Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 21
Fðstudagur 2. des. 1986 MORGUNBLAÐIÐ 21 Þórunn dóttir Kristjáns- - Minning Fædd 12. ágúst 1890. Dáin 22. nóv. 1966. FRÚ Þórunn Kristjánsdóttir, Strandgötu 3öb, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Fríkirkj- uni í Hafnarfirði, föstudaginn 2. desember kL 2:00 e.h. Þórunn var fædd að Kirkju- vogi í Höfnum 12. ágúst 1890. Dóttir merkis hjónanna Krist- jáns Jónssonar, útvegsbónda og konu hans Guðbjargar Jónsdótt- ur frá Kirkjuvogi. Ung að ár- um giftist Þórunn manni sínum Guðmundi Eiríkssyni ættuðum £rá Norðfirði. Stundaði hann ejósókn hjá föður Þórunnar. Guðmundur og Þórunn eign- uðust 13 börn; 5 af þeim eru dáin, hin 9 lifa og stj úpsonur Guðmundur Guðmundsson heild- eali, sem var þeirra elztur og kvæntur Þórunni Guðjónsdótt- ur. Guðmundur var augasteinn Þórunnar og gekk henni og heim ilinu strax á unga aldri í föður- Btað í veikindum föður síns og alltaf. Önnur börn Þórunnar eru Eirikka sem alla tíð hefur haft heimili með móður sinni, Kristín gift Jóni Guðjónssyni, Guðni giftur Jóhönnu Karlsdóttur, Vil- helmína gift Þormari Vítalín, Jóhanna gift Ársæli Jónssyni, Stefanía gift Ólafi Guðjónssyni, Jónína gift Guðmundi Ólafssyni, Ólafur giftur Sigríði Magnús- dóttur. Mér eru í fersku minni fyrstu kynni okkar Þórunnar fyrir 44 árum. Á sólbjörtu sumarkvöldi var mér reikað fram á Grim- staðarholt í leit að konu með stóran barnahóp. Maður hennar var í atvinnuleit á Siglufirði og veiktist skyndilega og var lengi helsjúkur, svo lítið var að bíta og brenna á heimilinu með stóra barnahópinn og móðirin rétt að komast í rúmið með nýjan þjóðfélagsþegn. Er ég barði að dyrurn- í litla húsinu bom ung og falleg kona til dyra, sviphrein og hæversk og úr aug- unum skein trúnaðartraust og tryggð, sem með okkur hélst alla tíð. Mér duldist ekki, að hér var á ferð meira en meðalkona. Inn- onstokksmunir voru ekki marg- ir, en fallegi barnahópurinn, hreihn og bættur í rúmunum, ljómaði af gleði. Gólfið svo hvít- iíkúrað, að ég hefði helzt kosið, að á vængjum mætti ég berast jrfir það. Þórunn lagði lika oft nótt með degi, til að þvo, bæta ©g laga, svo hægt væri að koma hópnum á fætur næsta dag. Oft er við minntumst þess- ara fyrstu kynna okkar, brosti Þórunn og sagði að þetta væri allt Guðsblessun. Maðurinn minn lét mig aldrei standa eina, þegar hann gat og oft af veikum mætti var hann mér og börnun- um allt. Guðmundur dó eftir langa og stranga vanheilsu árið 1935. Þórunn var trúuð kona og trúði á mátt bænarinnar og varð að trú sinnL Ég þakka vinkonu minni allar góðar ertundir er við áttum sam- •iginlegar. Þær vom mér ómet- anlegar til þroska og skilnings á *vo ótal mörgu í lífi hinnar Btórbrotnu en trúföstu alþýðu bonu, sem í gegnum allt stóð, sem bjarg með sínu fólki, til betri og bættari lífskjara. Mér eru líka ógleymanlegar ánægju atundirnar á litla, fallega heim- flinu hennar Þórunnar, núna i eeinni tíð, er öíi bömin og barna börnin komu samna, stórglæsi- leg. Syngjandi, og spilandi, svo tíminn gleymdist Blær vinátt- onnar var svo hreinn og ein- faegur, því börnin báru móður sína á ástarörmum þakklætis og •kilnings fyrir allar þær fórnir er hún færði þeim af sönnum jnóður kærleika. Þórunnar er sárt saknað af Ollum ástvinum og vinum gest- ritsni var henni i blóð borin og aldrei leið henni betur, eti er húa gut miðlað