Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORCr>"*' **%IÐ Föstudagur 2. des. 1966 Biskup íslands í opinbera heimsókn til ensku biskupakirkjunnar BISKUPINN yflr íslandi, Sigur- björn Einarsson, bemur til Lond- on 5. desember í opinbera heim- ■ókn til Ensku biskupakirkjunn- «r, símar AP-fréttastofan til Mbl. Mun biskup íslands dvelja í ▼ikutíma í Englandi, fyrrstu tvo messu I St. Dunstan I London og hinn kirkjulegi Mikean- klúbbur mun hafa móttöfcu fyrir hann í Lambeth höll. Einnig mun biskupinn flytja fyrirlestur í Nottingham háskóla. Viðleitni til nánari tengsla XÆbl. hafði samband við biskup, seim staðfesti að hann vaeri á förum til Englands á laugardag- inn ásamt konu sinni. l>að væri nokfcuð langt síðan hann hefði þegið þetta boð. En það er í fyrsta skipti sem íslenzka kirkj- an þiggur opinbert boð af þessu tagi til Englands. Er það liður í viðleitni til nánari tengsla landa og kirkna i milli, sagði biskup. Enska kirkjan hafði full- trúa hér við biskupsvígslu hans fyrir 7 árum, og var það full- trúi erkibiskups af Cantaraborg. I>á sagði biskup að hann mundi í ferðinni ' heimsækja brezka Biblíufélagið, en íslenzka Biblíu- félagið hefur haft mikil viðskipti við það biblíufélag. Að öðru leyti væri skýrt frá áætlun heim- sóknarinnar í ofannefndu skeyti. „Síldin varð sem heljar- mikið bjarg í nótinni" Rætt við skipstjórann á Rerki MK. Neskaupstað 1. desember. EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær var síldarskipið Börkur frá Neskaupstað hætt komið aðfaranótt miðvikudags vegna geysistórs kasts, sem það fékk 50 sjómílur ASA af GerpL Fréttaritari Mbl. í Neskaup- stað Ásgeir Lárusson átti í gær samtal við skipstjórann á Berki, Sigurjón Valdimars- son, sem er kunnur aflamaður og bað hann að skýra frá þessum atburði. — Við fórum út frá Nes- kaupstað fyrr um kvöldið og köstuðum fyrst kl. 1 um nótit- ina og fengum um 50 lestir. Nokkru seinna köstuðum við aftur og fengum þá geysistórt kast. Veður á þessum slóð- um var þá sæmilegt og okkur gekk greiðlega að draga nót- ina inn. Við byrjuðum síðan að dæla síldinni um borð og eftir 45 mínútur voru komin um 280 lestir í lest skipsins, en þá dundu ósköpin yfir. — Hvað heldurðu að hafi verið mikið eftir í nótinni? — Það er efcki auðvelt að segja nákvæmlega fyrir um það, en ég gizka á að það hafi verið um 300—400 tonn, ég hef aldrei séð jafnmikið magn af síld í nót áður. — Hvað var það sem skeði? — Við getum ekki séð neina skýringu, en að síldin hafi drepizt svona snögglega í nótinni, því að eins og ég sagði áðan, höfðum við dælt um 230 tonnum um borð, þeg- ar síldin lagðist snögglega í nótina og samstundis hallaðist skipið mikið í stjór. — Þetta hefur allt skeð á svipstundu? — Já, það var eins og síid- in væri orðin að heljarmifclu bjargi. Við hættum strax að dæla og lokuðum lúgunni sem opin var og hvalbaknum og síðan setti ég á fulla ferð áfram og beygði hart í stjór, til þess að reyna að keyra skipið upp og lét jafnframt skera nótina af síðunni. Þetta dugði ekkert og því var ekki um annað að gera en að láta skera nótina úr blökkinni. Þið hafið þá séð á eftir 500—600 þúsund króna verð- mæti í hafið? — Já, það var eins og ég sagði áðan ekkert annað úr- ræði og við þetta rétti skipið sig strax aftur, en nótarpok- inn sökfc eins og steinn. Það má segja að þetta hafi allt gengið giftusamlega, enda gerðum við það eina sem hægt var að gera við slíkar aðstæður, en ég vil endurtafca að síldarmagnið í nótinni var gífurlega mikið. Sigurbjörn Einarsson dagana sem gestur erkibiskups- ins af Cantaraborg, sr. Michaels Ramseyis, í Lambth höll. Á mið- vikudag og fimmtudag munu sr. Sigurbjörn