. 1. Að unnið verði að því með öllum beztu hugsanlegum ráð- um, að ná sem fyrst öllu land- grunninu undir okkar yfirráð, og ekkert verði nú gert 1 fljót- ræði, sem torveldað gæti það. um. 4. Banna veiðar með þorsknót, sem sannarlega má teljast til rányrkju. 5. Haldið verði upp ströngu eftirliti með því, að reglum um netafjölda á skip, verði fram- fyigt. eftir Axel Jóharmsson fiskmatsmann MÖRGUM mun finnast það frek- ar torskilið og umhugsunarvert, að á mestu velgengisárum þjóð- arinnar síðustu áratugi, skuli illviðráðanleg verðbólga og efna- hagsvandamál aðalatvinnuveg- anna torvalda svo stjórnarstörf, að til vandræða horfir á ýmsurn aviðum. >ó verður því ekki neit að, að stjórnarvöld og aðrir ráða menn hafa reynt að notfæra eft- ir beztu getu nútíma vísindi, tækni og vinnuhagræðingu, að ógleymdum hraðanum til efling- ar atvinnulífsins og velgengni þjóðarheildarinnar. Hefir þetta þá allt mistekizt. Nei, langit í frá, við erum á mörgum sviðum á réttri leið, þó mörg víxlspor hafi verið stigin, en einmitt af þeirn og dýrmætri reynslu ára- tuga ætti að vera aðvelt að læra. Of mikill hraði er nútíma vandamáL Við höfum skellt á sikeið og miumt af því nauðsyn- legasta dregist aftur úr. í biH virðist, sem við lifum um efni fram, og við alltof Iagt gengi krónunnar. Því hefir verið hald- ið fram í ræðu og riti, að nú- verandi ríkisstjórn sé að sliga eða jafnvel leggja í rúst íslenzk- an sjávarútveg_ og þá sérstaklega togaraútgerð. Ég vil benda á, að það er ekki nútíma fyrirbæri, að islenzk fiskiskip sýni taprekstur, Og erfiðleikaa steðji að útgerð- innL Ég hefi hér gögn, sem telja verður þau ábyggilegustu, Cþar tfl annað sannast) sem birt hafi verið um afkornu sjávarútvegs okkar síðastliðin 10 til 20 ár. Hér koma örfáir punktar úr þessum heimildum. Árið 1953 er tap á hvern togara talið um % miilj. ikróna. 1956 var rannsökuð sér- staklega útgerð 8 togara; birtar voro niðurstöður af rekstri eins þeirra, sem fisbaði tæpar 5 þús- ond smálestir, miðað við slægð- an fisk með haus. Tap var kr. 2.8 millj. engar afskriftir né af- borganir lána reiknað. Upp í þetta tap greitt úr ríkisstjóði kr. 1.8 millj. Þessi útkama má reikn ast sem meðallag. 1964 er meðalafli líklega neð- an við 3 þús. smálestir á togara, tap talið 'kr. 3 til 4 millj, upp- bót togara kr. 1,9 millj., þar að aoki önnur hlunnindi og tug millj. kr. ábyrgðir ríkisstjóðs, á togara. Eftlr 12 ára þrotlausa baráttu Alþingis, ríkisstjórna og ótal nefnda, höfum við aldrei verið fjær því en nú í dag, að finna viðunandi rekstrargrund- vöH fyrir togaraútgerð á ís- landi, með núverandi rekstrar- farmi og aflabrögðum. Það er skiljanlegt, að dugmiklir fram- faraanenn, sem urmið hafa 1 ára tugi við togaraútgerð finni til ■ársauka, þegar flest sund lok- ast þessum atvinnuvegi, og reyni að upphugsa ráð til bjarg ar. En gæta verður þess alltaf, að það er heill og framtíð þjóð- arheildinni, sem verður að sitja í fyrirrúmi. Yfirlit úr skýrslu um rekstur bátaflotans árin 1947 til 1959 sýnir tap öll árin nema eitt. Af því má draga þá ályktun, að fyrningar hafi ekki safnast. >ó var einmitt á þessum árum, sem bátagjaldeyris fyrirkomulagið átti að verða hjálparhellan. En líklega er bezt öllum aðiljum að sú raunasaga verði ekki sögð nú. >á eru það hraðfrystihúsin. Af rekstri þeirra fara yfirleitt ekki nema góðar sögur, þcir til árið 1963, þá er sérstaklega at- huguð afkoma 8 húsa, sem sýna tap frá kr. 2,5 til 8,5 millj og þá var nú fokið í flest skjól sjávarútvegs okbar„ En hvað segja svo ráðamenn þessara fyrirtækja? Þeir gera kröfur til annarra með allstórum orðum, og lýsa fullri ábýrgð á hendur þeim, sem með tómlæti, sinnu- leysi og aðgerðaleysi láta þenn- ann atvinnurekstur verða fyrir slíkum áföllum, óska janfvel eftir krónulækkun, og róttæk- um ráðstöfimum til að