öðrum. Þvi hvers manns vanda vildi hún leysa eftir getu. Þórunn var sí starfandi meðan heilsan leyfði og allt er hún lagði gjörfa hönd á, var fágað og fallegt. Nú ert þú vinkona mín horfin sjónum okkar í bili. Kölluð til æðri starfa Guðs í víðum geimL Með kærleika kveð ég þig Þór- unn mín. Farð þú í friðL friður Guðs blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt, gakk þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. Jóifina Guðmundsdóttir. Erindi þau er hér birtist voru send henni á 75 ára afmæli hennar, frá tengdadóttur og öðrum ástvinum. Á mætum merkisdegi er móður þakkað hér. Þín börn með bljúgum hugum nú biðja fyrir þér; og tengdabörnin blessa og beztu þakkir tjá og ótal vinir aðrir, sem ei ég telja má. Og litlu barnabörnin þau biðja Guð svo heitt að blessa elsku ömmu, sem aldrei verður þreytt að gefa, gleðja, hjálpa og grátna þerra kinn og breiða faðminn blíða um barnahópinn sinn. Svo bráðnar ólíkt efni að enginn mæti sér í lífsins djúp deiglu að Drottins vilja hér. flýja tízh an J, Lia rciru uáóur VtnnilNIIMav C^/ teHa Bankastræti 3 Guðjón Einarsson irá Riishalakoti — Eveðia Er Kt ég yfir árin á okkar genginn stig, þá vil ég að þú vitir hve vænt mér finnst um þig. Þú stóðst í stormum lífsins svo sterk og djörf og bein við hlið þíns mæta maka, og markar sporin hrein. Þú varst sem björkin beina í byljum liðins dags nú sértu birtu böðuð hins bjarta sólarlags. Ég árna af öllu hjarta nú allra heilla þér og bið minn Guð að gefa þér gleðina í sér, þann Guð, sem gaf þér sigur um genginn æfistig Hans lífsins Ijós þig frelsi, og og leiði ávalt þig. Jóhanna Karlsdóttir. ÞÓ nokfcuð sé nú langt um liðið langar mig að minnast með ör- fávim orðusm vinar míns Guðjóns Einarssonar frá Rifshalakoti í Holtum. Hann var fæddur 26. júU 4884, foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Ein- ar Guðmundsson sem þar bjuggu þá, en fluttu síðar að Bjólu. Guðjón ólst upp hjá foreldrum sínum og átti hjá þeim heimili þar til hann sjálíur hóf búskap í Rifshalakofi o.g kvæntist Margréti Guðmundsdóttur dugn- aðar- og myndárkonu og eign- uðust þau 13 börn. 10 komust ttl fullorðinisára og einn sona þeirra dó fyrir nokkrum árum. 9 voru við útför föður síns en elzti sonuxinn lézt fáum dögum síðar. Ég sem þessar línur rita þekkti Guðjón frá þvi ég man fyrst eftir mér, bæði sem gestkomandi á heimili foreldra minna, en síðar var hann þar heimilismaður um skeið eftir að hann hætti búskap. Guðjón var maður prýðilega greindur, bóka- og fræðimaður mikill og kunni frá mörgu að segja, enda vel fagnað hvenær sem hann kom. ,Guðjón var barngóður og hænd- ust börn og unglingar að hon- um hvar sem hann var, oft glettust þau við hann bæði í orði og verfci, en það gerði ekkert til, 75 ára: Major Svava Gísladóttir EENN elsti og reyndasti íslenzk- ur Hjálpræðissinni er 76 ára í dag. Hún varð barnáhermaður 6 ára að aldri, en Hjálpræðisher- foringi árið 1921. Majór Svava er borin og barn- fædd á ísafirði, eins og mörgum er kunnugt og starfaði þar af mikilli elju og fórnfýsi í Hjálp- ræðishernum, aUt frá æskuár- um. Eftir að hún varð foringi, starfaði hún við ýmsa flokka Hjálpræðishersins hér á landi og í Færeyjum unz hún árið 1936 var skipuð deildarstjóri íslands og Færeyja deildarinnar, en því starfi gegndi hún um 9 ára skeið. Árið 1946 fékk hún skipun um það að fara til Englands, en