og kona hans dvelja hjá biskupnum í Birminglham, dr. Leonard Wilson og það sem eftir er af vifcunni hjá Savage biskupi í Sauthwell. Þetta er í fyrsta skipti sem biskup íslánds kemur í heimsókn til Englands, þó hann hafi komið til Cambridge til náms við há- skólann áður en hann gerðist prófessor í samstæðilegri og kennimannlegri guðfræði við Háskóla íslands, segir í skeytinu. Meðan sr. Sigurbjörn Einars- *on dvelst í London, mun hann predika við sérstaka hádegis- Listi framsóknar á Suðurlandi TÍMINN hefur birt lista Fram- ■óknarflokksins við alþingiskosn ingarnar í sumar. Eru fimm efstu menn listans: Ágúst Þorvaldsson, bóndi á Brúnastöðum, Björn Fr. Björnsson, sýslumaður á Hvols- velli, Helgi Bergs, verkfræðingur í Reykjavík, Sigurgeir Kristjáns son, lögregluvarðstjóri í Vest- mannaeyjum og Mattlhías Ingi- bergsson, lyfsali á SelfossL Nýr fundur um Loftleiða- málið fyrirhugaður í Höfn Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn, 1. des. Á FUNDI forsætis- og utan- ríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn var ákveðið, að hinni nýi danski samgöngumála ráðherra, Svend Horn, beiti sér fyrir því, að haldin verði í Kaup mannahöfn ný ráðstefna um ósk ir Loftleiða um að nota RR-400 flugvélar sínar á flugieiðinni um Norðurlönd. fram og fylgdust íslendingar af áhuga og ánægju með þeirri stefnu, sem málið nú hefði tek- ið. Taldi forsætisráðherrann að líta yrði með athygli og áhuga á þá möguleika, sem þessi nýja fyrirhugaða ráðstefna samgöngu málaráðherranna hefði í för með sér. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði, að hann vonaði, að sem fyrst yrði fund- Á ráðstefnu þessari er gert ráð in lausn á þessu vandamáli. fyrir, að samgöngumálaráðherrar og embættismenn frá Noregi, Danmörku, Sviþjóð og íslandi reyni að leysa deiluna um far- gjöldin — á þeirri forsendu, að sé það vandamál leyst, leysist önnur deilumál sjálfkrafa. Frá því fulltrúar íslendinga og hinna Norðurlandanna rædd- ust við síðast, hafa viðhorfin í þessum efnum breytzt nokkuð þar sem bandaríska flugfélagið, Pan American, hefur haft for- göngu um ný og langtum lægri fargjöld á flugleiðinni yfir Norð- ur-Atlantshaf en til þessa hefur tíðkazt. Vegna samkeppninnar hefur SAS talið nauðsynlegt að gera slíkt hið sama — en far- gjöld þessi gilda þó aðeins fyrir sérstakar hópferðir. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði á blaðamanna- fundi, sem haldinn var að lokn- um ráðherrafundinum í dag, að þar hefði komið margt nýtt Skaffárhlaupið • • m§og i renun Hægt oð komast nyrðri veginn austur FLÓÐIÐ er niú minnkandi í Skaftá. Þó er mikið vatn í henni enn, að því er fréttaritari blaðs- ins á Síðu sagði í gær. Viröist hlaupið í ánni búið. Er því aift- ur farið að flytja mjólkina að eustan, en snjólaust er að kalla austan við Vík og allir vegir íærir þess vegna. Brúarskemmdir urðu á vegin- um vegna flóðanna. Á gömlu leið inni austur, þ. e. á nyrðri vegin- um, tók af gamla brú, en niú er búið að lagfæra að henni og komast stórir bílar yfir farveg- inn. Hin brúin á þeirri leið er í lagi Aftur á móti er syðri leiðin alveg lokuð vegna þess að nýju brúna þar tóík a£ í flóð- unutn. Markaðsmálin. Meðal umræðuefna á fundum forsætis- og utanríkisráðherr- anna og forsætisnefndar Norður landaráðs var fyrirhugað þing Norðurlandaráðs í Helsingfors. Þar verða markaðsmálin aðal- umræðuefni. Á blaðamannafund inum í dag spurði einn blaða- mannanna Bjarna Benediktsson um afstöðu íslendinga til Frí- verzlunarsvæðisins — EFTA og svaraði hann því til, að EFTA fjallaði ekki að neinu verulegu leyti um fiskimál — og því væri áhugi íslendinga ekki sérlega