tryggja aukningu þorskveiða. Svo mörg eru þau orð. Það mun réttilega upplýst, að mörg hraðfrystihúsin eru í fjár- þröng af eðlilegum ástæðum, þau hafa alltof fáa vinnsludaga á ári með fulktm afköstum, vegna hráefnisskorts og oft er það litla sem bemur lélegt vinnsluefnL Nú mætti kannski spyrja; Finnst mönnum það eðlilegt eða sjálfsagt, að alltaf sé hægt að sækja meiri og meiri fisk í sjóinn, þó tæknin til þess þróizt mjög ört, þegar vitað er að fiskurinn fær hvorki tíma né tækifæri tfl. að hrygna, tímgast eða vaxa upp fyrir taumlausum ágangi veiðitækja? Vísindalega er sannað, „Ægir“ 1. 3. 1966, „Að sóknin á islenzka þorskstofn- inn var 1946 aðeins 116 einingar, en 1964 komin upp í 824 eining- ar. Á tímabilinu 1954 til 1964 jókst sóknin um 87% en heildar aflinn minnkaði um tæp 22% þegar sóknin er 0 er dánartalan ca. 17% það er, það sem deyr af völdum nátturunnar, hinru eig um við sök á. Meðal dánartala hins kyn- þroska hlutá stofnsins 1960— 1964 var komin upp í tæp 70%. Þetta sanna einnig þýzkar rann sóknir*‘. Þetta mun vera kallað „að bera í bakkafullan leikinn“, að minna á það sem aðrir hafa áður gert, og allir sem til þessara mála þekkja ættu að vita. Ég tel málið það mikilsvert, að ekk ert má láta ágert til að vara við þeirri ógnarhættu sem yfir okkur vofir með taumlausri ágengni á fiskstofninn í norðurhöfum og þó sérstaklega það sem næst okkur er, við strendur íslands, innan 12 mílna markanna. Við eigum lítið öryggi í fiskveiðum fram- tíðarinnar, nema umráð okkar nái til alls landgrunnsins, en það mun taka sinn tíma að ná því markL Samningaleiðin tek- ur á þolinmæðina, en verði þjóð in einhuga og sýni í verki hvað hún vill og þarí, til þess að geta lifað, ætti sigur að vinnast. Það sem nú aðallega er á dagskrá á alþjóða-vettvangi, til vemdar fiskistofninum er aukin möskva stærð ýmsra veiðarfæra. >að verður að teljast bjcirtsýni að slík ráðstöfun geti talist nokkur framtíðarlausn, aðeins hænufet í rétta átt. >að virðist þvi raun hæft fyrir okkur þegar vísinda- rannsóknir og reynsla a.m.k. 6 síðustu ár hafa sýnt mikla of- veiði í kynþroska þorskstofn- inum á miðum okkar og vitað er með vissu að mörgum beztu hryggningarsvæðum á Breiðar- firði og víðar hafa verið veidd upp og allt klak eyðilagt, að hafist verði handa um beztu hryggningarstöðvanna og einn- ig með vísindalegum aðferð- um ættum við að hjálpa klak- inu til þroska þ.e. rækta fisk í sjó. Við verðum líka að hugsa um ungviðið og uppeldisstöðvar þess, leita þær bestu uppi og friða þær viss tímabil ár hvert. Innan 12 mílnanna ættum við nú þegar að hafa þetta í okkar hendi. Ef þessar ábendingar eða aðrar betri sem fram koma, kæm ust sem fyrst í framkvæmd og við sýndum í verki áhuga okkar og nauðsyn á því að halda við fiskistofninum, á umráðasvæði okkar, ætti það að geta orðið drjúgur stuðningur í samninga- gerð á alþjóðavettvangi viðvíkj- andi umráðarétti yfir öllu land- grunninu og forsjálitlum fisk- veiðiþjóðum til eftirbreytnL Vísindarannsóknir reynsla og haldgóð þekking, hafa nú örugg lega sýnt hvert stefnir í sjávar- útvegsmálum okkar, við óbreytt ar aðstæður. Við eru að nálgast brún hengiflugsina, þetta veit öll þjóðin og æskir úrbóta. >að verður að teljast til örygg is þessu máli nú, að löggjafar- þing okkar situr á rökstólnum og útvarp, sjónvarp og blöð hafa undanfarið lagt mikið til málanna. Eðlilega hafa komið fram mörg, mjög mismunandi sjónar mið, svo löggjafanum getur orðið nofckur vandi á höndum. En eitt er þó nokkurn veginn vfst að enginn íslendingur mun æskja þess, að arfleið okkar til næstu kynslóðar, verði uppurin fiski- mið við strendur Islands. Að endingu vil ég sérstaklega Auglýsing frá matvoru- og kjötbúðum SÍS Seljum í dag og næstu daga ódýra, ameríska niður- soðna ávexti (ferskjur) aðeins kr. 38.55 heildós. SÍS