Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. des. 1968 MORGUNBLAÐIÐ 5 AÐ venju gengust stúdentar eldri og yngri fyrir marg- háttuðum hátíðaiiöldum í til- efni fullveldisdagsins sem var í gær. Hófust hátíðahöld þeirra með guðsþjónustu í há skólakapellunni í gærmorgun en þar prédikaði Halldór Gunnarsson stúd. theol. Kl. 2 hófst svo fuUveldissam- koma í hátíðasal Háskólans með því að Sigurður Björns- son stud. med. setti hátíðina. Síðan lék Anna Áslaug Bagn- arsdóttir stud philol. á píanó og Böðvar Guðmundsson stud. mag. las upp frumort ljóð. Síðan flutti séra Þor- grímur Sigurðsson prófastur að Staðarstað ræðu dagsins er nefndist: Andlegt sjálfstæði. Að lokum söng svo stúdenta- kórinn 5 lög undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Þá gekkst StúdentaPélag Reykjavíkur fyrir veizlufagn- Frá samkomu í hátíðarsal Háskólans í gær. Andlegt sjálfstæði - frá hátiðahöldum stúdenta 1. desember aði í fyrrakvöld. Þar fllu>tti Bai'ði Friðriksson lögfræðing- ur ávarp, stúdentakórinn söng og Ómar Ragnarsson fór með gamanmál. Einnig annaðist Stúdentaflélagið dagskrá í Riík isútvarpinu í gærkvöld og JUutti þar Birgir ísl. Gunnars- son lögfræðingur ávarp, en síðan flutti Þór Villhjálmsson borgardómari ræðu er hann nefndi: Lýðræði á íslandi. — Ennfremur var úitvarpað frá veizlufagnaði flélagsins kvöld- ið áður. Þá efndu stúdentar er stóðu að B-lista við kosn- ingar í Stúdentafélag Háskól- ans til samkomu í Þjóðleiklhús kjallaranum og voru þar flutt ávörp, Hjörtur Pálsson og Böðvar Guðmundsson lásu frumort Ijóð, Heimir Pálsson og Kristinn Jóíhannesson sungu Glúnta og sfðast var fluttur nýr leikjþáttur eftir Magniús Jónsson stúd. pihilol. sem nefndist: Eg er afi minn. Þá kom ennflremur s'túdenta blaðið út, fjöibreytt að efni. Meðal Iþeirra er það rituðu að þessu sinni vonu Ármann Snævarr háskólarektor, Sig- urður A. Magnússon .Böðvar Guðmundsson, Eri'k Siemen- sen ,Björn Teitsson, Vésteinn Ólafsson, Eggert Hanksson og Jón Þ. Þór. Eins og áður segir flutti séra Þorgriímur Sigurðsson prófas'tur aðalrœðuna á Há- skólalhátíðinni í gær, og neflnd Lst ræðan: Andlegt sjálfstæði. Ræddi sér Þorgrímur m.a. um efnahagslega uppbygg- ingu landsins og sagði hana hafa hafizt stirax og fulLveldið var fengið, þó að sumurn fynd ist sem hún öll hefði skeð eft- ir síðara stríð. Því væri reynd ar ekki að neita, að sl. 20 ár hef'U verið mestu velgengis- ár þjóðarinar hvað hið ytra áhrærði og ótrúlega miklu hefði verið komið til leiðar. En samhliða uppbyggingunni hefði hafizt kapphlaiup um lífsþægindi og kröfiur á þjóð- félagið. Prósentuxeikningur og þríliða væri nú notað til þess að sýna mönnum hvað til þeirra friðar heyrði. Sagt hefði verið, að enginn gæti orðið andlega sjálfstæður, sem væri öðrum háður efna- hagslegaog mætti því draga þá ályktun að andleg reisn ætti að vaxa í hlutfalli við efnahagslega viðreisn. Svo væri þó ekki hérlendis og kæmi berlega í ljós, að menn væru háðir fleiru en fátækt sinni, og mætti til nefna valdadrauma, erlenda tíziku, flökkaskiptingu og stóra bróð ur hvort sem hann væri að finna í austri eða vestrL Taldi séra Þorgrímur flokks- aga of mikinn hérlendis því að svo virtist svo það kæmi aldrei fyrir að opinberlega væri ræddur ágreiningur sem upp kæmi í stjórnmála- flokkunum. Að lokum vék séra Þorgrímur að erlendri hersetu í landinu og sagði að þjóðin hefði ekki verið spurð hvað hún vildi í því máli. Það mæti segja, að það sam- ræmdist ekki andlegu sjálf- stæði hennar þó að enginn þingflokkur hefði treyzt sér til að afnema það jafnvel þó að þeir hefðu haldið því á lofti fyrir kosningar að þeir mundu láta verða af fram- kvæmdum