Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. des. 1966 r Unnsteinn Olafsson skólastjóri Hfinningarorð Fæddur 11. febrúar 1913. Dáiim 22 .nóvember 1966. ( DAG er lagður til hinztu hvílu Unnsteinn Ólafsson skólastjóri. Hann andaðist eftir stutta legu 22. nóv. sl. o gverður jarðsung- km frá dómkirkj.unni í Reykja- vtík. Hann hét fullu nafni Jón Unn- wteinn og var faedidur 11. febrúar 1913 að Stóru-Ásgeirsá í Víði- dial í V.-Húnavatnssýslu. For- eldrar hans eru merkishjónin Margrét Jóhannesdóttir og Ólaf- iur Jónsson bóndi á Stóru-Ás- geirsá. Frú Margrét er aettuð £rá Útibleiksstöðum, systir Bijórns Líndals Jóhannessonar fyrrum alþingismanns. Ólafur er s onur Jóns Skúlasonar á Söndum, er var á sinni tíð einn «llra mesti framfaramaður í bændastétt hér á landi. Unn- vteinn átti þv. til góðra ætta að telja, og er þar að finma skýr- inguna á dugnaði hans og fram- •ýni . í september 1937 kvæntist Unnsteinn eftirlifandi konu sinni, Elnu Ohristiansen. Fa’ðir hennar er óðalábóndi á Norður-Jótlandi, binn mesti framkvaemdamaður. Þau hjón eignuðust 5 börn, en þau eru þessi: Ólafur Jóhannes f. 7/4 1939, nú gagnfræðaskólakennari í Reykjavík, kvæntur Erlu Gunn- liaugsdóttur. Grétar Jóhann f. 5/11 1941, ga rðy rkj ukandídat, nú settur alkólastjóri Garðyrkjuskóla ríkis- ins á Reykjum í Ölfusi, kvænt- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Reynir f. 29/6 1945, stúdent. Bjarki Aage f. 15/12 1947 nú í Menntaskólanum í Reykjaviík og Hanna f. 17/6 1951 nú í gagn- fræðaskóla. Systur Unnsteins eru tveiær: Margrét gift Birni Daníelssyni skólastjóra á Sauðárkróki og Ingibjörg gift Jóhannesi Guð- mundssyni bónda á Auðunnar- stöðum í V-Húnavatnssýslu. Unnsteinn stundaði nám í al- þýðuskóLanum á Hvítárbakka í Borgarfirði veturinn 1927—1928, síðan við Bændaskólann á Hvann eyri veturna 1930—-1931 og 1932 —'1933. Hinn sáðari vetur bjó hann sig jafnframt undir fram- haldsnám í búfræði. Árin 1933 —'1935 stundáði hann nám við garðyrkjuskólann Vilvorde í Danmörku ,en útskrifaðist síðan úr garðyrkjudeild land'búnaðar- iháskólans danska vorið 1938 eft- ir 3ja ára nám. Lauk hann því prófi með fraimúrskarandi góðri einkunn og fyrstur íslendinga. Árið 1936 voru sett lög um stofnun Garðyrkjuskóla á ís- landi, nr. 91 frá 23. júní .Þau komu fyrst til framkvæma 1938, er Unnsteinn var skipaður skólastjóri við skólann. Fyrsta árið fór í undiifbúning margis- konar, og hófst kennsla í skólan- um árið 1939 .Nemendur skól- ans frá byrjun munnu vera um 170 talsins. Unnsteinn gegndi því starfi, sem hann í byrjun var vígður til ,til dauðadags. Eg man vel eftir Unnsteini sem nemanda á Hvanneyri. Hann var meðal þeira yngstu, sem þá komu í skólann aðe.iná 17 ára gamail, myndarlegur, kátur, á- hugamikill unglingur, sem hægt var að binda vi'ð glæsilegar von- ir. Á sama hátt naut hann álits og trausts hjá kennurum sínum í Danmörtku og mun þar hafa átt margra kosta völ. En heima fyrir beið hans Mtt numið land, og þangað kaus hann halda. Hann kom heldur ekki einn frá Danmörku. Ung og glæsileg bona stóð við hlið hans o,g henni eigum við skuld að gjalda fyrir þann mikla þátt, sem hún á í ævistarfi manns síns. Þegar Unnsteinn hólf starf sitt á Reykjum 1938 og 1939, þá voru margir þættir garðyrkjumála okkar á frumstigi. Gróðurlhúsin voru Mtil og verktækni litt þekkt. Geymsluþol grænmetisins hafði l'ítt verið rannsakað, svo að markaður fyrir þá fram- leiðslu var ýmist yfirfullur eða engar vörur af