Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Föstudagur 2. des. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Joirannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. AFKOMA SJÁ VAR ÚTVEGSINS A ðalfundur Landssambands ísi. útvegsmanna stend- ur yfir um þessar mundir. Við setningu fundarins flutti Sverrir JúMusson, alþingis- maður, form. LÍÚ, ræðu, þar sem hann fjallaðd um viðhorf in í málefnum sjávarútvegs- ins, þróunina á þessu ári og a það sem framundan er. Sverrir JúMusson vakti at- hygli á þremur meginatrið- um, sem snerta afkomu ís- lenzks sjávarútvegs. í fyrsta lagi hinar miklu síldveiðar fyrir Austurlandi, sem eru nú orðnar meiri en heildar- afli landsmanna var fyrir nokkrum árum. í öðru lagi afkoma togaranna og í þriðja lagi versnandi afkoma þeirra báta, sem bólfiskveiðar stunda og hafa verið aðal und irstaða undir hráefnisöflun fiskvinnslustöðvanna víðsveg ar um land. Um síldvedðarnar og bol- fiskveiðarnar sagði Sverrir Júlíusson meðal annars: „Það er skaðlegt, að ekki skuM finnast úrræði til að nýta bet - ur en raun ber vitni, hinn glæsiiega bátaflota okkar til bolfiskveiða mdili síldarver- tíða. Það er alkunn staðreynd að hraðfrystibúsin í landinu skortir tilfinnanlega hráefni og veldur það þeim gífurleg- um reksturserfiðleikum. Það má kannski segja ,að þetta sé fyrst og fremst þeirra vandamál, en það er engu að eíður einnig vandamál út- vegsmanna. Ef hægt væri að auka nýtingu fiskvinnslu- stöðvanna, mundi hagur þeirra stórlega batna og þar með mundi geta þeirra til að ' greiða hærra hráefnisverð esn nú er greitt aúkast. Ég lít ■vo á, að eitt mesta vanda- mál íslenzks sjávarútvegs í heild, sem nú blasir við aug- um, sé hráefnisskortur fisk- iðnaðarins." Um vandamál togaranna eagði Sverrir JúMusson: „Mér er tjáð, og er kunnugt um það, að ef ekki fást nú — og nú fljótlega — úrsHt í því, hvort vandi togaraútgerðar- innar verði leystur, þá séu algjör þrot hennar og upp- gjör alveg á næstu grösum. Ef sú verður niðurstaðan, hafa válegir atburðir gerzt að mínu áliti, og það skiptir ekki togaraútvegsmenn og sjó- menn eina saman máH, það kemur miklu víðar niður, hjá fólkinu sem vinnur í fiskiðju- verunum, öHu skólafólkinu, sem þar vinnur á sumrin, hjá margvíslegum þjónustufyrir- tækjum, hjá því opinbera og ennfremur kemur það hart niður á hraðfrystihúsunum og þar með óbeint á bátaút- veginum“. Þá ræddi formaður LÍÚ auknar veiðiheimildir í land- helgi og sagði: „Um þessa að- stöðu verð ég aðeins að segja það, að ég veit ekki betur en að fiskifræðingar aðlhynist auknar veiðiheimildir tog- veiðiskipa og þedr, sem mest hafa fja'llað um landhelgis- málin af okkar hálfu á er- lendum vettvangi, telja þetta atriði ekki ráða úrslitum á nokkurn hátt Má í þessu sam bandi benda á ,að Bretar, okkar fyrrverandi höfuðand- stæðingar í þessum málum, hafa sjálfir fært sína land- helgi út í 12 mílur, og leyfa eigin skipum að fiska upp að gömlu þremur mílunum.** í lok ræðu sinnar ræddi Sverrir JúMusson verðstöðv- unarstefnu ríkisstjórnarinn- ar og áhrif hennar fyrir sjáv- arútveginn og sagði: „Allir góðir menn hljóta að vona, að þetta takist, og með því væri vissulega mikið heiMa- spor stigið fyrir sjávarútveg- inn, því að sú óheillaþróun, sem orðið hefur hér undan- farin ár í þessum efnum, hef- ur á engum bitnað harðar en á honum. En þá er ósvarað þeirri spurningu, hvort slík verðstöðvun ein út af fyrir sig nægi til að skapa nægi- legan rekstrargrundvöll und- ir atvinnuvegi okkar. Það má ljóst vera af því, sem ég hef sagt hér að framan, að ég tel að verðstöðvun ein út af fyr- ir sig, mundi ekki nægja öl'l- um greinum sjávarútvegs- framleiðslunnar, en það má segja að á skal að ósi stemma og takist sú verð- stöðvun, sem nú er rætt um, verður auðveldara að átta sig á, hverjar þær greinar sjávarútvegsins eru, sem sér- stakrar aðstoðar þurfa við.