Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. des. 1966
Eric Ambler:
Kvíðvænlegt ferðaiag
— Hættu nú þessari teiknivitleysu. Við skulum koma okkur
at stað.
enna. og Graham setti sig í stell
ingar fyrir skörpu beygjuna, er
þeir sneru út á veginn til Santa
Margherita. 1 næsta vetfangi
hallaðist hann út í hliðina, er
bíllinn beygði fyrir horn. Banat
tók upp skammbyssuna.
Graham kom sér aftur í stell
ingarnar, hægt og hægt. — Af-
sakið, sagði hann, — en ég hélt,
að við ætluðum til Santa
Margherita.
Ekkert svar. Hann hallaði sér
aftur í sætinu og reyndi að sýna
engan svip á andlitinu á sér.
Hann hafði gengið út frá því og
að ástæðulausu, að þeir mundu
fara í gegn um sjálfa Genúa og
áleiðis til Santa Margherita, i
þennan „bíltúr". Allar vonir
hans höfðu byggzt á því. Hann
hafði tekið of mikið sem sjálf-
eagðan hlut.
Hann leit á Möller. Þýzki
njósnarinn hallaði sér aftur á
bak með augun aftur — gamall
maður, sem hafði lokið dags-
verki sínu. Nú skyldi Banat taka
við. Graham vissi, að litlu aug-
un voru að leita að hans aug-
um og langpíndi munnurinn
var að glotta. Banat mundi hafa
ánægju af verkinu sínu. Hinn
maðurinn var enn að horfa út
um gluggann. Hann hafði enn
ekki sagt orð.
Þeir voru komnir að vegamót
um og beygðu nú inn á mjórri
veg, sem var merktur Novi-
leið. Vegurinn var beinn og með
Torino. Þeir voru þá á norður-
rykugum trjám til beggja handa.
Handan við trén voru einhver
ljót hús, og svo verksmiðjur, ein
eða tvær. En brátt fór að verða
uppímóti og vegurinn að verða
hlykkjóttur og húsin og verk-
emiðjurnar voru að baki. Þeir
voru komnir út í sveit.
Graham vissi vel, að von hans
wm að sleppa lifandi var sama
•em engin, nema því aðeins eitt-
hvað alveg óvænt gerðist bráð-
lega. Bráðum mundi bíllinn
stöðvast. Þá yrði farið út með
hann og hann skotinn eins örugg
lega og hefði hann verið dæmd-
ur af herrétti. Blóðið hamaðist
í höfðinu á honum og andar-
dráttur hans var tíður og stutt-
ur. Hann reyndi að anda hægt
og djúpt, en vöðvarnir í brjóst-
inu á honum virtust ekki færir
um það. Hann hélt samt áfram
að reyna til þess. Hann vissi, að
ef hann léti undan óttanum nú,
ef hann sleppti sér, væri úti um
allt. Hann mætti ekki vera
hræddur. Dauðinn sjálfur yrði
ekki svo slæmur, sagði hann við
sjálfan sig. Snögg viðbrigði, en
svo væri öllu lokið. Hann varð
fyrr eða seinna að deyja, hvort
sem var, og skot í hnakkann
væri þó skárra en langvarandi
veikindi. Fjörutíu ár voru all-
sæmilegt lífsskeið. Margir ungir
menn nú á dögum mundu telja
það öfundsvert. Að telja þrjátíu
ára tap af ævinni eftirsjár vert
var sama sem að eigna sér eitt-
hvert mikilvægi, sem engum
manni var léð. Það var ekki
einu sinni svo sérlega gaman að
lifa. Aðallega var að í því fólg-
ið að komast frá vöggu til graf-
ar, sem óþægindaminnst, upp-
fylla þarfir líkamans og tefja
fyrir hrörnuninni. Það var eng-
in ástæða til að vera að sakna
þess, sem ekki var meira virði
en svona. Og samt voru menn
að fárast......
