Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 19
Föstudagur 2. des. 1966 MORG U N B LAÐIÐ 19 Guttormur kvaddur GUTTORMUR J. Guttormsson var til moldar borinn í heimabæ sínum, Riverton Manitoba s.l. laugardag. í bréfi frá próf. Ric- hard Beck segir svo m. a.: Var jarðarförin virðuleg og fylgdi fjöldi manns þaðan úr byggðinni og víðar að hinu vinsæla merkis- skáldi til grafar. Richard Beck sendi nenn- fremur eftirfarandi ljóð: Guttormur kvaddur Hnípinn skógur höfði drýpur, hrunin eikin sterk að mold. Gráttu son þinn, feðrafold! Arf þinn bar hann innst í hjarta, ásýnd mótuð þínum svip, brimi skyld hans í gígjugrip. Málið þrungið fossaföllum féll að ós í ljóðum hans, elfarniður ættarlands. Þína tign og fegurð frægði, feðrajörð, í dýrum óð, sótti til þín söngvaglóð. — Borgarstjórn Framh. af bls. 16 18.6%, má geta þess, að við gerð iSjárhagsáætlunar fyrir yfirstand andi ár var gert ráð fyrir 25% Ihaekkun rekstrarútgjalda frá á- setlun fyrra árs. Heildarhœkkun gjalda til rekstrar og framkvœmda 16,5°jo Á eignalbreytingareikningi eru gjöldin áætluð kr. 218.Ú50 þtús. í stað kr. 200.250 'þús. Hækkun- in nernur kr. 18.700 þús, eða 6.3%. Heildarútgjöld borgax- ejóðs, bæði á rekstrarreikningi og eignaibreytingareikningi, nema kr .1006.139 þús. í stað kr. 664.006 jþús. samkv. fjárhagsá- eetlun fyrir yfirstandandi ár. — Hækkunin er kr. 142.133 .þús., eða 16.5%. Rekstrartekjur eru áætlaðar fcr. 984.130 þús. í stað kr. 842. 006 þús. Hækkunin nemur kr. 142.133 þús. e,ða 16.9%. Mis- ínunur á hækkun rekstrartekna ©g heildarútgjalda er jafnaður með lántöku til Borgarsjiúkra- Ihússins, kr. 22 millj. Af rekstrarafgangi borgar- ejóðs verður unnt að verja til eignahreytinga samkv. áætlun- inni kr. 196.960 þús i stað kr. 178.250 þús. Hæktounin nemur kr. 18.700 þús., eða 10.5%, Einstaka þœttir Borgarstjóri vék síðan að ein- stökum þáttum rekstraráætlun- ar: Stjóm borgarinnar hækkar um kr. 6.275 þús., eða 17,5%. Hækk un þessi stafar fyrst og fremst af hækkun launakostnaðar, eða um kr. 4.344 þús., sem stafar bæði af hækkun á kaupgjalds vísitölu og fjölgun starfsmanna. Uöggæzla hækkar um kr 2.535 þús., eða 9,5%, og kostar borg- arsjóð 29.2 milj. kr. Launakostn aður að hluta borgarsjóðs hefur hækkað um kr 1.793 þús. frá gerð fjárhagsáætlunar 1966 og er þá gert ráð fyrir fjölgun um S lögreglumenn, en lög kveða á um að 2 löggæzlumenn skúli vera á hverja 1000 íbúa. Brunamál hækka um kr. 1.266 þús., eða um 12%. Helzta hækk un á þesum gjaldabálki eru launa greiðslur um kr. 1.760 þús., og er þá gert ráð fyrir fjölgun um 4 brunaverði, þannig að í fast- ráðnu liði verði 11 á fjórskiptri vakt, en auk þess kemur aðstoðar lið til við útköll. Fræðslumál hækka um kr. 17.536 þús., eða 21.3%. Barnafræðsla, hlutur borgar- GÚMMÍSTÍGVÉL KULDASKÖR GLÆSILEGT ÚBVAL, sjóðs hækkar um 7.536 þús., eða 19.3%, og kostar þá 46,6 millj. kr. Miðað við 1. nóv. 1966 sækja 8894 börn barnaskóla borgarinn ar og nemur kostnaður borgar- sjóðs af hverju barni rúml. 5 þús. kr. Skólar á gagnfræðastigi hækka ium kr. 4.116 þús., eða um 23.1% og kostar borgarsjóð nær 22 millj. kr. Hinn 1. nóvember s.L voru nemendur 5149, og er kostn aður borgarsjóðs rúml. 