Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1966, Blaðsíða 17
Fðstudagur S. des. 1968 MORGU N B LAÐIÐ 17 — Minning Framhald af bls. 12 Œézt á sjúkralhiísi hiér í Reykjavák hinn 22. návemiber sl. og verður lútför hans gerð frá Dómkirkj- unni í dag. Hiann hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Unnsteinn var Húnvetningur að aett. Faeddur og uppalinn að Stóru-Ásgeirsá í V’íðidal, _ sonur Ihjónanna Margrétar Jólhannes- dóttur og Ólaís Jónssonar. Að knknu námi við Hvítár- bakkaskólann og Hvanneyri, fór Unnsteinn utan og nam gai'ð- yrkjufræði við Landibúnaðaríhá- Bkólann í Kaupmanna'höfn og lauk þaðan fyrstur íslendinga há ekólaprófi í þeirri grein land- búnaðar. Var því eðlilegt að hon- tun væri lagður sá vandi á herð- ar, að veita torstöðu Garðyrkju- *kóla ríkisins Jþegar hann tók til »tarfa vorið 1939. Unnsteinn var J>á ungur maður og hafði litla leynslu af vandasömum verkum, cn hann sýndi strax óvenjuleg- tn áhuga og einstæðan dugnað, *em iþó var nokkuð annars eðlis, en almennt ger’ðist hjá þeim mönnnum er veita' ríkisskólum iflorsjiá. Hugur Unnsteins var að mestu bundinn við verklegar framkvaeimdir á skólasetrinu og gekk hann sijálfur til hverskon- ar starfa á degi hverjum til jafns við vinnumenn sína, og mun þó oftar hafa unnið fleiri ■tundir dag hivern, en aðrir meim í þjónustu stofnunarinn- ar. Ré'ði þar um 'hin mikla á- kefð hans að koma sem fyrst í framkvaemd þeim verkefnum er gripið hiöfðu hug hans allan og gætti þess þá ekki ávallt hve verkahringur hans var stór og margþættur ,sem skólastjóra. Oft greindi okkur Unnstein á um tilhögun í rekstri Garðyrkju- Bkólans og ekki nægðu okkur eetíð persónulegar viðræður er við mættuimst á förnum vegi, heldur Iháðum vfð margar orra- Ivríðir á opinberum vettvangi um eldurfjórðungs skeið. Sparaði þá Ihvorugur ,máski slíður en skyldi, Btór orð í þeim viðureignum. En þrátt fyrir það ,þá áttum við margar vinsamlegar samveru- Btundir ,sem ánægjulegt er að minnast og fyrir þær ber mér að þakka. Unnsteinn Ólaflsson var höfð- ingi hinn mesti heim að sækja og gestrisni hans var jöfn við þá, sem honum voru andsnúnir í skoðunum, ef þeir böfðu fyrir því, að sækja hann heim. Það mun einnig hafa veri'ð samdóma éUt manna, að Unnsteinn skóla- Btjóri hafi verið manna greið- viknastur og vissi ég þess eng- in dærni, að hann léti menn toón- leiða frá sér fara, ef til hans var leitað ,og bann étti þess ein- hvern kost, að greiða úr vand- kvæðum þeirra. Með Unnsteini Ólaflssyni er genginn til floldar einn ötulasti íramkvæmdamaður í þjónustu Jslenzika ríkisins ,en jafnframt einn með umdeildustu skóla- mönmwn þjóðarinnar. Maður lem seint mun gleymast þeún er honum kynntust Hjá þvi get- ur ekki farið að iflleiri en ég ,úr hópi hinna mörgu lærisveina Unnsteins, sendi eftirlifandi konu hans, frú Elnu Ólafisson og fimm uppkomnum börnutm, aliúð- arrríkar samúðarkve’ð'jur er þau hafia á bak að sjá ástríkum heim- ilisföður. Hafliði Jónsson. t Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama. En orðsbínr deyr aldrigi, hveims sér góðan getr. Únnsteinn Ólafisson, skóla- stjóri Garðyrkjiuckóla ríkisins að Reykj'um í Ölfusi, lézt í Lands- spítalanum þann 22. þ.m. eftir skamima legu aðeins 53 ára gam- all. Hann var skólastjóri Garð- yrkjuskólans frá stofnun hans árið 1939 til dauðadags. Hann var fyrsti maður, sem hafði það hlutverk með höndum að móta og stjórna þeirri stofn- un ,sem kenndi bæði bóklega og verklega gar’ðyrkju . Hann var ungur að árum er hann hóf starf sitt, sem skóla- stjóri við þessa nýju stofnun, fullur af áhuga og starfsþreki, vel menntaður og áræðinn, enda hvikaði hann aldrei frá settu marki í baráttu sinni fyr- ir velferð skólans. Hann helgaði þessari stofnun alla sína starfs- krafta og það var hans von að sjá nýjan og veglegan skóla rísa af grunni að Reykjum sem menntasetur