því tagi voru til. íslenzkar gaðyrkjulbækur voru svo áð segja engar til og erlend fræðiorð á sviði garðyrkju höfðu aðeins að litlu leyti verið þýdd á íslenzka tungu. Byggingar fyr- ir hinn nýja skóla og starfls- menn hans voru mjög af van- efnum gerðar og rekstrarflé stofnunarinnar mjög af skorn- um skammti. f Það var þvi mikið og vanda- samt starf ,sem beið hins nýja skólastjóra. Og sennilega hefur hann oftlega fundið þungt und- ir feeti og fundizt við, sem á horfðum, ekki veita honum þá uppörfun og styrk ,sem hver brautrýðjandi þarf á að halda. Það er mikið starf að koma af stað nýjum skóla. Þegar Unn- steinn hafði lokið við að lagfæra þær byggingar, sem skólinn hafði yfir að ráða fyrir starfismenn og nemendur, svo að bóklegt nám skólans gæti hafizt, þá iagði hann alla oku sína í það að koma á fót byggingum fyrir yl- rækt o grannsóknir. Hann reisti því hvert gróðurlhúsið á fætur öðru og nota’ði til þess aðallega og stundum einvörðungu þann tekjuafgang, seir rekstur hinna eldri húsa gaif. Þessi hús urðu stærri og betur gerð eftir því sem lengra leið, og árið 1957 tók hann í notkun nýtt 2000 flerm. gróðurhús, sem á þeiun tíma mun hafa verið stærsta gróðurhús á Norðurlöndum. f þessu efni var Unnnsteinn talsvert langt á und- an samtíð sinni, einnig þótt far- ið sé út fyrir okkar land. Það er því ef til vill afsakanlegt, þótt við hinir skildum ekki allt- ar þann stórlhug og þá framsýni, sem ríkti á bak við verk hans. í hinum stóru gróðurhúsum var hægt að koma við verktækni,. sem gerðu störfin auðveldai og ódýrari. Einnig þar var hann í farabbroddi. Á yngri árum sínum hneigð- ist hugur Unnsteinis mjög að rannsóknum og tilraunum. Á þeim sviðum gat hann ekki á- orkað eins miklu og hann vildi gera vegna skorts á fé og starfis- kröftum. Þá gerði hann í þessu efni hluti, sem ekki er hægt að ganga fram hjá og þegar haía mikil álhriif á sviði gróðurhúsa- ræktar. Fyrir utan nýjungar í bygg- ingu gróðurthúsa ,sem þegar hef- ur verið nefnt, setti hann á fót rannsóknarstofu, sem hafði það hlutverk að efnagreina jarðveg úr gróðuihúsum víðs vegar að og samkvœmt þeim leiðbeina gróðuihúsaeiegndum me’ð notk- un áburðar í ylræktinnL Einn af kennuruim Garðynkjuskólans hafði það starf með höndum. Þet-ta hafði mjög hagnýt áhrif í ræktuninni, og mun vafalaust hafa meiri og meiri þýðingu eflt- ir því sem tímar Mða. í þriðja lagi kom Unnsteinn upp frystigejnmslu, m.a. í þeim tilgangi að rannsaka hraðfryst- ingu grænmetis og möguleiika á að geyma þessa framleiðslu í lengri tíma. Mun þetta í vax- andi mæli hafa ábrif í þá átt að jafna framiboð grænmetis og auka neyzlu þess á þeim tímum árs, þegar það er ekki fram- leitt. Nú blasa við á Garðyrkju- skólanum á Reykjium mörg og myndarleg gró'ðurhús, sem þekja um 6000 fenm. landisvæði og veigamilkill vísir að rannsöknar- stofnun, sem nauðsyn er að það opinbera hlynni að meira en ver ið hefur . Unnsteinn vildi gera Garð- yrkjuskólann sterkan í kannslu, í rannsóknum, í framleiðslu grænmetis. Hann átti að verða | jCrmúlA 14 simi 37700 Snyrtilegir menn nota ávallt BRYLCREEM Þeir vita að útlitið skiptir miklu máli og því nota þeir Brýlcreem til að halda hárinu sléttu og mjúku allan daginn. NOTKUNARREGLUR Berið Brylcreem í hárið á hverjum morgni. Það gef ur því mýkt og fallegan glans. Augnabliks greiðsla er allt sem með þarf til að halda útliti yðar snyrti- legu. Veljið því Brylcreem strax í dag. BRYLCREEM Mest selda hárkremið á