4 þús. kr. á nemanda. Aðrir skólar hækka run kr. 1.542 þús., eða 17,9%, og er hækk unin mest í Iðnskólanum í Reykjavík, kr. 736 þús., en skól inn á að starfa samkv. nýjum iðnfræðslulögum frá 30. apríl 1966. Hlutfallslega kemur mesta hækkunin á Barnamúsikskólann, eða um 46%, en ætlunin er að auka starfsemi skólan mjög á næsta ári. Ýmis fræðslustarfsemi hækk- ar um kr. 2.012 þús., eða 24.9%, og munar þar langmestu, að til Vinnuskólans eru nú veittar kr. 6 milljónir í stað kr. 4,5 millj. og samsvarar það að kostnaður á barn sé kr. 12 þús. yfir sumarið en geta má þess að unglingar Vinnuskólans vinna mjög að ýmsum gagnlegum störfum við- haldi leikvalla og íþróttavaLla, hreinsun opinna svæða og gróð ursetningu í Heiðmörk og barna gæzlu, en slíkt vinnuframlag skól ans er ekki fært til gjalda á viðkomandi liði. Kostnaður við félags- og tómstundastarf ungl- inga vex um kr. 498 þús., eða um 26.3%, og er ætlunin að efla m.a. tómstundastörf ungl- inga í skólum. Fjárveitingar til safna aukast um kr. 2.007 þús., eða um 28,4%. Að krónutölu hækkar Borgar- bókasafnið mest eða um kr. 1.403 þús., og stafar kostnaðar auki þess fyrst og fremst af aukn um bókakaupum. Áformað er að efla safnið á skipulagsbundinn hátt á næstu árum, m.a. í sam ræmi við ráðleggingar erl. ráðu nautar, er Reykjavíkurborg fékk í þessum efnum, en það er borg arbókavörðurinn í Gautaborg. Fjalla þeir borgarlögmaður, fræðslustjóri og borgarbókavörð ur um þessi mál. Hlutfallslega er hins vegar mesta hækkunin á gjaldaliðnum útgáfa Safns til sögu Reykjavíkur, en þegar hef ur verið hafizt handa um skrán ingu örnefna, þjóðháttasöfniunar og útgáfu frumiheimilda, er verða sögu borgarinnar (Acta Civitatis Reikj avicensis). Er með þessu stigið fyrsta skrefið til undir- búnings 1100 ára afmæli byggð ar í Reykjavík. Fjárveitingar til lista, íþrótta og útiveru hækka um kr. 6.120 þús., eða um 18.6%. Á þessum gjialdfbálki er Leik- félag Reykjavlíkur með kr. 800 þús, hækkun úr 1200 þús. kr. í 2000 þús. kr. Sundlaug Vestur- •bæjar hiækkar um kr. 568 þús. í 1378 þús. kr. vegna aukins við- Ihaldskostnaðar, en áætlað er að rnála laugina og girða svæðið á komandi suimri. íþróttasvæði hækka um kr. 700 þús. og staf- ar sú hækkun m.a. af nýju skautasvem ,sem koma á upp I Laugardal. Fraimlag til skemimtigarða hækkar um kr. 985 þús., og kosta nú 7.6 millj. kr. m.a. vegna bygg- ingar nýrra gróðurhúsa, svo og ■hirðingu stóraukinna útivistar- svæða. Til leikvalla nemur hækkunin kr. 1.443 þús. Oig kosta nú 9.2 rnillj. kr. en leikvöllum hefur fijölgað um 6 frá fyrra ári og auk þess er gert ráð fiyrir, að við foætist tveir gæzluvellir á næsta ári. Nýr liður, Tjaldstæði í Laug- ardal er tekinn upip og kostar kr. 150 þús., en ferðamenn ,sem koma til borgarinnar nota þenn- an stað mjög. Hreinlætis- op heilbrigðismál hækka um kr. 23.995 þús., eða um 29.8%, og er þetta hlutifalls- lega langmesta hækkunin í rekstrarkostnaði. Áætlað er, að laun samkvæmt þessum gjaldlbálki muni hækka um kx. 36.725 þús. Launahækk- un þessi stafar fyrst og fremst af launahækkunum lækna við sjúkrahúsin, en laun þeirra hafa hækkað að meðaltali um 50%. Þess ber þó að geta, að vinnú- skylda þeirra