Hann fann að skammbyssa
ýtti á brjóstið á honum. Ef þeir
nú færu að leita á honum? Nei,
það mundu þeir aldrei gera. Þeir
höfðu tekið af honum skamm-
byssuna og aðra af Kuwetli. Þá
mundi varla gruna, að sú þriðja
væri einhvers staðar tiL Þarna
voru fimm menn í bílnum og
að minnsta kosti fjrir þeirra
vopnaðir. Hann hafði sex skot í
skammbyssunni. Hann kynni að
geta hleypt tveim þeirra af, áð-
ur en hann yrði sjálfur skot-
inn. Ef hann biði þangað til Ban
at yrði andvaralaus, gæti hann
kannski hitt þrjá eða jafnvel
fjóra þeinra. Ef hann ætti að
deyja, skyldi hann að minnsta
kosti selja lífið eins dýru verði
og hægt væri. Hann náði sér i
vindling í vasa sinum og stakk
svo hendinni undir jakkann,
eins og hann væri að leita að
eldspýtu, en losaði um leið ör-
yggið. Sem snöggvast var hann
að hugsa um að draga strax
fram byssuna og treysta á ham-
ingjuna og það, að bíllinn
beygði við, til að sleppa við
fyrsta skotið frá Banat. En byss
an var örugg í hendi Banats.
Auk þess gat alltaf eitt'hvað bor
ið að höndum, sem gæfi honum
betra tækifæri. Til dæmis gæti
ekillinn ekið of hratt fyrir horn
og skemmt bílinn.
En bíllinn suðaði áfram, jafn
og þétt. Gluggarnir voru vand-
lega lokaðir og rósaolían frá
Banat var þegar tekin að spilla
loftinu inni í bílnum. Maðurinn
í frakkanum var tekinn að ger-
ast syfjaður. Einu sinni eða
tvisvar geispaði hann. En svo,
— og sýnilega til þess að hafa
eitthvað sér til dundurs, tók
hann upp stóra, þýzka skamm-
byssu og athugaði 'hleðsluna.
Um leið og hann setti hana í
40
byssuna aftur, hvíldu augun ieti
lega á Graham. Svo leit hann
aftur frá honum, kæruleysislega
rétt eins og farþegi í járnbraut-
arlest, sem hefur einhvern
ókunnugan andspænis sér.
Þeir höfðu nú ekið í um það
bil tuttugu og fimm mínútur.
Þeir fóru gegn um lítið, strjált
þorp með einu fornlegu kaffi-
húsi í og benzíndælu fyrir fram
an, og tveim eða þrem búðum,
svo var farið að aka upp í móti.
Graham varð þess óljóst var, að
akrarnir og ræktaða landið var
nú á enda en í staðinn komið
óræktarland með einstöku
trjám, og hann gat sér þess til,
að þeir væru komnir upp í hæð-
irnar fyrir norðan Genúa og
vestur fyrir járnbrautina fyrir
ofan Pontedecimo. Allt í einu
snarbeygði bíllinn inn á mjóan
stíg, milli trjáa og tók að sil-
ast í lággíri upp eftir brekku,
þar sam skógur óx.
Það varð einhver hreyfing við
hliðina á honum. Hann sneri sér
snöggt við og blóðið steig hon-
um til höfuðs og hann horfði
beint í augun á Möller.
Möller kinkaði kolli. — Já,
hr. Graham, þá er það víst hing-
að og ekki lengra.
— En hótelið.........7 sagði
Graham.
Hvítu augun litu ekki undan.
— Mig grunar, að þér séuð held
ur betur einfaldur, hr. Graham.
Eða getur það verið, að þér hald
ið mig svona einfaldan? Hann
yppti öxlum. — Nú, en annars
skiptir það engu máli. En ég vil
fara fram á eitt við yður. Úr
því að þér hafið valdið svo rnikl
um öþægindum, fyrirhöfn og til
kostnaði, væri þá ósanngjarnt
að fara fram á, að þér gerðuð
ekki meira að því? Þegar við
stoppum og yður er sagt að fara
út, þá skuluð þér gera það um-
yrðalaust og án þess að fara að
stympast við. Ef þér getið ekki
tekið tillit til yðar eigin virðu-
leika, þá takið að minnsta kosti
tillit til sætanna í bílnum.
Hann sneri sér snöggt við og
gerði manninum í frakkanum
bendingu, en hann barði í rúð
una fyrir aftan sig. Bíllinn snar-
stanzaði, og maðurinn í frakkan
um stóð upp til hálfs og opnaði
dyrnar, sem næstar honum voru.