garðyrkjunnar í landinu. Sú von var í þann mund að rætast, er hann félil frá, því að bygging nýja skólans er haf- in og komin vel á veg eins og hann vildi, að hún yrði, og er ég viss um að þar hefði ekki verið hetur rá'ðið af öðrum um skipan alla. Er vonandi að þeim beri gæfa til að feta í fótspor hans, sem við stjórn staðarins taka. Það er oft stormasamt í kring um þá menn, sem toer bærra en aðra eða skara fram úr á einhverju sviði. Það er eins og vakni minnimáttarkenndin ihjá aukvisunum og tilhneiging- in til að smíða skóinn niður af Iþeim ,sem frarnar standa, en Unnsteinn stóð ætíð sem klett- ur úr hafinu, og vopnin snerust í höndum andstæðingsins, enda var hann maður mjög vel gef- inn og vel máli farinn og átti aldrei í neinum vandræðum með að finna hugsunum sínum orð. Ég, sem þessar fáu línur rita, átti þvlí láni að fagna að vera nemandi hans við Garðyrkju- skóiann og minnist ég hans sem frábærs skólastjóra og kennara, og þó að nú séu liðin rúm 22 ár síðan ég yfirgaf þennan stað, sem nemandi .minnist ég enn fjölmargra kennslustunda hjá honum, því að kennslan var lif- andi og frjó og aft farlð út fyrir Iþað, sem í bókunum stóð .Nú hin síðari ár urðu kynni okkar Unns'teins meiri í gegnum félags mál okkar garðyrkjumanna og þá kom skýrt í ljós, að hann vildi allt af mörgum leggja til fræðslu og firamgangs garðyrkj- unnar í landinu og hafa engir reynat þar traustari en hann. Að síðustu vil ég þakka þér Unn- steinn, allar þær stundir ,sem ég átti undir handleiðslu þinni, sem nemandi og eru mér nú ómetan- legur fjársjóður á lífsleiðinni, ennfremur ráðleggingar og marg ar góðar ábendingar á síðari ár- um. Eftirlifandi eiginkonu og toörn- um votta ég innilega samúð. Svavar F. Kjærnested. t Vafin gró’ðri býli byggjum. Blómareiti, flögur tré afkomendum okkar tryggjum. — Orku starfs s'kal iláta í té. — Vöknum, ei á iiði liggjium, launin, — gleði — er betri en iflé. VIÐ andlát Unnnsteins Ólafls- sonar, skólastjóra, koraa þessar ljóðliínur hans fyrstar í hugann. Vissulega var lífsstarf Unnsteins Ólafssonár -í samræmi við fyrr- greind orð hans. Hann hóf ung- ur undirtoúning að lífsstarfi sínu með námi að Hvítárbakka og Hvanneyri, ag síðan við Landlbúnaðarháskólann í Kaup- mannáhöfn. Unnsteinn varð fyrsti skólaistjóri GarðyrkjoiSkóla ríkisins áð Reykjum í Ölfusi, og því starfi gegndi hann til ævi- laka. Unnsteinn var Ikominn af traustu og dugmiklu bænda- fólki í Húnaþingi. Faðir hans og flöðurafi bjuggu stórtoúum, og vöktu hin glæsilegu býli þeirra, Stóra-Ásgeirsá í Víðidal og Sandar í Miðfirði, mitola at- hygli þeirra, sem leið áttu um austurhluta Húnavatnssýslu. Áhugi Unnsteins á landtoúnaði var því heimafenginn, og rækt- unarstörfunum sinnti hann af alúð og kostgæfni til hinztu stundar. Sú stofnun, sem Unnsteinn Ólafisson veitti forstöðu, var í upþhafi stofnuð af vanefnum á erfiðleikatímum. Reykjatorfan í Ölfiusi komst í eigu ríkisins í ráðherratlíð Jónasar Jónssonar, sem glöggt mun hafa séð, hve verðmæt þessi eign yrði síðar. Um 1930 var stofnað berklahæli áð Reykjium og stanfrækt þar um nókkurra ára skeið. Er sú stofnun var lögð niður, var Garðyíkjtuskóla ríkisins valinn þar staður. Fjárveitingar til stofjiunarinnar voru mjög tak- maikaðar, og hinum nýja Skóla því sniðinn þröngur stakhur. Liðu svo mörg ár, að skólastarf- inu varð að halda gangandi að verulegum hluta með því fé, sem skólinn gat sjálfur aflað, þ. e. því fjármagrii, sem fékkst fyrir afurðir framleiddar á skólabúinu. Hefur fyrst orðið breyting á þessu nú hin síðusbu ár. Unnsteinn Ólafsson veitti gar’ðyrkjuskólanum forstöðu um tuttugu og sjö ára skeið. Hann eignaðist góða konu og mann- vænleg börn. Þó að árin liðu, var áhugi hans ávallt jafn mik- ill, enda þótt hann ætli um langt skeið við vanheilsu að stríða. Á skólanum voru unnin brautryðjendastörf. Þaðan hefur