hefur aukizt og er reiknað með, að sgúkrahúsin veiti betri þjónustu ,að því er varðar eftirmeðferð á sjúkling- um. Félagsmál. Til þeirra eru veitt ar kr. 244.036 þús. í stað kr. 210.220 þús. Nemur hækkunin kr. 33.816 þús, eða 16.1%. Er hér um að ræða mestu hækkun að krónutölu og jafnframt stærsta gjaldabálk borgarinnar. Fyrsti undirliður félagsmála er hjúkrunar- og líknarstarfsemi. en þau hafa hækkað um kr. 4.862 þús., eða um 34.7%, og eru nú 18.9 millj. kr. Hækkun þessi stafar fyrst og freimst af aiukn- um rekstrarkostnaði við barna- heimilin. Samtals kosta 5 barna-vist- heimili, sem rúma um 110 börn, borgarsjóð 12.4 millj. kr. í um- ræðum í borgarráði um þenn- an kostnað var talið sjálfsagt að fela barnaheimila- og leikvalla- nefnd að kanna, hvort unnt væri að koma á hagkvæmari rekstri á barnaheimilum. Hér er vissulega um nauð- synlega starfsemi að ræða og fyrirsjáanlegt er að fjölga þurfi fj öldskylduheimilum. En bæði hinn mikli kostnaður við vistheimilin og þá ekki síð- ur velferð barnanna, sem í hlut eiga, en það er aðalatriðið, veld- ur því að leita þarf nýrra úr- ræða. Leggja þarf megináherzlu á enduruppbyggingu heimila for eldra barnanna sjálfra, svo að þau geti þar dvalizt, og enn fremur ber að fá börnum frekar fóstur á einkaheimilum, en vist á barnaheimilum. Hvort tveggja þetta krefst aukinna starfskrafta til barna- og unglingaverndar og félags- mála almennt, en fátt er um sér- menntað starfsfólk á þessu sviði. Gert er því ráð fyrir að hækka framlög borgarsjóðs til barna- og unglingaverndar um kr 791 þús., eða 28% og stafar sú hækk un m.a. af fjölgun starfsmanna barnaverndarnefndar um 2, auk þess sem gert er ráð fyrir hækk- un á meðlögum, og til breytinga á húsnæði eru áætlaðar kr. 500 þús. Geta má þess, að þessi lið- ur hækkaði úr fjárhagsáætlun 1965 til yfirstandandi árs úr kr. 1.450 þús. í kr. 2.826 þús„ en nú í kr. 3.6 millj. Annar imdirliður félagsmála er barna- og vistheimili, er hækka um kr. 1.696 þús., í 11.5 millj. kr., og er það eingöngu vegna aukins framlags til Sumar gjafar. í byrjun næsta árs verð- ur tekinn í notkun nýr leikskóli við Háagerði og auk þess er gert ráð fyrir, að á næsta ári verði einnig tekinn í notkun leikákóli við Safamýri. — Raunar ætti að flokka barnavistheimilin í þess- um undirlið, en fylgt er gamalli venju í þessum efnum . Fjórði undirliður félagsmála er vinnumiðlun og fimmti fram- lög til sjóða, er hækka um kr. 2.6 millj. í 30.7 millj. kr., og staf ar sú hækkun af lögboðnum greiðslum til atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs, sem hækka um kr. 2.1 millj. og framlag til Lífeyr- issjóðs starfsmanna Reykjavikur borgar hækkar um kr. 500 þús., en þyngst vegur hér framlag til Atvinnuleysistryggingasjóðs 19,2 millj. kr. 6. undirliður félagsmála er framlög til almannatrygginga, sem hækka í kr. 117.346 þús., eða um kr. 15.5 millj., sem er 15.2% hækkun. 7. undirliðurinn er ýmis starf- semi, öryggisráðstafanir á vinnu stöðum og almannavarnir, en framlög til þeirra eru nær óbreytt. 