Um leið sagði Möller eitthvað
við Banat og Banat glotti.
En um leið hófst Graham
handa. Þetta litla gabb hans
hafði tekizt. Þeir ætluðu að
drepa hann og þeim var alveg
sama, hvort hann vissi það eða
ekki. Þeir vildu aðeins sjá um
að blóðið ataði ekki út sætin í
bílnum. Hann var gripinn snögg
legu æði. Sjálfsstjórn hans, sem
hann var búinn að reyna á til
hins ítrasta, þangað til hver
taug í líkama hans skalf, var nú
lokið. Áður en hann vissi, hvað
hann var að gera, hafði hann
dregið upp skammbyssu Mathis
og hleypt úr henni beint í and-
litið á Banat.
En um leið og skothvellurinn
glumdi í höfðinu á honum, sá
hann einhvern hræðilegan svip
á andlitinu. En þá kastaði hann
sér fram.
Maðurinn í frakkanum var að
eins búinn að opna hurðina ofur
lítið, þegar Graham renndi sér
á hann. Hann missti jafnvægi
og datt aftur á bak út um dyrn-
ar. Andartaki seinna lá hann á
veginum og Graham ofan á hon-
um.
Graham var hálfrotaður af
fallinu, en velti sér lausum og
skreið i skjól bak við bílirn.
Hann vissi, að nú átti hann
ekki meira en eina eða tvær sek
úndur eftir. Maðurinn í frakk-
anum var í öngviti, en hinir
tveir, sem öskruðu upp af óllum
mætti, höfðu opnað dyrnar hjá
sér, og Möller yrði ekki lengi
að grípa byssu Banats. En sér
tækist ef til vill að hleypa af
einu skoti til. Kannski Möller..
En í sama bili kom tilviljunin
til hjálpar. Graham tók eftir
því, að hann var þarna á fjór-
um fótum rétt við bensíngeym-
inn á bílnum, og í einhverri
veikri von um að verða ekki
eltu, ef sér tækist að sleppa
burt, hleypti hann skoti í geym
inn.
Hlaupið á byssunni næstum
snerti geyminn þegar hann
hleypti af, og eldblossinn, sem
gaus upp hrakti hann út úr skjól
inu sínu. Skothvellir heyrðust
og kúla þaut rétt fram hjá höfð
inu á honum. Hann var gripinn
ofsaæði. Hann sneri sér við og
þaut inn á milli trjánna og niður
í brekkuna, sem lá niðri frá veg
inum. Hann heyrði tvö skot enn,
og svo skall eitthvað fast í bak-
inu á honum og blossa brá fyrir
um leið.
Hann gat ekki hafa verið með
vitundarlaus í meira en mínútu,
Þegar hann raknaði við, lá hann
á grúfu á breiðu af grenibarri,
niðri í brekkunni fyrir neðan
veginn.
Hann fékk ákaía stingi í höf-
uðið. Stundarkorn reyndi hann
ekki til að hreyfa sig. En svo
leit hann kring um sig og eftir
nokkra stund kom hann auga á
skammbyssu Mathis. Hann rétti
ósjálfrátt út hönd til að grípa
hana. Hann fékk hræðilegar
kvalir í skrokkinn, en náði samt
í byssuna með fingrunum. Svo
beið hann eina eða tvær sekúnd
ur. Þá reis hann upp á fjóra
fætur og tók að skríða áleiðis
til vegarins aftur.
Sprengingin í geyminum hafði
rifið bílinn og dreift brotunum í
allar áttir. Innan um rústirnar
lá maðurinn með verkamanna-
húfuna. Frakkinn hans var allur
sundurrifinn og brunninn. En
það, sem eftir var af bilnum var
glóandi rúst og stálgrindin, sem
verptist eins og pappír í hinum
hræðilega hita, var rétt sýnileg.
Lengra burtu á veginum stóð els
illinn og 'hélt höndum fyrir and-
litið og slagaði eins og drukkinn
maður. Viðbjóðslegur þefur af
brunnu holdi lá í loftinu. Af
Möller sást ekki tangur né töt-
ur.