“ KÍNA OG SAMEIN- UÐU ÞJÓÐIRNAR Fnn einu sinni hefur tillaga ^ um aðild Kína að Sam- einuðu þjóðunum verið feHd á ATlsherjarþinginu, að þessu sinni með nokkuð auknum meirihluta, og var ísland í hópi þeirra þjóða, sem greiddu atkvæði gegn aðild Kína að þessum alþjóðasam- tökum, en fram til þessa hef- ur ísland setið hjá við slíkar atkvæðagreiðslur. Meðal lýðræðissinna hafa 1159; J UTAN ÚR HEIMI „Bókabylting" í van- þréuðu löndunum Snjoboltinn44 rennur af stað 99 EIF Pakistani kafupir bækur, kemur það til frádráttar frá skattskyldum tekjum hans. Þetta er eitt dæmi um við- leitni vanþróuðu landanna við að auka áhuga manna á bók- lestri. Menningar- og vísindastofn un Sameinuðu þjóðanna (UN ESCO) heldur ráðstetfnu þessa dagana og tekur m.a. til með ferðar tíu ára baráttu fyrir því, að „bækur verði vel skipulagðar og ómissandi þátt ur í allsher j arþróunarvið- leitni hverrar þjóðar". Tilvitnunin er tekin úr fundargerð hinnar fjötonennu ráðstefnu, sem UNESCO etfndi til í maí í ár til að veita sér- fræðingum Asíuþjóða í bóka- útgáfu færi á að ræða við stallbræður sína frá löndum sem lengra eru komin á þró- unarbrautinni. Viðtfangsefnið var: „Framleiðsla og dreifing bóika í Asíu“. 34 sérfræðingar frá 20 Asíu-löndum ræddu við fulltrúa margra atf aði-ldarríkj um UNESCO og ýmissa al- þjóðastotfnana sem ábuga hafa á bóikagerð. Skýrsla frá ráðstefnunni 1 Tófcíó var send tii allra aðild- arrífcja UNESCO. Þar komu fram ýmis sjónarmið varðandi menntun bókaforlagstforstjóra, rithöfunda og þýðenda, útveg un pappírs og vélalkost í prent smiðjum, dreifinganmöguleika í bókaverzlunum og bókasöfn um, hjálp frá Alþjóðabankan- um til að koma á fót útgátfu- fyrirtækjum, og vandamál höfundarréttar og kennslu- bóka. Keðjuverkun í Asíu. Forstjóri UNESCO getur nú skýrt þátttakendum ráðstefn- unnar frá því, að hún kom snjóboltanum til að velta af stað. Hún hefur orsakað keðju verkun í bókaútgáfu Asíu- ríkja. Eitt fjötonennt ríki hetf- ur þegar setrt upp ríkisbóka- ráð, samkvæmt tillöugm sem fram voru lagðar í Tokíó. Tvö önnur ríki halda þessa dagana innlendar ráðstefnur um bóka vandamálið, og mörg ríki fá UNESCO-sértfræðinga á þessu sviði í hetonsókn áður en árið er á enda. Eitt dæmi um verk efni, sem þarfnast aðstoðar sérfræðinga, er leturgerðar- stofnun sem koma á upp 1 Tokíó. Iðnaðarlöndin hafa lika tek ið við sér. Áætlunin krefst „geysivíðtækrar alþjóðlegrar samvinnu“, skrifar aðalmál- gagn brezkra bókaútgefenda, „The Bookseller“ og bætir við, að „það er mikilvægt, að brezkir útgefendur ásamt út- gefendum annarra landa, sem lengra eru á veg komin, leggi fram þekkingu sína og reynslu, skipulag og aðra hjálp“. Önnur iðnaðarjönd, eins og t.d. Bandaríkin, Ástralía og Tékkóslóvakía, hafa einnig lýst sig reiðubúin til að kanna hvernig þau geti orðið að liði. Iran, sem gatf lotforð um eina milljón kennslubóka til. bar- áttunnar gegn ólæsi á Tokíó- ráðstefnunni, er þegar tekið að svara fyrirspurnum frá ýmsum löndum Asíu. Stór upplög á lágu verði. Eftirspurnin í vanþróuðu löndunum eýkst í réttu hlut- falli við aukna menntun og lestrarkunnáttu. í Afríku er ekki einu sinni tíu rífci sem gefa út bækur atf einhverju tagi reglulega. í Asíu verður þörf á fimmfalt fleiri kennslu- bókum árið 1980 en nú. í iðnaðarlöndunum á sér samtímis stað tæknileg bóka- bylting, sem beinlínis veldur þ'n' að heilt flóð ódýrra bóka og svr.T’Tfndra vasabrotsbóka fer j _r löndin. 