Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 2. des. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 Guðfinna Jónsdóttir Minning f DAG verður borin til hinztu trvílu frú Guðfinna Jónsdóttir, lem lézt að Elliheimilinu Grund •1. laugardag á 90. aldiursári. Guðfinna var fædd 7. ágúst 1877, að Skipholti í Hruna- mannahreppi. Foreldrar henn- ar voru Jón Ingimndarson, hreppstjóri og kona hans Þor- björg Jónsdóttir. Heimili Jóns og Þorbjargar var orðlagt myndarbeimili ,og |>ar ólst Guðfinna upp í stór- um, glaðværum systkinahópi. — l>ar ríkti söngur, gleði og gam- an, enda átti Guðifinna þær end- wrminningar um æskilheimili Bitt, sem ylju'ðu henni um hjartarætur til æviloka. Aðeins eitt þeirra Skipholtssystkina er enn á lífi, hin kunna hestakona Jóhanna Blöndal. Guðfinna var að eðlisfari sér- lega hjartahiý og ástúðleg. Söng- elsk var hún og iistræn svo sem hiún átti kyn til. Kímnigáfu átti hiún í ríkum mælL Alltaf var þó gamanið græskulaust, því slík var góðvild hennar og umburðar lyndi að hún færði allt í fari og gjörðum manna til betri veg- •r. Hún bar aLdrei kala til nokk- «irs manns, en umvafði menn og málleysingja elsku og ástríkL og |>á ekki sízt börnin. Sjálfsagt eru ekki fá börn, á öllum aldrL sem geyma dýrar minningar um kærleiksþel þessarar góðu konu. Um aldamótin bregður faðir Guðfinnu búi að Skipholti .Mun hafa verið ætlun hans að flytjast búferlum til Kanada, en þar hafði elzta dóttirin, Valgerður, sezt að nokkru áður. Úr þeim áfiormum varð þó eigi. Þess í stað fluttist fjölskyldan vestur í Feigsdal í Arnarfirði og báru foreldrar Guðfinnu beinin þar. Árið 1905 giftist Guðfinna Ólafi Jónssyni f. á Staðarhóli 1 Selárdal 1882. Hann lézt árið 1964 og höfðu þau þá búið sam- an í farsælu hjónabandi í nær 60 ár. Þessi hugljúfu hjón hafa ætíð verið slík samstæða i huga mínum að erfitt reynist að minn ast annars þeirra án þess að geta hins. Ég vildi því leyfa mér að minnast Ólafs heitins hér Lítillega. Samskipti karls og konu eftir HANNES JÓNSSON, félagsfræðing er heilbrigð og þörf bók um fjölskyidu- og hjúskaparmál, sem á erindi til karla og kvenna á öllum aldri. Foreldrum, unglingum og trúlofuðu og nýgiftu fólki er sérstaklega bent á bókina. Einnig vekjum við athygli á bókinni FJÖLSKYLDUÁÆTL- ANIR og SIÐGÆÐI KYNLÍFS en hún fjallar á heilbrigðan og hispurslausan hátt um fjölskylduáætlanir, frjóvgunar- varnir og siðfræði kynlífs. 60 skýringarmyndir. Af öðrum bókum í bókasafninu bendum við sérstaklega á úrvarlsbókina KJÓS ANDINN, STJÓRNMÁLIN OG VALIÐ, sem er tvímælalaust merkasta rit sinnar tegundar, er út hefur komið á íslandi enda er hún samin af forystu- mönnum stjórnmálaflokkanna og þjóðkunnum fræðimönn- um. Bækurnar fást hjá bóksölum og beint frá aðalumboðinu. JL BÓKASAFN WApJNF FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR. *** Aðalumboð BÓKABÚÐ NORÐRA Hafnarstræti 4, Pósthólf 73, Reykjavík. Sími 14281. Vatonenni var hann og veitti jafnan lítilmagnanum lið, enda komst hann þegar í bernsku í kynni við erfiðleika og umkomu ileysi Hlutskipti munaðarleys- ingja á öldinni sem leið er gam- alkunn raunasaga ,sem óþarft er að rekja hér. Annaðihvort bugast lítill drengur í barátt- unni fyrir tilveru sinni ellegar hann magnast og býður öllu byrgin. SMkur var Ólafur. Þrár, kartinn og kvikaði ekki frá sannfæringu sinni. Sjálfstæð- ur, stoltur og stóð fast á sínu. Hlýr, ljúfur og ávallt heilL — Minnisstæður persónuleiki. Þau Guðfinna og Ólafur flutt- ust til Reykjavíkur árið 1912. Bjuggu þau fyrstu árin hjá góðri vinkonu Margréti Thorlacius að Nýlendugötu 20. Ólafur stundaði sjóinn og hverskonar störf, er til féllu, af stakri elju og trú- mennsku. Guðfinnu og Ólafi varð ekki barna auðíð en tóku ungan í fóstur Jónas Halldórsson ,sund- kennara ,sem naut mikils ástrfk- is þeirra ,og reyndist hann þeim hinn ágætasti sonur. Árið 1924 fluttust þau Ólafur og Guðfinna að Laugalæk við Kleppsveg í nágrenni við bræð- ur Guðfinnu, þá Ágúst á Lauga- læk og Þorgrím í Laugarnesi. Þar bjuggu þau 28 ár og eígn- uðust marga góða vini meðal nágranna sinna, og mörg börn hændust að þeim ljúfu hjónum. Árið 1952 fluttust þau að Kvisthaga 29 á heimili Jónasar sonar sín-s og tengdadóttur og nutu þar ástúðlegrar umönnun- ar þeirra og sonarsonarins Ólafs, sem var augasteinn afa og ömrmu. Guðfinna var mikil trúkona, heit og einlæg í trú sinni á llf eftir jarðneskan dauða. Ástkæra vina, nú að leiðar- lokum kveð ég þig klökkum huga og þakka allar okkar sam- verustundir. Ég bið Guð að ver* þér leiðarljós á vegferð þinni til aðra tilverusviða. Blessuð sé minning þín. Guðný Gestsdóttir. H. BRIDDE Sími 35280. Háaleitisbraut 58—60. Ingólfsstræti 16. Barnakörfustólar kr. 500,00. Brúðuvöggur frá kr. 450,00. Bréfakörfur, margar stærðir. Vöggur, reyrstólar og borð fyrirliggjandi. Kaupmenn ! tryggið Jólavarninginn sérstaklega med pvi að taka trqggingu til skamms tíma. spqrjizt Syrir um skilmála og kjor. ALMENNAR TRYGGINGAR HF. PÓSTHÚSSTRÆTI 3 SÍMI 17700 LEIKFÖNG Á TVEIM HÆÐUM Stærsti og fjölbreyttasti leikfangamarkaður landsins 1+ V Sími 21901 NÓATÚNI Sími 17270.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.