yrði (þeim veitt brautargengi. Minntist hann einnig á afstöðu íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna þegar rætt var um aðild Kína að samtökunum og vitnaði í samþykkt sem gerð var í stjórnarnefnd alkirkjuráðsins í Genf í febr. sl., en þar segir m.a. að gera skuli allt sem unnt sé til þess að þær 700 milljónir Kínverja sem nú eru í Kínverska alþýðulýð- veldinu fái aðgang að Sam- einuðu þjóðunum svo að stjórn þess beri sinn hluta ábyrgðarinnar. Þór Vilhjálmsson borgar- dómari flutti svo í gærkvöldi útvarpserindi á vegum Stúd- entafélags Reýkjavíkur og nefndi hann erindið: Lýðræði á íslandi. Frumvarp um höfunda- greiðslur á þessu þingi DR. GYLFI Þ. Gíslason mennta- málaráðherra skýrði Mbl. frá þvi í gær að frumvarp um greiðslu til rithöfunda vegna vegna út- lána bóka úr bókasöfnum ríkis- tais væri til athugunar hjá ríkis- stjórninni og yrði það flutt á þessu þingi, sem nú situr. Ekki kvaðst dr. Gylfi geta sagt hvem- ig greiðslurnar yrðu fram- kvæmdar, því að enn hefur ekki verið tekin um það ákvörðun. 1 þessu sambandi má geta þess Hóf Þór mál sitt með því að rekja nokkur atriði úr söðu lýðræðis á fslandi. Sagði að það ætti hér stutta sögu, en það væri trúa sín að sú skamma saga væri aðeins upphaf samfelldrar þróunar um ófyrirsjáanlega framtíð og að öll líkindi væru fyrir því, að íslenzkt lýðræði mundi taka breytingum hér eftir sem hingað til. Síðan sagði Þór m.a. að ef talað væri um lýðræði sem aðferð við að taka ákvörðun um málefni þjóðfélagsins, sera stjórnarfyrirkomulag, þar sem flestir borgarar ráða sem mestu um þjóðonálin, leið ir af því, að lýðræðið getur lengi batnað, það er mismik- ið, misþróað og nær sennilega aldrei því stigi að geta kallazt fullkomið. Svo er þessu einnig farið í okkur landi. Við skul um ékiki efast um, að stjórnar hættir okkar séu ómetanleg trygging þess, að hér verði vel stjórnað, ef fólkið vill, en ekki heldur loka augunum fyrir því, sem í mínum aug- um er augljóst, að lýðræðið má lengi bæta, líka á íslandi. Við og við heyrðust á opin- berum vettvangi tillögur um breytingar á stjórnarháttum, sem segja má, að varði bein- línis lýðræðið í landinu. Vék Þór síðan nokkuð að breyt- ingum sem gerðar voru á kjördæinaskipan 1942 og 1959, og vék síðan að öðru atriði sem lýðræðið varðar og hann sagði að hefði nokkuð verið til umræðu, en það væri þjóð aratkvæðagreiðslu. Gerð hefði varið tillaga um þjóðarat- kvæði um aðild íslands að At lantshafsbandalaginu 1949 og álsamningunum á sl. vetri. í hvorugt skiptið hefði tillaga um þjóðaratkvæði verið sam þykkt á Alþingi. Hinsvegar hefðu verið greidd þjóðarat- kvæði Um t.d. sambandslögin 1918, niðurfellingu sambands- lagsins og lýðveldisstjórnar- skránna 1944. Ef unnt væri að draga nokkrar almennar álykt anir af því, sem fram hefði komið á síðustu árum um þetta efni, virtist helzt mega ætla, að talsverð andstaða væri gegn þjóðaratkvæða- greiðslum, en stuðningur við þær nokkuð óviss. Þór sagði, að sér virtist að það væri lýðræðislegra að greiða úr málum með þjóðar atkvæðagreiðslu, en með á- kvörðun kjörinna fulltrúa og að æskilegt væri að ákvæði hér að lútandi væru sett á ís- landi. Hins vegar væri þess að geta, að slíkar þjóðaratkvæða greiðslur væru óframkvæman legar nema um stórmál væri að ræða. Sjálfsagt væri það umdeilanlegt, en frá sínu sjónarmiði væri það svo, að þjóðaratkvæðagreiðlsla um sjónvarpið á Keflavíkurflug velli væri eðlilegri en t.d. um álsamninginn, og stafaði það af því, að álmálið væri pólitískara og meira í hinum venjulega verkahring Alþing- ismanna en sjónvarpsmálið. Væri því líklegt, að svipuð sjónarmið mundu ráða í al- mennum