mikill. Hinsvegar kvaðst forsætis ráðherrann ekki geta sagt til um það hvort íslendingar fengju síð ar meir áhuga á einhvers konar tengzlum við EFTA. Á fundunum í dag var einnig rætt um fund þann, sem stjórn Englands hefur boðið til í Lond on, vegna hugsanlegra samninga- viðræðna Breta við Efnahags- bandalag Evrópu. Krag, forsætis ráðherra Dana, lagði á það á- herzlu, að norrænu forsætisráð- Háskóla- fyrirlestur ÞÓRHALLUR Vilmundarson pró fessor flytur fjórða og síðasta fyrirlestur sinn um náttúrunafna kenninguna í hátíðasal Háskóla íslands sunnudaginn 4. desember kl. 2.30 e.h. Fyrirlesturinn nefn- er heimill aðgangur. ist: Bárður minn á JöklL Öllurn herrarnir væru á einu máli um að leitast við í framtíðinni að varðveita og efla samvinnu Norðurlandaþjóðanna á sviði við skipta- og efnahagsmála. Auk markaðs- og tollamála mun þing Norðurlandaráðs í vet ur ræða um samræmingu skóla- löggjafa Norðurlanda, samvinnu Norðurlanda í sjónvarpsmálum, samræmingu á hjúskaparlögum, sameiginlega stefnu varðandi leiguflug og samvinnu á sviði vís indarannsókna. — Rytgaard. nesi í kvöld LEIKFÉLAG Borgamess fmm- sýnir í kvöld gaman-söngleik- inn Deleríum Búbónis eftir bræð uma Jónas og Jón Múla Áma- syni í Samkomuhúsinu í Borgar- nesi. Leikstjóri er Jónas Áma- son, og fer hann einnig með eitt hlutverkanna .Var leikur þessi sýndur í Reykjavík fyrir nokkr- um árum við met-aðsókn. Uppselt var á frumsýninguna i gær og langt komið sölu að- göngumiða að annari sýningu, sem er á sunnudag. Vegna jólaanna leikenda verð- ur sýningarfjöldi takmarkaður, og ekki er gert ráð fyrir því að ferðast með leikinn til nærliggj- andi sveita. Drengur lærbrotna&i stúlka skrámaðist í FYRRAKVÖLD um kl. 20 varð það slys á móts við húsið nr. 178 við Laugaveg, að ekið var á 17 ára gamla stúlku, Erlu Guðjóns- dóttur til heimilis að Hrauni við Kringlumýrarveg. Dróst hún með bifreiðinni út fyrir götuna, en mun ekki hafa slasazt veru- lega. Slys þetta varð með þeim hætti, að tvær bifreiðar voru á leið inn Laugaveg á sitt hvorri akrein. Sú bifreið, sem var á hægri akrein var aðeins rétt á eftir hinni, en er kom að biðstöð strætisvagna, var strætisvagn að fara af stað og hélt bifreiðar- stjórinn aftari bifreiðarinnar, að fremri bifreiðin hefði stöðvazt vegna þess og ók hann því áfram á lítilli ferð. Er fremri bifreiðin hafði stöðvazt hljóp stúlkan í veg fyrir bifreiðirnar og reyndi bif- reiðarstjórinn á bifreiðinni, sem verið hafði aftar að reyna að forðast árekstur með því að sveigja aftur fyrir konuna, en þá sneri hún við og lenti fyrir bifreiðinni og dróst með henni. Lá hún undir bifreiðinni fram- anverðri og voru fætur hennar á milli hjólanna. Mun hún hafa náð taki á höggdeyfi bifreiðar- innar. Hún skrámaðist á fótum og í andliti, og var flutt á slysa- varðstofuna. I gærdag um kl. 11.35 varð fjögra ára gamall drengur, er var á þríhjóli og kom niður Há- braut í Kópavogi fyrir b;f-eið, er kom akandi austur Kársnes- braut. Lærbrotnaði drengurinn. Slysið varð með þeim hætti, að drengurinn kom niður Há- braut sem er brött gata, en bif- reiðin var í þann mund að beygja upp Hábrautina, og var á litilli ferð. Hjólaði drengurinn á hægra afturhjól bifreiðarinnar, sem var stór áætlunarvagn. Lögreglunni í Kópavogi var ekki gert aðvart um slysið og frétti hún ekki af því, fyrr ea slökkviliðið í Reykjavík sagði henni frá því, að hún hefði flutt drenginn af slysavarðstofunni á sjúkrahús. Vill lögreglan taka það fram að tilkynna ber þegar í stað öll slys, er verða, og sé viðkomandi slasaður má ekki hreyfa við honum fyrr en sjúkra lið kemur á vettvang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.