þar starfaði hún um tveggja ára skeið að ýmsum Kknarstörfum í þágu bágstaddra kvenna. Síð- ustu starfsárin áður en hún lét af opinberum störfum starfaði hún í Danmörku sömuleiðis við hina kvenlegu líknarstarfsemi Hj álpræðishersins. öll störf sín hefir majór Svava innt af hendi af þeirri elju og fórnfýsi sem er einkenni þeirra, sem eru minnugir orða Frelsar- ans, þar sem hann segir: „Ég er ekki kominn tíl þess að láta þjóna mér, heldur til þess að þjóna öðrum". Síðan hún lét af opinberum störfum og hún kom heim til íslands aftur hefir verið sístarf- andi í þágu hins sama málefnis, er hún helgaði krafta sína allt frá æskuárum. Meðai annars hefir hún ann- ast ritstjórn „Herópsins“, verið hjálparhella hinna erlendu deild arstjóra er hér hafa starfað síð- ustu árin, annast úthlutxm á fatnaði, sem Hjálpræðisherinn hefir haft á hendL til bégstaddra unnið mikið og blessunarríkt starf í þágu Heimilasambands- ins og þannig mætti lengi telja. A þessum merku tímamótum í æfi hennar, verða þeir áreið- anlega margir, sem hugsa hlý- lega til hennar, þakka henni blessunarrík kynni og fórnfúst starf, og senda henni hugheilar árnaðaróskir, bæði vinir hennar og samherjar 1 Hjálpræðishern- um og aðrir, bæði utanlands og innan. • B. Þ. það voru fagnaðarlætí, sem gamh maðurinn kunni vel að meta. Síðari hluftt ævinnar var Guð- jóni dálítið erfiður, en það verð- ur ekki rakið hér, hann kvartaði ekki undan sínu hlutskiptL taldi sig alltaf vera með góðu fólki og á góðum heimilum, bæði uppi á Landi og víðar sem hann var. Efitir að Ólafur sonur hans fór að búa í Vesturlholfum í Þykkva bæ áttí Guðjón beimiK hjá hon- um og hans ágætu konu, Önnu Markúsdóttur, þar sem hann mátti vera í ró og næði með bæk- ur sínar og rifföng eða gat gert það sem hugurinn girntist hverju sinni. Nú er Guðjón horfinn yfir hin miklu landamæri lífs og dauða en við kunningjar hans minnumst hans með þakfclæti fyrir samverustundirnar og biðj- um honum blessunar í hinuaa nýju heimkynnum. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort Mf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upp himinn fegri en augað er mót öllum oss faðminn breiðir. Með kærri kveðju frá mér og fjölskyldu minni. H. 1*. — Kvikmyndir Framhald af bls. S andi fyrir hinn fína og fræga danska húmor, enda er hann sagður æði fjarlægur skopskyni mörlandans. Myndin má kallast nokkuð djörf, og ekki trútt um, að grunur læðist að manni um það, að framúrstefnumenn í kyn lífsmyndaframleiðslu hafi farið um hana höndum. Leikarar fara að því er virð- ist trúverðuglega með hlutverh sín. Ég hefði gjarnan viljað látn Direh Passer fara með stærra hlutverk í myndinni, en hann leikur fremur smátt hlutverk, er eins konar hirðfífl meðal þeirra, sem hafa stæri hlutverk með höndum. í heild verður heldur að mæk með mynd þessari sem garnan- mynd. Hins vegar er ekki rétt fyrir mjög siðavant fólk að sækja hana, ef það á kost á öðr- um jafngóðum skemtunum og áhættuminni. 1 barnum í Beverley Hills hótelinu. Fínt er JóL Jæja, þá er það i lagi .ViS fljúgum mei ykkur tvö til La Guardia og þið farið um borð í Queen Elizabeth í New York næsta kvöid. Það sakar ekki að geta þess, að ég er mjöjf ánægður að komast héðan í burtu. Gerðu þér ekki of háar vonir. KLjkan m sniðug. Ef við náum skipinu í þá er það kraftaverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.