þingkosningum og í atkvæðagreiðslu um álmálið, en óvíst að svo mundi verða í atkvæðagreiðslu um sjónvarps málið. Þór ræddi síðan efnahags- málin í tengslum við lýðræði og sagði að það hefði verið reynsla hér að um ráðstaf- anir er gerðar hefðu verið á Alþingi í efnahagsmálum hefðu yfirleitt leitt af sér á- tök, sem lyktað hefði með ýmsum hætti, en í þeim hefði glögglega komið fram, að að- staða til að framkvæma á- kvarðanir sem Alþingi hefði tekið væri oft hvergi nærri góð. Þannig hefði aðilum, sem væru ákvörðunum and- vlgir, oft tekizt að eyða áhrif um dýrtíðarráðstafana sem gerðar hefðu verið eftir á- kvörðun Alþingis. Með breyttu stjórnarfyrirkomulagi ætti að vera hægt að koma í veg fyrir áframhald þessarar þró- unar, og tryggja að ákvarð- anir sem teknar væru í efna hagsmálum yrðu framkvæmd- ar. Liklegasta aðferðin til að gera slíkt mögulegt væri sú að treysta ríkisvaldið, tryggja, að lög um efnahagsmál, sem samþykkt væru á Alþingi yrðu framkvæmd, hvort sem t.d. launþegasamtökunum, vinnurekendasamtökunum, einstökum stjórnmálaflokkum eða öðrum aðilum geðjaðist að þeim eða ekki. Til þess að slíkt gæti þó gerzt þyrfti hvort tveggja að koma til, til- lit meirihlutans til minnihlut ans og hollustu minnihlutans við þióðarheildina, skilning- ur á því, að aðstöðu sína mætti haann ekki nota til að koma í veg fyrir að stjórnað væri eftir þeim meginsjónar- miðum, sem meirihlutinn hefði fengið umboð til í kosn ingum. Sagði Þór það sitt á- lit, að hér á landi hefði stjórn arandstaðan um langt skeið gengið of langt í því að ónýta aðgerðir, sem meirihluti Al- þingis hefði tekið og að æski legt væri að á því yrði breyt- ing, sem bæði myndi styrkja þjóðfélagið og efla lýðræðið. mgi em at- 4 að í The Sunday Times hinn 20. nóvember sl. birtist grein, sem fjallar um tillögu, sem hefur verið til umræðu innan brezika rithöfundasambandsins þess efn- is, að tekin verði upp greiðsla til höfunda fyrir útlán bóka þeirra úr almenningsbókasöfn- um. Er talið líklegt, að frum- varp um þetta mál verði lagt fyrir brezka þingið á hausti kom- andi. Blaðið skýrir síðan frá því, hvernig fyrirkemulag er hjá skandinavisku þjóðunum á þessu máli og segir, að brezka rithöf' undasambandið hallist helzt að því að taka upp sams konar fyrirkomiulag og Danir hafL Segir það, að ef uim hliðistæðar greiðslur ti'l brezkra rithöfunda og danskra kæmi til, mundu brezkir ritihöfundar fó árlega um eina milljón punda í sinn hlut. AT.T.T MEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: Dux 8. des. Mánafoss 13. des.** Skógafoss 22. des. HAMBORG: Goðafoss 10. des. Askja 14. des.** Seeadler 16. des. Skógafoss 28. des. Gullfoss 6. jan. ROTTERDAM: Goðafoss 5. des. Seeadler 13. des. Askja 16. des.** Skógafoss 23. des. LEITH Gullfoss 16. des. Gulfosis 9. jan. LONDON: Agrotai 2. des. Dux 6. des. Mánafoss 16. des.** Marjetja Böhmer 27. des HULL: Agrotai 6. des. Dux 12. des. Askja 19. des.** Marjetne Böhmer 30. des. GAUTABORG: Lagarfoss 7. des. Bafekafoss 14. des.** K AUPM ANN AHÖFN: Lagarfoss 5. des. Gullfoss 14. des. Bakkafoss 16. des.** NEW YORK: Tungufoss 13. des. * Brúarfoss 23. des. Selfoss 6. jan. KRISTIANSAND: Lagarfoss 8. des. Bakkafoss 17. des.** KOTKA: Dettifoss 5. des. Rannö 10. des. VENTSPILS: Dettifóss 7. des. GDYNIA: Dettifoss 9. des. * Skipið losar á öllum aðal höfnum, Reykjavík, ísa firði, Akureyri og Reyðar firði. •* Skipið losar á öllum aðal höfnum og auk þess Vestmannaeyjum, Siglu firði, Húsavík, Seyðisfirð og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merk með stjörnu, losa í Reykja í Árbæjarhverfi. ALLTMEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.