Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐID
Föstudagur 2. des. 1966
Sr. Garöar Þorsteins
son pröfastur sext.
Það mun hafa verið vorið
1952, að ég var í fyrsta sinn
viðstaddur guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík, sem
haldin var í sambandi við setn-
ingu prestastefnunnar. Tveir
prestar þjónuðu fyrir altari. Ann
an þekkti ég ekki en hinn var
annar dómkirkjupresturinn. Þeg-
ar sá presturinn, sem ég þá ekki
þekkti, byrjaði að tóna, lifði ég
þá stund, sem ég seint mun
gleyma. E.t.v. mætti segja, að
áþekkar hughræringar hafi gert
vart við sig hjá mér og hjá
þeim, er forðum heyrðu fyrst
söng Jóns biskups Ögmundsson-
ar í Dómkirkjunni í Lundi.
Að lokinni guðsþjónustu
frétti ég, að þessi prestur, sem
hafði hrifið mig svo mjög með
söng sínum, væri sr. Garðar
Þorsteinsson í Hafnarfirði.
Skömmu síðar lágu leiðir
okkar sr. Garðars, saman, er
ég vigðist til prestsþjónustu í
líágrannaprestakalli hans. Náin
urðu þó kynni okkar ekki, fyrr
en árið 1954, er hann varð pró-
íastur í Kjalamesprófastsdæmi.
Sr. Garðar Þorsteinsson er
fæddur Akureyringur, sonur
hjónanna Þorsteins Sigurgeirs-
sonar, verzlunarmanns þar, síð-
ar bankagjaldkera í Reykjavík
og Aðalbjargar Albertsdóttur.
Hann lauk embættisprófi í guð-
fræði við Háskóla íslands árið
1931.
Að því loknu vtu- hann við
framhaldsnám um eins árs
skeið í Vínarborg og Stokkhólmi
og lagði stund á helgisiðafræði,
kirkjusöng og trúarbragðasögu.
Vorið 1932 veu: hann kjörinn
prestur í GarðaprestakaUi hinu
forna, með búsetu í Hafnar-
firði. Þar hefir starfsvettvang-
ur hans verið alla tíð fram til
þessa dags. A síðastliðnu vori
kom þó til framkvæmda sú
breyting á prestakalli hans, að
nýtt Garðaprestakall var mynd
að, en sr. Garðar gegnir áfram
þjónustu 1 Hafnarfjarðarkaup-
stað.
í*að má öllum augljóst vera,
sem eitthvað þekkja til, að sr.
Garðar hefir verið ötull og af-
kastamikill í starfi sínu. Öll sín
embættisverk hefir hann rækt
af stakri alúð og kostgæfni og
þeirri frábæru smekkvísi, sem
er svo einkennandi fyrir hann.
Hann hefir vaxið með sifellt
vaxandi verkahring — og hvergi
gefið eftir. Og þrátt fyrir allt
sitt annriki heima fyrir hefir
hann ávallt verið boðinn og bú-
mn til að veita okkur prestun-
um í prófastsdæminu hverja þá
hjálp og aðstoð, er í hans valdi
hefir staðið. Og þá hefir aldrei
orðið annars vart, en að hann
hefði kappnógan tíma.
Auk hinna yfirgripsmiklu
prests- og prófastsstarfa hefir
sr. Garðar gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum, sem allt of
langt yrði upp að telja í ör-
stuttri afmælisgrein. En þar er
skemmst frá að segja, að hann
hefir notið óskoraðs trausts sem
frábær félagsbróðir, tillögugóð-
ur, fljótur að gera sér grein
iyrir gangi hvers máls og glögg-
skyggn á það, hvernig bezt megi
úr hverjum vanda leysa.
En því má ekki gleyma, þeg-
ar sr. Garðars er minnzt, að
hann hefir ekki staðið einn og
óstuddur í sínu mikla og far-
sæla starfi. Kona hans, frú Svein
björg Helgadóttir, hefir jafnan
verið manni sínum hin styrk-
asta stoð og samhent honum í
hverju því, sem til heilla hefír
mátt horfa. Heimili þeirra hefir
jafnan staðið okkur prestunum
opið, — og þar höfum við löng-
um notið þeirrar hlýju gest-
risni og vináttu þeirra hjóna,
sem ekki gleymist. Þegar hjá
þeim var dvalizt, fór það jafnan
svo, að tíminn var alltof fljótur
að líða.
Þetta er reynsla okkar prest-
anna af heimili prófastshjón-
anna í Hafnarfirði, og áreiðan-
lega erum við ekki einir um
þá reynslu.
Það væri engan veginn óeðli-
legt, þótt starfskraftar sr. Garð-
ars væru að einhverju leyti
teknir að dvína eftir sextíu ára
annríkisdag. En það verður ekki
á honum fundið. Enn sem fyrr
fer saman hjá honum hinn log-
andi áhugi á öllu því, er verða
mætti kirkjunni til hags og
heilla og þróttmikil átök í þágu
þess málefnis, sem helgast er
og háleitast á jörðu hér.