heimsmarkaðinum. i æ rikari mæli miðstöð ylrækt- ar á ísiandi. Og einmitt í ljósi þesaarar stefnu ber að skoða síð- asta stórvirki Unnsteins á Reykj um, en það er nýja skólalhúsið, sem nú er að vísu teki'ð í notik- un ,en er hvergi nærri fullgert. Homum auðnaðist þó að koma þessu verki það áleiðis ,að ekki verður hrugðið fyrir það fótum. Er mér kunnugt um það, að hann mat mjög mikils þann skilning og þá aðstoð, sem hann í því efni naut hjá Ingólfi Jóns- syni landlbúnaðarráðherra og Aðalsteini Eiríkssyni skólaeftir- Mtsmanni. Þetta nýja skóláhúa verður glæsileg bygging og ver’ð ur Unnsteini óbrotgjarn minnis- varði um ókomin ár. Það var skoðun Unnsteins, að I sveitum íslands ættu að risa miðstöðvar á sviði landbúnaðar og garðyrkju. Þar ætti að hald- ast í hendur rannsóknir, kennslá og leiðbeiningar. Slíkar miðstöðvar ættu að vera á nokkr um stöðum á landinu. Garð- yrkjuskólinn á Reykjum átti eft- ir skoðun hans áð verða ein þeirra. Eg vildi óska þess, að hinum unga skólastjóra, Grétari Unn- steinssyni, mætti auðniast að taka við merki fiöður síns, bera það fram með sömu festu ag dugn- aði og faðir hans gerðL En jafnframt þeim miklu störfum, sem Unnsteinn alltaf hafði að sinna, var hann hinn bezti heimilisfaðir. Hann lét sér annt um, að börn þeirra hjóna fengu gott uppeldi og þá skóla- göngu, sem þair hefðu löngun til, enda eru þau öll vel mennt- uð og munnu gera sér far um að feta í fótspor fiöður og mó'ður. Þetta er þeim styrkur í sárri sorg. Um það ber vitni athöfn, er fór fram við kistu Unnsteins 24. nóvember, en þá var nafn han* í skírn íærst yfir á fyrsta barna- barn 'þeirra Ihjóna, son Ólafls og konu hans ,frú Erlu Gunnlaugs- dóttur. Ég óska þess, áð gæfl* megi fylgja nafninu. Kona Únnsteins hefur misst mest .Það er þung reynsla að sjá á bak ástríkum eiginmannL En það er henni huggun í raun að þekkja hið mikla starf ,seia Mggur eftir mann hennar heima og að heiman .Hann var að kom ast yfir marga örðugleika í þvf starfi ag snýdist bjart framund- an .Margar hugsjónir hans og draumar voru að rætast, ma_ hin nýja skólabygging og heim- koma efnilegs sonar, sem ætlaði að helga starf sitt söomu verk- efnum og faðir hans hafði gertt Það hafur áreiðanlega glatt hann og þau hjó bæði meira ea orð fá lýst. Unnsteinn Ólafisson var dreng- ur góður, hjáipfús, áhugamikili og síviinnandi .Hann var á und- an samtíð sinni og naut þvlí ekkl ávallt samfiylgdar fiélaga sinna, Kann var vinsæU mneðal nem- endá sinna og naut jafnan fiyigi* þeirra, frekar en annarra. Hana ihiafði yndi af söng og Ijóðum. Eftir hann hefur verið birt eit* ljóð í Garðyrkj'ufélagsritinoi 1941. Við hjónin komum oft á heiiro- ili þeirra Unnsteins og frú Elnu og ekki sjaldan með erlenda gesti. Þar skorti aidrei neitt 4 myndarbrag og geestrisni hjá þeim báðuim. Þangað komu oft hópar erlendra og innlendre manna. Fyrir mína hönd og þeirra mörgu, er sóttu Garð- yrkjuskólann heim vil ég flytj* þeim hjónum alúðar þakkir. Ég flyt þér gamli og góði nenv- andL staitfsbróðir og vinur þökll fy.rir það, sem þú vannst þjóð þinni J>að verður metið þvf meira og betur :em lengra HKf— ur. Ég veit, að það er samkvæm* hugsun þinnL er ég ber fram þá óslk, að á Garðyrkjuskólanuira á Reykjum megi ávallt iSkj* andi hugsjóna og framfara giarð- yrkju íslands og þjóðinni alLri til blessunar. Guðm. Jónsson, Hvanney rL t UNNSTEINN Ólaflsson, sköla- stjóri Garðyrkjuskóla ríkisina^ Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.