Austurstræti 10 Kjot og grænmeti Snorrabraut 56 2. Nú strax verði hafizt handa um friðun þýðingarmestu hrygn ingar- og uppeldisstöðva þorsk- stofnins innan 12 mílnanna, og því fylgt eftir með ströngu lög- gæsluvaldL 3. Skifta verður veiðisvæðum, milli veiðiskipa eftir veiðiaðferð 6. Lögð verði áhersla á að fund inn verði réttlátur grundvöllur ferskfisksverðs. Þannig að það verði eftirsóknarvert, að koma með sem best og verðmætast hráefni að landi. Axel Jóhannsson. Úr og skortgripir ú útsölu Þessa dagana stendur yfir út- sala á varningi þeim, er stol- ið var úr verzlun Helga Sig- urðssonar, úrsmiðs á Skóla- vörðustíg 3. — Það var mesÖ úra- og skartgripaþjófnaður, sem hér á landi hefur verið framin og nam verBmæti þýfis ins nálega einni millj. króna. Eins og kunnugt er fann lög reglan þýfið áður en sólar- I hringur var liðinn frá ráninu. | Kom í ljós að hlutirnir höfðu £ rispazt lítilsháttar og orðið 7i fyrir hnjaski. Kaupmaðurinn f stofnaði því til útsölu á vam- I ingnum og hefur verið mikil ( ös í verzluninni. I Myndin er af Helga Sigurðs J syni við afgreiðsl'j 1 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Kópavogsbíó: ELSKHUGINN ÉG. (Jeg en elsker.) Dönsk mynd, gerð eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Stig Holm. Ef menn vilja £á greinagóðar leiðbeiningar um kynferðismál við tiltölulega vægu verði, þá mætti benda mönnum á það ráð að sækja að staðaldri þær sænsku og dönsku kvikmyndir, sem hér eru sýndar annað kast- ið. Virðist svo eftir þeim sýnis- hornum, seim hingað berast af kvikmyndagerð þessara þjóða, sem þetta sé uppáhalds viðfangs efni þarlendra kvikmyndafram- leiðenda. Þó má vera, að skýring in sé að einhverju leyti í því fólgin, að þeir, sem annast kvi'k myndaöflun erlendis fyrir okk- ar fámenna þjóðfélag, slægist fremur eftir myndum, sem fjalla um frjósamt kynferðislíf en þeim sem um annað efni fjalla, minnugir þess, að við búum í stóru en hvergi nserri fullnýttu landi, sem kallar á fleiri hendur til starfa. En hvað sem um það er, þá mundi ég telja, að með atorku- sömum lestri bóka um kynferðis máil, svo og gaumgæfilegri skoð- un ofannefndra kvikmynda, ættu menn að fá nokkuð góða und irs töð umenntun á þessu sviðL þótt „praksisinn" verði lík lega notadrýgstur þar sem víð- ar. Þetta byrjar þá þannig, að ung kona stek'kur frá eiginmanni sín um, þar sem hún þykist hafa komizt að því af lestri fræði- bóka, að hann sé „knpótent“. Heldur hún til borgar ástarinn- ax, Parísar, með ungum elsk- huga sínum, til að njóta lífsinj í sem ríkustum mælL Maður hennar kemst í millitíS inni í kynni við mæðgur tvær frá Svíþjóð, 16 og 36 ára að aldri. Sagan um hinn impóteta mann hefur farið víða og orðið mikið umræðuefni rneðal fólks. Og þar kemur, að hin yngri hátt ar hjá honum, tíl að kanna tit þrautar, hvort um óiæknandt vangetu sé að ræða. „Þeir kalla það petting í Ama- ríku“, segir hún. Og er hún yfir- gefur hann, er högum hans svo umsnúið, að hann er efeki leng- ur impótent. Móðir stúlktmnar gengur á hans f-und, til að ávíta hann, skulum við hugsa okkur. „Hvað hefur þú gert við dóttur mína?“ Síðan biður hún um glas af víni. Á meðan hann hleypur ef sr þvL afklæðir hún sig. Ear þá skammt í senuskiptL Þannig skríður myndin fram 1 gamansömum dúr, lífsgleði og nægri erótik. Hin brotthlaupn* eiginkona fréttir, að maður henn ar sé otrðin vinsælasti seLskaps- maður í flokki blóðheitra kvenna, sem leita hamingjunnar fremur í hugvitssömium leitandi abhöfnum en lestri miður áreið- aniegra bóka um kynferðislífið. Og hún kiemur á vettvang með eiskhuga sínum, tQ. að vita, hvað hæft sé í þessum sögusögnum.. Vandalaust er að hlægja að mynd þessari með köflum og e* þó vafasamt, að aum atriði hennar séu sérstaklega einkena- Framhald á bh. 2L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.