Ég á enga afmælisósk betri
honum til handa en þá, að kirkj
an okkar megi njóta óskerta
starfskrafta hans sem lengst.
í>að veit ég líka, að væri hon-
um sjálfum allra kærast.
Sjálfur þakka ég þér, prófast-
ur, af alhug allan drengskap
mér sýndan, allan vinarhug í
minn garð. Með þakklæti minn-
ist ég alls okkar samstarfs og
samskipta allt til þessa dags.
Og síðast en ekki sízt þakka ég
stundina í Dómkirkjunni forð-
um, þegar söngur þinn barst
mér sem bergmál frá æðri
heimi.
Heill og blessun fylgi þér,
héðan í frá sem hingað til. Guðs
náð vaki yfir þér, heimili þínu
og ástvinum þínum öllum.
Bj J.
BAÐSTOFAN
HAFNARSIRÆTI 25
Eiginmaður minn
GUÐMUNDUR KRISTINN SIGURJÓNSSON
Kolholtshelli,
lézt að heimili sínu mánudaginn 28. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Marta Brynjólfsdóttir.
Móðir mín
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR
Litlu-Eyrí, Bíldudal,
andaðist í Landsspítalanum 29. þessa mánaðar.
Eyrir hönd systkinanna.
Bjarni Hannesson.
Konan mín,
KARÓLÍNA INGIBERGSDÓTTIB
▼erður jarðsungin frá Fossvogskirkju n.k. laugardag,
3: desember kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem hugsa
sér að minnast hennar er bent á sumarbúðastarf þjóð-
kirkjunnar í Skálholti.
Ingimundur Ólafsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTMANN ÁGÚST RUNÓLFSSON
Barónsstíg 63,
andaðist að Borgarspítalanum 30. nóvember. Jarðar-
förin ákveðin síðar.
Fjóla Ágústsdóttir, Sigurkarl F. Torfason,
Guðmunda Ágústsdóttir, Jakob V. Emilsson,
Sigurður Ágústsson, Guðbjörg Torfadóttir,
Kristmann Þ. Einarsson, Gerður Guðmundsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför,
GUÐRÍÐAR NIKULÁSDÓTTUR
Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirði.
Einnig þökkum við hjartanlega öllum sem veittu
hjálp í langvarandi veikindum hennar.
Guð blessi ykkur.
Óskar Guðmundsson, Ólöf Óskarsdóttir,
Þórunn Óskarsdóttir, Jón Gunnarsson,
dætrabörn og systir.
Sölumaður
Iðn- og innflutningsfyrirtæki óskar eftir vönum
manni á næsta ári. Æskilegt að viðkomandi hafi
bíl. Réttur maður getur reiknað með fjölbreyttu
skemmtilegu starfi. Umsóknir sendist MorgunbL
merkt: „Tilbúinn fatnaður — 8266“.
Af sersföSium ástæðimi
Lítil matvöruverzlun, sem einnig rekur kvöldsölu
til leigu. Sala á einhverjum hluta eða að öllu
leyti kæmi til greina. Tilboð sendist Morgunbað-
inu fyrir mánudagskvöld 5. þ.m. merkt: „8268“.
Skagfirðíngafélagið
Reykjavík
heldur skemmtund í Átthagasal Hótel Sögu laugar-
daginn 3. des. kl. 8,30.
Félagsvist. — Einsöngur Finnbjöm Jónsson.
D « n s .
STJÓRNIN.
Hafnfirðingar
Hef opnað smurstöð að Lækjargötu 32. Opið frá
kl. 8 til 6 og til hádegis á laugardögum.
B. P. og Shellolíur.
Vanur maður, reynið viðskiptin.
KJARTAN AUÐUNSSON.
Hárgreiðsludömur
athugið:
Kennsla á notkun hárgreiðsluvara frá
LO R EAI L DE PARIS
dagana mánudag og þriðjudag, 5. og 6. des. í Hár-
greiðslustofunni Femínu, Laugavegi 19. Kennslan
hefst kl. 8 síðdegis. Þátttaka tilkynnist til um-
boðsmanna LOREAL, De Paris á íslandi.
SUNNUFELL H/F., Skúlagötu 61.
Símar 13649 & 11977.
fJtboð
Tilboð óskast um sölu á stálþili til bryggjugerðar
í Sundahöfn hér í borg.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri, Vonar-
stræti 8.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.
Sjönvarpsloftnet
fyrir REYKJAVÍK og BLANDARAK nýkomið.
Hljómur
Skipholti 9 — Sími 10278.
Lokað ■ dag
frá kl. 9 — 13 vegna jarðarfarar.
Solufélag Garðyrkjumanna