útskrifast stór hópur dugmikilla garðyrkjumanna. Garðyrkjan er ung atvinnugrein, en vaxandi. Bendir margt til þess, að sú spá Unnsteins Skólastjóra muni ræt- as't, að garðyPkja verði, er tím- ar Mðá, verulegur þáttiur í at- vinnnuilífi landsmanna. Unnsteinn Ólafsson var hug- sjónamáður, skarpgáfaður og gæddur mikilli bjartsýni. Hann fór ekki vanhluta af þeim marg- háttuðu erfiCIeikum, sem verða á vegi allra brautryðjenda. Hon- um entist ekki — fremur en fjölmörgum öðrum — aldur til þess að sjá allar hugsjónir sín- ar rætast, en sínum þýðingar- miklu störfum sinnti hann af trúmennsku meðan dagur var. G. J. t ÞEGAR mér barst fregnin um andlát Unnsteins Ólafssonar, skólastjóra Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi, þá komu mér í hug orð skáldsins, „Skyggja ský skin sólar“. Við áttum tal saman fyrir fá- um dögum. Hann var þá glaður og reifur, svo sem hann átti vanda til. Eins og oft áður, barst talið ,að heimasveit okkar, og hversu þar væri nú umhorfs. Ég fann þá svo greinilega, að enn átti hann í huga sínum átthaga- tengslin við heimahagann, þar sem bernskuskónum var slitið, þó atvik og kringumstæður á öðrum vettvangi mótuðu lífs- skoðun hans í önnum við þá hugsjón, sem hann helgaði krafta sína. Hann var barn súm* ar sveitar og bar svipmót sitt frá þeirri jörð, sem hann va* vaxinn úr grasi. Við leiðarskil lífsins, vil ég nd færa þessum gamla og góða fé- laga úr Ungmennafél. Víðir 1 Víðidal innilegar kveðjur og þakkir fyrir margar ánægjuleg- ar stundir, fyrr og síðar, allt frá fyrstu kynnum. Ég minnist hana fyrst sem ungs manns við leita og starf, hversu hann var skjót- ráður, fljótur til ályktana með leiftur^nöggum ákvörðunum og fylginn sér. Hversu flugskarpar gáfur hans með hrífandi mælsku báru í sér loga heitra tilfinninga og skaphafnar, er bjó yfir kímni og léttum tilsvörum. Um leið og ég minnist Unn- steins Ólafssonar sem ungs manns, þá vil ég minnast æsku- heimilis hans á Stóru-Ásgeirsái, því við það eru bundnar svo margar ánægjustundir. Ávallt stóðu þar opnar dyr til ýmis kon- ar samfagnaðar, og engin fyrir- höfn eða áníðsla of stór til þess að hún væri eftirtalin. Þess skal minnzt hér með þakklæti. Um embætti og æfistarf Unn- steins skólastjóra við fyrsta garðyrkjuskóla þjóðarinnar, og sem brautryðjanda þeirra rækt- unarmála, munu að sjálfsögðu aðrir ræða, sem þekkja mér bet- ur til. En eitt er víst, að þar er eftirlátið verðugt lífsstarf, er mun geyma minningu hans sem atorkumanns og brautryðjanda nýrra atvinnuhátta og nýs tíma í búnaði og sögu. Kæran vin og æskufélaga vil ég nú kveðja með þökk. Þótt árin fjölguðu og annir og skyldu störf kölluðu að, þá var samt eins og blik frá æskuárunum bæri ljóma á kynninguna. Aðstandendum öllum, eigin- konum, börnum, foreldrum og systrum færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Arinbjörn Árnason. Hjólbarðaviðgerð Vesturbæjar Auglýsir: Eftirtaldar stærðir af snjóhjólbörðum fyrirliggj- andi með og án ísnagla. 135 X 13 145 x 280 650 x 16 640 X 13 500 x 15 700 x 16 670 X 13 560 x 15 725 X 13 590 x 15 165 x 380 155 X 14 640 x 15 Opið frá kl. 8.00 — 22.00 e.h. „Látið okkur setja fyrir yður ísnagla í snjóhjólbarðana“. HJÓLBARÐAVIÐGERÐ VESTURBÆJAR við hliðina á benzínafgreiðsiu Essó v/Nesveg, sími 23120. RVlMIIMGARSALA TIL ÞESS AÐ RÝMA FYRIR NÝRRI FRAMLEIÐ SLU, SELJUM VIÐ í DAG OG NÆSTU DAGA í VERKSMIÐJU OG SKINNASÖLU OKKAR ÓDÝRAR GÆRUR OG KÁLFSKINN. Á BOÐSTÓLUM VERÐA ALLIR VERÐFLOKAR: GÆRUR, KLIPPTAR, ÓLITAÐAR OG LITAÐAR, HEIL SKINN OG BÚTAR í MIKLU ÚRVALI. TILVALIÐ EFNI í MARGAN SKEMMTLILEGAN HEIMILIS- IÐNAÐ OG FÖNDUR. Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands SKINNASALAN, LAUGAVEGI 45, SÍMI 13061 — VERKSMIÐJAN, GRENSÁSVEGI 14. Kálfsskinn FRÁ KR. 220.00 ÓLITAÐAR OG LITAÐAR FRÁ KR. 315.00 OG KR. 330.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.