58 af hundraði allra framleiddra bóka á árinu 1964 komu út í níu iðnaðar- löndum, sem ekki höfðu nema fimmtung af íbúum jarðarinn- ar. Hinar stórauknu bókaút- gáfur eru sem sé sam- fara tækni sem nauðsyn- leg er til að fullnægja þeim. Barátta UNESCO er háð á tímum þegar hægt er að fram leiða stór upplög við vægu verðL Tilgangur baráttunnar er að færa út kvíar tæknibyltingar- innar, þannig að hún nái einn ig til bókaútgáfu í vanþróuð- um löndurn. Næsta spor í þá átt verður að etfna til sams konar ráðstefnu og var í Tókíó einhvers staðar í Atfríku á árinu 1968. Bækurnar ná ekki til almennings. Þó er ekki stefnt að því einu að ausa ódýrum bókum yfir íbúa vanþróuðu landanna. Það er vissulega mikilsvert að hin stóru útgátfufyrirtæki í hetoninum bomi bókmenntum á framfæri í þessum löndum — til að fylla út í eyðuna sem þar er nú. En hitt er þó ennþá miklu mikilsverðara, að þessi lönd hetfji sína eigin bókaútgáfu, segir UNEiSCO. ÍJrvalið verður að miða við þeirra eigin menningu og ríkj andi þarfir. Hæfileika þessara þjóða til að skrifa, gefa út og dreifa bókum, verður að þjálfa. Jafnvel þó fyrir hendi væru rithöfundar, prentarar, prent smiðjur, pappír, fjármagn og bókaforlög, mundi í mörgum tilfellum allt stranda á dreif- ingunni. Vegir og járntorautir ná í mörgum tiltfellum efcki út til þorpanna þar sem megin hluti fólfesins hefst við. Að senda bækur í pósti getur tvö faldan kostnaðinn. Bófcasöfn og bókaverzlanir eru ákatflega fágæt fyrirbæri. Þetta dæmi sannar, hve háð bókaútgáfan er ýmsum öðrum þáttum hinnar almennu þró- unar. Þess vegna leggur UNESOO megináherzlu á, að fá ríkisstjórnir til að sam- ræma bókaútgáfuna áætlun- um um hina almennu þróun í hverju landL verið uppi tvö meginsjónar- mið í þessu máli. Annars veg- er eru þeir, sem verið hafa þeirrar skoðunar, að þátttaka Kommúnista-Kína í starfi Sameinuðu þjóðanna mundi verða til þess, að Peking- stjórnin færi með meiri friði á alþjóðavettvangi en hún hefur gert á undanförnum ár- um. Þessir aðilar hafa einnig bent á, að óeðlilegt væri, að f jölmennasta ríki heims stæði utan þessara víðtæku alþjóða samtaka. Á hinn bóginn hafa svo aðr ir vakið athygH á þeirri stað- reynd, að samkv. stofnskrá Sameinuðu þjþðanna séu þær samtök „friðelskandi þjóða“, og frumskilyrði fyrir aðild Kína að þeim sé, að Pek ingstjórnin sýni í verki vilja sinn til þess að stuðla að friði í heiminum. Þessir aðilar vekja athygli á því, að Komm únista-Kína háði styrjöld gegn Sameinuðu þjóðunum í Kóreu á sínum tíma, og jafn- framt, að Kína só nú einn helzti þröskuldur í vegi fyr- ir friði í Víetnam. Bæði þessi sjónarmið hafa nokkuð til síns máls en fram til þessa, hefur meirihluti aðildarríkja Sam. þjóðanna hallast að skoðunum hinna síðarnefndu. Ríkisstjórnin í Peking hefur sjálf lýst því yfir, að hún hafi engan áhuga á aðild að Sameinuðu þjóð- unum. í þessum efnum hljóta menn að vega og meta. Öðru megin eru staðreyndirnar. Verkin tala. Pekingstjórnin hefur verið mesti ófriðarvald ur í Suðaustur-Asíu nú á ann- an áratug. Við þann veg, sem hún hefur farið standa vörð- ur, sem minna*á Kóreu, Tíbet, innrásina í Indland og Víet- nam. Á hinn veginn er svo aðeins vonin um, að aðild að Sameinuðu þjóðunum mundi gera kommúnistana í Kína að nýjum og betri mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.