8. undirliður félagsmála er svo framfærsla, er hækkar um kr. 7.541 þús., eða 15.5%, í 56.2 millj. kr. Langmest er hækkunin á liðnum sjúkir menn og örkumla, sem hækkar um kr. 4.5 millj., og stafar sú hækkun af hækk- uðum vistgjöldum á sjúkrahús- urh, auk þess sem liðurinn hefur , verið vanáætlaður í ár. Götur og hol- rœsagerð Fjárveitingar til gatna- og hol- ræsagerðar eru hækkaðar um kr. 30.2 millj., eða 18.8% frá síð- ustu áætlun. Til nýrra gatna er áætlað kr. 104.880 þús. í stað kr. 101 millj., og til nýrra holræsa kr. 76.120 þús. í stað kr. kr. 57 millj. á yfir standandi ári. Samtals er ætlað til nýrra gatnagerðar- og holræsafram- kvæmda 186 millj. kr., í stað 160 millj. kr. á yfirstandandi óri. Er áætlun þessi við það miðuð að halda í horfinu með fullnaðar frágang gatna og enn fremur að ljúka frágangi þeirra byggingar svæða, er úthlutað hefur verið til byggingar, svo og til undir- búnings íbúðar- og iðnaðar- svæða. Mun áætlun um gatna- og hol- ræsagerð á árinu 1967 lögð fram í borgarráði milli umræðna, og geri ég því einstakar framkvæmd ir ekki að umtalsefni að ráði nú. Þess skal getið, að fram- lag til þessara framkvæmda var nokkuð lækkað í borgar- ráði, til þess að halda útsvars upphæðinni niðri, en ætlunin er að unnið væri við að full- ljúka þeim byggingarsvæðum fyrir nýjar íbúðir, sein út- hlutað var á árinu, 1272 tals- ins. Með tilliti til þess, að í ársbyrjun voru í byggingu um 1400 íbúðir og af þeim klárast ekki nema í hæsta lagi 800, þá má ætla, að í byggingu á næsta ári geti ver ið 1800—1900 íbúðir án nokk- urrar nýrrar úthlutunar. — Samt verður að taka nokkurt nýtt byggingarsvæði til út- hlutunar, er rúma muni 400 —800 íbúðir, hér um bil all- ar í fjölbýlishúsum. Auk þess verður unnið við tvö iðnaðarsvæði I Arbæjarlandi og Artúnshöfða. Að öðru leyti verður lögð á- herzla á fullnaðarfrágang gatna og gangstétta, en allar þessar fram kvæmdir eða hraði þeirra velta annars vegar á því, hvemig framtöl útsvars- og aðstöðugjalds greiðenda reynast sem og verður þeim ekki hraðað meira en greiðslufjáraðstaða borgarinnar leyfir. Ástæðan til hinnar miklu hækkunar götulýsingar eða um kr. 5.5 millj. stafar aí miklum gangstéttarlögnum, svo og að tekið hefur verið tillit til þess að afgjald Rafmagnsveitunnar í borgarsjóð hefur hækkað um kr. | 3.5 milljónir. Sannleiksástin brann í barmi, blikar um hans ljóðahlyn • aldar nýrrar árdagsskin. Þökkum kvæðin, hjartaheitu, himinfleygan vængjaþrótt. Gamli vinur, góða nótt! RICHARD BECK. Davíð Vilbergs- son — Kveðja F. 27.5. 1954. D. 23.11. 1966. Skammdegið með skuggum hylur grundu, það skyggir svo fljótt á oikkar kalda landi. Vonirnar deyja, verjas-t eigi grandi vetrar, er blómin kreistir heljar- mundu. Sem vorblóm ungt upp æsku- maður rennur, óskir og vonir foreldrarnir geyma, þótt burt hann hverfi engu, engu gleyma hver ástkær minning þeim i hjarta brennur. Við þekkjum ekki alltaf drottina vilja ávallt þó verðum boðuim hans að hlýða. Við bomum hér að kveðja dreng- inn bliða. Hversu erfitt stundum er að skilja. Hann leggur ungur út á mikla hafið. Við eftir stönduim, hinztu kveðju færum. Verum ei hrygg, því lífið allt við lærum að landið fyrirlheitna er ljóma vafið. Og drottinn sjálfur hér við stjórnvöl stendiur, og stýrir fleyi inn á friðarlendur. Ragna Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.