Graham skreið aftur niður
brekkuna nokkur skref, stóð síð
an á fætur með miklum erfiðis-
munum og reikaði burt, milli
trjánna, áleiðis að neðra vegin-
um.
12. kafli.
Það var komið fram yfir há-
degi þegar hann loks náði til
kaffihússins í þorpinu og gat
komizt í síma. Þegar svo bíll
kom frá tyrkneska ræðismannin
um, var hann búinn að snyrta
sig og hressa sig á konjaki.
Ræðismaðurinn var magur,
dugnaðarlegur maður, sem tal-
aði ensku, rétt eins og hann
hefði dvalið í Englandi. Hann
hlustaði með eftirtekt á það,
sem Graham hafði að segja, áð-
ur en hann segði mikið sjálfur.
En þegar Graham hafði lokið
sögu sinni, skvetti hann svolítið
meira sódavatni í vermútinn hjá
sér, hallaði sér aftur í stójnum
og blístraði gegn um tennurnar.
— Er þetta allt og surrt?
spurði hann.
— Er það ekki nóg?
— Jú, meira en nóg. Ræðis-
maðurinn glotti eins og í afsök-
unarskyni. — Ég skal segja yð«
ur, hr. Graham, að begar ég
fékk boðin frá yður í morgun,
símaði ég tafarlaust til Haki of-
ursta, að þér munduð liklega
vera dauður. Leyfið mér að óska
yður til hamingju.
— Þakka yður fyrir. Já, ég
var heppinn. Hann talaði eina
og vélrænt. Honum fannst þetta
hálf-kjánalegt, að fá hamingju-
óskir með það eitt að vera lif-
andi. Hann sagði: — Kuwetli
sagði mér, hérna um kvöldið, að
hann hefði barizt fyrir Gazi og
að hann væri reiðubúinn til að
fórna lífinu fyrir Tyrkland. Mað
ur býst varla við að sjá menn
tekna svona bókstaflega á orð-
inu, og það tafarlaust.
Það er satt. Þetta var mjög
sorglegt, sagði ræðismaðurinn.
Hann var sýnilega orðinn ó'þolin
móður að komast að efninu. —
En nú verðum við að reyna að
láta engan tíma fara til spillis,
hélt hann áfram, ísmeygiiega.
Með hverri mínútunni eyxst
hættan á því, að líkið finnist áð-
ur en þér eruð kominn út úr
landinu. Yfirvöldin eru ekkert
sérlega velviljuð okkur, eins og
stendur, og ef hann fyndist áð-
ur en þér eruð kominn burt, ef-
ast ég um að ég gæti hindrað,
að þér tefðust að minnsta kosti 1
nokkra daga.
— En hvað um bílinn?
— Við látum ekilinn um það
að gera grein fyrir honum. Ef,
eins og þér segið, ferðataskan yð
ar hefur eyðilagzt í eldinum, er
ekkert til að setja yður í sam-
band við slysið. Eruð þér nóga
hress til að faxa að íerðast?
— Já, ég er dálítið marinn og
fjandans ári taugaóstyrkur, en
ég kemst yfir það.
. . ♦ i
•.*.*,
*.•.•.
v.\
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• ••
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
•• • •
• ••
• • •
• • •
• •
• • •
• • •
• • •
• • •
• • •
••••••••••
• • • • • • • • • •
••••••••••
Nr. 1 I USA því það er raunhœf hjófp - Cfearadl
„sveltir” fílípensana
f>e!ta vísindalega samsetta efni getur hjólpað ySur ó sama
hótt og það hefur hjólpað mlljónum unglinga f Banda-
rlkjunum og viðar - Þvi það er raunverulega óhrifamikið,-
Hörundslitað: Clearasil hylur bólurnar á meðan
það vinnur ó þeim,
Þor sem Clearosil er hórundslitað leynast fílípensarnir —
samtímis því, sem Clearasil þurrkar þó upp með því að
fjorlœgja húðfituna, sem noerir þó — sem sagt .sveltir* þó.
1 Fer inni
húðina
2. Deyðir
gerlana
.3. „Sveltir"
filípensona
.VeV.VeV.V.WeVeVeVeV
.ww.v.w.w.v.w.w
.....................
...... ... .............